Tíminn - 27.06.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.06.1971, Blaðsíða 8
Sunnudagur 27. júní 1971. Kosningagetraun Stakks: Mismunur á kosningaspánni í heild varð 1095 atkvæði FB—Reykjavík, laugardag. Eins og frá var skýrt í fréttum fyrir kosningarnar efndi Björgun- arsveitin Stakkur í Keflavík til kosningagetraunar um úrslit kosn- inganna í Reykjaneskjördæmi. Nú hefur verið farið yfir getrauna- seðla, en ekki verður hægt að til- kynna hver fer með sigur af hólmi fyrr en kærufrestur er útrunninn, 5. júlí nk. AN DAG MESSAÐ I SKÁLHOLTI HVERN HELG- Veðurstofuhúsið nýja. , , •• VEÐURSTOFUHUSIÐ FOKHELT EJ—Reykjavík, laugardag. Hið nýja Veðurstofuhús á Golf skálahæð varð fokhelt i dag, en framkvæmdir við húsið hófust 8. september í fyrra og standast áætl un. Hið nýja hús Veðurstofu fs- lands er 650 fermetrar að stærð, þrjár hæðir og turn. Það á sam kvæmt áætlun að vera fokhelt og múrhúðað að utan og innan fyrir 1. september næstkomandi, o>g er þegar búið að múrhúða tvær hæð- ir að innan og múrhúðun að utan er að hefjast. Verktakar eru Ingimar Haralds son, trésmíðameistari, og Hafsteinn Júiíusson, múrarameistari. Messur verða í Skálholti í sum ar hvern helgan dag, eins og ver ið hefur á sumrin, frá því að kirkjan þar var reist árið 1963. Messutími er kl. 5 síðdegis. Þá verða og barnaguðsþjónustur kl. 10 árdegis. í dag, sunnudagmn 27. júní, mun séra Sigurður Pálsson, vígslubiskup Skálholtsstiftis, syngja fyrstu síðdegismessu á þessu sumri í Skálholti. Hann verður sjötugur í næsta mánuði og er því kominn að enda ferils síns sem sóknarprestur. Hins veg- ar imun hann áfram vera vígslu- biskup Skálholtsstiftis. TJrslit kosningagetraunar björg- unarsveitanna í Reykjanesskjör- dæmi urðu þau, að getraunaseðill nr. 773 komst næst endanlegum at- kvæðatölum allra lista, með eftir- farandi spá: A-listi 2.400 atkvæði (mismunur -í- 220 atkv.) B-listi 3.750 atkvæði (mismunur -f 164 atkv.) D-listi 6.742 atkvæði (mismunur + 250 atkv.) F-listi 1.800 atkvæði (mismunur + 233 atkv.) G-lrsti 2.850 atkvæði (mismunur + 206 atkv.) O-listi 600 atkvæði (mismunur + 22 atkv.) eða samanlagður mismunur á spá og endanlegum kosningaúrslitum 1.095 atkvæði. Næst heildarkjörsókn komst. get- ' raunaseðiil nr. 2835, með aðeins eins atkvæðis mun, eða 18.182 at- kvæði. Kærufrestur er til 5. júlí nk., og skulu kærur sendar Björgunar- sveitinni ,;Stakkur“, pósthólfi 90, Keflavík. Vestfirðir: DÁGÓÐ VERTÍÐ ÞÓTT STEIN- BÍTURINN BRYGÐIST ALVEG Vetrarvertíðin 1971 verður að leljast dágóð, þó að heildarafli í fjórðungnum sé nokkru minni en árið áður. Er vertíðaraflinn mjög áþekkur í öllum verstöðvunum, nema Patreksfirði, en þar er afl- inn mun minni. Framan af vertíð inni var afli svipaður og fyrri ár, en aprílmánuður var mun lakari. Olli þar miklu, að steinbíturinn brást nú gjörsamlega. Þrátt fyrir það eru margir línubátarnir með svipaðan afla og árið áður. Á þessari vertíð slunduðu 39 bátar frá Vestfjörðum bolfiskveið ar, en voru 48 árið áður. Af þeim reru 20 með línu, 13 með botn- vörpu og 1 með net alla vertíðina, en 5 bátar skiptu utn veiðarfæri á vertíðinni. Heildaraflinn á vertíðinni varð nú 22.859 lestir, en var í fyrra 26.136 lestir. Aflahæsti báturinn var Ko fri frá Súðavík með 1.220 lestir, en hann stundaði togveiðar alla vertíðina. í fyrra var Guð- bjartur Kristján frá ísafirði afla hæstur með 1.183 lestir. Tálknfirð ingur frá Tálknafirði varð afla- liæstur þeirra báta, sem voru með línu alla vertíðina, með 737,0 lest ir í 81 róðri, en í fyrra var Sól- rún frá Bplungavík afJahæsli línu báturinn með 744,0 lestir í 84 róðrum. Fáir bátar stunduðu róðra eftir miðjan maí. Línubátarnir hættu allir veiðum á vertíðarlokum og voru komnir í þrif og véla- hreincun. Minni bátarnir, sem stundað hafa ræjuveiðar í vetur, voru einnig flestir í þrifum. Tog- bátarnir háldu aftur á móti allir áfram veiðum í maí, en afli var yfirleitt ákaflega tregur í trollið. Heildaraflinn í fjórðungnum síð aðri hluta maí-mánaðar varð nú 1.215 lestir, en var 2.500 lestir á sama tíma í fyrra. Miðstjórnar- fundur veröur á mánudaginn Miðstjórn Framsóknarflokks ins rrvun koma saman til fund ar á morgun, mánudag, Id. hálf þrjjú í Átthagasal Hóteí Sög«. IVIiðstjómarfundur SUF Ákveðið hefur verið að kalla saman miðstjómarfund Sambands ungra framsóknarmanna í dag, sunnudaginn 27. jénL Ftntð- urinn verður haldinn í Glaumbæ við Fríkirkjuveg og hefst hann kl. 14. Miðstjórnarfulltrúar eru beðnir að mæta á fundirwKn stundvíslega. HÚSVÍKINGAR ViLJA VEG YFIR SPRENGISAND EJ—Reykjavík, föstudag. Bæjarstjórn Húsavíkur hefur lagt fram ósk um, að vegagerð yfir Sprengisand frá Þórisósi aö Mýri í Bárðardal verði tekin inn á næstu vegaáætlun, en bæjar- stjórnin telur, að uppbyggður veg ur á þessari leið myndi verða til- tölulega ódýr og um leið hafa stór vægileg efnahagsleg áhrif fyrir byggðina á austanverðu Norður- landi. Akstursleiðin frá Reykjavík til Húsavíkur myndi styttast um 120 kilómetra, og frá Selfossi til Húsavíkur'um 236 kílómetra. í samþykkt bæjarstjórnarinnar um vegagerð yfir Sprengisand seg ir m. a. eftirfarandi: „Vegurinn frá Þórisósi að Mýri yrði um 135 km á lengd og vegar stæðið er að miklu leyti sandar og melar snauðir af lífrænu efni. Yrði hér um kostnaðarlitla vega- Framhald á bls. 18. Ferðaskrifstofa ríkisins: TEKUR ÞÁTT í N0RRÆNU KYNNINGARSTARFI í USA ET—Reykjavík, föstudag. Ferðaskrifstofa ríkisins tekur, fyrir fslands hönd, þátt í sameig inlegri upplýsingaþjónustu Norður landanna í Bandaríkjunum, en á vegum þeirra eru starfræktar kynnisskrifstofur í New York og Los Angeles. Nefnast þær SCAN- NY og SCAN-LA, og hafa öll Norð urlöndin þar sér skrifstofur með forstjóra og starfsliði, en íslnnd kemur til með að hafa aðeins eina starfstúlku, til að veita upplýsing ar »g •L-ðri ■yrirgrpiðslu Er þetta gert vegna þess mikla kostnaðar, sem fjölmennara starfslið hefur ó- hjákvæmilega í för með sér. ís- land fær hins vegar fulla aðild að kynningarstarfseminni, m. a. verða kaflar um Island í bækl- ingi, er upplýsingaþjonustan mun dreifa um öll Bandaríkin til að kynna Norðuriöndin sem ferða- mannalönd. Ferðaskrifstofan starfrækir níi, éins og undanfarin sumur. EDDU hótel víðs vegar um land. í sum ar bætast við þrjú ný hótel, svo að þau verð.i samtals tíu starf- andi 1 sumar. Nýju hótelin eru á Kirkjubæjarklaustri, Húnavöllum og S’.o í Húsmæðraskólanum að tjaugarvatni, þannig að hótelin eru þar nú tvö. Þetta kom m. a. fram á blaða mnnnafundi, scm forráðamenn Ferðaskrifstofunnar liéldu í dag. Nánnr verður svo sngt frá stárf- srcni Fcrðn'krifstoíu ríkisins í blaðini. á þriðjudag. Eins og fr.im liefur komiS í fréftum verSur Landsmót LúSrasveita lialdiS í Keflavík nú um helgina. í tilefni af þvi hefur þetta skemmtilega skilti veriS sett upp vlð hæjarmörk Kefiavíkur, og býSur það menn velkomna á landsmótið. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.