Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.11.2002, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 01.11.2002, Qupperneq 22
22 1. nóvember 2002 FÖSTUDAGUR DÝRT Yamaha - trommusett í Hljóð-færahúsinu á Laugavegi 176. Kostar 380 þúsund krónur. Klætt harðplasti með perluskeljaáferð. Risastór bassatromma, þrjár pákur og amerískir cymbalar framleiddir eftir 400 ára upp- skrift frá Tyrklandi. Heita zildji- an á frummálinu. Stóll fylgir með. Þessi útgáfa af trommu- setti er vinsæl meðal helstu hljómsveita landsins og notuð af Landi og sonum, Ensími, Sálinni hans Jóns míns og SSSól. Kjör- gripur og jafnvel stofuprýði ef fólk vill skreyta heimili sín með fallegum hlut.  Börn eiga rétt á sín- um spennusögum Gunnhildur Hrólfsdóttir erfædd þann 1. nóvember 1947 í Vestmannaeyjum og fagnar því 55 ára afmæli sínu í dag. Hún ólst upp í Eyjum en flutti þaðan eftir gosið 1973 og er býr nú í Reykja- vík þar sem hún hefur unnið ýmis störf. Árið 2001 hlaut hún Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bókina Sjáumst aftur..., sem greindi frá ævintýrum Kötlu sem flutti í gamalt hús í Vestmanna- eyjum og lenti í spennandi ævin- týrum bæði í fortíð og nútíð. Gunnhildur hefur nú fylgt verðlaunabókinni eftir með nýrri bók sem heitir Allt annað líf. Þetta er sjálfstætt framhald af Sjáumst aftur... og nú ræður Katla sig sem barnfóstru vestur í Stykkishólm. „Sögulegi arfurinn heillar mig og það er ekki auðvelt að koma honum til skila til æsk- unnar án þess að hafa hann svo- lítið æsilegan og ótrúlegan. Börnin vilja eitthvað meira en bara fræðslu og rétt eins og hinir fullorðnu eiga þau rétt á sínum spennusögum.“ Katla kynnist undarlegri jafn- öldru sinni og ömmu hennar sem er ekki öll þar sem hún er séð. Amman er grasakerling og gefur Kötlu seyði sem gerir það aðverkum að hún sogast inn í dul- arfulla atburðarás þar sem klaustrið á Helgafelli kemur við sögu. „Ég fékk ómetanlega hjálp frá manni sem þekkir sögusviðið vel. Þetta auðveldaði mér mjög vinnuna við að flétta raunveru- lega atburði inn í frásögnina.“ Gunnhildur vinnur skrif- stofustörf hjá lögfræðistofu í Reykjavík eftir hádegi en sinnir ritstörfum fyrri hluta dags. „Það er einmanalegt starf að sitja við skriftir og útivinnan er því kærkomin tilbreyting. Ég tek daginn snemma og er með prýðilega vinnuaðstöðu heima hjá mér. Ég tek mér ekki mikla hvíld á milli bóka og er strax farin að huga að næsta verkefni enda fylgir því mikil vinna og lestur þegar maður byggir skáldskapinn á sannsögulegum atburðum. Ég er svo alltaf að safna í sarpinn og er með hug- ann opinn fyrir öllu mögulegu.“ Gunnhildur hefur hug á að segja frá fleiri ævintýrum Kötlu þannig að aðdáendur þessarar ráðagóðu stúlku mega eiga von á góðu í framtíðinni. thorarinn@frettabladid.is TÍMAMÓT AFMÆLI Ávegum reiðskólans í Víðidalstanda nú yfir reiðnámskeið fyrir fatlaða, fimmta árið í röð. Námskeiðin eru vel sótt og þykja hafa reynst fötluðum sérstaklega vel. „Fyrir fólk sem er mjög kreppt og á erfitt með að rétta úr sér er þetta mjög góð hreyfing. Það er talað um að líkaminn sé með 200 hreyfingar á mínútu á hestbaki meðan börn í boltaleik eru með 60 hreyfingar á mínútu,“ segir Bjarni Eiríksson, reiðkennari. „Einn sem var hjá mér á námskeiði var mjög krepptur og átti erfitt með að rétta úr sér. Meðan á námskeiðinu stóð þurftum við að lengja um sjö göt í ístöðunum hans, sem segir sína sögu.“ Þátttakendur á námskeiðun- um hjá Bjarna eru á aldrinum 7 til 30 ára, krakkar úr Safamýrarskóla og fullorðinir úr sambýlum. En það eru ekki bara fatlaðir sem geta þjálfað sig í hesta- mennskunni hjá Bjarna. „Þetta er heilsársstofnun, hér er kennsla fyrir börn og fullorðna allan vetur- inn og yfir sumarmánuðina koma hér á námskeið um það bil 900 börn. Við erum líka með með Dag í sveit fyrir krakkana, en þá förum við að Torfastöðum í Fljótshlíðinni. Við borðum saman, ég segi þeim sögur úr Njálu og við ríðum til dæmis upp að Klitnafossi og lítum inn á Fræðasetrið á Hvolsvelli. Bjarni er sjálfur alinn upp á hestbaki, var settur á bak hesti fimm ára gamall hjá ömmu sinni og afa austur á Hornafirði. „Þar var öll vinna unnin á hestum, afi átti engan traktor og þetta var allt upp á gamla mátann.“ Þegar Bjarni er ekki á hestbaki spilar hann djass á píanó. „Ég er búinn að vera í tímum í nokkur ár hjá Árna Elvari, vini mínum. Spila- mennskan er mitt hobbý og eins og hestamennskan alveg óskaplega skemmtileg.“  Bjarni Eiríksson leiðbeinir bæði fötluðum og heilbrigðum einstaklingum á öllum aldri, á reiðnámskeiðum í Víðidal. Persónan 200 hreyfingar á mínútu Frambjóðendur í prófkjörumeru á fullu við að kynna sig fyrir kjósendum. Þótt baráttan sé háalvarleg, bregða menn á leik þegar svo ber undir. Þannig er Helgi Hjörvar með getraun á síðu sinni helgi.is. Þar geta gestir tekið þátt í að spá fyrir um úrslit próf- kjörsins. Til mikils er að vinna því verðlaunin eru ekki af verri end- anum. Þau eru: 1. Slaufa af Össuri Skarphéðins- syni 2. Eiginhandaráritun Jakobs Frí- manns 3. Frumvörp Jóhönnu Sig. 1978- 2002 (23. bindi) 4. 25.000 kr. 5. Orðabók Marðar 6. 50 eintök af blaði Einars Karls Haraldssonar: „Einar Karl Har- aldsson“ 7. Stuðningsyfirlýsing frá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur 8. Nýr vettlingur Birgis Dýrfjörð 9. Emil í Kattholti í flutningi Helga Hjörvar Hinn goðsagnakenndi vinstri-maður, Óli kommi sem sumir kannast einnig við sem Ólaf Þ. Jónsson, er að hætta á skrifstofu Vinstri-grænna á Akureyri. Hann vinnur nú að gerð jólablaðs en mun að því loknu láta af störfum. Það þykir þó ekki þar með sagt að Óli sé að leggjast í helgan pólitísk- an stein. FÓLK Í FRÉTTUM GUNNHILDUR HRÓLFSDÓTTIR Gunnhildi finnst skorta nokkuð á að barnabækur njóti tilhlýðilegrar virðingar. „Mér finnst vanta meira af kraftmiklu efni fyrir börn. Við megum ekki gleyma því að börnin eru lesendur framtíðarinnar og það fylgja því miklar skyldur að skrifa fyrir þau. Ég lít á það sem ábyrgðarhlut að skrifa og tek það starf mjög alvarlega.“ JARÐARFARIR 10.30 Tryggvi Samúelsson, járnsmiður, Hátúni 10, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Fossvogskapellu. 13.30 Salbjörg Halldórsdóttir, hjúkrun- arheimilinu Eir, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju. 13.30 Örlygur Sigurðsson, listmálari, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju. 14.00 Arnbjörg Aradóttir frá Grýtu- bakka, Þingvallastræti 16, Akur- eyri, verður jarðsungin frá Greni- víkurkirkju. 14.00 Oddný Dóra Halldórsdóttir, Heiðarbóli 9, Keflavík, verður jarð- sungin frá Keflavíkurkirkju. 15.00 Hjalti Pálsson, Ægisíðu 74, verð- ur jarðsunginn frá Hallgrímskirkju. 15.00 Kolbrún Ósk Ólafsdóttir, Leirutanga 35B, verður jarðsungin frá Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2. AFMÆLI Jón Sigurbjörnsson leikari er áttræður. Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur er 55 ára. Hrafn Jökulsson er 37 ára. ANDLÁT Helga Sigurjónsdóttir frá Norðfirði, Lindargötu 59, Reykjavík, lést 19. októ- ber. Jarðarförin hefur farið fram. Guðfinna Gísladóttir, Ölduslóð 36, Hafnarfirði, lést 29. október. Guðmundur Þ. Sigurðsson, fyrrverandi hafnarvörður, Hjöllum 15, Patreksfirði, lést 29. október Gunnar Jónasson, forstjóri, hjúkrunar- heimilinu Sóltúni, lést 29. október. Svava Bernharðsdóttir, Hrauntungu 50, Kópavogi, lést 29. nóvember. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að ungir framsóknarmenn eldast ekki. Leiðrétting BJARNI EIRÍKSSON Segir fátt ef nokkuð jafnast á við útreiðar- túr í íslenskri náttúru. Gunnhildur Hrólfsdóttir er 55 ára í dag. Hún hlaut Íslensku barna- bókaverðlaunin í fyrra og hefur nú fylgt verðlaunabókinni eftir með nýju ævintýri um ráðagóðu stúlkuna Kötlu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Hafnfirðingur sótti um starf ílögreglunni. Hann þurfti, eins og aðrir umsækjendur, að gangast undir hæfnispróf. Þar var hann meðal annars spurður hvernig Jesú hefði dáið. Hafn- firðingurinn hugsaði sig vel og lengi um en ákvað að svara ekki spurningunni. Spyrjandinn bað hann að fara heim og íhuga spurninguna. Þegar þangað var komið spurði konan hans hvort hann væri kominn með vinnu og hann svaraði að bragði. „Já! Og það sem meira er, ég er búinn að fá mál til að rannsaka.“  Röddin. 34 milljarðar króna. Gylfi Arnbjörnsson. 1. 2. 3. Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.