Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2002, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 01.11.2002, Qupperneq 10
10 1. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR ÍÞRÓTTIR Í DAG 18.30 Sýn Íþróttir um allan heim 19.15 Borgarnes Intersport-deildin (Skallagrímur - UMFG) 19.15 Seljaskóli Intersport-deildin (ÍR - UMFN) 19.30 Sýn Alltaf í boltanum FÓTBOLTI Vaxtahormónið nandra- lone hefur fundist í sýni sem tek- ið var úr leikmanni í ensku knatt- spyrnunni. Þetta er í fyrsta sinn sem ólögleg efni finnast í knatt- spyrnumanni þar í landi. Enska knattspyrnusambandið, FA, hefur neitað að gefa upp nafn leik- mannsins, þjóðerni og í hvaða deild hann leikur. Gordon Taylor, yfirmaður FA, segist ekki vilja gera leikmanninum það að opin- bera nafn hans þar sem málinu er ekki lokið. Samkvæmt breskum fjölmiðlum er leikmaðurinn ensk- ur og spilar utan úrvalsdeildar. Þó nokkrir knattspyrnumenn hafa verið dæmdir í keppnisbann fyrir ólöglega lyfjanotkun. Þar á meðal Jaap Stam hjá Lazio, Edgar Davids hjá Juventus og Josep Gu- ardiola hjá Brescia. Michaele Verroken, yfirmaður lyfjaeftirlits breska íþróttasam- bandsins, segir að knattspyrnu- menn gætu hafa tekið inn ólögleg lyf óafvitandi. „Það má ekki ályk- ta of fljótt í svona málum,“ sagði Verroken.  Enska knattspyrnan: Fyrsta lyfjamálið komið upp JAAP STAM Fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi leikmaður Lazio féll á lyfjaprófi og var dæmdur í keppnisbann. FÓTBOLTI George Burley, fyrrver- andi knattspyrnustjóri Ipswich, hætti við á síðustu stundu að taka við stjórastöðunni hjá Íslendinga- liðinu Stoke City. „Eftir langar samningaviðræð- ur sem okkur fannst hafa gengið ákaflega vel skipti Burley skyndi- lega um skoðun,“ sagði Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformaður Stoke í yfirlýsingu sinni í gær. „Við biðum aðeins eftir því að hann undirritaði samninginn. Það var enginn ágreiningur á milli okkar og hafði mikinn áhuga á að sjá heimaleik okkar gegn Watford á miðvikudagskvöld. Morguninn eftir tilkynnti hann okkur að hann ætlaði ekki að taka starfinu.“ Talið er að Burley, sem rekinn var frá Ipswich fyrir skömmu síðan, sé nú í viðræðum við 1. deildarliðið Sheffield Wednesday, en Terry Yorath, stjóri liðsins, sagði upp störfum í gær. Stoke hefur verið án knatt- spyrnustjóra síðan Steve Cotterill ákvað að gerast aðstoðarstjóri hjá úrvalsdeildarliðinu Sunderland. Bryan Robson, fyrrverandi stjóri Middlesbrough, er á meðal þeirra sem koma til greina sem næsti stjóri liðsins. Auk hans hafa þeir Tony Pulis, fyrrum knattspyrnu- stjóri Gillingham, og Adrian Hetah, sem hóf knattspyrnuferil sinn hjá Stoke, verið nefndir til sögunnar.  George Burley tekur ekki við Stoke: Hætti við á síðustu stundu FÓTBOLTI Í fyrsta skipti hafa vakn- að spurningar um hvort Ottmar Hitzfeld, knattspyrnustjóra Bayern München, verði sagt upp störfum hjá liðinu eftir að það tap- aði 2-1 fyrir Deportivo La Coruna frá Spáni í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag. Bayern hefur spilað langt undir getu í Meistaradeild- inni, hefur aðeins náðu einu stigi úr fimm leikjum og er lang neðst í G-riðli. Liðinu mistókst að tryggja sér sæti í milliriðlum keppninnar og náði heldur ekki að tryggja þátttöku sína í Evrópukeppni fé- lagsliða. Hitzfeld, sem hefur verið við stjórnvölinn hjá Bayern í fimm tímabil, segist ekki vera að hætta. „Ég tek alla ábyrgð á mig. Ég vil ekki að mér verði hlíft við gagn- rýni,“ sagði knattspyrnustjórinn. „Ég er ekki bara þjálfari þegar vel gengur. Ég er baráttujaxl sem gefst ekki upp. Það þarf að hor- fast í augu við erfiðleikana.“ Und- ir stjórn Hitzfeld hefur liðið unnið þýska meistaratitilinn í þrígang og Meistaradeildina einu sinni. Hann framlengdi samning sinn við liðið í fyrra til ársins 2004. Þótt Bayern hafi bætt nokkrum af skærustu stjörnum þýsku deildarinnar í leikmannahópinn virðist það ekki duga til. Karl- Heinz Rummenigge, stjórnarfor- maður Bayern, sagði fyrir þetta tímabil að leikmannahópurinn í ár væri sá besti í sögu liðsins. „Liðið hefur ekki þann andlega styrk sem það þarf. Sumir leik- menn þola ekki álagið hjá Bayern,“ sagði Hitzfeld eftir leik- inn á þriðjudag. Hann býst við harðri gagnrýni. „Þetta er lognið á undan storminum.“ „Skömm,“ sagði í fyrirsögn þýska dagblaðsins Bild eftir leik- inn gegn Deportivo La Coruna. „Liðið hefur ekki það sem þarf til að sigra og vantar metnaðinn til að ná árangri.“ Rummenigge lýsti kvöldinu sem martröð. Útslátturinn í Meistaradeild- inni gæti haft alvarlegt fjárhags- legt tjón í för með sér fyrir Bayern. Talið er að liðið verði af 30 milljónum evra sem munar um þegar kemur að því að greiða hin- um leikmönnunum laun.  Búið spil hjá Bayern Bayern München er úr leik í Meistaradeild Evrópu. Leikmannahópur- inn sá besti í sögu liðsins. Knattspyrnustjórinn harðlega gagnrýndur og margir vilja að hann segi af sér. STJÖRNUHRAP Michael Ballack, leikstjórnandi Bayern München, var keyptur til liðsins fyrir þetta tímabil. Margir vilja meina að hann hafi ekki náð að fylla skarð Stefan Effenbergs sem hætti hjá liðinu á síðasta tímabili. OTTMAR HITZFELD Lýsti því yfir fyrir tímabilið að stefnan væri sett á sigur í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir það hefur liðið aldrei dottið jafn snemma úr keppni. Liðið var síðast slegið út úr fyrstu umferð árið 1969, þegar gamla Meistarakeppnin var við lýði. VAR FJARRI GÓÐU GAMNI Oliver Kahn gat ekki leikið með Bayern gegn Deportvio þar sem hann var meidd- ur. Þó sást til hans í golfi og á skemmti- stað sömu helgi. Hann fékk sekt frá liðinu í kjölfarið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.