Tíminn - 11.07.1971, Blaðsíða 8
/
20
TÍMINN
SUNNUDAGUR 11. jnlí 1&71
HALL CABNE:
GLATAÐI SONURINN
15
___ Magnús, þú gerir alveg út
af við mig, ég veit ckki, hvað ég
á að segja við þig.
— Skrifaðu — sagði Magnus.
___ Þú ert búinn að rugla mig
svo í ríminu, að ég veit ekki hvaö
ég á að skrifa.
Þá skal ég lesa þér fyrir. —
„Kæri Óskar minn, — ég er búin
að fá bréfið sem þú sendir mér
með Magnúsi, og er samþykk öllu
sem þú skrifar, ég trúi því, að þu
elskir mig af öllu hjarta og mun-
ir aldrei láta neitt eða nokkurn
komast upp á milli okkar. Magnús
hefur leyst mig frá heiti mínu,
vegna þess að ég elska
hann ekki . .
__ Verð ég að segja þetta,
Magnús? — Ég get þetta ekki.
— Þóra, skrifaðu það sem ég
segi.
„Hann vill, að ég verði ham-
ingjusöm og ef honum tekst að
fá feður okkar til að gefa sam-
þykki sitt, lofa ég að giftast þér,
hver og hvenær sem þú óskar,
vegna þess að ég elska þig af
allri sálu minni og öllu hjarta.“
Þegar Þóra lauk við bréfið, var
hún farin að gráta, Magnús sagði:
Skrifaðu undir. -Þóra hlýddi.
— Skrifa'ðu iiú utan á og inn-
siglaðu bréfið, fáðu mér það nú,
sagði Magnús, hann tók bréfið
og stakk því i brjóstvasann.
— Hvað ætlar þú að gera við
bréfið?
— Koma því til skila.
— Nei, nei, lofaðu mér að hafa
það að minnsta kosti hálftíma,
bara stundarfjórðung.
Ég trúi þér ekki fyrir því,
Þóra, — sagði Magnús og gekk til
dyra.
— Fáðu mér bréfið aftur, fáðu
mér það aftur, — sagði Þóra og
vafði Magnús örmum, til þess að
hefta för hans, andartak skalf
Magnús, freistingin varð honum
næstum ofjarl, svo ýtti hann Þóru
blíðlega frá sér og flýði út úr
húsinu.
Magnús gekk hratt, hann fann
enn hlýjuna frá Þóru við vanga
sinn, og aftur gerði freistarinn
vart við sig, nú fannst honum
röddin segja: „Þú ert flón, ef þú
hefðir tekið hana í sterka arma
þína, þá hefði hún orðið þín að
eilífu.“ Magnús reyndi að útiloka
þessar hugsanir, en þær sóttu á,
þessi innri rödd sagði:
Ef þú ert nokkur maður, þá
getur þú eignazt hana, láttu Ósk-
ar fá sitt eigið bréf, en ekki Þóru,
á hann betra skilið af þinni
hálfu?“ Magnús herti gönguna, en
röddin fylgdi honum- og- sagði:
„Manstu hvað þú varst sæll á
meðan þú hélzt að Þóra elskaði
þig? Hvernig hjarta þitt bærðist
af fögnuði, þegar þú fórst í
smalamennskuna, og svo var öllu
lokið, þegar Óskar kom.“ Magnús
tók bréfið upp úr vasanum, hann
hélt á því í hendinni og hljóp það
sem eftir var leiðarinnar, hann
ætlaði að tryggja hamingju Þóru
og standast allar freistingar.
Óskar stóð á stigapallinum,
hann hafði ekki eirt inni i her
berginu, hann sagði:
— Komstu með það? Sendi hún
mér svarið? Fáðu mér það.
— Taktu við því, — sagði
Magnús.
Þegar Óskar var nú búinn að
fá bréfið frá Þóru í hendur, þorði
hann ekki að opna það, hann
spurði:
Er allt í lagi?
— Athugaðu það sjálfur, —
sagði Magnús og hneig niður á
stólinn við skrifborðið. Óskar byrj
hamingjusamur drengur: „Þetta
er allt í lagi, hún samþykkir, guð
blessi hana, á ég að lesa þér það
sem hún skrifar, og þó, það væri
ekki rétt vegna Þóru, en allt er
eins gott og hugsazt getur, þetta
er dásamlegt. Ég held að engin
þurfi að véfengja menntun hcnn-
ar, . . . enginn í víðri veröld hefði
getað orðað þetta betur, . . . þessi
elska.“ Óskar las bréfið tvisvar
og stakk því síðan í vasann, tók
það upp aftur og las það í
þriðja sinn, og kyssti það. hann
virtist alveg hafa gleymt, að hann
var ekki einn, svo eigingjörn var
hamingja hans. Magnús sat og
horfði á bróður sinn, hann hafði
næstum sigrazt á innri baráttu
sinni, en nú var þrek hans loks
komið að þrotum. Óskar sagði:
Mér fannst þú vera óratíma
í burtu, en ég sé, að þú hefur
hlaupið, þvi þú ert enn móður,
en nú er ekkert meira að gera
nema það sem þú lofaðir að gera
á morgun, heldur þú að þér tak-
ist það?
— Það held ég, — sagði Magn-
ús.
— Það verður þó erfitt að sann
færa tvo gamla menn, sem vilja
ekki sannfærast, enda er engum
ljúft að rifta samningum, og þrátt
fyrir alla velvild í minn garð . . .
Magnús reis á fætur, órakað
andlit hans var allt í einu orðið
hörkulegt og Ijótt, hann sagði:
— Andartak, við höfum rætt
um þig og Þóru, faktorinn og
landshöfðingjann, en einn er sá,
sem ekki hefur verið talað um,
mig.
— Þú skalt samt ekki halda,
að ég hafi gleymt þér, við Þóra
munum alltaf muna þér fram-
komu þína.
— Ef ég á að draga mig í hlé
og taka öllum afleiðingum, þá
er eitt, sem ég á hjá þér, það er
að þú þegir, — sagði Magnús.
— Auðvitað.
— Hvað sem ég geri eða segi
á morgun máttu aldrei láta á þér
sjá né heyra, að þú vitir um til
gang minn, viltu lofa mér því?
.Vissulega, þögn mín er óhjá-
kvæmilég, ef mér á að takast að
| forða Þóru frá' reiðí föður henn-
St, óg* það ætla ég mér að gera
og líka öllum öðrum sorgum, —
sagði Óskar. Magnús gekk til dyra,
þá fyrst leit Óskar á bróður sir.n,
hann fylgdi honum fram á stiga-
pallinn og sagði:
— Óttaleg skepna er ég . .
ég hef alltaf talað um mig, hvað
verður nú um þig, þegar allt er
komið í farsæla höfn?
— Það má guð vita, allir verða
að binda sjálfir um sár sín, —
sagði Magnús.
— Jæja, guð blessi þig gamli
vinur, sagði Óskar og klapp-
aði bróður sínum á herðarnar
síðan fór hann aftur inn til sín og
tók upp bréfið frá Þóru og las.
10. KAFLI.
Opinberunargildið átti að vers
klukkan fimm næsta dag. Mar
grét frænka hafði fengið stúlkui
til að gera húsið hreint, endf
gljáði allt húsið eins og nýfægðui
tinpottur, stóra setustofan, seirn
vissi út að bænum, var ætluð ti’
að undirrita öll lagaskjöl í sam
bandi við athöfnina, þar voru
pennar og blek til reiðu i
kringlótta borðinu, minni setu-
stofan, sem sneri að tjöminni og
var aðskilin frá hinni með pluss-
dyratjöldum, hafði verið gerð a?
móttökuherbergi, þar var lang
borð alsett bollum og hlaðið kök-
um, umhverfis borðið voru bakhá
ir stólar. Þessar stofur voru kyrr
ar og hátíðlegar þegar Margrél
frænka kom niður stigann klukfc
an hálf fimm, sjálfan veizludag-
inn, hún ætlaði að líta eftir a?
allt væri í röð og reghx. Margréí
frænka var klædd sínum bezty
skrúða, svörtum silkiHaeðum og
nýliðað hárið hringaðist um höf
uð hennar, hún var að þurrk?
ósýnilegt ryk, þegar fjmsti gest-
urinn kom, það var Anna, sem
líka var komin í svört skartklæ®
og hátíðaskap eins Og Mangréi
er sunnudagurinn
11. júlí
Á.rdegisháflæði í Rvík kl. 08.21
Tungl í liásuðri - kl. 03.58
HEILSUGÆZLA
Stysavarðstofan l Borgarspítalan-
m er opln allan sólarhrlngicn.
Stml 81212.
eiökkvUlðið og sJúkrabifreiBlr fyr
Ir Reykjavfk og Kópavog simt
11100.
OJúkrabtfreiB l BafnarflrBi slml
51336.
Tannlæknavakt er 1 Bellsuverndar
stöðinnl, þar sem Slysavarðstot
ao var, og er opln laugardaga ot?
aunnudaga kl. 5—6 e. h. — Slmi
82411
Almennar upplýslngar um lækna
þjónustu 1 borginnl eru gefnar i
símsvara Læknafélags Reykjavlk
ur, siml 18888.
FæBlngarhelmllIB f Kópavogl.
HlfBarvegl 40. siml 42644.
Kópavogs Apótek er opiB vlrka
daga kl. 9—1», laugardaga k' 0
—14, helgldaga kL 18—16.
KeOavfkur Apótek er opið vlrka
daga kL 9—19, laugardaga kL
9—14, belgtdaga fcL 13—16.
Apéttfc HnfnartJarBar er opiB alla
vlrka dag. fré kL 9—7, á laugar-
dðgnxn kL 9--2 og á racmndðg-
on «0 Q&rum helgidðgum ar op-
1B frt kL 2—4.
Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka
í Reykjavík vikuna 10. — 16. júlí
annast Laugavegs Apótek og Holts
Apótek.
Næturvörzlu í Keflavík 10. og
11. júlí annast Kjartan Ólafsson.
Næturvörzlu í Keflavík 12. júlí
annast Arnbjörn Ólafsson.
Staðsetning vegaþjónustubifreiða
F.Í.B. helgina 10.—11. júlí 1971
FIB- 1 Aðstoð og upplýsingar á
Sauðárkróki.
FÍB. 2 Húnavatnssýslur og Skaga-
fjörður
FÍB. 3 Þingvellir — Laugavatn
FIB. 4 Mosfellssveit / Hvalfjörður
FÍB. 5 Kranabifreið / Hvalfjörður
FÍB. 6 Kranabifreið — í nágrenni
Reykjavíkur
FlB- 8 Borgarfjörður.
FÍB.12 1 Vík í Mýrdal
FÍB.13 A Hvolsvelli
FÍB.15 Hellisheiði — Arnessýsla
FÍB.17 Akureyri — Skagafjörður.
Málmtækni sf. veitir skuldlaus-
um félagsmönnum FÍB 15% af-
slátt af kranaþjónustu, símar 36910
og 84139. Kallmerki bílsins gegn-
um Gufunesradíó er R-21671.
Gufunesradíó tekur á móti að-
stoðarbeiðnum í síma 22384, Einn-
ig er hægt að ná sambandi við vega
þjónustubifreiðarnar i gegnum hin
ar fjöimörgu talstöðvarbifreiðar á
vegum landsins.
FÉLAGSLÍF
Félagsstarf eldri borgara
í Tónabæ.
Farið verður skoðunarferð um
Reykjavík mánudaginn 12. júlí.
Lagt af stað frá Austurvelli kl. 1
e.h. Kaffi á Hótel Esju kl. 4 e.h.
Vegna mikillar eftirspurnar er
nauðsynlegt að þeir, sem hafa pant-
að far en geta ekki farið, láti vita
í síma 18800. Félagsstarf eldri
borgara milli kl. 9—11 f.h.
Sumarleyfisferðir í næstu viku.
13.—21. júlí Hornstrandaferð í
15,—18. Veiðileysufjörð og Hornvík. — öræfajökull.
15.—22. — Skaftafell — Öræfi.
15—25. — Hringferð til Öræfa
16—25. og Austurlands. — Kerlingafjalladvöl.
17—22. — Landmannaleið —
19—28. Fjallabaksvegur. — Hornstrandaferð í
Furufjörð, og ná-
grenni.
Ferðafélag íslands, Öldugötu 3,
símar: 19533 og 11798.
Kvennadeild Slysavarnarfélags-
ins í Reykjavik
fer í 6 daga ferðalag austur að
Skaftafelli fimmtudaginn 22. júlí.
Flogið verður til Fagurhólsmýrar
en ekið til Reykjavíkur. Félags-
konur eru beðnar að tilkynna þátt-
töku fyrir föstudagskvöld 9. júlí.
Allar upplýsingar gefnar í síma
14374.
Óháði Söfnuðurinn.
Farmiðar í skemmtiferðina að
Skógum undir Eyjafjöllum sunnu-
daginn 18. júlí verða sekfrr *
Kirkjubæ þriðjudag og miðviku
dag 13,—14. júlí frá kl. 6 — 9e.h.
sími 10999.
HJÓNABAND
Þann 17. júní s.l. voru gefin sanv
an að Skinnastað, Axarfirði, ungfró
Steinunn Þórhallsdóttir, húsnasaðra
kennari og stud. med. Guiuwr Rafr
Jónsson. Heimli ungu hjóoaona ez
að Ásvallagötu 11 Reykjavfc.
BLÖÐ OG TÍMAB3T
FREYR búnaðarblað ágúsi Ulí
Efni: Djúpfryst nautasaaSi. Mikil
vægustu næxingarefnÚL Búáó e»
fóður 1968—1970. NauL&stitS Bún
aðarfélags íslands, Ólafur K. Ste
fánsson. Jurtasjúkdóxnar og lyf
læknislyf gegn hjartagöllmn oz
Ingólfur Davíðsson. Smjör sen-
gallsteinum. Sæðing og ófrjóseaá
nautgripa. Mjólkux-framleiSsl*
1970.. Raforka til súgþurkunnar I
heyi. Framleiðsla og dreifiwi
kraftfóðurs á íslandi.
MFANWH/e-E-
7XVE ro/vro, BUTMCW77V BYMCWTM,
7HSBUFTAIO BECGMffS
SCABCfff?/ MTTEQPtE/mi
STATUE i/MESS THEyomU
TO mEM//7BMAHS
71 M\YS--yw0/MUSr
S COA/yM/Cff 7HBM/
w//e// 7//Eys/A'D n/ATf/EQD,
EAGLE 7ALOA/, yOCJBEffOEtff
f/Al/E PLEA/ry _
7VEAT/ yw' / ^
Þið .heyrðuð í manninum. Það er stór
buff^ihjörð skammt undan. í dag er há-
tið l|já Indíánunum. — Færðu okkur til
kjötsins, Dádýrshorn. — Fólkið þitt mun
liafa nóg að borða, þegar það hefur náð
þessari hjörð, Arnarkló. — Rétt er það,
Tonto, en bufflunum fer fækkandi með
hverjum deginum, sem liður. Breyti fólk-
ið ckki um lifnaðarhætti, endar þeíta
með því, að það sveitur f hel. Við verð-
ixm að brcyta skoðunum fólksins.