Fréttablaðið - 01.11.2002, Síða 1
Me›
ástinni
flinni
-það er kaffið!í Effelturninum?
Taktu þátt í Gevalialeiknum.
Klipptu út þrjú strikamerki og
sendu með póstkorti sem þú
færð í næstu verslun.
bls. 15
FLÓTTAMAÐUR
Ég er
að deyja
bls. 4
FÖSTUDAGUR
216. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 1. nóvember 2002
Tónlist 16
Leikhús 16
Myndlist 16
Bíó 14
Íþróttir 10
Sjónvarp 20
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
Bókmennta-
verðlaun Tómasar
VERÐLAUN Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri Reykjavíkur af-
hendir Bókmenntaverðlaun Tómas-
ar Guðmundssonar fyrir árið 2002
klukkan 17 í Höfða. Soffía Auður
Birgisdóttir, formaður dómnefndar,
gerir grein fyrir niðurstöðu nefnd-
arinnar. Verðlaunin, sem eru veitt
annað hvort ár eru nú afhent í
fimmta sinn. Alls bárust 51 handrit
í samkeppnina; skáldsögur, smásög-
ur, leikrit og ljóð.
Hvað kostar ruslið?
RÁÐSTEFNA Haustráðstefna Fagráðs
um endurnýtingu og úrgang,
FENÚR, hefst klukkan 12.30 í Sess-
eljuhúsi, Sólheimum í Grímsnesi.
Yfirskrift ráðstefnunnar er „Hvað
kostar ruslið?“ Flutt verða fjöl-
mörg áhugaverð erindi m.a. um
mismunandi kostnað og gjöld milli
sveitarfélaga og aukna nýtingu á
sjávarfangi.
ÍR mætir Njarðvík
KÖRFUBOLTI Tveir leikir fara fram í
Intersport-deildinni í kvöld. ÍR
mætir Njarðvík í Seljaskóla og
Grindavík sækir Skallagrím heim.
MENNING
Hafið með
flestar tilnefningar
Málningar
dagar
20-40%
afsláttur
RÓM, AP Um það bil fimmtíu börn
lokuðust inni í leikskóla þegar þak
hans hrundi í jarðskjálfta á Ítalíu
um hádegisbilið í gær. Þegar
Fréttablaðið fór í prentun seint í
gærkvöld voru fjögur barnanna
og tveir fullorðnir látin. Átta af
tuttugu börnum, sem búið var að
bjarga út síðdegis, voru lífshættu-
lega slösuð.
Jarðskjálftinn mældist 5,4 stig
á Richterkvarða. Upptök hans
voru í borginni Campobasso, sem
er um það bil 80 km norður af
Napolí. Leikskólinn er í þorpinu
San Giuliano di Puglia, sem er
skammt utan við Campobasso.
„Þetta var gífurleg sprenging,“
sagði Giuseppe Moffa, embættis-
maður í Campobasso.
Fréttir bárust seint frá jarð-
skjálftasvæðinu í gær vegna þess
að símalínur urðu óvirkar. Að
minnsta kosti tveir eftirskjálftar
urðu í gær. Annar mældist 2,9
stig, hinn 3,7.
Á Sikiley varð einnig jarð-
skjálfti sem mældist 3,7 stig á
Richterkvarða. Nokkrir jarð-
skjálftar hafa orðið á eyjunni eft-
ir að eldgos hófst í eldfjallinu
Etnu á sunnudaginn.
Árið 1980 fórust 2.570 manns í
Napolí og nágrenni þegar öflugur
jarðskjálfti varð þar. Þá misstu 30
þúsund manns heimili sitt.
Jarðskjálfti á Ítalíu:
Þak hrundi ofan á leikskólabörn
BARNI BJARGAÐ ÚR RÚSTUNUM
Ítalskur lögreglumaður bjargar ungri stúlku úr leikskólanum, þar sem fimmtíu börn urðu innlyksa eftir að þakið hrundi í jarðskjálfta.
ÁRNI M. MATHIESEN
Lætur hart mæta hörðu.
Loðnusamningurinn við
Noreg og Grænland:
Uppsögn
óumflýjanleg
SJÁVARÚTVEGUR „Þetta var algjör-
lega óumflýjanlegt. Norðmenn
sögðu upp samkomulagi um veiðar
úr Norsk-Íslenska síldarstofnin-
um, þetta eru hvoru tveggja
flökkustofnar og svipaðir hlutir
lagðir til grundvallar í samningum
um skiptingu aflaheimilda,“ sagði
Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra.
Íslensk stjórnvöld hafa sagt upp
samningi milli Íslands, Grænlands
og Noregs um loðnustofninn á haf-
svæðinu milli Grænlands, Íslands
og Jan Mayen sem gerður var
1998. Uppsögnin kemur til fram-
kvæmda 1. maí 2003 en hún tengist
kröfu Norðmanna um að fá aukinn
hlut aflaheimilda úr norsk-íslenska
síldarstofninum. Norsk stjórnvöld
hafa ekki verið reiðubúin að semja
um Norsk-Íslensku síldina á sömu
forsendum og á undanförnum
árum, heldur krafist þess að fá
70% aflaheimilda í sinn hlut.
„Það er algjörlega óviðunandi
að Norðmenn fái að veiða hér loðnu
á sama tíma og þeir hafa frítt spil
þegar kemur að Norsk-Íslensku
síldinni.“
Náist ekki samningar um stjórn
veiða úr norsk-íslenska síldar-
stofninum fyrir árið 2003 telja ís-
lensk stjórnvöld óhjákvæmilegt að
taka aðra fiskveiðisamninga milli
landanna til endurskoðunar.
-
REYKJAVÍK Austlæg átt, 3-8
m/s og rigning með köflum.
Hiti 3-7 stig.
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 5-13 Skýjað 0
Akureyri 10-15 Skýjað 6
Egilsstaðir 10-15 Skýjað 6
Vestmannaeyjar 15-20 Léttskýjað 6
+
-
+
VEÐRIÐ Í DAG
➜
➜
➜➜
HEILSUGÆSLA Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra ætlar ekki að láta
undan þrýstingi heilsugæslu-
lækna í rétttindabaráttu þeirra.
Hann sagði á Alþingi í gær að ver-
ið væri að skipuleggja
neyðarþjónustu á Suður-
nesjum til að mæta þeim
vanda þegar læknarnir
hverfa úr störfum sínum.
„Við munum efla hjúkrun-
arvaktir og gera okkar
ítrasta til að fá lækna til
starfa í stað þeirra sem
hætta, En það er einlæg
von mín að heilsugæslu-
læknar taki aftur uppsagn-
ir sínar.“ sagði ráðherra
Guðmundur Árni Stef-
ánsson þingmaður Samfylkingar-
innar sagði í framsöguræðu sinni í
umræðum utan dagskrár á Al-
þingi í gær að heilsugæslan í land-
inu væri í kreppu. Engan tíma
mætti missa til að snúa blaðinu
við og ná sátt við hlutaðeigandi að-
ila og leysa þann vanda sem steðj-
aði að heilsugæslunni í landinu.
Síðar í umræðunum sagði Guð-
mundur að ef ekkert væri að
gert þá muni einkarekstur
stóraukast. „Það mun ekki
kalla á útgjöld ráðuneytisins
heldur er það fólkið í land-
inu sem þarf að borga brús-
ann.,“
Margrét Frímannsdóttir
samflokksmaður Guðmund-
ar Árna tók undir og benti á
að heilsugæslan væri tví-
skipt. Það gengi ekki að slá
hausnum við steininn og
halda því fram að svo væri
ekki. „Það þýðir ekki annað en
horfast í augu við þann veruleika
sem við búum við. Það er löngu
orðið tímabært að við horfumst í
augu við það. Ef við gerum það
ekki verður þessi deila aldrei
leyst og það bitnar fyrst og fremst
á sjúklingunum sem eiga rétt á
grunnþjónustu án tillits til efna-
hags.“
Heilbrigðisráðherra sagðist
vera búinn að gera allt sem í hans
valdi stæði til að leysa vandann.
„Á fjölmörgum fundum sem ég
hef setið með heilsugæslulæknum
hafa þeir sett þá einu kröfu fram
að fá að opna einkastofur og senda
reikninginn til Tryggingastofnun-
ar. Ég hef hafnað því en boðið
uppá marga möguleika undir hatti
heilsugæslunnar til að varðveita
heilsugæsluhugsunina. Ráðherra
nefnir einnig að til tals hafi komið
að einhverjar breytingar gætu
orðið með nýjum heilbrigðislög-
um sem eru í undirbúningi. Lækn-
ar geti komið sínum viðhorfum að
við undirbúning laganna.
bergljot@frettabladid.is
Ráðherra ætlar
ekki að gefa eftir
Heilbrigðisráherra ætlar ekki að gefa eftir kröfu heilsugæslulækna
um að fá að opna stofur. Skipulögð hefur verið neyðarþjónusta á
Suðurnesjum til að mæta brýnasta vandanum þegar læknarnir hætta.
„Það mun
ekki kalla á
útgjöld ráðu-
neytisins held-
ur skjólstæð-
inganna sem
er fólkið í
landinu. Það
þarf að borga
brúsann.
AP
M
YN
D
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
september 2002
24%
D
V
80.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
föstudögum?
62%
69%