Fréttablaðið - 09.08.2002, Side 10

Fréttablaðið - 09.08.2002, Side 10
Bandaríska flugfélagið SpiritAirlines bauð nýverið upp á ókeypis ferðir þann 11. septem- ber. Um er að ræða 90 flugferðir til 14 landa. Ferðirnar seldust upp á 8 klukkustundum. „Himinn á að vera uppfullur af Banda- ríkjamönnum þann 11. septem- ber,“ sagði forstjóri fyrirtækisins þegar tilkynnt var um hinn fríu flug. Uppátækið mun kosta flug- félagið rúmar 40 milljónir króna. Að minnsta kosti 13 manns fór-ust og tæplega 30 særðust í sprengingum í Bogota, höfuðborg Kólombíu í gær, nokkrum mínút- um áður en Alvaro Uribe sór eið sem næsti forseti landsins. Sprengjurnar sprungu nokkrum húsasundum frá þinghúsi lands- ins þar sem Uribe tók við emb- ættinu. AðstoðarutanríkisráðherraAngóla hefur hvatt Samein- uðu þjóðirnar til að hjálpa stjórn- völdum landsins og fyrrverandi uppreisnarmönnum UNITA-sam- takanna að byggja upp gott sam- starf. Segir hann það nauðsynlegt til að friður haldist í landinu. Tvær manneskjur fengu lítils-háttar skrámur þegar stálbrú fyrir ofan stóran vatnstank í sæ- dýrasafni í Bandaríkjunum, gaf sig. 10 manns lentu ofan í tanknum sem var fullur af hákörlum. Hormón sem getur dregið úrmatarlyst fólks um þriðjung hefur verið uppgötvað af vísinda- mönnum. Vonast er til að uppgötv- unin geti hjálpað fólki sem á við offituvandamál að stríða að losna við aukakílóin. Hópur vísinda- manna við rannsóknarstofur i Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vann saman að rannsókn- inni. Franskur dómstóll hefur fyrir-skipað lokun vefsíðu hægri- öfgahreyfingar sem tengist manninum sem talið er að hafi ætlað að myrða Jacques Chirac, Frakklandsforseta, á þjóðhátíðar- degi Frakklands. 9. ágúst 2002 FÖSTUDAGUR10 SAKAMÁL Lögreglan á Englandi birti í gær myndir frá eftirlits- myndavél sem sýnir stúlkurnar Holly Wells og Jessicu Chapman ganga fram hjá íþróttamiðstöð skammt frá heimilum þeirra í þorpinu Sohma í austurhluta Englands. Myndirnar voru tekn- ar skömmu áður en þær hurfu sporlaust síðast liðið sunnudags- kvöld. Var aðeins fimm mínútna gangur frá íþróttamiðstöðinni að heimili annarrar stúlkunnar. Lögreglan hefur beðið fjórar manneskjur sem sáust á mynd- unum nokkrum mínútum eftir að stúlkurnar sáust, að gefa sig fram. Ók fólkið burt á tveimur bílum án þess hitta stúlkurnar. Víðtæk leit stendur enn yfir að Holly og Jessicu og taka um 250 lögreglumenn þátt í leitinni, að því er kom fram á fréttavef Sky. Blöðin The Sun og The News of the World hafa í sameiningu boðið tæpar 20 milljónir króna fyrir þann sem getur leyst leyndardóminn um hvarf stúlknanna.  Hvarf tveggja enskra vinkvenna: Eftirlitsmyndavél kom auga á stúlkurnar BAGDAD, ÍRAK, AP „Allir þeir sem ætla að ráðast á Írak munu deyja vegna mistaka sinna,“ sagði Saddam Hussein, forseti Íraks í sjónvarpsávarpi sínu í gær. 14 ár voru þá liðin frá því að átta ára stríði Íraka og Írana lauk. Í ræðu sinni minntist Saddam ekki bein- um orðum á kröfur bandarískra og breskra ráðamanna um að hleypa vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna inn í landið. Sagði hann þó að „illir aðilar“ ógnuðu þjóðum araba og músli- ma í heiminum. Ef nauðsyn krefðist þyrftu landsmenn að vera tilbúnir til að verja sig. Um 15 þúsund meðlimir í hreyfing- unni „Her Jerúsalems“ gengu um götur Bagdad, höfuðborgar Íraks, í gær til að lýsa yfir stuðningi sínum við forsetann. Gengu þeir með myndir af Saddam auk palestínskra og íra- skra fána. Saddam krafðist í ræðu sinni svara við þeim 19 spurningum sem Írakar létu Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, fá á fundi í mars, sem öryggisráð SÞ hefur ekki enn svarað. Um ýmsar kvartanir Íraka er að ræða, þar á meðal umfang vopnaeftirlits í landinu og horfur á hugsanlegri árás Bandaríkjanna. Miklar vangaveltur hafa und- anfarið verið uppi um hvort Bandaríkjamenn ætli að ráðast á Írak og steypa Saddam af stóli. Segja bandarísk stjórnvöld að Írakar séu að þróa gjöreyðingar- vopn og þess vegna þurfi að stöðva þá. Bandamenn Banda- ríkjanna í málefnum Mið-Aust- urlanda hafa hvatt þá til að efna ekki til árása á Írak. Nýlega buðu Írakar vopnaeft- irlitsmönnum Sameinuðu þjóð- anna að heimsækja landið til að ræða við þá um að endurvekja vopnaeftirlit í landinu. Banda- ríkjamenn segja boðið vera brel- lu af hálfu Íraksstjórnar.  Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Árásir á Írak dæmd- ar til að mistakast SADDAM Saddam Hussein flytur sjónvarpsávarp sitt. Hann segir ekki ráðlegt fyrir aðrar þjóðir að ráðast á Írak. Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert bréf sé ekki lengra en sem nemur hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að senda bréfin í tölvupósti, rit- stjorn@frettabladid.is, hringja í síma 515 7500, faxa í síma 515 7506 eða senda bréf á Fréttablaðið, Þverholti 9, 105 Reykjavík. LESENDABRÉF Saddam Hussain heldur sjónvarpsávarp fyrir þjóð sína. Segir „illa aðila“ ógna þjóðum araba og múslima. BRÉF TIL BLAÐSINS GRÁTANDI FORELDRAR Kevin Wells og Nicola Wells, foreldrar hinnar 10 ára gömlu Holly, brustu í grát á blaða- mannafundi sem haldinn var á miðvikudaginn. AP /M YN D AP/M YN D Bjórframleiðandinn Carlsberggerði það gott á fyrra helm- ingi ársins. Sala á bjór jókst um 22% en sala á gosdrykkjum um 4%. Hagnaður fyrirtækisins eftir skatta var 672 milljónir danskra króna, á móti 593 milljónum í fyrra. Tekjuaukningin skýrist aðallega á auknum umsvifum í Evrópu. Atvinnuleysi hefur ekki veriðminna í Danmörku síðan árið 1976. Í júní voru 128.000 manns atvinnulausir. Tala þeirra sem ekki vinna er þó mun hærri bend- ir Berlingske tidende á. Fjölmenni er á eftirlaunum eða í vinnu sem ríkið hefur útvegað þeim. Frá árinu 1994 hefur dregið úr at- vinnuleysi í Danmörku og reikna hagfræðingar með að sú þróun haldi áfram. NÁMSKEIÐ Foreldar og aðrir sem koma eitthvað nálægt börnum geta haft gagn af því námskeiði sem Ís- lensku menntasamtökin standa fyr- ir á morgun. Á því talar bandarísk- ur prófessor, dr. David Lassire, um fjölgreind og dr. Bob Sanders, um mikilvægi þess að setja sér mark- mið í lífinu. Að sögn Svövu Markar, aðstoðar- konu framkvæmdastjóra Áslands- skóla, er Lassire þekktur fyrir það hversu vel honum gengur að færa fræðin í aðgengilegt form þannig að þau nýtist til kennslu til að mynda. Fjölgreindarkenningin á rætur sínar að rekja til Howards Gar- dners sem taldi að skilgreiningin á greind væri of þröng. Í stað hefð- bundins skilnings sagði hann að undir greind féllu málgreind, rök og stærðfræðigreind, rýmisgreind, lík- ams- og hreyfigreind, tónlistar- greind, samskiptagreind, sjálfs- þekkingargreind og umhverfis- greind. Auk námskeiðs fyrir foreldra standa samtökin fyrir námskeiðum fyrir kennara þessa dagana. Á morgun hefst námskeið fyrir leik- skólakennara. Íslensku menntasam- tökin eru samtök áhugafólks um menntun.  Einstaklingsbundið nám á nýrri öld: Kenningar færðar í kennslu NÁMSKEIÐ Í ÁSLANDSSKÓLA Hófust í gær og standa fram í næstu viku. Námskeiðin eru opin öllum sem hafa áhuga á menntun. ERLENT NORÐURLÖND Fullorðið fólk verra en unga fólkið! Starfsmaður á skemmtistað skrifar: Eftir að ég las Bakþanka ÞráinsBertelssonar um „vitlausrar- mannahelgina“, sem mér fannst mjög góðir, varð ég að fá að bæta aðeins við þá. Alltaf heyrum við talað um hvað unga fólkið sé nú slæmt, en ég segi: Lítið í eigin barm! Ég hef unnið á nokkrum veitinga- og skemmtistöðum í gegnum tíðina og ekki bara hér á landi. Nú vinn ég á skemmtistað á höfuðborgar- svæðinu og aldrei hef ég kynnst annarri eins frekju, dónaskap eins og um síðustu helgi, og ekki var það unga fólkið sem var þar á ferð. Það var „eldra“ fólkið, 40 ára og eldra, sem lét mest í sér heyra. Ég veit ekki hvort þessu fólki finnist það vera komið á þann ald- ur að það megi haga sér eins og því sýnist eða hvort það sé bara orðið það „þroskað“ að það sé búið með sinn skammt af kurteisi! Við á þessum skemmtistað fengum að heyra ýmislegt óskemmtilegt, margt svo ljótt að ekki er hægt að skrifa það í frétta- blað. Alltaf stóð „unga“ fólkið og beið pollrólegt eftir afgreiðslu, brosti sínu blíðasta og þá sérstak- lega yfir öskrunum og látunum í „eldra“ fólkinu. Vil ég nú spyrja þetta fólk hvort það gangi inn í troðfullan banka og ÖSKRI yfir salinn: „ÉG VAR NÆSTUR!“ „GETURÐU EKKI AFGREITT MIG UM BARA EINN HELV... GÍRÓSEÐIL?!“ eða „ÉG ER BÚ- INN AÐ BÍÐA Í HÁLFTÍMA. GETURÐU EKKI VÉLRITAÐ HRAÐAR HELV... *#*#*#*“ Hvergi í heiminum hef ég kynnst svona yfirgangssemi og frekju eins og í Íslendingum, fólk bíður bara rólegt þangað til það fær afgreiðslu - eins og „unga“ fólkið gerir. Er þetta fordæmið sem við viljum gefa unga fólkinu? Viljum við vera þekkt sem „dóna- lega þjóðin“?! Spáið aðeins í það næst þegar þið farið á opinbera staði hvort þið hagið ykkur eins þar og á skemmtistöðum. Starfsfólkið á skemmtistöðunum er líka fólk og okkur sárnar við að fá úthúðanir sem við eigum ekki skilið. Við höf- um bara tvær hendur - eins og þið. Sýnum tillitssemi, og brosum - það getur gert kraftaverk! 

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.