Fréttablaðið - 01.11.2002, Side 8

Fréttablaðið - 01.11.2002, Side 8
8 1. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Vanvirðing forsætisráð- herra Elín Birna Árnadóttir skrifar: Forsætisráðherra þykir mér núheldur betur hafa skotið undir beltisstað, með þeim orðum sín- um að „fólk sé alltaf til í að hlau- pa eftir ókeypis mat, fatnaði o.fl.“ samanber þeim fjölda sem leiti til mæðrastyrksnefndar eft- ir aðstoð. Finnst mér að með ummælum þessum sé Davíð einungis að benda fólki á hversu illa að sér hann er hvað varðar hag þeirra sem þurfa á hjálp eða aðstoð að halda. Hann hefur örugglega ekki þurft að lifa á lágmarksbót- um eða við sult og seyru sá sem viðhefur slík orð. Nei, sjaldan launar kálfurinn ofeldið. Mörgum eru það þung skref að þurfa að leita á náðir hjálpar- aðila eins og mæðrastyrksnefnd- ar og gera það ekki fyrr en öll önnur von er úti. Ætti „hæstvirt- ur ráðherra“ að gera sér grein fyrir því og sýna frekar í orði og á borði virðingu fyrir meðborg- urum sínum og því fólki sem að hjálparstörfum starfa. Hann ætti kannski að taka til í eigin ranni ef hann hefur ekki þegar gert það og færa þeim sem á þurfa að halda, eins og við mörg höfum gert. Það er ekkert sældarlíf að lifa t.d. á örorkubótum einum saman, þurfa að borga húsaleigu, síma, rafmagn, „RÚV,“ þurfa að nota dýr lyf og eiga fyrir öðrum út- gjöldum, sem til falla. Ég þekki til þessara aðstæðna hjá fólki, þó ég sé svo lánsöm að vera betur sett.  Samfélag manna er endalaus bar-átta um völd; völd yfir sögunni; völd yfir tungumálinu, skilgreining- unum og hugtökun- um; völd yfir um- ræðunni. Þetta eru gömul sannindi og almælt. Samt er fá- títt að okkur séu kynnt mál út frá þessum forsendum. Það var því frísk- andi að lesa hjá Guðmundi Sesari Magnússyni, föður stúlku sem hafði leiðst út í notkun fíkniefna, að hann taldi ógnina af eiturlyfjasölum fyrst og fremst huglæga. Að við gæfum fautunum vald með ótta okkar. Auðvitað er þetta rétt hjá Guð- mundi Sesari. Yfirgangur eitur- lyfjasala er staðreynd. Það er hins vegar í okkar valdi hvort við látum hann yfir okkur ganga. Þetta er ekki aðeins skoðun Guðmundar Sesars heldur margsönnuð sannindi; bæði studd reynslu kynslóðanna og alls- kyns könnunum úr ýmsum fræði- greinum. Fólk mótar samfélag – ekki síður en samfélag mótar fólk. Nú er ekki ljóst hvort Guðmundi Sesari tekst að hrekja aftur þá sterku stöðu sem ofbeldismennirnir hafa náð – meðal annars með dyggri aðstoð fjölmiðla. Það er barátta um völd yfir skilgreiningum og afstöðu. Önnur slík glíma er á milli heil- brigðis- og félaglega kerfisins ann- ars vegar og svokallaðra sértrúar- safnaða hins vegar. Þar er glímt um smæstu bræður Jesú; fólk sem er veikt á geði, umkomulaust eða ein- manna. Söfnuðirnir eru sakaðir um að hafa þetta fólk að féþúfu; hirða tíund af takmarkaðri innkomu þess. Fyrir nokkrum árum flutti ég messugagnrýni í Ríkisútvarpinu. Ég fór þá á milli kirkna og hlýddi á messur. Mér er minnisstæð lífleg messa í Fíladelfíu. Þar voru fleiri smáir bræður Jesú en í öðrum kirkjum. Og sá að söfnuðurinn gaf þessu fólki samfélag sem það fann ekki annars staðar; samkennd, hlýju og tilfinninguna að tilheyra. Og ekki nóg með það; þarna fengu smæstu bræður Jesú að heyra að sjálfur drottinn allsherjar elskaði þá af öllu hjarta sínu. Ég vann á Kleppsspítala fyrir tuttugu árum og þekkti marga sjúk- linga þaðan á kirkjubekkjunum. Ég get vitnað um að Kleppur gat ekki veitt þessu fólki neytt viðlíka og Fíladelfía. Á Kleppi fékk fólkið vissulega lyf og hjúkrun en lítið þar umfram. Það er svo ótal margt sem skjólstæðingar heilbrigðis- og fé- lagslega kerfisins þarfnast sem þessi kerfi geta ekki veitt þeim. Og þó þessi kerfi séu skjólstæðingum sínum mikilvæg mega þau ekki láta sem þau hafi algjört vald og um- ráðarétt yfir þeim.  „Sértrúarsöfn- uðirnir eru sak- aðir um að hafa þetta fólk að féþúfu; hirða tíund af takmarkaðri innkomu þess.“ Glímt um yfirráð yfir smæstu bræðrum Jesú skrifar um glímu sértrúarsafnaða og heilbrigðiskerfisins um smæstu bræður Jesú. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ÁRSFUNDUR „Samtök atvinnulífsins hafa ekki verið tilbúin að standa við eitt prósent í viðbótarlífeyris- sparnað gagnvart sjómönnum. Það mál er nú fyrir Félagsdómi. Síðan hefur hvorki gengið eða rekið í viðræðum við fjármálaráð- herra um jöfnun réttinda okkar fólks sem starfar hjá ríkinu við réttindi annarra ríkisstarfs- manna. Það verður að koma í ljós á næstu mánuðum hvort ráðherr- ann sér að sér eða hvort við verð- um að beita samtakamættinum við endurnýjun kjarasamninga að ári,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ á ársfundi sambands- ins í gær. Hann vísaði til samkomulags sem gert var við stjórnvöld í des- ember síðastliðnum og gaf í skyn að gripið yrði til verkfalls á næsta ári, standi fjármálaráð- herra ekki við sitt. Velferðarmálin, framtíð vel- ferðarkerfisins og Evrópusam- vinnan eru helstu umfjöllunarefni ársfundar ASÍ. Forseti ASÍ sagði Evrópumál gjarnan sett í mjög þröngt samhengi í opinberri um- ræðu, oftast væri um þau fjallað út frá viðskiptahagsmunum. „Evrópusamvinnan felur í sér miklu meira og hefur skilað ís- lensku launafólki margvíslegum ávinningi. Við viljum tryggja að á Íslandi verði upplýst umræða í báðum þessum málaflokkum.  DÓMSMÁL Embætti Ríkissaksókn- ara íhugar nú hvort Guðmundi Helga Svavarssyni verður leyft að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut 18. sept- ember fyrir auðg- unarbrot, skjala- fals og þjófnaði. Saksóknari segir að tilkynning Guð- mundar um áfrýj- un hafi borist degi eftir að áfrýjunar- frestur rann út. Saksóknari ætlar ekki að áfrýja til Hæstaréttar og því stendur dóm- urinn óhaggaður. Guðmundur Helgi Svavarsson hlaut reynslulausn í fyrrasumar en hann átti þá óafplánaða 2.040 daga af 17 ára dómi sem hann hlaut árið 1991 fyrir morð. Guðmundur fór fljótlega eftir að hann losnaði að neyta fíkniefna og brjóta af sér, var handtekinn í apríl og úrskurð- aður í gæsluvarðhald vegna brota sinna. Frá því Guðmundur var handtekinn og þar til dómur var kveðinn upp 18. september, var sex sinnum óskað eftir framleng- ingu gæsluvarðhaldsvistar. Hér- aðsdómur dæmdi Guðmund Helga í sex ára fangelsi og tók hann sér lögboðinn fjögurra vikna frest til að áfrýja. Dómari úrskurðaði þá jafnframt að Guðmundur skyldi sitja áfram í gæsluvarðhaldi þar til hann tæki ákvörðun um áfrýjun, þó ekki lengur en til 16. október. Þann dag rann áfrýjunarfrestur Guðmundar Helga út og var hann enn færður fyrir dómara, þar sem lögregla hafði farið fram á áfram- haldandi gæsluvarðhald. Lögmaður Guðmundar Helga segir óumdeilt að Guðmundur hafi þennan dag lýst því fyrir Héraðs- dómi að hann hygðist áfrýja dómn- um, enda hafi það verið skilyrði fyrir enn einum gæsluvarðhalds- úrskurði. Fulltrúi Ríkissaksóknara hafi verið í dómssalnum. Skrifleg tilkynning um áfrýjun barst sak- sóknara ekki fyrr en 17. október, daginn eftir að áfrýjunarfrestur rann út. Bréf Guðmundar Helga er þó dagsett daginn áður en frestur- inn rann út en saksóknari tók það ekki gilt. Saksóknari sendi dóminn til Fangelsismálastofnunar og lítur svo á að Guðmundur Helgi hafi byrjað afplánun dómsins. Lögmaður Guðmundar Helga hefur farið fram á að Ríkissak- sóknari endurskoði afstöðu sína, þar sem fyrir liggi yfirlýsing fyr- ir dómi um áfrýjun. Formlegt svar hefur ekki borist frá sak- sóknara. the@frettabladid.is Minjasafn Austurlands: Vill 144% hækkun FJÁRHAGSÁÆTLUN Fræðslu - og menningarráð Austur - Héraðs hef- ur sent fjárhagsáætlun Minjasafns Austurlands aftur til föðurhúsanna en í áætluninni var gert ráð fyrir að framlög sveitarfélaga til safnsins myndu aukast um 144 prósent: „Við gátum ekki orðið við þessu og sendum fjárhagsáætlunina því til baka með þeim orðum að for- stöðumaður reyndi frekar að halda sig innan þeirra marka sem verð- lagsþróun og annað segir til um,“ segir Helga Guðmundsdóttir, for- stöðumaður fræðslu - og menning- arsviðs á Egilsstöðum. „Þetta sýnir okkur bara að það er mikill metnað- ur í stafi Minjasafnsins,“ segir hún Ástæðan fyrir óskum safnsins um svo mikla hækkun á framlögum tengist áhuga á að hefja skráningu muna í sérstakt tölvuforrit sem nefnt er Sarpur og er sameiginlegt skráningarkerfi safna á öllu land- inu. Einhver bið verður þá á því að Minjasafn Austurlands geti skráð muni sína þar.  Alþýðusambandið segir fjármálaráðherra draga lappirnar í að jafna réttindi: ASÍ mundar verkfallsvopnið ÁRSFUNDUR ALÞÝÐUSAMBANDSINS Yfirskrift fundarins er Afl í þína þágu. Forseti ASÍ ýjaði að því að verkalýðshreyfingin kynni að nýta afl sitt á næsta ári í samningum við ríkið. Áfrýjaði sex ára dómi degi of seint Guðmundur Helgi Svavarsson áfrýjaði dómi sínum munnlega fyrir hér- aðsdómara. Sendi saksóknara síðar skriflega tilkynningu um áfrýjun. Degi of seint segir Ríkissaksóknari sem sendi dóminn Fangelsismála- stofnun til fullnustu. Saksóknari hyggst þó endurskoða ákvörðun sína. HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Saksóknari ætlar ekki að áfrýja til Hæstaréttar og því stendur dómurinn óhaggaður þar sem Guðmundur Helgi Svavarsson áfrýjaði degi of seint. Héraðsdómur dæmdi Guð- mund Helga í sex ára fang- elsi og tók hann sér lög- boðinn fjög- urra vikna frest til að áfrýja. ALÞINGI FYRSTA LAGASETNINGIN Alþingi hefur samþykkt fyrstu lög vetr- arins. Samþykkt var að flýta gild- istöku laga sem samþykkt voru síðasta vor. Þau veita samgöngu- ráðherra heimild til að skipa flugráð sem hefur verið án um- boðs í nær fimm mánuði. FIMMTUNGUR MEÐ LEYFI Fimmti hver þingmaður var með fjarvist- arleyfi fyrstu daga eftir kjör- dæmaviku. 13 þingmenn voru með fjarvistarleyfi á þingfundi á miðvikudag, einum fleiri en daginn áður þegar fyrst var fund- að eftir kjördæmaviku. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Ríkið greiðir þrjá milljarða króna í opinber gjöld. Næst kemur Reykjavíkurborg með 900 milljónir. Skattur á lögaðila: Bankar með hæsta tekju- skattinn SKATTAR Ríkisbókhald greiðir lang- hæstu opinberu gjöld opinberra aðila og fyrirtækja samkvæmt álagningaskrá lögaðila sem Skatt- stjórinn í Reykjavík hefur birt. Ríkið greiðir þrjá milljarða í opin- ber gjöld. Næst kemur Reykjavík- urborg með 900 milljónir, Lands- bankinn með um 800 milljónir og Íslandsbanki með um 700 milljón- ir í opinber gjöld. Þegar litið er til tekjuskatts og fjármagnstekjuskatt bera Lands- banki og Íslandsbanki höfuð og herðar yfir aðra með um 600 milljónir í tekjuskatt. Hæsta eign- arskattinn greiðir Landssíminn eða um 70 milljónir króna. VIÐSKIPTI VIÐSNÚNINGUR NÝHERJA Ný- herji hagnaðist um 24 milljónir á þriðja ársfjórðungi samanborið við 57 milljóna tap árið áður. Hagnaður fyrstu níu mánuðina er 78 milljónir króna. Niðurstaða sama tímabils í fyrra var tæplega 94 milljóna tap. Þjónustutekjur Nýherja voru svipaðar og áætlan- ir gerðu ráð fyrir, en vörusala var yfir áætlunum. HAGNAÐUR HJÁ SKELJUNGI Hagnaður Skeljungs jókst um 570 milljónir milli níu mánaða upp- gjöra ársins í ár og í fyrra. Hagn- aður tímabilsins var 974 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár félags- ins var 30% fyrir fyrstu níu mán- uðina sem er tvöfalt meira en í fyrra. Styrking krónu gagnvart dollar skilaði félaginu gengis- hagnaði og skýrir afkomuna. Við- snúningur á fjármagnstekjum var rúmur 1,1 milljarður.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.