Fréttablaðið - 08.10.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 08.10.2002, Blaðsíða 14
Ný breiðskífa með áður óút-gefnum lögum Aaliyuh er væntanleg í næsta mánuði. Plat- an hefur ekki hlotið nafn ennþá en á henni verður að finna þau lög sem stúlkan var að vinna að um það leiti sem hún dó. Einnig verða vinsæl lög hennar end- urunnin fyrir útgáfuna. Madonna segir að henni hafiliðið eins og hreinni mey þegar hún var að taka upp ástar- atriðin fyrir nýj- ustu mynd sína „Swept away“. Hún segir að það hafi verið afar undarlegt að taka upp ástaratriði með leikaranum Adriano Giannini með eiginmann- inn Guy Ritchi í leikstjórastóln- um. Verslunarkeðja í Suður Afríkuhefur skipað öllum búðum sínum að fjarlægja tímarit af hillum sínum þar sem popp- prinsessan Kylie Minouge sést á nærbuxunum og kúrekastígvélum einum klæða. Til þessa ráðs var tekið eftir að einn kúnni kvartaði sáran yfir tímaritinu. Ekki fylgir sögunni hvort að kúnninn var kvenkyns eða karlkyns. Tveggja ára dóttir leikarannaSadie Frost og Jude Law þurfti á læknishjálp að halda eftir að hún gleypti hluta af helsælu töflu. Frost var með dóttur sína í barnateiti í Soho hverfi London þegar hún fann pilluna á gólfinu og setti hana upp í sig. Frost náði að losa hluta töflunnar úr munni hennar og fór svo með hana beint á spítala til að láta pumpa úr maga hennar hinum hlutanum. Einnig var tekið heilarit af henni. Frost og Law eignuðust þriðja barn sitt fyrir skömmu síðan. Law var tilkynnt um tíðindin í gegnum síma þar sem hann er í Bandaríkj- unum við kvikmyndatökur. Réttarhöldum leikkonunnarWinonu Ryder hefur verið frestað um eina viku. Þau áttu að byrja í dag en byrja nú ekki fyrr en þriðjudaginn 15. október. Þá verður kviðdómur valinn. Ryder neitar því algerlega að hafa ætlað að stela fötum fyrir rúmar 406 þúsund krónur. Öryggisvörður búðarinnar segist þó meðal ann- ars hafa séð til hennar nota skæri til þess að klippa þjófavarnir af fötum. Ryder er líka ásökuð um að hafa lyfseðilsskylt lyf í fórum sér. Ef hún verður sakfelld fyrir allar ákærurnar gæti hún átt yfir höfði sér þriggja ára fangelsis- vist. 14 8. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6 PÉTUR OG KÖTTURINN 2 kl. 4 K19 kl. 8 og 10.50 XXX kl. 5.15, 8 og 10.40 Sýnd kl. 5, 8 og 10.50 Sýnd kl. 5, 8 og 10.50 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 kl. 6, 8 og 10FÁLKAR kl. 6MAÐUR EINS OG ÉG kl. 8 SIGNS THE BOURNE IDENTITY 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 LILO OG STITCH kl. 4 VIT430 LILO OG STITCH m/ísl. tali 3.45 og 6 VIT429 SIGNS kl. 8 og 10.10 VIT427 HAFIÐ kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 VIT433 MAX KLEEBLE´S... 4 og 6 VIT441 BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.30 VIT427 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 VIT 435 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 444 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 VIT 445 FRÉTTIR AF FÓLKI TÓNLIST Í næstu viku verður tón- listaráhugamönnum, innlendum sem erlendum, boðið upp á þver- skurð þess sem er að gerast í ís- lensku tónlistarlífi þessa dag- ana. Það er sem fyrr afar blóm- legt og um algjört offramboð af gæðatónlist að ræða. Hver og einn verður því að nota forvitni sína sem leiðarvísi á fimmtu- dags- og föstudagskvöldinu. Þá leika fjölmargar af athyglis- verðari íslensku sveitunum á helstu tónleikstöðum bæjarins. Á laugardeginum verða hins vegar aðal tónleikar hátíðarinn- ar í Laugardalshöll. Þar munu íslensku sveitirnar Apparat Organ Quartett og gusgus hita upp fyrir Blackalicous og The Hives. Darren Emerson, fyrrum Underworld-liðsmaður, og Fat- boy Slim þeyta skífum á milli at- riða. Hljómsveitin The Hives var búin að vera úti á kantinum í heimalandi sínu Sviðþjóð í átta ár áður en hún hlaut heimsat- hygli. Það var ekki fyrr en með hráum gaddavírsrokksveitum á borð við The Strokes og The White Stripes að tónar The Hi- ves þóttu við hæfi. Sveitin var stofnuð í smá- bænum Fagersta í Svíþjóð árið 1993. Liðsmenn halda því fram í viðtölum að þeir hafi allir fengið bréf undirritað af manni að nafni Randy Fitzsimmons sem enginn þeirra kannaðist við. Öll- um var þeim skipað að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma með það að leiðarljósi að þeir væru að fara að hitta framtíðar hljómsveitarliðsmenn sína. Þeir tóku snemma upp þá reglu að koma einungis fram klæddir svörtum eða hvítum jakkafötum. Fyrsta þröngskífan þeirra „Oh Lord! When? How?“ kom út 1995. Fyrsta breiðskífa þeirra „Barely Legal“ kom tveimur árum síðar. Það var ekki fyrr en sveitin gaf út aðra breiðskífu sína „Veni, Vidi, Vicious“ sem þeir komu, sáu og sigruðu eins og tit- ilinn gefur til kynna. Þaðan eru lögin „Hate to Say I Told you so“ og „Main Offender“ sem ís- lenskir rokkáhugamenn ættu að vera byrjaðir að kannast við. Platan hefur aukið hróður þeir- ra og eru þeir orðnir þekkt nafn báðum megin við Atlantshafið. Miðaverð á risatónleikanna í Höllinni er 5.500 kr. Hinir at- burðirnir, 20 tónleikar með rúm- lega 70 hljómsveitum og 4 klúbbakvöld, fylgja með í kaup- bæti. 18 ára aldurstakmark er á alla dagskráliði. Miðar fást í verslunum Tals. Dagskrána er hægt að finna á www.icelanda- irwaves.com. biggi@frettabladid.is Styttist í Airwaves Airwaves tónleikahátíðin er handan við hornið. Aðaltónleikar hátíð- arinnar verða í Laugardalshöll 19. október. Þar koma fram The Hi- ves, Apparat Organ Quartett, gusgus, Blackalicous, Darren Emer- son og Fatboy Slim sem ætlar að snúa skífum. THE HIVES Sérkennilegir sérfræðingar frá Svíþjóð. The Hives ættu að koma flestum gestum Airwa- veshátíðarinnar í gott skap. kl. 10.10 FILMUNDUR BATTLE ROYALE KVIKMYNDIR Íþessari útsmognu spennumynder fjallað um leynilögreglu- mann frá L.A., Al Pacino, sem tekst á hendur ferð til smábæjar í Alaska að leysa þar morðgátu. Hann er varla fyrr komin á svæð- ið heldur en málin fara að þróast með allt öðrum hætti en hann og áhorfendur búast við og í ofaná- lag liggur maðurinn andvaka all- ar nætur óvanur hinum björtu nóttum norðurhjarans. Handritið er frumlegt og sögusviðið óvenju- legt, leikstjórnin kraftmikil og frammistaða leikaranna prýðileg. Fyrir utan morðgátuna snýst þessi mynd um heimspekilegar vangaveltur um hvort góður til- gangur geti réttlætt að gripið sé til óvandaðra meðala og þá ör- þunnu blæju sem aðskilur rétt frá röngu. Allt er þetta með listum gert. Stórleikarnir Al Pacino og Robin Williams reika um á barmi ofleiks en tekst þó að tempra sig og halda sig réttum megin við strikið. Leikstjórinn Christopher Nolan sem gerði síðast hina eftirminni- legu „Memento“ (Mundu) vinnur á mjög hugkvæman hátt með hljóð og myndir og stendur bæði undir væntingum áhorfenda og fjárfestanna (George Clooney og Stephen Soderbergh) og ávaxtar vel sitt pund (og þeirra). Þráinn Bertelsson INSOMIA (ANDVAKA): Leikstjóri: Christopher Nolan Handrit: Nikolaj Frobenius, Hillary Seitz Aðahlutverk: Al Pacino, Robin Williams. Morð og bjartar nætur Um 500 ljós-myndir af Bítlunum, sem aldrei hafa komist fyrir sjónir al- mennings, fundust í skjalahirslu Dundee háskólans. Svo vildi til að þær fundust sama dag og 40 ár voru liðin frá fyrstu smáskífu útgáfu Bítlanna. Mynd- irnar sem voru öllum gleymdar eru frá sjöunda áratugnum og voru flestar teknar við tökur myndar- innar „Help“. Myndirnar voru teknar af ungverskum ljósmyndara að nafni Michael Peto. Kvikmyndin „Red Dragon“ semer þriðja mynd Anthony Hop- kins í hlutverki mannætunnar Hannibal Lecter skaust beint á topp bandaríska bíóaðsóknarlist- ans eftir fyrstu sýningarhelgina. Myndin er gerð eftir fyrstu bók- inni sem Thomas Harris skrifaði um Lecter og gerist sagan á und- an atburðum „Silence of the Lambs“. FÓTBOLTASPIL Lengd 120. Breidd 60. Hæð 80. Þyngd 23 kg. Kemur ósamsett. Góðar leiðbeiningrar. Stórkostlegur leikur fyrir alla fjölskylduna S. V. Sverrisson Suðurlandsbraut 10 (2h) - Rvk. sími: 568 3920 - 897 1715 Verð 29 .900.-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.