Fréttablaðið - 01.11.2002, Side 14

Fréttablaðið - 01.11.2002, Side 14
14 1. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR KVIKMYNDIR Leikkonan Reese Witherspoon er á góðri leið með að verða óskadóttir Bandaríkj- anna. Hún er fædd og uppalin í Nashville Tennessee, hjarta sveitatónlistarinnar, og er afkom- andi John Witherspoon sem var einn þeirra 56 manna er undirrit- aði sjálfstæðisyfirlýsingu Banda- ríkjamanna árið 1776. Hún út- skrifaðist úr Stanford háskóla árið 1998, er grænmetisæta, ljós- hærð, hástéttarstúlka, gift kona með eitt barn aðeins 26 ára göm- ul. Hún er einnig á leiðinni að verða ein stærsta kvikmynda- stjarna Bandaríkjanna og komst nýlega í 15 milljón dollara launa- flokkinn þegar hún samþykkti að leika í framhaldsmynd „Legally Blonde“ sem sló eftirminnilega í gegn í fyrra. Hún sló fyrst í gegn í mynd- unum „Pleasantville“ (1998) og „Election“ (1999). Hún gull- tryggði stöðu sína sem kvik- myndastjarna þegar hún lék fluggáfuðu og litríku ljóskuna í „Legally Blonde“. Það hefur svo ekki skemmt fyrir stúlkunni að hún þykir afbragðsleikkona. Í nýjustu mynd sinni leikur Reese stúlku sem er líklega nær hennar eigin persónu en hún hef- ur gert áður. Helsti munurinn er að persóna hennar, Melanie Carmichal, er í annari starfsgrein. Hún er ungur fatahönnuður sem er við það að verða sá efnilegasti í New York. Allt virðist vera að ganga upp og hamingjan nær há- tindi þegar sonur borgarstjórans og eftirsóttasti piparsveinn borg- arinnar, Andrew (Patrick Demps- ey), biður hana að giftast sér. Allt þetta væri náttúrulega yfirþyrm- andi yndislegt ef hún ætti ekki eiginmann (Josh Lucas), sem eng- inn veit af, í Alabama sem neitar að veita henni skilnað. Melanie yfirgefur því drauma- heiminn í borginni stóru til þess að klára mál sín í Alabama. Þegar þangað er komið rekst hún á stúlkuna sem hún var áður en glaumur, gleði og björt ljós stór- borgarinnar blinduðu hana. Leikstjóri myndarinnar er Andy Tennant sem gerði síðast myndina „Anna and the King“ með Jodie Foster og Yun-Fat Chow í aðalhlutverkum. biggi@frettabladid.is Í kvöld frumsýna Sambíóin Reykjavík, Keflavík og Akureyri gaman- myndina „Sweet Home Alabama“. Myndin skaust beint í efsta sæti bandaríska bíóaðsóknarlistans eftir fyrstu sýningarviku. SWEET HOME ALABAMA Myndin er létt rómantísk gamanmynd sem virðist ganga ágætlega ofan í Kanann. Frægðarsól Reese hækkar STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 MR. DEEDS kl. 3.50 og 6 ROAD TO PERD... 5.30, 8, 9, 10.30, 11.30 ROAD TO PERD... 5.30, 8, 9, 10.30, 11.30 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30 Sýnd kl. 6, 8, 10 og 12 Powersýning kl. 6FÁLKAR MAÐUR EINS OG ÉG kl. 6 THE BOURNE IDENTITY kl. 8 og 10.20 PORNSTAR-RON JEREMY kl. 10.15 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 4 VIT429 YA YA SISTERHOOD 5.50, 8 og 10.15 VIT455 HAFIÐ kl. 4 og 6 VIT 433 SIGNS kl. 8 VIT427 MAX KLEEBLE´S.. kl. 4 og 6 VIT441 BOURNE IDENTITY kl. 10.15 VIT427 INSOMNIA kl. 8 og 10.15 VIT444 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15 VIT 448 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 VIT 461 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 VIT 462 kl. 5.45, 8 og 10.15HAFIÐ kl. 8YA YA SISTERHOOD DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 6.5 af 10 Rotten Tomatoes.com - 39% = Rotten Ebert & Roeper - Tveir þumlar upp FUNDIR 09.00 Ráðstefna faghóps leikskóla- kennarar sem ber yfirskriftina Lifðu í lukku en ekki í krukku verður á Hótel Sögu. 12.30 Haustráðstefna FENÚR, Hvað kostar ruslið? verður í Sesselju- húsi, Sólheimum í Grímsnesi. 15.00 Árni Ólafsson arkitekt fjallar um byggingarlist og bæjarskipulag í. r í Ketilhúsinu á Akureyri. Að- gangur ókeypis og allir velkomn- ir. 17.30 Málfundur um Kúbudeiluna frá sjónarhóli Kúbu í Pahtfinder- bóksölunni, Skólavörðustíg 6b UPPÁKOMUR Tannlækna- og lyfjafræðideildir Há- skóla Íslands eru með opið hús í Læknagarði við Vatnsmýrarveg. 21.00 Herra Suðurnes verður valinn í Stapanum. LEIKHÚS 20.00 Leikfélag Mosfellssveitar frum- sýnir Beðið eftir Go.com air, eftir Ármann Guðmundsson í leikstjórn höfundar. 20.00 Einþáttungarnir Herpingur eftir Auði Haralds og Hinn fullkomni maður eftir Mikael Torfason eru frumsýndir á Þriðju hæðinni í Borgarleikhúsinu. Uppselt. 20.00 Lífið þrisvar sinnum er sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins. 20.00 Veislan er sýnd á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins. Uppselt. FÖSTUDAGURINN 1. NÓVEMBER 15% afsláttur af öllum vörum föstudag og laugardag Mörkinni 6, sími 588 5518. Mokkajakkar og kápur, ullarkápur stuttar og síðar. Fallegar úlpur, hattar og húfur. Kanínuskinn kr. 2.900 Nýjar vörur Opið 9-18 virka daga og 10-15 laugardaga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.