Tíminn - 27.06.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.06.1971, Blaðsíða 1
BLAÐ ?! — Sunnudagur 27. júní 1971 i — Það kann að koma mönnum á óvart, að sennilega hefur aldrei verið meira líf í ungmenna- félagshreyfingunni á Islandi en einmitt núna. Aldrei hefur verið unnið jafn mikið starf á jafn mörgum stöðum og nú. Þessi ummæli Sigurðar Geirdal framkvæmda- stjóra Ungmennafélags íslands í viðtali nú fyrir skömmu vöktu óneitanlega nokkra furðu okkar. Því við, eins og sjálfsagt fleiri, höfðum í huganum einkum tengt ungmennafélagsskapinn aldamóta- kynslóðinni og þeirri vakningu í þjóðfrelsis- og menningarmálum, sem varð hér á landi á öndverðri þessari öld. „Við teljum hlutverk okkar í félagsmálauppeldi þjóðar- innar vera enn í fullu gildi“ En sem sagt, þessi skoðun er á misskilningi byggS, að minnsta kosti árið 1971. Sums staðar kann að hafa dofnað yf- ir starfseeni ungmennafélaga um skeið, en nú eru þau sem óðast að endurnýjast, efla starf semi sína, og sums staðar að breyta um skipulag, þvi þau engu síður en annað þurfa að aðlagast breyttum tímum. Þeim mönnum scm skipa sveitarstjórnir hefur einnig á síðustu árum orðið það æ ljós- ara, að eitt tnikilvægasta atrið- ið til þess að koma í veg fyr- ir almennan brottflutning fólks af landsbyggðinni, er að í hverju byggðarlagi séu starf- andi félög eða samtök fyrir ungt fólk. Og það er skoðun stjórnar UMFÍ að breytingar á þjóðfélaginu hafi ekki minnk- að þörfina fyrir þjóðleg hug- sjónafélög ungs fólks eins og nngmennafélögin. Hjá Sigurði Geirdal fengum við þá fræðslu, að í UMFÍ eru nú tæplega 14.000 meðlimir í 189 félögum. Ungmennafélög- in bera alls konar nöfn, svo sem Drengur Gaman og alvara, Grettir, en algeng- ust eru þó nofn eins og Aft- areldíng, Arroði, Dagsbrún o. s. frv. 183 af ungmennafélög- unum skiptast í 18 héraðssam- bönd en 6 félög eru ekki í hér- aðssambandi. Þau síðarnefndu eru einkum í béttbýli, þar sem eru íþróttabandalagssvæði, en segja má að landið skipt- ist í ungmennasambandssvæði annars vegar og íþróttabanda- laigssvæði hins vegar. Ungmennafélag fslands ann- ast margs kyns fyrirgreiðslu fyrir ungmennafélög og héraðs sambönd úti á landi. í ársbyrjun 1970 urðu þátta- skil í starfsemi UMFÍ. Þá fékk félagið rúmgott skrifstofuhús næði að Klapparstíg 16 en hafði áður haft starfsemi sína í einu herbergi. Á sama tíma var Sigurður Geirdal ráðinn í fullt starf sem framkvæmda- stjóri, og skrifstofustúlka hon- um til aðstoðar. Áður hafði fé- lagið aðeins haft starfsmann hluta úr degi í sinni þjónustu. — Það starf, sem hér er unnið, sagði Sigurður Geirdal, — er ekki hægt að vinna á kvöldin lengur. A þeim tíma dags næst ekki í það fólk, sem við þurfum að leita til. Það fer einnig stöðugt í vöxt að hér- aðssamböndin ráði sér fram- kvæmdastjóra og þeir hafa stöðugt samband við okkur hér hjá UMFÍ. llér er alltaf mikill erill á skrifstofutíma eins og þið hafið orðið vör við og nóg verkefni væru fyrir 5—7 manns. — Hverjir eru í stjórn UMFÍ? — Núverandi stjórn var kos in 1969. Formaður er Haf- steinn Þorvaldsson á Selfossi, varaformaður Guðjón Ingi- mundarsoi Sauðárkróki, rit- ari er Sigurður Guðmundsson á Leirá í Borgarfirði, gjald- keri Gunnar Sveinsson Kefla- vík og meðstjórnandi Valdi- mar Óskarsson. Fyrsti vara- maður er Pálmi Gíslason, Kópa vogi og situr hann oft stjórnar- fundi í stað Guðjóns Ingimund arsonar. Skinfaxi — Hverjir eru helztu þætt- ir í starfsemi Ungmennafélags íslands? — Ég get byrjað á því að nefna útgáfu Skinfaxa, tíma- rit« félagsins. Árlega koma út sex blöð og alltaf berst meira efni en við getum birt. Ey- steinn Þorvaldsson hefur verið ritstjóri Skinfaxa síðan 1969, og breytti hann formi þess mikið. Síðan hefur ekki liðið sá dagur að ekki bætist við nýr áskrif- andi. Áður höfðu skráðir áskrifendur verið 600—700, en mikill hluti þeirrar skrár var úreltur, fólkið var látið og ann- að þ.h. Nú eru áskrifendur um 1600. Blaðið er gefið út f 2000 eintökum og kostar 150 kr. á ári. Utgáfa Skinfaxa er að mínu áliti mjög mikilvæg, sagði Sigurður ennfremur, — og eina leiðin til að ná til allra félagsmanna. Sumarhátíðir og , sumarbúðir UMFÍ hefur sem skipulagsað- ili gert sér mjög far um að efla sjálfstæða starfsemi ung- mennafélaga og héraðssam- banda úti á landi. Þar mætti nefna viðleitni okkar til að koma upp sumarbúðum fyrir börn og unglinga í sem allra flestum héruðum. í sumar starfa 7—9 sumarbúðir á veg- um ungmennafélaganna í land inu. Mikill áhugi er á að stofna slíkar búðir í nágrenni þéttbýiiskjarnanna, en reynd in hefur verið sú að börn úr dreifbýii eru ekki síður send þangað, því sumarbúðir eru góður skóli í íþróttum og fé- Rætt við Sigurð Geirdal, framkvæmdastjóra UMFÍ um starf ungmennafélagshreyfingarinnar á íslandi nú SIGURÐUR GEIRDAL lagsstarfi, sem sveitabömum er ekki síður gagnlegur en «ðr- um. Yfirleitt eru um 30 börn í senn í sumarbúðum, en 3— 4 hópar komast að á hverjum stað yfir sumarið. Sumarbúða starfsemin er vel þegin og vin sæl meðal fólks enda er verði í hóf stillt. Til dæmis getum við nefnt að vikudvöl fyrir barn í sumarbúðum að Varmá, sem Ungmennasam- band KjEii.rness gengst fyrir í sumar, lcostar 1500 kr. Þess má geta að enn er hægt að taka við börnum þangað. — Þá höfum við einnig reynt að styðja ungmennafé- laga í að efna til sumarfagn-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.