Tíminn - 08.06.1971, Qupperneq 2

Tíminn - 08.06.1971, Qupperneq 2
14 T TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 1971 ,,, . •^-••••. •:• Myrxíimar ero frá kappróSrl i Naothólsvík, og af heiðursmerkjaafhendlnsru þar. (Timamynd GE) Hátíðahöld sjómanna- dagsins í Reykjavík á ísafirði og á Ólafsfirði FB-Reykjavík, mánudag. Hátíðahöld sjómannadagsins í Reykjavík fóru fram í Nauthóls- vík. Var þar margt fólk saman- komið. Sjómannadagurinn heiðr- aði þrjá sjómenn og eina konu að þessu sinni. Voru það Axel Sig- urðsson matsveinn. Hann var ekki viðstaddur og tók sonur hans við heiðursmerkinu. Þá heiðraði Sjó- mannadagurinn Pétur Einarsson, og tók kona hans, Bamey Krist- jánsdóttir við heiðursmerkinu. Að lokum heiðraði Sjómannadagurinn Þorvald Ámason, en hann var eini sjómaðurinn, sem viðstaddur var heiðursmerkjaafhendinguna. Að lokum heiðraði Sjómannadagur- inn í fyrsta sinn konu, fyrir störf hennar í þágu sjómannastéttarinn ar. Hlaut Gróa Pétursdóttir gull- kross Sjómannadagsins. Þá hlaut Benedikt Benediktsson verðlaun fyrir björgunarstörf. Hátíðahöldin á ísafirði fóru fram í bátahöfninni. Kristján Kristjánsson, skipstjóri stjórnaði samkomunni. Þrír sjómenn voru heiðraðir þar á sjómannadaginn, Ásberg Kristjánsson, skipstjóri, Friðberg Gíslason, matsveinn, og Helgi Þorleifsson, vélstjóri. Hall- dór Hermannsson flutti ávarp í tilefni dagsins. Keppt var í beit- ingu, splæsingu, sundi, róðri og handbolta. BS-Ólafsfirði, mánudag. Sjómannadagurinn var hátíðleg ur haldinn hér í gær að venju. Raunar byrjuðu hátíðahöldin á laiigardaginn kl. 5 s.d. í blíðskapar veðri með kappróðri milli skips- hafna af Sigurbjörgu og Sæþór, sveit trillumanna og sveita vél- smiðjunnar Nonna h.f. Sveit Nonna náði beztum tíma, réri vega lengdina á 1,2 mín., önnur varð sveit trillumanna á 1,25 mín. Þá tóku tvær sveitir kvenna frá hrað frystihúsunum þátt í kappróðrin- um. Sigraði sveit hraðfrystihúss Magnúsar Gamalíelssonar. Snemma á sunnudagsmorgun var höfnin og allur bærinn fánum skrýddur. Kl. 1,30 söfnuðust sjó- menn saman við höfnina og fóru í hópgöngu til kirkju. Þar lagði lítil stúlka í íslenzkum búningi, blómsveig að minnisvarða drukkn aðra sjómanna. En Lúðrasveit drengja lék, undir stjórn Magnús- ar Magnússonar, söngstjóra. Að því búnu var haldið áfram suður að sundlaug, en þar fóru aðal- hátíðahöldin fram. Ásgeir Ásgeirsson setti hátíð- ina moð ávarpi en Bjöm Dúason flutti ræðu dagsins. Þá var keppt í stakkasundi. Sigurvegari varð Björn Blöndal, og í björgunar- sundi^ sigraði Hafsteinn Sæmunds son. í samanlögðum þessum sund greinum fékk Hafsteinn hæstan stigafjölda og hlaut því Alfreðs- stöngina að þesssu sinni. Og lok- um kepptu Old boys og Rauð- sokkur í knattspymu á grasflöt- inni við laugina, við mikla hrifn ingu áhorfenda, Þeir fyrrnefndu gengu með sigur af hólmi. — Kl. 6 sd. fór fram knattspyrna á vellinum milli landmanna og sjómanna. Landmenn unnu leik- inn með þremur mörkum gegn einu. Klukkan 10 um kvöldið hófst dansleikur í félagsheimilinu Tjara arborg. Var dansað bar af miklu fjöri til kl. 2 um nóttina. Verð- launaafhending til sigurvegara dagsins fór fram á dansinum. Formaður sjómannadagsnefnd- ar var Gylfi Jóhannsson, sjómað- ur. Talið verður í öllum kjördæmum á mánudagsiU Flugvélar notaðar til að safna saman kjörgögnum í 4 kjördæmum ET-Reykjavík, mánudag. Fyrirhugað er að talning atkvæða í komandi alþingiskosningum hefjist hvarvetna á mánudagsnótt í Vestfjarðafjördæmi, Norður- landskjördæmi eystra, Austur- landskjördæmi og Suðurlandskjör dæmi ræður flugveður því, hvort talning hefst um nóttina eða ekki, þar eð flugvélar verða not- aðar í þessum kjördæmum til að safna saman kjörgögnum. Þessar upplýsingar komu m.a. fram í við tölum, er Tíminn átti við formenn yfirkjörstjórna í dag. Reykjavík Talning atkvæða f Reykjavík hefst strax að loknum kjör- fundi eða upp úr kl. 11 á sunnu- dagskvöld. Talið verður í Austur bæjarskólanum, eins og undan- farin ár. Flokkun atkvæða hefst líklega um kl. 7 á sunnudag, fyrir luktum dyrum og ættu því fyrstu atkvæðatölur úr Reykjavík að berast mjög fljótlega upp úr kl. 11 á sunnudagskvöld. Þess má geta, að breyttir atkvæðaseðlar, þar sem nöfn eru strikuð út eða röð nafna breytt, og utankjörfunda- atkvæði, verða talin á eftir óbreytt um seðlum, eins og í siðustu borg arst j órnarkosningum. Rcykjanes Talning í Reykjaneskjördæmi hefst líklega á milli kl. 1 og 2 á mánudagsnótt. Nokkurn tíma tekur að koma kjörgögnum frá fjarlægustu stöðum í kjördæminu til Hafnarfjarðar, þar sem talið verður f Góðtemplarahúsinu. Fyrstu tölur úr Reykjanesi ættu að birtast fljótlega eftir að talning hefst, en búizt er við að talningu ljúki þar um kl. 5—6 um nóttina. Vesturland Þar hefst talning líklega ekki fyra en kl. 4 á mánudagsnótt, en um 2% tíma tekur að koma kjör- gögnum frá Saurbæ og af utan- verðu Snæfellsnesi til Borgarness, þar sem talið verður. Fyrstu töl- ur úr Vesturlandi ættu þá að birtast um kl. 4 á mánudagnótt. Vestfirðir í Vestfjarðakjördæmi verður talið f samkomuhúsinu á ísafirði. Flugvél verður fengin til að sækja kjörgögn á Patreksfirði, Hólma- vík og Króksfjarðarnesi, og flytja þau til ísafjarðar, Ef sæmilegt flugveður ver^ður á kjördag á Vest fjörðum gæti talning líklega hafizt milli kl. 3 og 4 á mánudagsnótt og fyrstu tölur yrðu þá birtar fljótlega eftir að talning hæfist. Norðurland vestra í Norðurlandskjördæmi vestra hefst talning um leið og öll kjör- gögn úr kjördæminu hafa borizt til Sauðárkróks, þar sem talið verður f samkomuhúsinu Bifröst. Um tveggja tíma akstur er frá Siglufirði til Sauðárkróks, þannig að búast má við að talning at- kvæða í Norðurlandi vestra byrji upp úr kl. 4 á mánudagsnótt og verða fyrstu tölur birtar fljótlega eftir það. Norðurland eystra Þar er ætlunin að nota flug- vjl við flutning á kjörgögnum frá fjarlægustu stöðum í kjördæm- inu til Akureyrar, þar sem talið verður í Oddeyrarskólanum. Ef flugveður bregzt verður að flytja kjörgögnin m ð bifreiðum og tek ur það langan tíma, t.d. 5 klst. frá Þórshöfn, fjarlægasta staðn- um. Talning hefst kl. 3—4 á mánu dagsnótt, ef flugveður gefst, ann- ars dregst það fram undir morgun. Fyrstu tölur úr Norðurlandi eystra birtast mjög fljótlega eftir að talning hefst. Austurland í Austurl' .dskjördæmi verður talið í samkomuhúsinu Herðu- breið, Seyðisfirði. Þar er gert ráð fyrir að flugvél safni kjörgögnum frá fjarlægustu stöðunum og flytji til Seyðisfjarðar. Verði flug veður á mánudagsnótt fyrir aust an, ætti talning að hefjast ekk; Framhald á bls. 10. AUÐVELD UPPSETTNING ÓTAL MÖGULEIKAR GRÁ eða SVÖRT BURÐARJÁRN VERZLANIR - TRÉSMIÐJUR Eigum ávallt fyrirliggjandi BURÐARJÁRN, VÍRKNEKTI og aðra FYLGIHLUTI fyrir PIRA-HÚSGÖGN. Tökum að okkur alls konar nýsmíði úr stálprófilum, sem jafnan eru fyrirliggjandi. PÍKA-HÚSGÖGN eru bezta lausnin. Fást í flestum húsgagnaverzlunum. PÍRA-HÚSGÖGN HF., Laugavegl 178 (Bolholtsmegln) box 5230 sími 312Í0.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.