Tíminn - 08.06.1971, Qupperneq 6

Tíminn - 08.06.1971, Qupperneq 6
18 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 8. júní 1971 11 Útfærsla fiskveiðilög sögunnar lifsspursmál fyrir okkur Rætt við Friðrik Vilhjálmsson, forstjóra netagerðarinnar á Neskaupstað U Eina netagerðin á Neskaup- stað er Netagerð Friðriks Vil- hjálmarssonar h.f. Þar starfa 10- 15 manns og veitir netagerð in þjónustu bátum frá Nes- kaupstað og víðar af Austfjörð um. Friðrik Vilhjálmsson er forstjóri netagerðarinnar og hafði Tíminn tal af honum fyr ir skömmu. — Hvert er álit þitt á land- helgismálinu, Friðrik? — Útfærsla fiskveiðilögsóg unnar er algert lifsspursmál fyrir okkur íslendinga. Við Friðrlk Vilhjálmsson X*gK»WSía . f <• í « .. ' ígg þurfum að færa fiskveiðimörk- in út í 50 sjómílur og gera það sem fyrst. Ég held, að all- ir hér fyrir austan séu sam- mála um það. — Hvemig er atvinnuástand ið í Neskaupstað núna? — Atvinnuástandið hefur verið ágætt í vetur. Aflinn hef ur verið sæmilegur, m.a. hefur eini skuttogarinn, sem héðan er gerður út, veitt vel. Það hafa aðeins tveir bátar héðan verið á netaveiðum nú í vetur, hinir hafa bæði reynt fyrir sér með þorsknót og troll, en gengið misjafnlega. — Er nóg að gera hjá ykk- ur í netagerðinni? — Við höfum haft nóg að gera upp á síðkastið við að búa bátana á troll, gera við veiðar færi o.þ.h. Afkoma netagerðar irnar er ágæt nú, sé nóg að gera. — Er eitthvað nýtt á döf- inni í atvinnumálum Norðfirð- inga? — Það er þá helzt skuttog- araútgerðin, sem hefur gengið vel, eins og ég sagði áðan. Menn fara nú að búa bátana á veiðar í Norðursjónum, en hvergu lengi þeir verða þar, er ómögulegt að segja, það fer allt eftir aflabrögðunum. Ann ars er ekkert sérstakt að frétta héðan frá Neskaupstað, það er einna helzt sú aukna ásókn er- lendra togara, sem við höfum orðið varir við upp á síðkast- ið, og sýnir, að aðgerðir í land helgismálinu þola litla sem enga bið. — E.T. Sveinn Sveinbjörnsson, NK, 55, við bryggju á Neskaupsstað „REKSTUR UTGERDARINNAR ORDINN MJÖG DÍR“ Rætt við Sveinbjörn Sveinsson, útgerðarmann á Neskaupstað Frá Neskaupstað eru gerðir út fjórir stórir bátar. Einn þeirra er Sveinn Sveinbjörns- son, nýlegur 250 tonna stálbát- ur, en aðaleigandi hans er Sveinbjörn Sveinsson, útgerð- armaður. Tíminn átti viðtal við Sveinbjöm fyrir nokkrum dög um. — Fyrst, Sveinbjörn, hver er afstaða þín í'landhelgismál- inu? — Mér finnst það aðkall- andi, að eitthvað verði gert í því máli fyrr en seinna. Það er álit okkar • Austfirðinga, a. m.k. okkar flestra hér við sjáv arsíðuna. ' .;XV"-.v í. Netagerð Frlðrlks Vilhjálmssonar, Neskaupstað. — Það er þá þitt álit, að okkur beri að segja upp samn ingnum við Breta og Þjóðverja frá 1961, náist ekki samkomu- lag við þessar þjóðir um út- færslu fiskveiðilögsögunnar í 50 mílur? — Já, hiklaust. Ég tel okk- ur ekki buhdna þéim samningi von úr viti, hann hlýtur að verá uppsegjanleáuí-, eins og aðrir samningar. — Hefur atvinnuástandið verið gott hjá ykkur í vetur? — Það hefur verið nóg að gera hér á Neskaupstað. Ég held, að enginn hafi verið at- vinnulaus hér á staðnum eftir að einhver afli fór að berast á land. Atvinnan byggist nær eingöngu á aflanum, sé hann sæmilegur, er atvinnuástandið gott. Hvernig hafa aflabrögðin verið í vetur? — Það hefur verið fremur tregur afli, það er nú ekki hægt að segja annað. Þorskafl- inn hefur verið mun minni en venjulega. Þó hefur skuttogar- inn fiskað sæmilega, en fiskur inn er yfirleitt mjög smár. Netaveiðin hefnr hins vegar gengið verr en oft áður. Bátur- inn er búinn a@ fá um 700 tonn og þykir gott miðað við þennan tíma, því við byrjuð- um seint. Hinir Norðfjarðar- bátarnir hafa verið á loðnu í vetur, en eftir að loðnuvertíð- inni lauk, hafa þeir reynt fyr- ir sér með þorsknót með litl- um árangri. A.m.k. tveir bátar héðan eru nú komnir á troll, þ.e. þeir Birtingur og Börkur. — Hvað ætlast þú fyrir með bátinn, þegar vesrtíðinni lýkur? — Hann verður eitthvað Sveinbjörn Svelnsson áfram á netum, en svo er mein ingin að halda í Norðursjóinn. Héðan frá Neskaupstað fara lklega fjórir bátar til veiða þangað. — Hvemig er hagur útgerð- arinnar í dag? — Hagur hennar fer náttúr- lega eftir aflanum. Þegar lítið fæst, er erfitt um vik, því það er orðið svo dýrt að reka þessa stóru báta. Olían er t.d. orðin mjög dýr, eins og reyndar allt, sem þarf til útgerðarinnar. Með þessum orðiun sláum við botninn í viðtalið, og ósk- um Sveinbirni og öðrum út- gerðar- og sjómönnum á Aust- fjörðum góðs gengis í framtíð- inni. ET. HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS Á fimmtudag verður dregið í 6. flokki. 4.400 vinningar að fjárhæð 15.200.000 krónur. Á morgun er síðasti heili endurnýjunardagurinn. ______ Bappdrmtti Máskðia islands 6. FLOKKUR 4 á 500.000 kr. 2.000.000 kr. 4 . 100.000 — 400.000 — 260 - 10.000 — 624 - 5.000 — 3.500 - 2.000 — Aukavinningar: 8 á 10.000 kr. 4.400 2.600.000 — 3.120.000 — 7.000.000 — 80.000 kr 15.200.000 kr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.