Tíminn - 08.06.1971, Qupperneq 5

Tíminn - 08.06.1971, Qupperneq 5
MtlÐJlIDAGUR 8. júní 1971 TIMINN 17 ERLINGUR JONSSON, KENNARh TREYSTIR RlKISSTJÖRN IN Á „BJÁRGVÆTTINN" Allir landsmenn kannast orðið við bjargráð núverandi ríkisstjórnar, sem á tólf ára þaulsetutímábili sínu þykist vinna að viðreisn atvinnuveg- anna, og þar með alls þjóðar- búsins. Bjargráðin byggjast á háttbundnum og allvel auglýst- um gengislækkunum og glanna legum verðstöðvunum, þar sem verðbólgubraskarar fá tæki- færi til vöruhækkunar í tæka tið, samkvæmt aðvörunum for- sætisráðherrans. Þó mest beri á þessum þátt- um viðreisnarviðundursins, verður ekki hjá því komizt, að gefa gaum öfugþróun íslenzkr- ar verkalýðsbaráttu, undir handleiðslu rangnefndra verka lýðsflokka og forkólfa þeirra. Þáttur dagblaða Dagbl. Vísir er ásamt Mbl., blað afturhaldssamra auðhyggju manna og arðrænandi atvinnu- rekenda, sem komizt hafa upp á lag með að einstaklingsreka gróða og þjóðnýta tap. Alþýðu- blaðinu ráða þeir, sem á undan haldi samkvæmt áætlun eru nú þegar orðnir á eftir fjand- manni sínum og fá ekki að gert, því jörðin er hnöttótt og því tilgangslaust að stofna til endurtekningar á eina úrræði hins hlaupandi héra. „Litla blaðið með langa nafninu" er blað Hannibals Váldimarsson- ar og þeirra n;-tsömu sakleys- ingja, sem hann hefur vélað og tælt til fylgis við sig, og verður síðar minnzt á þann vestfirzka sveinstaula, sem oft var all góður áður en hann varð pólitískur umskiftingur og fór að vinna fyrir Sjálfstæð- ismenn. Þjóðviljinn er blað öfgafullra, pólitískra ofsatrúar manna, sem nokkrir velviljaðir memi reyna, því miður, mjög árangurslítið að hafa áhrif á. Sú stefna, sem Þjóðviljakreddu fylkingin fæst við að boða, er sjúkleg ofsatrúarstefna, sem fær ekki notið hámarksfylgis, nema fyrir sé í landinu nægi- lega fjölmennur óánægður nauðþurftarlýður, sem allt hef ur að vinna, ur því að hann á ekkert til að tapa. Timinn er baráttutæki þeirra, sem beita vilja afli án ofstopa og yfirvegandi ígrundun án upp- þota. Heilbrigður einstaklings- rekstur ábyrgra aðila ásamt hagkvæmum ríkisrekstri við hlið sem fiölmennastra sam- vinnufyrirtækja, eru að dómi Framsóknarmanna heppi legast fyrirkomulag, til öflun- ar allsnægta öllum íslending- um. Framsóknarmenn bentu á aðrar leiðir en gengislækkun Viðreisnarviðundrin fram- kvæmdu siðustu gengislækkun sína samkvæmt áætlun haust- ið 1968. Það þóttust þau gera til stuðnings atvinnuvegum landsins og þar með til atvinnu aukningar í landinu. Framsókn armenn vöruðu eindregið við og mótmæltu gengislækkun- inni, sem þeir töldu orsaka fleiri erfffiijeika, en hún gæti afstýrt. f st<tð gengislækkunar bentu Framsóknarmenn á marga möguleika til úrbóta, sem ekki var sinnl fremur en öðni, sem þeir mæltu manna heilastir.iÞegar svo gengislækk unin var afstaðin, í útfærslu peningapáfanna eftir ýtrustu út reikninga og samkvæmt nýj- ustu tízku,.þá upphófst atvinnu leyst, sem magnaðist. Þjóðfélagáð bílskrjóður Þé var Vísir látinn birta lieimspekilegar vangaveltur i ritstjórnárgrein. ,:Þar var þjóð- féiaginu líkt við ógangfæran bílskrjóð, sem búið væri að Jagfæra ,og fylla með benzíni, svo sem frekast komst á tank- inn. Allt var smurt, yfirfarið og cndurbætt, sett var ný kveikja og hvaðeina, en allt kom fyrir, ekki, neistann vant- aði. Þcssi furðulega dæmisaga átti að sýna hvernig ríkis- stjórnin hefði þegar gert sínar ráðstafanir, með gengislækkun og tilheyæandi hliðarráðstöfun um, og orsök atvinnuleysisins hlyti þvi' að bera vott um van- rækslusyndir annarra. Þetta var í nóvember 1968. Þegar at- vinnuleysi varð almennara, tóku atvinnurekendaforkólfam ir að kvarta kerfisbundið, og töldu ahdnnuvegina ekki bera hærri iaunagreiðslur. Allir landsmenn ásamt atvinnurek- endum vissu þó betur. Þetta minnti marga á þegar spánskir nautabanar veifa rauðri tusku framan í tudda, sem þeir þurfa að trylla. til þess að geta drep- ið þá með listrænum tilburð- um. Allirj vita hvernig Hanni- bal var gea-ður að forseta Al- þýðusambands íslands fyrir atbeina S.fálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, til þess að vinna þar hlutverk hins þarfa þjóns. Það er líka sérhverjum augljóst orðið hvernig Þjóð- viljaklíkan svokallaða berst fýrir hámarksfylgi sínu, með því að koma á glundroða og mynda öreigalýð. „Hvenær kemur neistinn"? Það var því samkvæmt herkænsku og háyfirveg- uðum stórgi’óðasjónarmiðum, sem Vísir var í desem- ber, á sama ári, látinn með upprifjun dæmisögunar dá- góðu, spyrja í senn, bæði ögr- andi og hvetjandi, „hvenær kemur neistinn?“ Enda brá svo við að Hannibal Valdimars- son hóf að krefjast 12% kaup- hækkunar til lianda verkafólki, samkvæmt duldum óskum at- vinnurekenda. Þjóðviljamenn voru, sem áður, þeirri köllun sinni trúir, að koma á glund- roða og magna fátækt. Við eggjandi Vísis-leiðara og rit- ræpu Morgunblaðsmanna hófu þeir að ærslast líkt og hams- lausir tuddar. Þeir tóku íram margbeyglaðar púkablístrur sín ar og blésu í þær bæði fast og lengi, svo af varð ýlfrandi og ærandi hávaði. Þannig vógu þrjár fylkingar með aðstoð ríkisstjórnarinnar. að vinnandi fólki í landinu, og .sumir unjljr yfirskini, launa- baráttu. Eðli málsins Það var því víð ramman reip að draga, þeghr Ólafur Jóhann esson reyndi árangurslaust, fyrir hönd Framsóknarflokks- ins, að útskýra eðli málsins. Hann minnti á að vísitalan hefði verið rofin og höfuðkraf an hlyti því að snúast um leið- réttingu þar á. Vegna dræmra undirtekta, sem þær athuga- semdir hlutu hjá öllum fyrr- greindum aðilum sáu velvilj- aðir menn gjörla, hvar fiskur lá undir steini. Það var sem sagt stefnt að aukinni verð- bólgu. Mörgum fannst furðu- legt að heyra þá, sem töluðu um atvinnuleysi, fara fram á launahækkun. Að dómi flestra eru launahækkanir líklegar til þess að valda kyrkingi með veikbyggðum fyrirtækjum og þvi ólíklegar til atvinnuaukn- ingar. En eins og að framan er sagt, þá vissu allir lands- menn að atvinnuvegirnir gátu borið nokkra launah. þó að atvinnurekendur héldu við hóf legu atvinnuleysi. Ólafur Jó- hannesson, formaður Fram- sóknarflokksins, sýndi því hug rekki heilsteypts, velviljaðs foringja, þegar hann lýsti því yfir fjTÍr hönd Framsóknar- manna, að þeir vildu fallast á að atvinnuvegirnir bæru ekki grunnkaupshækkun, miðað við óbreytt valdahlutföll og hel- sjúkt hagkerfi. En fullar dýr- tíðar vísitölubætur samkvæmt júní-samkomulagi kvað hann lágmarkskröfur, fyrir liönd vinnandi fólks, þær vísitölu- bætur hlytu að teljast hóflegar launabætur, í það minnsta ekki meira en atvinnuvegirnir gætu borið, enda líklegastar til að hemja verðbólguna. Þcgar svo atvinnurekendur sömdu hins vegar eftir leikrænt mála- myndaþóf um 12% launahækk un án vísitölubindingar, hafði neistinn kviknað. Verðbólgu- hjólið var tekið að snarsnúast og allir, sem nokkur fjárráð höfðu, tóku að búa sig undir næstu genL'.slækkun, sem dróst að áliti sumra nokkuð á lang- inn vegna komandi kosninsa og óvæntra verðhækkana is- lenzkra afurða á erlendum mörkuðum, sem-vcittu stundar- grið. „Áttagata trylíitæki ríkisst jórnarir.nar" Það er því ekkert út í bláinn, þegar menn, sem lesið hafa bílskrjóðsdæmisögu Visis léiðaranna, kalla Hannibal Valdimarsson „áltagata trylli- tæki“ íslenzku ríkisstjórnarinn ar. Allir sem þannig íhuga ríkjandi ófremdarástand hljóta að fyllast flökurleika yfir þeim forsíðum Þjóðviljans, þar sem Þ.ióðviliaklíkan þykist hneyksl uð á húsbyggingarlánum liús- n'æðismálastjórnar, sem klikan kaus hcldur að yrðu að okur- lánum, en að menn fylgdu ráð leggingum Ólafs Jóhannesson- ar formanns Framsóknarflokks ins, og fyrr er að vikið. Hinar vinsælu Friendship skrúfuþotur Flugfélagsins sameina lands- byggðinameð tíðum ferðum, hraðaog þægindum. Áætlunarferðir bifreiða milli flestra flugvalla og nærliggjandi byggðar- laga eru í beinum tengslum við flugferðirnar. Njótið^WTpP7 góSrar og skjótrar ferSar með Flugfélaginu. SKRIFSTOFUR FLUGFÉLAGSINS OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT VEITA NÁNARI UPPLÝSINGAR OG FYRIRGREIÐSLU - i- iii. FLUGFÉLAC ÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.