Fréttablaðið - 02.09.2002, Blaðsíða 4
4 2. september 2002 MÁNUDAGURSVONA ERUM VIÐ
15. MESTA REYKINGAFÓLKIÐ
Reykingar eru algengastar í Japan af
þeim ríkjum sem eiga aðild að Efnahags-
og framfarastofnuninni. 34,3% þeirra
reykja daglega. Íslendingar eru í 15. sæti.
22,9% reykja daglega. Hefur fækkað um
nær 8 prósentustig á áratug. Mest er
breytingin í Danmörku. 44,5% reyktu
daglega 1990, 30,5% áratug síðar.
Fæstir reyktu í Svíþjóð 18,9%.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Heimild: Efnahags- og framfarastofnunin
STOKKHÓLMUR, AP Lögreglan í Sví-
þjóð hefur leitað aðstoðar hjá er-
lendum yfirvöldum vegna manns
sem grunaður er um að hafa ætl-
að að ræna flugvél og fljúga
henni á sendiráð Bandaríkjanna
einhversstaðar í Evrópu. Maður-
inn, sem er íslamtrúar og ættað-
ur frá Túnis, var tekinn með
byssu þegar hann var á leið um
boð í Ryan Air flugvél á flugvell-
inum í Vesterås fyrir helgi. Hann
hafði lært flug í Bandaríkjunum
árið 1996 og því talið að hann
hafi ætlað að ræna flugvélinni. Á
laugardag heimsótti Bandaríska
alríkislögreglan, FBI, flugskól-
ann og komst að því að mannin-
um hafði verið vikið úr skólanum
vegna slælegs námsárangurs.
Lögfræðingur mannsins segir
að hann hafi snúist til íslamtrúar
fyrir þremur eða fjórum árum.
Það væri því úti í hött að halda
því fram að hann hygðist fremja
hryðjuverk í nafni trúarinnar.
Í dag fæst úr því skorið hvort
gæsluvarðhald yfir manninum
verði framlengt.
Sænska lögreglan í vanda vegna meints hryðjuverkamanns:
Leitar aðstoðar hjá FBI
MEINTUR HRYÐJUVERKAMAÐUR
Chatty Kerim er 29 ára frá Túnis en með
sænskan ríkisborgararétt. Hann var tekinn
á flugvellinum í Vesterås með byssu og er
talinn hafa ætlað að stýra flugvél á sendi-
ráð Bandaríkjanna einhversstaðar í Evrópu.
Skiptastjóri Ísafoldar:
Fær líklega
ekki mikið
upp í kröfur
GJALDÞROT Kröfur í þrotabú Ísa-
foldarprentsmiðju og dótturfé-
laga hennar, IP-Prentþjónustu og
Flateyjar bókbandsstofu, nema
633.724.154 krónum. Landsbanki
Íslands er stærsti kröfuhafinn
með kröfur upp á samtals 278
milljónir króna. Hópur fjárfesta
sem keypti allan eignarhlut
Frjálsrar fjölmiðlunar í Ísafoldar-
prentsmiðju í apríl hugðist leita
nauðasamninga og halda starf-
semi Ísafoldar áfram. Það gekk
ekki eftir og í framhaldinu fóru
eigendur prentsmiðjunnar fram á
gjaldþrot.
Landsbankinn leysti til sín all-
ar veðsettar eignir þrotabúsins í
júní og seldi Ísafoldarprent-
smiðju til fyrrum stjórnenda
hennar sem reka hana nú og
prenta meðal annars Fréttablaðið.
Jóhann Níelsson hrl., er skipta-
stjóri þrotabúsins og hann gerir
ekki ráð fyrir að mikið fáist upp í
aðrar kröfur.
Sala Landsbankans:
Liggur fyrir
í vikunni
EINKAVÆÐING Það ræðst í vikunni
við hvern einkavæðingarnefnd hef-
ur viðræður um sölu á hlut ríkisins
í Landsbanka Íslands.
„Við hittum þessa þrjá aðila í
vikunni og óskuðum eftir nánari út-
færslu þeirra á tilteknum atriðum,“
segir Ólafur Davíðsson, formaður
einkavæðingarnefndar. Svör þeirra
sem lýst hafa áhuga á að kaupa hlut
ríkisins í bankanum eiga að liggja
fyrir í dag. Ólafur segir að farið
verði yfir svör hópanna þriggja og í
kjölfarið ákveðið við hvern verði
farið í framhaldsviðræður. Stefnt
er að því að það liggi fyrir í þessari
viku.
Tveir voru teknir fyrir ölvunvið akstur í umferðinni á Suð-
urnesjum í fyrrinótt. Annar öku-
mannanna hafði lent í árekstri en
engin slys urðu á fólki.
Kona var flutt á sjúkrahúsið áHúsavík eftir að eldur kom
upp í bakaraofni á bænum Geit-
eyjarströnd í Mývatnssveit seinni
partinn á laugardag. Var talið að
konan hefði fengið snert af reyk-
eitrum. Slökkvilið Mývatnssveit-
ar kom á vettvangi og slökkti eld-
inn. Konan var ein í húsinu þegar
eldurinn kom upp.
Lýst var eftir 15 ára stúlku álaugardag. Hafði hún horfið
að heiman frá sér í Sandgerði á
föstudag. Samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglunni í Keflavík
fannst stúlkan á laugardags-
kvöldið heil á húfi.
ÓVEÐRIÐ Djúp haustlægð gekk yfir
landið í gær er lagðist einkum á
sunnanvert landið. Um þrjúleytið
mældist vindhraðinn á Stórhöfða
33 m/sek. Vegna óveðursins var í
mörgu að snúast hjá björgunar-
sveitum Slysavarnafélagsins
Landsbjargar bæði á höfuðborg-
arsvæðinu og í Árborg.
Tilkynningar bárust lögregl-
unni í Reykjavík um fok á fána-
stöngum og í Grafarvogi voru
þakplötur farnar að losna. Þá
slasaðist eigandi atvinnuhúsnæð-
is við Eyrartröð í Hafnafirði í
andliti eftir að hafa fengið í sig
þakplötu. Hugðist hann festa nið-
ur plötur sem voru farnar að
losna með fyrrgreindum afleið-
ingum. Maðurinn leitaði sér sjálf-
ur læknisaðstoðar. Lögreglan í
Hafnarfirði kallaði til björgunar-
sveitarmenn sem festu plöturnar.
Þá fuku tíu þakplötur af fjölbýlis-
húsi við Hólabraut. Höfðu iðnað-
armenn verið að vinna við þakið
fyrir helgina en skilið eftir þak-
plöturnar óvarðar. Tvær plötur
lentu í nærliggjandi bifreiðum
sem skemmdust töluvert. Segir
talsmaður lögreglunnar mildi að
engir vegfarendur voru á ferð um
þetta leyti.
Í Keflavík hafði losnað um
þakplötur á tveimur húsum. Þá
losnuðu um þakplötur á húsum á
Stokkseyri og Eyrarbakka. Unnu
björgunarsveitarmenn að því að
festa þær aftur. Á Hellu rifnuðu
tré upp með rótum í nágrenni við
Hjúkrunar- og dvalarheimilið
Lund. Svipað var uppi á teningum
á Hvolsvelli. Tré brotnaði við
Hvolsveg og lagðist yfir veginn.
Var það sagað í sundur og dregið
í burtu með bíl. Þá stóðu menn í
ströngu í Þjórsárdalnum. 160
hjólhýsi eru á þessu svæði og
fuku þar um sólhúsgögn og for-
tjöld. Sex manns voru á svæðinu í
gærdag og reyndu þeir að bjarga
því sem bjargað varð.
Þorsteinn Jónsson, veðurfræð-
ingur sagði lægðina hafa gengið
frekar hratt yfir á höfuðborgar-
svæðinu. Hann sagðist ekki sjá
neinar lægðir svipaða þessari í
nánd. Á morgun er búist við suð-
austan átt með dálítilli rigningu á
vestanverðu landinu, en annars
hægari og bjart með köflum. Á
miðvikudag verður fremur milt
veður með dálítilli rigningu suð-
austanlands. Norðanátt verður á
fimmtudag með skúrum einkum
austan til og á föstudag verður yf-
irleitt hægur vindur og bjart-
viðri. Þá er útlit fyrir suðvest-
læga átt á laugardag með vætu
einkum vestan til og hlýnandi
veður.
kolbrun@frettabladid.is
JERÚSALEM, AP Fjórir Palestínu-
menn voru skotnir til bana á Vest-
urbakkanum í gær. Ísraelski her-
inn hefur því myrt ellefu Palest-
ínumenn, þar af tvö börn og
óbreytta borgara, um helgina. Yf-
irvöld í Ísrael segjast harma at-
burðina. „Hjörtu okkar eru full af
sorg,“ sagði Shimon Perez, utan-
ríkisráðherra Ísraels, um atburð-
ina og sagði að herinn myndir
gera allt sem í hans valdi stæði til
að koma í veg fyrir að slíkt endur-
tæki sig. Ísraelar hafa áður lýst
því yfir að dauði óbreyttra borg-
ara sé óhjákvæmilegur í barátt-
unni við hryðjuverkum Palestínu-
manna.
Ellefu létu lífið á Vesturbakkanum:
Tvö börn skotin til bana
SORG
Ættingjar syrgja fórnarlömbin sem létu lífið á Vesturbakkanum um helgina.
Maður fékk þak-
plötu í andlitið
Þakplötur losnuðu og tré rifnuðu upp með rótum í óveðrinu sem gekk yfir sunnanvert landið í
gær. Björgunarsveitarmenn höfðu í nógu að snúast.
HVASSVIÐRI UM SUÐVESTANVERT LANDIÐ
Óveðrið í gær olli talsverðu tjóni og raskaði samgöngum. Flug lá niðri meginhluta dagsins, Herjólfur sigldi ekki, þak-
plötur fuku og tré rifnuðu upp með rótum.
Ökuleikni:
Margfaldir
sigurvegarar
AKSTUR Fríða Halldórsdóttir fagn-
aði sigri í kvennariðli Íslands-
mótsins í Ökuleikni um helgina.
Hún hampaði Íslandsmeistaratitl-
inum þar með þriðja árið í röð.
Sighvatur Jónsson vann í karla-
riðli. Þetta er í annað skiptið í röð
sem hann fagnar sigri í keppninni.
Bestum árangri í fræðilega þætt-
inum náði Páll Svavar Helgason
og hlaut hann farandbikar að
launum.
REYKINGAR Í NOKKRUM LÖNDUM
Land Reykja daglega
Japan 34,3%
Noregur 32,0%
Danmörk 30,5%
Ísland 22,9%
Svíþjóð 18,9%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI