Fréttablaðið - 09.08.2002, Síða 24

Fréttablaðið - 09.08.2002, Síða 24
Ífréttum hefur það komið fram aðáhugamenn um fjallaferðir vilji snarlega flytja inn lamadýr frá Suðurameríku að nota sem burðar- dýr enda eru lamadýrin þaulvön fjallaklifri og mun léttari heldur en íslenski hesturinn sem á til að skilja eftir sig ósmekkleg hófför á hálend- inu og jafnvel taðköggla líka. Og á Reykjanesi vilja menn virkja tófur í baráttunni við sílamáfinn - og miklu væri nú refurinn hæfari í þeirri bar- áttu ef hægt væri að rækta eða græða á hann vængi. HÚSVÍKINGAR hafa sýnt þann þingeyska framfarahug að vilja flyt- ja inn krókódíla en á þeim hefur verið sorglega mikill skortur í lífríki landsins til þessa og Hvergerðingar hafa lengi talað um strútarækt þótt sú nýsköpun í atvinnulífinu hafi lát- ið á sér standa. Reykvíkingar ættu því að sjá sér leik á borði og flytja inn nokkra skipsfarma af fallegum dýrum svo að hægt sé að sýna skóla- börnum og ferðamönnum dádýr, úlfa, elgsdýr, gaupur og jafnvel fíla og gíraffa og górillur í Heiðmörk og Öskjuhlíð og jafnvel líka í skógi- vöxnum kirkjugörðunum. Svo er þess að gæta að skógrækt hefur fleygt svo fram á undanförnum árum að fyllilega er tímabært að fara að huga að því að flytja inn skógarbirni og gjarna einhverjar liprar apategundir til að sveifla sér milli greina. HÚSDÝRAEIGENDUR þyrftu líka að víkka tiltölulega þröngan sjóndeildarhring sinn og koma sér upp eiturslöngum, tígrisdýrum eða rostungum í staðinn fyrir alla þessa þunglyndu hunda og ketti og ham- stra. Margar fleiri dýrategundir gætu hentað vel til afþreyingar inni á einkaheimilum eða til útigangs í náttúrunni. Einnig mætti fara að huga að því að flytja inn fleiri fisk- tegundir og reyna að ala þær á þeim landssvæðum sem Landsvirkjun er sem óðast að breyta í uppistöðulón. ÞAÐ er óneitanlega leiðinlega heimóttarlegt svar sem við Íslend- ingar þurfum að gefa þegar einhver spyr um hvaða villt dýr finnist á Ís- landi: Hagamýs, rottur, minkurinn og tófan og fáein hreindýr og nokkr- ar kanínur í Fossvoginum. Hjá öðr- um þjóðum eru risavaxnir dýragarð- ar. Íslendingar hafa aðeins eitt villi- dýr á fóðrum. Keikó er einmana.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 STEFANO snúningsstóll 8.400kr. MAGIKER skrifborð birki/hvítt 15.900kr. Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 Laugardaga kl. 10:00 - 17:00 Sunnudaga kl. 12:00 - 17:00 OPIÐ ...og dæmið gengur upp TERTIAL/MAGNESIT vinnuljós 1.950kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I KE 18 38 1 0 8/ 20 02 Bakþankar Þráins Bertelssonar Fauna Íslands KOSTAR MINNA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.