Fréttablaðið - 01.11.2002, Page 2
LÍÚ „Ég tel að auka þurfi nú þegar
þorskveiðiheimildir aflamarks-
skipa um 11 þúsund tonn. Ennfrem-
ur tel ég að auka þurfi aflaheimild-
ir ufsa, skarkola og sandkola,“
sagði Kristján Ragnarsson, formað-
ur Landssamband íslenskra útvegs-
manna við setningu 63. aðalfundar
LÍÚ.
Hann sagði að það hefði verið
rangt og ósanngjarnt að skerða
þorskveiðiheimildir til aflamarks-
skipa um 11.000 lestir á þessu fisk-
veiðiári og því bæri nauðsyn til að
auka heimildirnar nú þegar. Krist-
ján sagðist telja nauðsynlegt að
auka aflaheimildir í fjórum tegund-
um um samtals 25 þúsund tonn.
Auk 11 þúsund tonna aukningar í
þorski sagðist hann telja einsýnt að
auka þyrfti veiðiheimildir í ufsa um
10 þúsund tonn eða í 47 þúsund á
þessu fiskveiðiári. Þá væri brýnt að
auka heimildir í skar- og sandkola.
„Minnkun veiðiheimilda í skar-
kola um meira en tvo þriðju fyrir
örfáum árum hefur komið illa við
þær útgerðir sem byggja afkomu
sína á þessum veiðum. Þá hefur hún
valdið erfiðleikum vegna óumflýj-
anlegs meðafla skarkola,“ sagði
Kristján og bætti við að rétt væri
að auka veiðiheimildir um 2.000
lestir í hvorri tegund, eða í 7.000
lestir af skarkola og 6.000 lestir af
sandkola. Brýnt væri að taka
ákvörðun um þetta fljótlega.
2 1. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR
Lögreglan taldi
svikin ómerkileg
Eigandi Fasteignasölunnar Holts boðaður í yfirheyrslu 9 mánuðum eft-
ir að kæra barst. Lögreglan telur þetta ekki óeðlileg vinnubrögð.
Einkavæðingarnefnd:
Enginn úr-
slitadagur
BANKASALAN Skarphéðin Steinars-
son starfmaður Einkavæðingar-
nefndar segir ekki um það að ræða
að menn hafi átt að skila inn tilboð-
um í Búnaðarbankann í gær. „Þetta
er söluferli sem heldur áfram.
Menn eru að skiptast á upplýsing-
um og frestur til að skila ákveðn-
um upplýsingum var miðaður við
fimmtudaginn.“
Skarphéðinn segir þær upplýs-
ingar ekki marka nein sérstök
tímamót í ferlinu. Öll tímamót í
ferlinu verði tilkynnt nú sem áður
í gegnum Kauphöll Íslands. Hann
segist ekki eiga von á öðru en að
bæði Kaldbakur og S-hópurinn
muni halda áfram að ræða við
nefndina.
Ráðgjafakostnaður:
Jókst um
helming
STJÓRNVÖLD Kostnaður ráðuneyta
og undirstofnana þeirra vegna að-
keyptrar ráðgjafarþjónustu fór úr
tveimur milljörðum króna árið
1999 í nær þrjá milljarða króna á
síðasta ári.
Á þessum þremur árum hefur
verið keypt ráðgjafarþjónusta
fyrir 7,5 milljarða króna. Kostn-
aðinum er misskipt milli ráðu-
neyta, þrjú þeirra keyptu ráðgjaf-
arþjónustu fyrir milljarð eða
meira. Samgönguráðuneytið og
stofnanir þess vörðu 1,5 milljörð-
um í kaup á ráðgjafarþjónustu,
menntamálaráðuneytið 1,3
milljörðum og heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytið milljarði.
MOSKVA, AP Rússneskir embættis-
menn kynntu í gær upplýsingar
frá leyniþjónustunni, sem þeir
sögðu sanna aðild æðstu leiðtoga
téténskra aðskilnaðarsinna að
gíslatökunni í Moskvu. Þeir full-
yrtu að Aslan Maskhadov, for-
seti stjórnar aðskilnaðarsinna í
Téténíu, hafi sjálfur gefið skip-
un um gíslatökuna.
Stjórnvöld í Moskvu segja
ekki rétt að gera þann greinar-
mun á téténskum aðskilnaðar-
sinnum, að einungis sumir þeir-
ra stundi hryðjuverk en aðrir
séu alfarið á móti slíkum aðferð-
um.
Sergei Yastrzhembsky, full-
trúi ríkisstjórnarinnar í Moskvu,
sagði þessar sannanir gegn
Maskhadov gera það að verkum
að útilokað væri að eiga samn-
ingaviðræður við Téténa.
„Nefnið mér einn leiðtoga
Téténa sem við gætum sest að
samningaborði með. Ég veit ekki
um neinn slíkan,“ sagði hann.
Í gær lágu 184 fyrrverandi
gíslar enn á sjúkrahúsi í Moskvu.
Átta þeirra eru enn í lífshættu.
Þar hafa þeir legið frá því rúss-
neskir hermenn yfirbuguðu á
laugardag téténsku skæruliðana,
sem tóku um 800 manns í gísl-
ingu í leikhúsi í síðustu viku.
Fjársvik fasteignasalans
á Holti:
Reyndi
mútur
LÖGREGLUMÁL Eigandi Fasteigna-
sölunnar Holts í Kópavogi reyndi
að múta Þresti Valdimarssyni
byggingaverktaka eftir að Þröst-
ur kærði eigandinn fyrir að hafa
falsað undirskrift Þrastar á fast-
eignaveðbréf upp á 4,5 milljón
króna.
„Hann nefndi enga upphæð
enda hafnaði ég þessu strax,“ seg-
ir Þröstur. „Hann vildi að ég léti
málið falla niður, sagði að þetta
væri allt misskilningur, en ég
sagði að ef þetta væri misskiln-
ingur myndi málið falla niður
sjálfkrafa eftir rannsókn.“
KRISTJÁN RAGNARSSON
Lætur af störfum hjá LÍÚ á næsta ári. Hef-
ur eytt allri sinni starfsævi hjá sambandinu
og gegnt formennsku í rúm 30 ár.
Kristján Ragnarsson
formaður LÍÚ:
Eitt ár til en
svo hætti ég
LÍÚ „Ég hef nú starfað hjá samtök-
um útvegsmanna í nær 45 ár, frá
19 ára aldri, eða alla mína starfs-
ævi,“ sagði Kristján Ragnarsson á
aðalfundi LÍÚ í gær.
,,Sumir ykkar og aðallega for-
verar ykkar tókuð upp á því fyrir
32 árum á aðalfundi, sem þá var
haldinn í Vestmannaeyjum, að
kjósa mig formann samtaka ykk-
ar. Ég hef tekið þá ákvörðun að
leita nú í síðasta sinn eftir endur-
kjöri.“
Kristján Ragnarsson vill auka þorskkvótann:
Vill 11 þúsund
tonna aukningu
Hlýnar á næstunni:
14 stiga frost
á Mývatni
VEÐUR Andkalt hefur verið í höf-
uðborginni undanfarna daga en
þó ekkert í líkingu við kuldann á
Mývatni.
Þar mældist 14 stiga frost
um miðjan dag í gær. Veður-
fræðingar spá því að nú fari
veður hægt hlýnandi með suð-
austan - og austanáttum sem
ættu að geta skilað til okkar 8 -
10 stiga heitu lofti á næstu dög-
um.
Síðar í dag er gert ráð fyrir
slyddu sem smám saman breyt-
ist í rigningu eftir því sem loft
hlýnar.
Það væri að sjálfsögðu söknuður að Orku-
veitunni en ég er ekki svartsýnn fyrir hönd
Landsvirkjunar á að Kárahnjúkavirkjun
gangi upp. Ég sé ekki að til þess komi að
Reykjavíkurborg þurfi að axla þessa ábyrgð
með sölu á Orkuveitunni.
Alfreð Þorsteinsson er formaður Orkuveitunnar.
Borgarlögmaður segir að ef allt færi á versta veg
með Kárahnjúkavirkjun væri helst að sala Orkuveit-
arinnar skilaði fé til að greiða ábyrgðir borgarinnar.
ÚTLITIÐ SKIPTIR MÁLI
Lögreglan í Moskvu hefur beint athygli sinni að Téténum og öðru fólki frá Kákasushéröð-
unum, sem oftast er frekar dökkt yfirlitum. Fólk er stöðvað á götu úti eða má eiga von á
heimsókn frá lögreglunni, jafnvel þótt ekki sé vitað um nein tengsl viðkomandi við gísla-
tökuna í síðustu viku.
Rússar segja alla Téténa stunda hryðjuverk:
Viðræður koma ekki til greina
SPURNING DAGSINS
Væri ekki söknuður að OR?
FRÁ 63.AÐALFUNDI LÍÚ
Kristján Ragnarsson telur hann brýnt að
auka þorskkvótann um 11 þúsund tonn.
LÖGREGLUMÁL Eigandi Fasteigna-
sölunnar Holts var boðaður í yf-
irheyrslu hjá lögreglunni í Kópa-
vogi 9 mánuðum eftir að Þröstur
Valdimarsson byggingaverktaki
hafði kært hann fyrir skjalafals
og umboðssvik. Eigandinn hefur
nú játað um 80 milljóna króna
fjárdrátt. Þröstur gagnrýnir
vinnubrögð lögreglunnar, en
Friðrik Björgvinsson, yfirlög-
regluþjónn í Kópavogi, segir að
framgangur rannsóknarinnar
hafi ekki verið óeðlilegur.
„Mikilvægi þessa máls var
ekki talið það stórt að það þyrfti
einhverja flýtimeðferð,“ segir
Friðrik. „Það berst mikið af mál-
um til lögreglu, fleiri en svo að
við getum sinnt þeim öllum jafn-
óðum. Öll mál eru hins vegar
skoðuð strax í upphafi, metin og
flokkuð og það var gert við þetta
mál.“
Þröstur segist hafa komist að
fölsuninni hálfum mánuði eftir
að eigandinn hafi tekið pening-
ana til eigin nota. Hann hafi ít-
rekað kvartað til fasteignasöl-
unnar og þess vegna fengið pen-
ingana greidda fyrir rest.
Þröstur segist hafa kært mál-
ið til lögreglunnar í Hafnarfirði
30. janúar. Hún hafi hins vegar
reynst vanhæf til að fást við mál-
ið vegna venslatengsla við fast-
eignasalann. Málinu hafi því ver-
ið vísað til lögreglunnar í Kópa-
vogi. Þar hafi það hins vegar
dagað uppi. Þrátt fyrir að hafa ít-
rekað grennslast fyrir um gang
málsins hafi ekkert gerst. Þröst-
ur segir að það hafi ekki verið
fyrr en að hann sendi kvörtun til
dómsmálaráðuneytisins um mál-
ið í byrjun október að lögreglan
hafi tekið á því.
„Mér finnst það forkastanlegt
að maðurinn skyldi hafa fengið að
starfa alveg óhindrað allt þetta ár
og féflett menn,“ segir Þröstur.
„Þetta var borðliggjandi skjala-
fölsun og umboðssvik en samt var
ekkert gert.“
Friðrik segir að lögreglan for-
gangsraði málum eftir mikilvægi
þeirra. Brot gegn lífi og líkama fá
flýtimeðferð, kynferðisbrot, sem
og brot gegn börnum og ung-
mennum. Þá fái mál, þar sem
brýnir hagsmunir séu í veði,
einnig flýtimeðferð. Lögreglan
hafi ekki talið svo vera í þessu til-
viki. Þeir fjármunir sem kærandi
hafi átt að fá vegna sölu fasteigna-
veðbréfa hafi skilað sér til hans
áður en kæran hafi verið lögð
fram.
Aðspurður segir Friðrik að
málið hafi verið rannsakað, en
neitar því að það hafi fyrst verið
gert eftir að kærandinn hafi
kvartað til dómsmálaráðuneytis-
ins. Eigandi fasteignasölunnar
hafi verið boðaður í yfirheyrslu í
síðustu viku, en hann hafi ekki
sinnt því boði.
Málið er nú í höndum efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra.
trausti@frettabladid.is
KÆRÐI FYRIR 9 MÁNUÐUM
Þröstur Valdimarsson byggingaverktaki segir með ólíkindum að eigandi Fasteignasölunnar
Holts hafi fengið að starfa óhindrað allt þetta ár og féflett menn.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/B
ILLI
AP/ALEXEI SA
ZO
N
O
V