Fréttablaðið - 09.08.2002, Page 12

Fréttablaðið - 09.08.2002, Page 12
12 9. ágúst 2002 FÖSTUDAGURFRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR GÖNGUGARPUR Pólverjinn Robert Korzeniowski fagnar hér sigri í 50 kílómetra göngu karla á Evrópu- meistaramótinu í frjálsum íþróttum í Munchen í Þýskalandi. Hann setti nýtt heimsmet, 3:36:39 klukkustundir, en það fæst þó ekki staðfest þar sem gönguleið- irnar eru svo misjafnar. ÍÞRÓTTIR Í DAG 15.55 RÚV Evrópumótið í frjálsum íþrótt- um 18.30 Sýn Íþróttir um allan heim 19.00 Hásteinsvöllur Símadeild kvenna (ÍBV - Valur) 19.00 Stjörnuvöllur Símadeild kvenna (Stjarnan - FH) 19.00 KR-völlur Símadeild kvenna (KR - Breiða- blik) 19.00 íR-völlur 1. deild karla (ÍR - Haukar) 19.00 Skallagrímsvöllur 2. deild karla (Skallagrímur - HK) 19.30 Sýn Gillette-sportpakkinn 22.30 Sýn Landsmótið í golfi Flísar - úti og inni - Varanleg lausn Verðdæmi: 30 x 30 kr. 1.450,- m2 - fyrsta flokkun Gegnheilar útiflísar á svalir, tröppur, sólstofur og jafnvel bílskúrinn. Golf: Um 40 manns náð drauma- högginu GOLF Um 40 kylfingar hafa farið holu í höggi hér á landi það sem af er sumri. Þetta kemur fram á vef- svæðinu golf.is. Þar kemur einnig fram að fleiri hafi líklega náð draumahögginu en einhver mis- brestur er á að golfklúbbar til- kynni það til Golfsambands Ís- lands, þótt þeim beri skylda til þess. Á sunnudaginn kemur verður Einherjamótið haldið á Keilisvell- inum í Hafnarfirði. Mótið er ætlað þeim sem hafa náð þeim einstaka árangri að fara holu í höggi.  KSÍ Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur ákveðið að selja áskriftarmiða á fjóra heimaleiki A-landsliðs karla á Netinu. Miða- salan hefst á morgun og stendur í viku, til 17. ágúst. Leikirnir sem um ræðir eru vináttuleikir við Andorra, þann 21. ágúst, og Ung- verja, þann 7. september svo og Evrópuleikir við Skotland og Lit- háen, 12. og 16. október. Á Netinu verður einungis hægt að kaupa miða á alla leikina fjóra. Hægt er að velja um tvenns konar miða. Miði 1 gildir í sæti fyrir miðju vallarins og kostar sex þús- und krónur. Miði 2 gildir í sæti út við endamörk og kostar fjögur þúsund krónur. Ef áhorfandi kaupir miða á leikdag á alla leik- ina fjóra kostar 10.500 í miðju sæti en átta þúsund í önnur. Á Netinu er einnig veittur 50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri. Miðana er hægt að nálgast á heimasíðunum ksi.is og esso.is.  MIÐASALAN KYNNT Forsvarsmenn Knattspyrnusamband Íslands vonast til að geta boðið upp á áskrift á heimaleiki landsliðanna á Netinu í komandi framtíð. KSÍ með tilboð á heimaleiki: Bjóða áskrift á Netinu FÓTBOLTI Þrír leikir fara fram í kvöld í tíundu umferð Síma- deildar kvenna. Óhætt er að segja að stórleikur umferðarinn- ar verði í Frostaskjóli þar sem heimastúlkur í KR fá Breiðablik í heimsókn. Síðast þegar liðin mættust í deildinni höfðu Vest- urbæjarstúlkurnar betur og unnu með þremur mörkum gegn engu. KR-stúlkur eru efstar í deildinni með 24 stig og hafa að- eins fengið fjögur mörk á sig. Breiðablik er í þriðja sæti, þremur stigum á eftir KR. Hafi Kópavogsstúlkur betur í kvöld geta þær náð KR að stigum. Í Vestmannaeyjum mætast ÍBV og Valur. Hlíðarendastúlk- urnar eru í öðru sæti deildarinn- ar, með 22 stig. Þær hafa sýnt frábæra knattspyrnu í sumar. ÍBV-liðið er í fjórða sæti deildar- innar og er komið með nýjan þjálfara. Þriðji og síðasti leikur kvölds- ins verður á Stjörnuvelli þar sem nágrannaliðið FH kemur í heimsókn. Stjörnustúlkur eru í fimmta sæti deildarinnar með átta stig en þær hafnfirsku eru stigi á eftir í næsta sæti fyrir neðan. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.00.  Á ÆFINGU Mikið mun mæða á KR-stúlkum í kvöld þegar þær fá Breiðablik í heimsókn. Kópavogs- stúlkurnar verða að sigra í leiknum, ætli þær sér að berjast um titilinn. 10. umferð Símadeildar kvenna: Stórleikur í kvöld Viltu spara Tíma og peninga Láttu okkur um járnin Komdu með teikningarnar Við forvinnum járnið lykkjur, bita og súlur Vottaðar mottur 5,6,7mm 550 3600 FRJÁLSAR Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki, hafnaði í 4. sæti á Evrópumeist- aramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Munchen í Þýska- landi. Jón Arnar fékk 8.238 stig og varð 52 stigum á eftir Rússanum Lev Lobodin sem varð í þriðja sæti. Roman Sebrle frá Tékklandi sigraði örugglega í keppninni, með 8.800 stig og í öðru sæti varð Erki Nool frá Eistlandi með 8.438 stig. Finninn Jaako Ojaniemi varð í fimmta sæti og skammt á eftir honum kom Þ j ó ð v e r j i n n Mike Maczey. Eftir fyrri dag keppninnar var Jón Arnar í fjórða sæti k e p p n i n n a r, með 4.334 stig. Hann hljóp 110 metra grinda- hlaup á 14,51 sekúndu, sem var fyrsta keppnisgrein gærdagsins, og varð fimmti í sínum riðli. Tím- inn dugði honum til að halda fjórða sæti í samanlagðri keppni. Sebrle náði langbesta tímanum í greininni, en hann hljóp á 14,04 sekúndum og Lobodin varð annar á 14,25. Næsta þraut var kringlukast. Jón Arnar þeytti kringlunni 45,12 metra, sem var sjöundi besti ár- angur keppenda. Lobodin náði hins vegar besta kasti allra kepp- enda, 48,93 metra. Í stangastökk- skeppninni vippaði Jón Arnar sér yfir 4,90 metra en felldi fimm metrana þrisvar sinnum. Hann hélt fjórða sætinu og var rúmum 150 stigum á eftir Lobodin í sam- anlagðri keppni þegar tvær grein- ar voru eftir. Lobodin stökk 5,20 metra í stangarstökkinu en Erki Nool stökk hæst eða 5,30. Í næstsíðustu greininni kastaði Jón Arnar spjótinu 63,96 metra, sem var fimmti besti árangurinn. Sebrle kastaði lengst eða 68,51 metra. Jón Arnar náði sér ekki á strik í síðustu greininni sem var 1.500 metra hlaup. Þar hafnaði hann í 16. sæti á tímanum 4.59,95 mínútum. Finninn Jaakko Oj- aniemi náði besta tímanum, en hann hljóp á 4.31,93.  Jón Arnar varð fjórði í tugþrautinni Jón Arnar Magnússon stóð sig með ágætum á Evrópumeistaramótinu í Munchen. Hann fékk 8.238 stig og hafnaði í 4. sæti. Roman Sebrle sigraði með miklum yfirburðum. MEISTARI Á FERÐ Tékkinn Roman Sebrle leggur af stað í 110 metra grindarhlaup. Sebrle sigraði tugþrautarkeppnina á Evrópumeistaramótinu í Munchen með miklum yfirburðum. JÓN ARNAR Jón Arnar náði sér ekki á strik í síðustu greininni sem var 1.500 metra hlaup. Þar hafnaði hann í 16. sæti á tímanum 4.59,95 mínútum. LOKASTAÐAN Í TUGÞRAUTINNI Land Stig 1. Roman Sebrle TÉK 8.800 2. Erki Nool EIS 8.438 3. Lev Lobodin RÚS 8.390 4. Jón Arnar ÍSL 8.238 5. Jaakko Ojaniemi FIN 8.192 6. Mike Maczey ÞÝS 8.158 7. Laurent Hernu FRA 8.051 8. A Pogorelov RÚS 8.016 9. William Frullani ÍTA 7.863 10. Zsolt Kurtosi UNG 7.806 AP M YN D

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.