Fréttablaðið - 09.08.2002, Side 13

Fréttablaðið - 09.08.2002, Side 13
13FÖSTUDAGUR 9. ágúst 2002 FÓTBOLTI STANGASTÖKK „Ég tel möguleika Þóreyjar Eddu mjög góða. Ég sagði fyrir mótið að hún ætti að geta verið meðal átta efstu og ég stend við það. Ef hún gerir það er það framar öllum vonum,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum, þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Þórey Edda keppir í úrslitum stanga- stökkskeppninnar á Evrópu- meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í München í Þýskalandi í dag klukkan 18.00 að íslenskum tíma. Fimmtán stúlkur eru í úr- slitum. Þórey Edda tók léttar hlaupaæfingar og teygði í gær. Vésteinn segir hana vel stemmda fyrir keppnina. Henni hafi geng- ið vel á æfingum fyrir mótið. Þórey Edda stökk yfir 4,30 metra á miðvikudag sem nægði henni í úrslitin. Vala Flosadóttir stökk hins vegar yfir 4,00 metra og er úr leik. Vésteinn segir það hafa verið mikil vonbrigði fyrir Völu. „Það voru töluverð von- brigði en hún er búin jafna sig á því. Það þýðir ekkert að grenja það. Það verður bara að vinna í málunum og koma aftur.“  ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR Stangastökkskona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Hún hóf íþróttaferil sinn í fimleikum hjá Björk. Landsliðsþjálfarinn um Þórey Eddu: Á góða möguleika á átta efstu sætunum Terry Venables, knattspyrnu-stjóri Leeds United, segir að ensk lið eigi eftir að lenda í erfið- leikum þegar leikmannamarkaður- inn lokar í lok mánaðarins. Áður gátu lið keypt leikmenn til áramóta en nú hefur reglunum verið breytt. Venables segir að margir knatt- spyrnustjórar eigi eftir að leggjast á bæn þegar meiðsli fara að hrjá leikmenn. „Þeir verða að vera und- irbúnir því að leikmenn geta meiðst og nú er ekki hægt að kaupa nýja leikmenn í staðinn,“ sagði Venables, sem eitt sinn þjálf- aði á Spáni þar sem slíkar reglur hafa verið í gildi. „Þeir halda að hópurinn sé nógu stór en síðan á annað eftir að koma í ljós.“ RÚSSNESKA PARIÐ Rússneska parið sýnir hér listir sínar á Ólympíu- leikunum í Salt Lake City. Franski dómarinn lýsti því yfir í fyrstu að hann hefði verið beittur þrýstingi til að gefa þeim hæstu einkunn. Hann yfirlýsingu sína til baka stuttu síðar. Alþjóðaskautasambandið: Hunsaði ekki sönn- unargögn SKAUTAR Alþjóðaskautasambandið, ISU, neitar að hafa hunsað sönn- unargögn sem varpa eiga ljósi á að úrslitum í listdansi á skautum hafi verið hagrætt á Ólympíuleik- unum í Salt Lake City. Sambandið segist aldrei hafa fengið raunsæj- ar og trúverðugar sannanir sam- kvæmt yfirlýsingu sem það sendi frá sér. Skautaheimurinn hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni í kjöl- far þess að franskur dómari við- urkenndi að hafa verið beittur þrýstingi til að gefa rússnesku pari hæstu einkunn í listdansi. Hann dró síðan yfirlýsingu sína til baka stuttu síðar. Í síðustu viku var rússneskur maður handtekinn sem grunaður er um aðild að mál- inu. „Ólíkt yfirvöldum getur ISU ekki byggt úrskurði sína á síma- hlerunum, bréfum, tölvugögnum eða tölvupósti,“ sagði talsmaður skautasambandsins. „Sambandið getur því ekki sakað meðlimi um að hafa hagrætt úrslitum. Þar að auki dró dómarinn yfirlýsingu sína til baka.“  FÓTBOLTI Bosníska liðið NK Zeljeznicar, sem lagði Íslands- meistara Skagamanna og Lil- leström að velli, mætir enska úr- valsdeildarliðinu Newcastle í 3. umferð forkeppni Meistaradeild- ar Evrópu. Mörg stórlið eru í pott- inum og nægir þar að nefna lið eins og Manchester United, Barcelona, Fenerbahce og Bayern Munchen. Flest stórliðanna eiga auðveld- an leik fyrir höndum en stærsta viðureignin verður líklega á milli Fenerbahce og Feyernoord frá Hollandi. Þó eru nokkrar áhuga- verðar viðureignir eins og leikur Sportin Lisbon frá Portúgal og Inter Milan frá Ítalíu, Boavista og Auxerre og Levski Sofia og Dyna- mo Kiev. Fyrstu leikirnir í þriðju um- ferð forkeppninnar fara fram 13. og 14. ágúst en seinni leikirnir 27. og 28. ágúst  DAVID BECKHAM Landsliðsfyrirliðið Eng- lands og samherjar í Man. Utd. þurfa að mæta Zala- gerszegi í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. 3. umferð forkeppni Meistaradeildar: Zeljeznicar mætir Newcastle Sporting Lisbon - Inter Milan AC Milan - Slovan Liberec Rosenborg - Brondby/Dinamo Tirana Shakhtar Donetsk - Club Bruges APOEL Nicosia - AEK Athens Barcelona - Legia Warsaw Levski Sofia - Dynamo Kiev NK Zeljeznicar - Newcastle Partizan Belgrade - Bayern Munich Genk - Sparta Prague Maccabi Haifa - Sturm Graz Celtic - Basel Feyenoord - Fenerbahce Zalaegerszegi - Manchester United Boavista - Auxerre Lokomotiv Moscow - AK Graz HLAUP „Ég er búinn að hlaupa svo- lítið mikið í sumar en ætli ég hlaupi ekki heilt maraþon á laug- ardaginn eftir viku,“ segir Trausti Valdimarsson, læknir sem ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmara- þoninu þann 17. ágúst næst kom- andi. Trausti hefur verið iðinn við kolann í sumar og hefur m.a. tek- ið þátt í Laugavegshlaupinu, Barðsneshlaupinu og í sjálfu Boston-maraþoninu, sem er eitt frægasta maraþonhlaup heims. „Ég reykti eins og var í tísku þegar ég var ungur. Byrjaði að reykja þegar ég var þrettán ára og reykti pakka á dag þar til ég var orðinn 28 ára. Þá fór ég að fá meira og meira samviskubit yfir reykingunum þegar maður sá alla sjúklingana sem voru með ónýt lungu og æðar,“ segir Trausti um upphaf hlaupaferil síns. Hann hætti að reykja þegar hann bjó í Svíþjóð enda var bannað að reyk- ja á sjúkrahúsinu sem hann vann á. Þá tók hann þátt í almennings- hlaupi ásamt tíu ára gömlum syni sínum og átti erfitt með að halda í við hann í smá brekku. „Þá ákvað ég að gera eitthvað í þessu og not- aði hlaupin til að hætta að reykja. Maður verður að fá eitthvað í staðinn og fær útrás í leiðinni. Það er líka voða erfitt að reykja á meðan maður hleypur.“ Trausti segir hlaupin einnig duga vel gegn stressi, kvíða og svefntrufl- unum og þau hafi komið í veg fyr- ir þyngdaraukningu eftir að hann hætti að reykja. Trausti hljóp hálft maraþon árið 1988 og heilt í Stokkhólmi tveimur árum seinna. Maraþon- hlaupin er nú orðin 32 talsins. Hann segir fyrsta maraþonið hafa verið erfiðast. „Þetta var svo langt að hlaupa og ótrúlegt að hlaupa í heilan klukkutíma án þess að stoppa.“ Hann segir eftir- köstin hafa verið mikil. „Það var sárt. Það er erfitt að labba niður stiga vikuna á eftir. Sumir ganga aftur á bak niður stigann því það er skárra. En það fylgir þessu og þegar maður kemst í betra form er maður fljótari að jafna sig.“ Trausti ráðleggur fólki sem ætlar að hlaupa í Reykjavíkur- maraþoninu að fara ekki of geyst af stað. „Fólk verður að setja markmiðið passlega hátt, byrja t.d. í styttri vegalengdum.“ kristjan@frettabladid.is HLAUPAFÍKILLINN Eftir fyrstu maraþonhlaupin vildi Trausti Valdimarsson, læknir, setja markið hærra; hlaupa lengra og bæta tíma sinn. „Maður veit samt aldrei hvað toppurinn er hár því ég er enn að reyna að bæta mig, kominn á þennan ‘aldur’,“ segir Trausti en hann verður 45 ára á þessu ári. Hlaupafíknin tók við af nikótíninu Nú er rétt rúm vika í Reykjavíkurmaraþonið. Trausti Valdimarsson, læknir, ætlar að taka þátt í hlaupinu en þetta verður 33 maraþonhlaupið hans. Hann segir fyrsta hlaupið hafa verið erfiðast og ráðleggur fólki að setja sér raunhæf markmið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.