Fréttablaðið - 08.10.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 08.10.2002, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 8. október 2002 Pantaðu núna. fordmondeo Keyrðu og finndu að í Ford Mondeo færðu meira af öllu. Þú upplifir að nýr Mondeo gefur þér miklu meira en þú áttir von á. Komdu og keyrðu. Vertu undir það búinn að vilja ekki láta hann frá þér. Nýr Ford Mondeo kostar frá 1.995.000 kr. Keyrðu ... og upplifðu Brimborg Reykjavík sími 515 7000 • Brimborg Akureyri sími 462 2700 • brimborg.is Opið laugardaga kl.12-16 F l u g f r a k t – g o t t f o r s k o t ! Með hraði Á tímum samkeppni byggist góður árangur æ meir á HRAÐA – að verða fyrstur á markaðinn með vörur sínar og þjónustu. Ekki síst er hraði í flutningum mikilvægur þegar um er að ræða fiskafurðir og aðra ferskvöru. Þeir framsýnu velja því flugfrakt og tryggja sér aukið forskot á markaðnum. • Við sækjum pakkann eða póstinn til þín og komum honum SAMDÆGURS til viðtakanda á helstu áfangastöðum okkar • Forgangsmeðhöndlun hraðsendinga • Frysti- og kæligeymslur á helstu áfangastöðum • Fullkomið tölvukerfi (upplýsinga- og farmbréfakerfi) • Hraðafgreiðsla með tölvupósti • Fjöldi ferða á dag Akureyri 460 7060 • Egilsstaðir 471 1210 • Ísafjörður 456 3000 Höfn 478 1250 • Reykjavík 570 3400 A B X / S ÍA 9 0 2 1 4 3 4 Hraðþjónusta – ódýrari en þig grunar Stórnotenda samningar Innbrot í Þorlákshöfn: Tölvum stolið INNBROT Innbrotsþjófur stal tveimur tölvum úr fyrirtækinu Toppnet ehf. í Þorlákshöfn á föstudagskvöld. Í tölvunum eru mikilvæg gögn fyrirtækisins sem ekki eru til afrit af. Þjófurinn komst inn í fyrirtæk- ið, sem er á annarri hæð, með því að nota stiga. Þjófurinn hafði á brott með sér turntölvu og far- tölvu. Í þeirri síðarnefndu voru mikilvæg gögn. Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem luma á upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir að- faranótt föstudagsins að hafa samband.  REKIN ÚT VEGNA HÖRUNDSLITAR Túlkurinn Mary Philip, lengst til vinstri, var beðin um að yfirgefa ráðstefnuna vegna þess að hún væri eingöngu ætluð hör- undsdökkum. Félagar hennar yfirgáfu þá einnig ráðstefnusalinn. Ráðstefna um kynþáttahatur: Landtakan í Simbabve sögð lofs- verð BRIDGETOWN, AP Alþjóðlegri ráð- stefnu um kynþáttastefnu lauk á Barbados á sunnudag með því að stuðningi var lýst yfir við land- tökustefnu stjórnvalda í Simbabve. Í henni felst að jarðir hvítra landeigenda eru gerðar upptækar. Einnig voru sam- þykktar kröfur um að Afríkuríki veiti afkomendum Afríkumanna í Bandaríkjunum og víðar um heim rétt til þess að gerast ríkis- borgarar í landi forfeðra sinna. Þátttakendur á ráðstefnunni voru 550 talsins. Á ráðstefnunni var meðal annars fjallað um bæt- ur til afkomenda þræla og refsi- aðgerðir gegn ríkjum sem stund- uðu þrælahald.  AP/C H R IS B R AN D IS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.