Tíminn - 31.03.1971, Blaðsíða 16
Borgarstjórn á morgun:
Nauthólsvíkin
verði tekin í
notkun í sumar
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Á fundi borgarstjómar fimmtu-
daginn 1. apríl ver'ður m.a. á dag-
skrá eftirfarandi tillaga frá bórg-
arfulltrúum Framsóknarflokksins:
„Með tilliti til þess, hversu rík
áherzla er nú lögð á að vekja
áhuga almennings á útivera og
hreyfingu, felur borgarstjóm borg
arverkfræðingi að hefja- þegar und
irbúning að þvi, að unnt verði að
taka Nautshólsvíkina til sjóbaða
í sumar.
Jafnframt felur borgarstjóra
borgarverkfræðingi og hitaveitu-
stjóra í samvinnu að kanna, hvort
unnt sé, án ærins tilkostnaðar að
hita víkina upp yfir sumartímann
með vatni frá hitaveitunni".
Miklum verðmætum
stolið á Keflavíkur-
flugvelli
NÚ STARFSKYNN-
ING í 3 SKÓlUi
SG-Reykjavík, þriðjudag.
Hagaskólinn hefur tekið upp
þá nýbreytni, að nemendur fjórða
bekkjar, sem eru 110 alls, hafa
verið latnir/fara í starfskynningu
til ýmissa fyrirtækja í borginni.
Hagaskólinn er þriðji skólinn, sem
tckur þetta upp, en fyrr hafa
verið Vogaskóli og Hvolsskóli í
Rangarválláfsýslu. i Hafa nemendur
Hagaskóla verið við störf hjá fyrir
tækjum undanfarna tvo daga.
Sigríður Gunnarsdóttir, nemandi
í fjórða bekk A i Hagaskólanum,
hefuir í tvo daga fylgzt með störf-
uim blaðamanna Timans, en Sig-
ríður tekur nú þátt í starfsfræðslu
skólans, sem saigt er frá í blaðinu.
Sigríður valdi sér blaiðamennskuna,
þar sem hún segist hafa haft mik-
inn áhuga á henni undanfarið. Hún
sagðist ekki hafa orðið fyrir von-
brigðum, því séir virtist starfið f jöl-
breyitt og skemmtilegt. Sigríður
hefur nokkuð gert af því að skrifa,
m.a. í skólablað Hagaskólans. —
Myndina tók GE af Sigríði við
EVERESTLEIÐANGURINN
ERU KOMNIR AÐ TOR-
VELDUSTU HINÐRUNINNI
skriftir á Títnanum.
Skólastjóri Hagaskóla, Björn
Jónsson, sagði í viðtali við Tim-
ann, að hann hefði lengi haft í huga
að koma þessu á, og að hann
héldi að slíka kynningu vantaði
í fræðslukerfið, en ekkert hefði
orðið úr framkvæmdum fyrr en
nú, þar sem kenara vantaði. Nú
varð hins vegar úr, að séra Bern-
harður Guðmundsson lét sína
bekki fara til starfa hjá fýrirtækj
um, og á eftir kom séra Frank
M. Halldórsson með sína bekki.
Bekkirnir eru aðeins einn til
tvo daga í starfskynningunni, sem
skólastjórinn sagði að væri allt
og stuttur tími, en þetta væri
aðeins byrjunarviðleitni, en
myndi eflaust verða veglegra
næst. Einnig sagði hann, að of
stuttur umhugsunartími hefði ver
ið þar sem allt var mjög óákveð-
ið fram á síðustu stundu. En á
næsta ári yrði þetta mun betra,
þá vissi fólk að hverju stefndi
og hefði nægan umhugsunartíma.
Bekkirnir dreifðust á marga
staði og fór það mikið eftir bekkj
ardeildum.
M.a. voru nemendur á sjúkrahús
um, á dagblöðum, á fæðingár-
deildinni, kynntust flugfreyju-
starfi, kennslu vangefinna, svo
nokkuð sé nefnt.
Lík Hauks
Hansen fundið
OÓ-Ryekjavik, þriðjudag.
Miklum verðmætum var stolið
á Keflavíkurflugvelli um helgina.
Var brotizt inn í verzlun Navy
Exchange, sem eingöngu er ætl-
uð vamarliðsmönnum og fjölskyld
um þeirra. Var unnið mjög fag-
mannlega að innbrotinu og eru
lítil vegsummerki sem lögreglan
getur stuðzt við. Var stolið skart-
gripum og úrum, og segulbands-
tæki. Verðmæti þýfisins er áætlar
milli 4 og 5 þúsund dollarar, eða
350 til 450 þúsund ísl. kr., en ekki
er enn fullkannað hve miklu var
stolið.
Brotizt var inn með þeim hætti
að tekin var rúða úr glugga og
farið þar inn. Þegar þjófurinn,
eða þjófamir, voru búnir að at-
hafna sig inni í verzluninni var
rúðan sett í aftur, og það var ekki
fyrr en starfsfólk áttaði sig á að
varning vantaði í verzlunina, að
sýnt var að framið hafði verið
innbrot.
Calley dæmdur
sekur - áfrýjar
Bandaríski liðsforinginn William
Calley var í gær dæmdur sekur
Um morð á ótilteknum fjölda al-
mennra borgara í My Lai í Suð-
ur-Vietnam. Það var herréttur í
Fort Benning í Georgiu, sem kvað
upp dóminn. Lögfræðingur Catl-
eys, George Latimer hefur áfrýj-
að úrskurðinum.
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Alþjóðlegi Everest-leikangurinn
hefur nú komið sér fyrir í aðal-
bækistöðvum sínum í 17.800 feta
hæð skammt frá hinum svonefnda
Khumbu-skriðjökli, sem er ein ill-
færasta hindrunin á lciðinni upp á
cfsta fjallstind jarðarinnar. Þar
létu sjö Sherpa-menn lífið á síð-
asta ári, þegar tilraun var gerð til
að klífa Everest, og árið 1963 lét
bandarískur fjallgöngugarpur,
John Breitenbach, þar cinnig
lífið.
Skriðjökutl þessi er á stöðugri
hreyfingu, en aðalstöðvar leiðang-
ursins eru í um 1500 feta fjar-
lægð frá jaðri hans, og hefur eng-
inn Everest-leiðangur áður haft
aðalstöðvar sínar svo nálægt,
skriðjöklinum.
Fjallgöngumennirnir, og burðar
menn þeirra, munu nú reyna að
ikomast yfir skriðjökulinn með vist
ir sfnar og að svonefndum efri
bækistöðvum, sem verða í 21.000
feta hæð (merkt „advance base“
á kortinu), en þaðan verður lagt
upp í lokaáfanga leiðangursins
upp á Everest-tindinn.
Leiðangursstjórinn, Norman Dy
hrenfurth frá Bandaríkjunum, er
vongóður um að ferðin yfir skrið-
jökulinn takist vel. Telur hann,
að sæmilega fær leið sé vinstra
megin á skriðjökulinn, þótt taka
þurfi til hendi til að gera þá
leið vel færa og hættulitla.
Hins vegar cru leiðangursmenn
ekki of bjartsýnir um leiðina frá
efri bækistöðvunum og upp á tind
inn. Þeim virðist sem óvenjulítill
snjór sé' á Everest núna, og það
mun gera lokakaflann mun erfið-
ari, vegna lausra steina, sem ella
væru fastir í snjó og is. Án þess er
hætta á grjóthruni. Það var einmitt
þetta tvennt sem gerði það að
verkum, að Japanir, sem reyndu
í fyrra að komast upp á Everest,
urðu að hætta við.
Þegar er búið að velja þá menn,
sem fara eiga þessa beinu leið
upp á tindinn. Það eru Dougal
Haslon og Don Whillans frá Bret
landi, sem yrðu fyrstu Bretarnir
sem kæmu á hæsta tind veraldar
ef alit fer að óskum, Reizo Ito
og Naomi Uemera frá Japan, Leo
Schlömmer og Tony Hiebeler frá
Þýzkalandi og Dave Peterson,
Garý Colliver og John Evans frá
Bandarfkjunum.
Hópurinn, sem fara á vestur-
hryggsleiðina, en hún er talin mun
auðveldari, hefur einnig verið val-
inn. Það eru hjónin Yvette Vauc-
her og Michel maður hennar, bæði
frá Sviss, — en Yvette verður. ef
vel tekst til, fyrsta konan, sem
Framhald á bls. 14.
SST—Reykjvík, þriðjudag.
Hjálparsveit skáta í Njarðvíkum
fann í dag lík Hauks Hansen, flug-
vélstjóra, rekið í Litlu Sandvik á
Reykjanesi, á sömu slóðum og
hann hvarf á fimmtudaginn í síð-
ustu viku, er hann var þar á gangi
með félögum sínum. Haukur lætur
eftir sig konu og börn.
169.000 pund
af hörpudiskí
fil USA
EJ-Reykjavík, þriðjudag.
Á síðasta ári seldu íslendingar
169 þúsund lbs. af hörpudiski til
Bandaríkjanna, en aðeins 45 lbs.
árið á undan. Nam útflutningum
íslendinga um 1% af innfluttum
hörpudiski til Bandaríkjanna á
síðasta ári.
Á árinu jókst innflutningur
Bandaríkjamanna á hörpudiski úr
14.353 þúsund Ibs. árið 1969 í
16.830 þúsund lbs. Mest magn
kom frá Kanada, 11.700 þúsund
ibs. Næst komu Bretar og Argen-
tínumenn, en íslendingar voru í
sjötta sæti hvað magn snertir.
Njarðvíkingar
Aðalfundur Framsóknarfélags
Njarðvíkur verður haldinn í dag,
miðvikud. í litla salnum í Stapa.
Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundar-
störf. 2) Kosning fulltrúa á flokks
þing. 3) Önnur mál.
AKRANES
Framsóknarfélag Akraness held
ur almennan félagsfund í kvöld,
miðvikudagskvöld kl. 20.30 í Fram
sóknarhúsinu Akranesi. Dagskrá:
1) Fjárhagsáætlun Akraneskaup-
staðar fyrir j971, 2) Kosning full-
trúa á flokksþing Frainsóknar-
flokksins, 3) Önnur mál. Sluðnings
menn Framsóknarfl. eru hvattir
til að fjölmenna á fundinn.
ÁRNESSÝSLA
Fundur í Biramsóknarfélagi Ámessýslu verður
haldinn í Framsóknarsalnum, Eyrarvegi 15, Sel-
fossi, mánudaginn 5. apríl, og hefst kl. 21. Á
fundinum flytur Helgi Bergs ávarp. Kosnir
verða fulltrúar á fimmtánda flokksþing fram-
sóknarmanna, og irædd verða félagsmál.
Kortið sýnir leiðirnar upp á Everest og til hliðar og að ofan eru myndir
af þeim, sem eiga að reyna að halda upp á toppinn. Leiðangurinn hefur
komið sér fyrir í 17.800 feta hæð á Khumbu-jökli, um 1500 fet fyrir neðan
hinn haettulega Khumbu skriðjökul. Hluti leiðangursmanna mun fara svo-
nefnda vnsturhryggsleið (west ridge route á kortinu) upp á Everest, en
hinn hlutlnn beinustu leið upp (direct route á kortinu).