Fréttablaðið - 04.11.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 04.11.2002, Síða 2
2 4. nóvember 2002 MÁNUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR SAN GIULIANO DI PUGLIA, ÍTALÍU, AP „Ég vildi gjarnan fá að vita hver byggði skólann og hver arkitekt- inn er,“ hrópaði Ciro Riggio, móð- ir tvíburanna Gianmaria og Luca, sem bornir voru til grafar í gær í smábænum San Giuliano di Pugl- ia, á Ítalíu. Tvíburarnir voru með- al 26 barna sem létust þegar grunnskóli bæjarins hrundi til grunna eftir að jarðskjálfti reið yfir bæinn á fimmtudag. Auk barnanna lést kennari og tvær eldri konur. Íbúar bæjarins eru æfir yfir því að skólinn hafi hrunið en margir sérfræðingar segja að nú- tíma byggingar eigi að standast skjálfta líkt og í síðustu viku. Skólinn var upphaflega byggður árið 1953 og var viðbygging við hann tekin í gagnið fyrir skömmu. Carlo Azeglio Ciampi, forseti Ítalíu, var viðstaddur útförina ásamt öðrum háttsettum mönnum innan ríkisstjórnarinnar. Reiðir íbúar San Giuliano di Puglia létu í sér heyra að jarðarförinni lokinni og kröfðust þess að farið yrði yfir allar skólabyggingar landsins. „Gamalt fólk og feður deyja í jarðskjálftum. Hér dóu börn sem voru innilokuð í dauðagildru,“ hrópaði áður nefnd Riggio að for- setanum. Lögreglu- og slökkviliðsmenn, sjúkraliðar og hermenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðum báru kisturnar 26 á öxlum sér til grafar í gær. Við jarðaförina bað Tommasso Valentinetti, biskup, yfirvöld um að koma í veg fyrir að fleiri slík slys gætu endurtekið sig. Í lok athafnarinnar voru lesin upp bréf frá eftirlifandi nemend- um skólans.  LÖGREGLUMÁL Ölvaður piltur stal bíl lögreglunnar í Hafnarfirði um hálf sex leytið í gærmorgun og ók honum á brunahana og girðingu. Pilturinn slapp við meiðsli en fjar- lægja þurfti bílinn með kranabíl. Lögreglan í Hafnar- firði var kölluð út að Eini- bergi, í Setbergshverf- inu, um fimm leytið í gærmorgun vegna slags- mála. Ofurölvi, 19 ára gömlum pilti, hafði orðið sundurorða við vinafólk sitt, tvo pilta og tvær stúlkur, sem sátu inni í bíl eins þeirra. Pilturinn fór út í fússi og sótti hafnar- boltakylfu og Schäffer- hund heim til sín. Hann kom aftur til félaga sinna skömmu síðar og barði hafnaboltakylf- unni ítrekað í bílinn með þeim afleiðingum að all- ar rúður í bílnum brotn- uðu og rigndi glerbrot- um yfir þá sem inni voru. Þau sluppu án telj- andi meiðsla. Þegar lögreglan kom á vettvang handtók hún piltinn og færði hann inn í lögreglubílinn. Á meðan lögreglan ræddi við félaga piltsins klifraði hann yfir í öku- mannssætið, ræsti bílinn og ók á brott. Hann bakk- aði bílnum út á næstu að- algötu, Hamraberg, en endaði á brunahana sem lagðist á hliðina. Því næst keyrði hann á grindverk og stöðvaðist þar. Annar lögreglumannanna hljóp á eftir piltinum og náði honum. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði er bíll- inn mikið skemmdur og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. Lögreglan í Reykjavík mun rannsaka málið þar sem það kollegar hennar í Hafnarfirði geta ekki rannsakað mál sem snýr að þeim sjálfum. Pilturinn fékk að gista fanga- geymslur en var yfirheyrður um hádegisbil í gær. Hann á yfir höfði sér kæru vegna þjófnaðar, ölvun- araksturs og skemmdaverka. Vinafólk hans hyggst einnig leggja fram kærur. kristjan@frettabladid.is Holt seld: Klára afsöl og samninga GJALDÞROT Fasteignamiðstöðin mun klára þá kaupsamninga sem viðskiptavinir Fasteignasölunnar Holts höfðu gert og ábyrgjast út- gáfu afsala fyrir þá sem eru með frágengna kaupsamninga. Þetta er hluti af samkomulagi sem skiptastjóri gerði við eiganda Fasteignamiðstöðvarinnar um sölu á búnaði og aðstöðu Holts. Fasteignamiðstöðin mun opna úti- bú þar sem Fasteignasalan Holt var áður. Salan hefur væntanlega lítil áhrif á stöðu þeirra sem urðu fyr- ir barðinu á svikum fyrri eiganda Holts. Litlar líkur eru á því að mikið fáist upp í kröfur.  ÍSRAEL, AP Binyamin Netanyahu, fyrrum forsætisráðherra Ísraels, hefur tekið boði Ariel Sharons, nú- verandi forsætisráðherra, um að gerast utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn með þeim skilyrðum að kosningar verði haldnar í landinu sem fyrst. Líklegt þykir að kosn- ingar verði haldnar í október á næsta ári. Sharon bauð Netanyahu stöðuna á föstudag en sá síðar- nefndi hafði áður lýst því yfir að hann ætli sér að berjast um for- ystusæti í Likud-bandalaginu. Sharon hefur átt í viðræðum við herskáa þjóðernissinna og strangtrúarmenn um myndun nýrrar ríkisstjórnar síðan að for- maður Verkamannaflokksins, Binyamin Ben Eliezer fyrrverandi varnarmálaráðherra, sagði sig úr stjórninni í síðustu viku. Þjóðern- issinnar og strangtrúarmenn hafa sjö menn á þingi sem nægir til að tryggja meirihluta á þingi, þótt naumur sér. Búist er við að van- trauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórnina á morgun en ef af bandalaginu verður mun stjórnin halda velli. Shaul Mofaz, harðlínumaður sem áður gegndi yfirmannsstöðu hjá hernum, samþykkti á laugar- dag að taka við stöðu varnarmála- ráðherra. Þingið þarf þó að sam- þykkja stöðuveitinguna.  ERILSAMT Í REYKJAVÍK Erilsamt var hjá lögreglunni í Reykjavík um helgina. Sjö ökumenn voru teknir aðfaranótt sunnudags grunaðir um ölvunarakstur. Einn ökumannanna ók á ljósastaur í Grafarvogi. INNBROT OG ELDUR Brotist var inn í fyrirtæki við Suðurlands- braut í gær og talsverðum verð- mætum stolið, tölvum og skjá- vörpum. Þjófarnir eru ófundnir. Minniháttar bruni varð á Grettis- götu eftir að kviknað hafði í út frá potti. Reykræsta þurfti íbúð- ina en skemmdir eru ekki taldar miklar. FULLAR FANGAGEYMSLUR Mikið var um pústra í miðbæ Reykja- víkur um helgina og voru fanga- geymslur fullar. Að sögn lögregl- unnar er oft meira um pústra fyrstu helgina í hverjum mánuði. BORIN TIL GRAFAR Slökkviliðsmenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðum báru börnin til grafar í gær. Foreldrar barna sem létust í jarðskjálftanum á Ítalíu æfir: „Börnin voru inni- lokuð í dauðagildru“ AP M YN D Í ÞUNGUM ÞÖNKUM Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hef- ur átt undir högg að sækja. Netanyahu gengst við boði Sharon: Í stjórnina á nýjan leik Stal lögreglubíl og ók á brunahana Ölvaður piltur stal lögreglubíl í Hafnarfirði í gærmorgun. Keyrði á brunahana og grindverk. Piltinum hafði orðið sundurorða við félaga sína, og réðist þá á bíl eins þeirra með hafnarboltakylfu. BRAUT ALLAR RÚÐUR Pilturinn barði með hafnarboltakylfu í bíl félaga síns með þeim afleiðingum að allar rúður brotnuðu. Glerbrotum rigndi yfir félaga hans sem inni voru. Þeir sluppu þó án teljandi meiðsla. Þeir hyggjast leggja fram kærur. BAKKAÐI Á BRUNAHANA Pilturinn bakkaði út Einiberg og út á aðal- götuna Hamraberg þar sem hann endaði á brunahana, sem lagðist á hliðina. Stóraukin prentgæði Fréttablaðsins: Ný og fullkomin prentvél tekin í gagnið í næstu viku BLAÐAÚTGÁFA „Þessi vél er glæný og býður upp á tækni dagsins í dag,“ segir Gunnar Smári Egils- son, ritstjóri Fréttablaðsins, um nýja prentvél sem dótturfyrir- tæki Fréttar, útgáfufyrirtækis Fréttablaðsins, og Ísafoldarprent- smiðju hefur flutt til landsins. „Með nýrri prentvél mun Frétta- blaðið taka forystu á dagblaða- markaði hvað varðar prentgæði. Næst yngsta blaðaprentvél lands- ins, vélin sem prentar bæði Morg- unblaðið og DV, er um tveggja áratuga gömul og er ekki lengur það tækniundur sem hún einu sinni var. Það er hins vegar nýja vélin okkar,“ segir Gunnar Smári. Nýja prentvélin kemur frá MAN Roland-verksmiðjunum, öðrum af tveimur stærstu fram- leiðendum prentvéla í heiminum. Með prentvélinni fylgir blaða- stunguvél sem gerir það að verk- um að hægt er að prenta blöð frá 32 síðum og upp í 96 síður á eink- ar hagkvæman hátt. „Við kusum að fara þessa leið til að hámarka hagkvæmni vélar- innar. Enskir segja að ekki sé skynsamlegt að byggja kirkjur með tilliti til aðsóknar á páskum. Þessi vél hentar fullkomlega venjubundinni útgáfu Frétta- blaðsins en getur jafnframt prent- að blöð sem eru mjög stór; til dæmis fyrir jól og páska,“ segir Gunnar Smári.  Suðurkjördæmi: Kosið á kjör- dæmisþingi STJÓRNMÁL Framsóknarmenn í Suðurkjördæmi munu kjósa frambjóðendur á lista sinn á tvö- földu kjördæmisþingi. Miklar umræður urðu um framboðsmál á kjördæmisþingi flokksins í gær. Tillögur komu fram um að efna til prófkjörs og stilla upp. Það varð hins vegar ofan á að efnt verður til sérstaks kjördæmisþing til að kjósa fram- bjóðendurna. Óskar Þórmundsson, formað- ur kjördæmisráðsins, segir að miðað við núverandi félagaskrá megi gera ráð fyrir að 300 til 400 manns verði á kjörskrá. Sú tala geti hækkað ef frambjóðendur leggja í að fjölga fólki í flokkn- um.  NÝ PRENTVÉL Unnið er að lokafrágangi og tilraunaprentanir hefjast í þessari viku. Eigi veit ég það svo gjörla, en hitt er víst að góð er bókin. Mörður Árnason er ritstjóri Íslensku orðabókarinn- ar. Íslenskufræðingar sem Morgunblaðið ræddi við greindi á um hvort orð á borð við sjitt og digg ættu heima í orðabókinni. SPURNING DAGSINS Böggar ‘etta diss ði ekki? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.