Fréttablaðið - 02.09.2002, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 2. september 2002
Gaui litli 5 ára
Afmælistilboð!
5000 kr. afsláttur
af öllum námskeiðum
í september
Aðhaldsnámskeið með hjólatímum,
sérstökum æfingum byggðum á
hathajóga, öndun og teygjum.
Í boði eru morgun-, eftirmiðdags- og
kvöldtímar. Þátttakendur fá kennslugögn,
matardagbækur, vatnsbrúsa og frjálsan
aðgang að líkamsræktarstöðvum World
Class í Fellsmúla og Spönginni.
Yogaspuni
Gauja litla
Hópur fyrir fólk sem vill aðhald og
hvatningu við að breyta lífsstíl sínum.
„Vinir í víðáttu“ hittast tvisvar í viku
í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal til
fræðslu, samræðna og hreyfingar.
Upplýsingar &
tímapantanir
alla daga í síma 561 8585
í víðáttu
Vinir
HEYLIST Í AUSTURRÍKI
Sérstæð listahátíð var haldin í Abtenau í Austurríki um síðustu helgi. Þar gat meðal ann-
ars að líta þrjátíu „heyvagna“, sem voru bifreiðar af ýmsum gerðum þaktar heyi. Þar á
meðal var þessi dráttarvél.
AP
/K
ER
ST
IN
J
O
EN
SS
O
N
BARNEIGNIR Hjónakornin David og
Victoria Bekcham eignuðust
dreng í gærmorgun sem hlotið
hefur nafnið Romeo. Barnið var
tekið með keisaraskurði og heils-
ast því og móður vel. Beckham
sagði Romeo líkjast bróður sínum,
Brooklyn, sem er þriggja ára
„Romeo er nafn sem við elsk-
um,“ sagði David Beckham, sem
leikur knattspyrnu með
Manchester United. „Hann er lík-
ur Brooklyn. Er með nefið hans en
kinnarnar hennar Victoriu. Það er
alltaf erfitt að eignast börn en það
er stórkostlegasti hlutur í heimi.“
Einhverjar fréttir herma að
Victoria hafi ákveðið að fara í
keisaraskurð þar sem knatt-
spyrnudagskrá eiginmanns henn-
ar er þéttskipuð. Hjónakornin
neita því þó alfarið. „Victoria fór í
keisaraskurð að skipun lækna,“
sagði talsmaður þeirra. Söngkon-
an mun dvelja á spítalanum í
nokkra daga.
STOLTUR FAÐIR
David Beckham tilkynnti fjölmiðlum barns-
burðinn í gær.
David og Victoria eignast annan dreng:
Romeo kominn
í heiminn