Tíminn - 08.06.1971, Síða 12
Þriðjudagur 8. júni 1971.
FriSsteinn Jónsson
FÉLL FKAM
AF HAMRI
OG LÉZT
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Friðsteinn Jónsson, veitinga-
maður í Reykjavík, beið bana af
völdum áverka er hann hlaut þeg-
ar hann féll fram af hamri niður í
urð á eyjunni Vigur í ísafjarðar-
djúpi s.l. laugnrdag. Hann lézt á
r-júkrahúsinu á ísafirði aðfarar-
nntt sunnudags. Friðsteinn var G7
ára gamall. Hann rak veitinga-
-tofuna að Laugavégi 28 Og sum-
arhótelið að Búðum ásamt konu
sinni Lóu Kristjánsdóttur. Þau
hjónin áttu fimm börn.
Friðsteinn sat ferðamalaráð-
stefnu, sem haldin var á ísafirði
fyrir og um helgina. Á laugardag-
inn var þingfulltrúum boðið út í
Vigur og var farið þangað með
Fagranesinu.
Var hópurinn tiltölulega ný-
kotmnn þangað þegar slysið varð.
Varð Friðsteinn einn á gangi á
vestanverðri eynni miðri. Þar hag
ár svo til, að ofan við 8 og 10
metra háan hamar er aflíðandi.
grasi gróin brekka. Á brekku-
brúninni skrikaði Friðsteini fót-
ur og féll. Rann hann niður
brekkuna án þess að geta stöðv-
aðj sig og féll fram af hamrinum,
sem er snarbrattur, og niður í
urðina í fjörunni. Ung stúlka var
<=kki langt undan og sá þegar mað
urinn féll. Kallaði hún á hjálp
Komu menn strax á vettvang.
Framhald á bls. 22.
Hver segir að við höfnum ríkis-
forsjá hjá Álafossi og SanaT
MENNTAMAL
. v
Framsóknarflokkurinn telur,
að markmið menntunar eigi
einkum að felast í eftirfarandi
grundvallaratriðum:
andi
• Að þjálfa hæfileika til
sköpunar, gagnrýninnar af-
stöðu til viðfangsefna og þrosk
andi félagsstarfs.
• Að fullnægja þörfum ein-
staklinganna á að velja sér
námsleiðir eftir hæfileikum og
áhugasviði.
m Að fullnægja þörfum þjóð
félagsins á menntun og sérþjálf
uðu starfsliði í hinum ýmsu
greinum atvinnulifs og þjón-
ustu.
0 Að varðveita og ávaxta
þjóðlegan menningararf, fyrst
og fremst tungu og þjóðerni,
og efla andlegan. siðgæðisleg-
an og líkamlegan þroska ein-
staklinganna.
Framsóknarflokkurinn telur
nauðsynlegt, að gcrð verði
heildaráætlun um þörf þjóðar-
innar á komandi árum fyrir
hvers kyns fræðsiustofnanir,
námsleiðir og tengsl milli
þeirra og skapa þannig sam-
ræmt og heilsteypt mcnnta-
kerfi. Höfuðáhcrzla /verði lögð
á, að aðstaða tii náms verði
sem jöfnust. Sú stefna verði
mörkuð þegar í upphafi varð-
andi staðsetningu menntastofn-
ana, að þeim sé dreift um land
ið og ber sérstaklega að taka
tillit til þessarar stefnu við
gerð landshluta- og byggða-
áætlana.
Framsóknarflokkurinn telur,
að við framtíðaruppbyggingu
mcnntakerfisins þurfi einkum
að huga að eftirtöldum atrið-
um:
0 Hin öra framþróun vísinda
og tækni byggist framar öðru
á þeirri megináherzlu, sem í
nútímaþjóðfélögum er lögð á
undirstöðurannsóknir hvers
konar. Jafnframt hlýtur mennt
unin að beinast æ méira inn á
þá braut að leggja minna upp
úr þekkingarmiðlun, en þeim
mun meira upp úr þjálfun í að
ferðum við að afla þekkingar
og beita henni.
• Stöðugrar endurnýjunar er
þörf. Námi er aldrei að fullu
lokið. Aðferðir úreltast og þekk
ingarforði nemenda hrekkur
skammt. Æskilegt er, að há-
skólanám hefjist sem fyrst, sé
sem stytzt. en virkast og að
námsleiðir séu sem fjölbreytt-
astar.
• Gefa þarf fólki kost á því
í sem ríkustum mæli að afla
sér endurmenntunar og viðbót
armenntunar á öllum aldurs-
skeiðum. Opna þarf skólana að
nokkru marki í þessu skyni.
Háskóli fslands þarf að stefna
að fræðilegu framhaldsnámi í
sem flestum fræðigreinum,
sem þar eru stundaðar, svo og
endurmenntun til að veita
aukna hæfni í starfi og til und-
irbúnings undir nýtt sérsvið í
fræðigrein.
• Fjölga verður námsleiðum,
samræma þær hvcr annarri
og auka tengsl þeirri á milli.
Jafnframt verði kappkostað að
gæði og notagildi náms aukist
og hæfni nemenda sé ekki
minni en gerist með grann-
þjóðunum.
• Stórefla þarf menntunarað-
stöðu þeirra, sem stunda undir
stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar
og úrvinnslugreinar í tengsl-
um við þá, svo sem fiskiðnað,
matvælafræði og byggingar-
iðnað.
• Allri einokun einstakra
hagsmunahópa innan skólakerf
isins verði útrýmt.
• Taka þarf próf til endur-
mats, einkum með tilliti til
þess, að þau séu sem hagkvæm
ust tæki til að prófa hæfni
nemenda og örva þá í námi.
Kynna þarf nemendum tilgang
náms betur en nú er gert.
Framsóknarflokkurinn legg-
ur auk þess m.a. áherzlu á:
• Að Háskóli íslands stór-
efli rannsóknaþátt starfsemi
sinnar. Tengsl hans við þær
rannsóknastofnanir, sem til
eru í landinu, verði aukin.
Sérstök rækt verði lögð við
þær fræðigreinar, sem nauð-
synlegar eru atvinnuvegum
þjóðarinnar, og þær greinar,
þar sem íslendingar geta ver-
ið í fararbroddi og lagt nokk-
uð sjálfstætt af mörkum til
heimsmenningarinnar.
• Að Kennaraháskólinn verði
efldur og bætt úr brýnum hús
næðisþörfum hans. Lögin um
Kennaraháskólann verði end-
urskoðuð á næstu tveimur ár-
um, og m.a. könnuð tengsl Há-
skólans við Kennaraskólann.
• Að verzlunar- og viðskipta-
menntun verði tekin til ræki-
legrar endurskoðunar. Stefnt
verði að því, að koina upp rík-
isreknum verzlunarskólum sam
hliða einkaskólum þeim, sem
fyrir eru.
• Að komið verði upp sem
fullkomnastri fræðslustarfsemi
á vegum útvarps og sjónvarps,
og stuðlað að stórauknu nám-
skeiðahaldi í ýmsum greinum
og leitað nýrra leiða til hag-
nýtingar skólahúsnæðis og fé-
lagsheimila £ þessu skyni.
0 Verkmennt þjóðarinnar
verði bætt m.a. með nýjum
leiðum í sambandi við verk-
legt nám unglinga. Kannað
verði, hvernig verkmenntaskól-
um verði haganlegast markað
rúm innan fræðslukerfisins.
• Bókmenntir og listir verði
efldar með opinberum fjár-
stuðningi og annarri fyrir-
greiðslu við einstaklinga og
samtök. Stuðla verði að þýð-
ingum íslenzkra bókmennta á
erlend tungumál og útgáfu er-
lendra öngvegisrita í vönduð-
um, íslenzkum þýðingum. Auk-
inn verði stuðningur af opin-
berri hálfu við bókaútgáfu og
miðlun bókmennta til almenn-
ings verði bætt.
• Unnið verði að því, að list-
ir og bókmenntir séu í raun
almennings- og þjóðareign.
• Lögð verði rík áherzla á
menningarlega notkun félags-
heimila. Athugun fari fram á
rekstri þeirra með skipulegri
nýtingu þeirra fjTÍr augum í
þágu íþróttastarfsemi, tóm-
stundaiðju og annars félagslífs.
Félagsheimilasjóður og íþrótta
sjóður verði efldur.
• Æskufólki og öðrum verði
kennt að nota tómstundir sín-
ar á menningarlegan hátt til
einstaklings- og félagsþroska,
og verði skólahúsnæði sem bezt
nýtt í þessu skyni. Mennta þarf
sérstaklega félags- og tóm-
stundaráðgjafa, sem starfi í
skólum og frjálsum félagasam-
tökum.
Svarra plolurrf
ffUtaf en/m yii
snjatíir- j*
BIFREIÐIR Á KJÖRDAG
Allir þeir, sem vilja aka fyrir R-listann á kjördag, eru vinsam-
lega beðnir að hringja í síma 10948.
Jíragið ekki að tilkynna bílana.
KOSNINGASJÓÐURINN
Stuðningsfólk B-Iistans. Enn vantar fé í kosningasjóðinn. Fram-
laginu er veitt móttaka á kosningaskrifstofunum og afgreiðslu
Tímans í Rankastræti.