Tíminn - 27.06.1971, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.06.1971, Blaðsíða 4
16, TÍMINN SOTíNUDAGUR 27. júní 1971 HALL GAiNE: GLATAÐI SONURINN 3 að fara í Kaupmannahafnarhá- skóla það árið. Það var nú í þá daga, sem stúdentar lifðu ekki eins reglusömu lífi og æskilegt hefði verið. Þrír þessara fjög- urra luku samt námi án teljandi misfella, en hinum fjórða varð fótaskortur og það slys eru ef til vill fyrstu drögin að þessari sögu, Þeigar skilnaðarstundin rann upp, fór einn fjórmenning- anna til Oxford, sem aðstoðarbóka vörður og varð seinna háskóla- kennari, annar fór til Lundúna og gerðist starfsmaður í banka oa vann sig upp í að verða banka- stjóri, hinir tveir héldu tryggð við þjóðerni sitt, Stefán Magnússon hvarf heim og lagði stund á lög- fræðistörf, en Óskar Nílssen var um kyrrt í Danmörku við verzl- unarstörf. Næstu tíu árin óx vel- gengni vinanna stöðugt, vegur Stefáns endaði með því, að hann varð Landshöfðingi og Nílssen fluttist aftur tit íslands, fyrst var hann verzlunarstjóri fyrir fyrir- tæki í Kauþmannahöfn, síðan setti hann á stofn eigin verzlun. Á þessu tímabili höfðu báðir kvong- azt, Landshöfðinginn gekk að eiga einkadótjtur Gríms óðalsbónda á Þingvöllum, sem var þá stærsta bújörð landsins, en öllum til stórr ar furðu kvæntist faktorinn áður en hann kom heim. Enginn vissi nein önnur deili á konu hans en þau, að hún var frá Kaupmanna- höfn. En hneykslissögur eru van- ar að skila sér, enda hvisaðist það, að kona Óskars væri minniháttar ieikkona í léttúðarleikjum, 0g að hann hefði kynnzt henni á stúdentsárunum og neyðzt til að kvænast henni. Kona Landshöfðingjans fæddi bónda sínum tvo sonu, þann eldri nefndi hann Magnús cftir föður sínum, en hinn yngri Óskar í höf- uðið á vini sínum, sem einmitt kom mátulega til að verða guð- faðir drengsins, Kona faktorsins hafði alið honum tvær dætur, þá eldri bar hún í fanginu, þegar hún kom ti! íslands, hún hét Þóra, eft- ið föðurmóður sinni. Hin dóttirin fæddist skömmu seinna, faktorinn vildi skíra hana Önnu, í höfuðið á konu vinar síns, en kona hans vildi það ekki, því var telpan skírð Helga, í höfuðið á móður sinni. Það var lítill aldursmunur á þess- um fjórum börnum, Magnús var elztur og Helga yngst, Óskar og Þóra voru næstum jafnaldrar. Eig- inkonur vinanna hefðu varla get- að verið ólíkari en þær voru. Anna var blátt áfram og óbrotin að útliti, kiæðaburði og allri fram komu, hún var dæmigerð íslenzk húsfreyja, hagsýn og myndarleg. Þó að staða Landshöfðingjans væri virðingarstaða, þá voru tekj- urnar heldur rýrar og Anna hagaði því seglum eftir vindum, scm lífs- fleyi eiginmanns hennar hlotnað- ist. Anna var vel gefin en ómennt uð, hún stjórnaði manni sínum á þann hátt að vera honum hlýðin, enda fannst honum hún vera góð heimilisforsjá og hinn bezti og tryggasti ráðgjafi, hann bar tak- markalaust traust til eðlisávísana hennar, pn öllu ininna til gáfna hennar. Þegar hann var óráðinr um eitthvað, þá leitaði hann æ'-in- lega ráða hjá Önnu og á meðan hún sagði honum hvað hann ætti að gera, þá hlustaði hann af stakri kostgæfni, en strax og hún byrj- aði að útskýra málið, þá flýði Landshöfðinginn. Eiginkona faktorsins var afar lagleg o? hviklynd og hégóma- gjörn, framkoma hennar gæti vel hafa átt að stuðla að því, að rétt- læta hne.vkslið, sem var bundið við nafn hennar. Helga var sund urgerðarkona í klæðaburði, léleg húsfrf'yja, eirðarlaus, hún var róm antísk í eðli sínu og ekki leið á löngu, áður en hún fór að kvarta um fábreytni og tómleika um- hverfisins. Léttúðug kona gerir eiginmann sinn þunglyndan. Þeg- ar hér var komið sögu, var faktor- inn enn ekki orðinn auðugur, hon um varð fljótt ljóst, að hann hafði gert skakkt, þegar hann kvæntist þessari fríðu dönsku konu, að hann hefði keypt varning, sem hann gat hvorki skipt á, né skilað aftur. Helga vanrækti heimilis- stjórnina og var lítilfjörleg móð- ir. Systurnar urðu fyrstar til að finna áhugaleysi móðurinnar á íslandi, aftur á móti var alltaf hlý- legt og glatt andrúmsloft í Lands- höfðingjahúsinu, þar voru ávallt einhver hátíðahöld, Magnús var í fríi eða verið var að halda upp á afmæli Óskars, það voru engir há- tíðisdagar eða afmælisdagar heima hjá þeim, þar var venjulega allt hljótt og oftast kalt. En móð- ureyrað er þunnt og það var eins og Anna skynjaði hjartaslög litlu telpnanna þrátt fyrir bilið sem hafði opnazt á milli Landshöfð- ingjahússins. og Faktorshússins. Anna reyndi því að bæta systrun- um upp, það sem þær fóru á mis við heima. Faktorsfrúnni þótti gott að losna sem oftast við dæturnar, sem henni fannst eins og hver önn ur leiðindabyrði, hún gat þá haft næði til að gleypa í sig hneykslis- rit og franskar skáldsögur, út- koman varð því sem hin sanna móðurímynd fyrir hugskoti þeirra alla þeirra ævi, þegar þær hugs- uðu til bcrnsku sinnar og æsku. Hin fjögur börn áttu dásamlegar stundir saman undir verndarvæng Onnu. Á meðan þau voru <511 lítil, var Landshöfðingjahúsið eins og söngfuglahreiður, en þó að stund- um mætti líkja því við apabúr, þá var þar alltaf fjör og ham- ingja, börnin lögðu undir sig allt húsið, nema skrifstofu Landshöfð- ingjans, þar með talið eldhúsið. f þá daga var aðeins ein þjón- ustustúlka á heimilinu, og henni þótti eins vænt um börnin og hús- móðurinni. Á sumrin gengu þau að mestu sjálfala úti, en á vet- urna ærsluðust þau inni. Það mátti segja, að Anna hálf eyði- legði þau öll með dekri, henni hafði aldrei verið sú list lagin að vera hörð við börn. Um jóla- og nýársleytið tók hún sjálf virkan þátt í ólátum þeirra, hún útbjó sjálf handa þeim sælgæti, þar á meðal karamellur, sem þau gerðu úr allavega ströngla sem vakti mikla kátínu. Anna kveikti fyrir þau á kertum, sem þau gengu með um allt húsið, ofan frá lofti og niður í kjallara til að leita að huldufólkinu, sem átti að koma ofan úr fjöllunum, sumir þessara álfa voru sagðir vondir og talið, að þeir kæmu til að stela gófÞ um börnum. Á slíkum dögum sátu Landshöfðinginn og Faktorinn inni í skrifstofu Stefáns og reyktu langar pípur, en þó komu þeir stundum að eldhúsdyrunum til að horfa á leiki barnanna. Þegar Landshöfðinginn sá konu sána í miðjum barnahópnum, líkasta guð móður úr álfheimum, hún var þá orðin miðaldra, en fegurð ástar- innar ljómaði af hversdagslegri ásjónu hennar, þá tautaði hann í barm sér, „Guð blessi hana,“ og Faktorinn muldraði, ,Guð blessi móðurlausu telpumar mínar“. Svo drupu vinimir höfði og vora á brott. Þeir héldu þá áfram a8 ríeða stjórnmál. Baraið vex en brókin ekki, lund arfar einstaklingsins breytist held ur ekki með aldrinum. Böm þeirra Landshöfðingjans og Faktorsins lutu auðvitað þessari reglu, þau héldust óbreytt í eðli sínu tií ævi- loka. Þóra var alltaf glaðlynd, stöðugt bros ljómaði af fríðri ásjónu hennar, vanalega hélt hún er sunnuudagurinn 27. júní Árdegisháflæði í Rvík kl. 09.22. Tungl í hásuðri kl. 17.21. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan l Borgarspítalan um er optn allan sólarhringinn Simt 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðtr fvr lr Revkjavik og Kópavog stmt 11100 Sjúkrahifreið t Hafnarfirði simt 51330 Tannlæknavaki er i Heilsuveradar stöðinnt paT sem Slysavarðstot an ffar. og er optn laugardaga or sunnudaga kl 5—0 e h — Sim" 22411 Almennar applVstngai um lækna- þjonustu i borginnt eru gelnar ■ stmsvara t.æknafélags Revkiavlk ur slm) 1888b Fæðingarhelmtlið i KOpavogl. Hlíðarvegt 40 slmt 42644 Kopavogs ApOtek ér optf irkt dag. ki 0—-19 taugardaga k t1 —14. ttelgtdaga ki 13—lö. Keflavtkur Apotek er opið vtrka Claga kL 0—lb laugardaga kl 9—14. nelgtdaga fcl 13—lft- Apótek Hafnarfjarðar er optð al' vtrka da^- trá kl 9—7. a laugar dögum kl 9—2 og á mnnudög- urn og öðrum helgidögum er op- fTt> fcl 2—4 Kvöld- og hclgarvörzlu apóteka í Reykjavík vikuna 19- til 25. júní. annast Vesturbæjar Apótek og Háaleitir Apótek. Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka í Rcykjavík vikuna 26. júní — 2. júlí annast Ingólfsapótek og Laug- arnesapótek. Næturvarzla er í Stór- holti 1. Næturvörzlu í Keflavík 26. og 27 júní annast Arnbjörn Ólafsson. Næturvörzlu í Keflavík 28. júní annast Guðjón Ólafsson. FÉLAGSLlF “ Félagsstarf eldri borgara í Tónabæ. Þeir sem hafa pantað far í Kolla- fjörð og að Reykjalundi á morgun en geta ekki farið eru vinsamlega beðnir að láta vita í síma 18800. Félagsstarf eldri borgara kl. 9—11 fyrir hádegi. Óháði söfnuðurinn. Farið verður í skemmtiferðalag sunnudag 4. júlí að Skógum undir Eyjafjöllum. Lagt verður af stað stundvíslega kl. 9 f. h. frá Sölf- hólsgötu við Arnarhól. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Upplýs- ingar og farmiðasala þriðjudag- inn 29. og miðvikudag 30. júní frá kl. 6—9 í Kirkjubæ, sími 10999. Kvenfélag Langholtssafnaðar, sumarferð félagsins verður farin fimmtudaginn 1. júlí. Farið verður i Borgarfjörð og snætt að Varma- landi. Lagt af stað frá Safnaðar- heimilinu kl. 8.30 f.h. Upplýsingar veitir Margrét sími 36206, Sigríð- ur sími 30929 og Ragnheiður sími 32646. Ásprcstakall. Safnaðarferð verður farin sunnu- daginn 4. júlí næstkomandi. Farið verður að Krossi í Landeyjum og messað þar kl. 2, síðan skoðað byggðasafnið á Keldum, Bergþórs- hvoll ofl. Þátttaka tilkynnist til Guðrúnar sími 32195 eða Jóns sími 33051. KÍRKJAN Helgistund í Garðakirkju á Alftanesi á Sunnudagskvöld kl. 8.30 á vegum Þjóðræknisfélagsins. Sr. Bragi Friðriksson predikar og Brynjólfur .Tóhannesson leikari les upp. Ólafur G. Einarsson sveitar- stjóri mun ávarpa Vestur-lslending ana, en það er í tilefni heimsóknar þeirra sem helgistundin er haldin. Heimamönnum er heimill aðgang- ur á meðan rúm leyfir, en ferð verð ur frá Umferðarmiðstöðinni kl. 8, fyrir þá sem þurfa með. Þess er vænzt. að allir Vestur-islendingar. sem hér eru á ferð, sjái sér fært að koma til helgistundarinnar. ÁRNAÐ HEILLA Áttræður verður á morgun, mánudag, Guðjón Davíðsson, bóndi í Fremstuhúsum, Dýrafirði. — Af- mælisgrein mun birtast í íslend- ingaþáttum Tímans síðar. BLÖÐ OG TÍMARIT Júníblað FAXA er komið út. Blaðið er 32 síður og myndum prýtt. I blaðinu er m.a. þetta efni: Drög að sögu Keflavfk- ur eftir Skúla Magnússon, Útivist- arsvæði á Suðurnesjum: Ragnar Guðleifsson. Elzti borgari Keflavfk ur 100 ára eftir ritstjórann. Frá Njarðvíkingum á síðustu tugum 18. aldar eftir Guðmund A. Fian- bogason. Kosningavísur eftir sama, Frá árshátíð Vélstjórafélags Kefla víkur. Þar fær öll fjölskyldan verk að vinna eftir Pál Jónsson. Félag í vexti — frá aðalfundi Iðnaðar- mannafélagsins eftir Guðna Magn- ússon, Læknir leysir frá skjóðunnL Skólaslit á Suðurnesjum. Afla- skýrslur og aflakóngar Suðurnesja o.m.fl. Blaðið Faxi er gefið út af samnefndu málfundafélagi í Kefla- vík og hefir það komið reglulega út í nærfellt 31 ár. Ritstjóri Faxa er Hallgrímur Th. Björnsson. » FREYR búnaðarblaðið nr. 14, júlí 1971 Efni: Innflutningur sauðnauta til íslands, Óttar Indriðason. Islenzk- ar eiturjurtir, Ingólfur Davíðsson. Um fæðuvalið, Torstein Storgáards Kraftfóðurframleiðsla nútímans. MEANWMLE, /V SHOETH/LLS • • • — Hefurðu nokkra hugmynd um, hvar menn tnínir gætu helzt fundið þennan Indíána, Arnarklóna? — f smáhæðunum liklcga. Hann er þar með grímumanni og Indíána. — Arnarkló, það er engin lausn að láta þá handtaka þig. — Rétt er það. Og förum við ekki héðan, finna leitaiv mennirnir okkur. A/vyNor/oN YPOSSE CAN P/NP 7N/S LONp suopr///LLS ^ /SA L//CELyAEEA, SPEP/EP/ UES CArtP- /NG /wr//A MAS/CEP MA//A//P AN /NP/AN/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.