Fréttablaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 09.08.2002, Blaðsíða 11
11FÖSTUDAGUR 9. ágúst 2002 INNLENT UPPGJÖR Í sex mánaða uppgjöri Aco Tæknivals námu rekstrar- tekjur félagsins 1.698 milljónum króna. Það er verulega undir tekj- um á sama tíma 2001. Á sama tíma hefur launakostnaður lækkað um 165 milljónir króna og annar rekstrarkostnaður um 160 millj- ónir á þessu sex mánaða tímabili. Gert er ráð fyrir að enn frekari lækkun verði á rekstrarkostnaði á þriðja og fjórða ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meginhluti endurskipulagning- ar á rekstri félagsins fólst í því að einfalda reksturinn og skýrist verulegur hluti lækkunar rekstr- artekna á því að félagið hefur lok- að 3 verslunum, hætt sölu á Heidelberg lausnum fyrir prent- iðnað og sérhæfðum lausnum fyr- ir sjónvarpsstöðvar. Þó svo að rekstrartekjur hafi lækkað um 900 mkr. á milli ára þá er fram- legð af vöru- og verksölu hærri eða 530 milljónir í stað 500 millj- óna króna á þessu tímabili.  Aco Tæknival: Samdráttur í vörusölu EFNAHAGSMÁL Þegar litið er á þró-un allra skráðra gjaldmiðla heims frá áramótum kemur í ljós að ís- lenska krónan hefur styrkst mest. Í Fjármálafréttum SPRON kemur fram að Norska krónan kemur næst íslensku krónunni hvað varðar styrkingu og hefur lækkað um 3,5% gagnvart íslensku krón- unni. Íranski gjaldmiðillinn rial hef- ur hins vegar lækkað mest eða um tæp 80% gagnvart íslensku krón- unni og argentínski pesóinn kem- ur þar rétt á eftir, hefur lækkað um 75%.  Styrking gjaldmiðla gagnvart evru: Krónan styrkst mest STYRKING / VEIKING GAGNVART EVRU Mesta styrking Mesta veiking Ísland (króna) + 10,27% Íran (rial) - 79,76% Noregur (króna) + 6,05% Argentína (peso) - 74,30% Indónesía (rúpía) + 5,12% Venesúela (bolivar) - 48,56% Suður Afríka (rand) + 4,40% Urugay (peso) - 43,47% Tékkland (koruna) + 3,11% Brasilía (real) - 31,02% Botswna (pula) + 2,22% Kolumbía (peso) - 21,94% Kýpur (pund) + 1,69% Tyrkland (libra) - 18,48% Sviss (franki) + 1,27% Nígería (naira) - 16,46% Japan (jen) + 0,13% Kosta ríka (colon) - 14,73% Nýja Sjáland (dollar) + 0,04% Ísrael (shekel) - 14,31% Félag sumarbúa í Súðavík hafaopnað nýja félagsmiðstöð í bænum, en hún er staðsett í gamla pósthúsinu, sem staðið hefur autt frá því að ný þjónustu- miðstöð Súðvíkinga var tekin í notkun seint á síðasta ári. bb.is Hreppsnefnd Rangárþingseystra hefur samþykkt að flytja 5., 6. og 7. bekk grunnskóla Austur-Landeyja í Hvolsskóla á næsta skólaári. Tveimur skóla- stofum verður bætt við skólann til að leysa úr brýnni húsnæðis- þörf hans. Ekki þarf að ráða fleiri kennara við Hvolsskóla vegna þessa. Dagskráin Valnefnd mælir með því aðÞorvaldur Víðisson verði ráð- inn prestur í Vestmannaeyjum í stað Báru Friðriksdóttur, sem er að láta af störfum. Biskup Ís- lands, herra Karl Sigurbjörnsson, kveður endanlega úr um það hver valinn verður, en reyndin mun vera sú hingað til að hann fari að áliti valnefndar. eyjafrettir.is Stjórn félags Þroskahjálpar áSuðurlandi styður kröfu Páls Péturssonar um að skipt verði um stjórnendur á Sólheimum í Grímsnesi. Að mati stjórnarinnar er það starf sem nú fer fram á Sólheimum hvorki í anda upphaf- legra markmiða Sólheima né unn- ið með hagsmuni fatlaðra að leið- arljósi. Dagskráin ÍBÚAR Í HÆTTU Íbúar í Austurríki girða hús sitt af til varnar því að vatn flæði þangað inn. Evrópa: Mikil flóð valda usla VÍN, AUSTURRÍKI, AP Gífurleg flóð hafa valdið usla í Austurríki eftir miklar rigningar þar í landi und- anfarna þrjá daga. Brýr og vegir hafa skolast í burtu auk þess sem fjöldi fólks hefur þurft að yfir- gefa heimili sín. 350 austurrískir hermenn, þúsundir slökkviliðs- manna og hópur sjálfboðaliða frá Rauða krossinum tóku þátt í björgunaraðgerðum í gær. Á norð- urhluta Ítalíu og í Lundúnum lentu menn einnig í töluverðum vandræðum vegna flóða. Spáð er meiri rigningu víða í Evrópu á næstu dögum. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.