Fréttablaðið - 13.11.2002, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. nóvember
LÖGREGLUFRÉTTIR
Seinheppni:
Vildi raf-
magn í
óleyfilegt hús
SKIPULAGSMÁL Lagning rafmagns-
taugar að sumarhúsi einu í Lækja-
botnum er orðin mun flóknari en
eigandinn átti von á.
Hann sótti um leyfi fyrir raf-
magnstauginni til skipulagsnefndar
Kópavogs. Skipulagsnefndin
frestaði hins vegar málinu enda var
henni alls ekki kunnugt um viðkom-
andi byggingu. „Nefndin óskar eft-
ir skýringum lóðarhafa (á því)
hvers vegna bygging hafi verið
flutt á umrætt land án heimildar
bæjaryfirvalda,“ bókaði nefndin.
FÉLL ÞRJÁ METRA Maður slasað-
ist mikið þegar hann féll þrjá
metra niður og lenti á steyptri
hellu um hálfátta í gærmorgun.
Maðurinn var að vinna við ný-
byggingu við Skálateig á Akur-
eyri þegar slysið átti sér stað.
Hann var fluttur á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri.
MISSTI MEÐVITUND Grunur leik-
ur á að ökumaður fólksbíls hafi
misst meðvitund vegna reyks í
farþegarými á Borgarbraut á Ak-
ureyri í fyrradag. Bíllinn endaði
á umferðarskilti utan vegar.
Slökkvilið Akureyrar fékk til-
kynningu um slysið og sendi tvo
sjúkrabíla á staðinn. Ökumaður
var fluttur á slysadeild.
Pútín hitti Schröder:
Lofar að
hlusta
ÓSLÓ, AP Vladimir Pútín Rússlands-
forseti og Gerhard Schröder
Þýskalandskanslari hittust í Nor-
egi í gær. Talið barst meðal annars
að Tsjetsjeníu og Írak.
„Tsjetsjenía er innanlandsmál í
Rússlandi,“ sagði Pútín meðal ann-
ars. „En það þýðir ekki að við ætl-
um að setja upp á okkur snúð og
láta álit Evrópulanda sem vind um
eyru þjóta.“
Þeir voru sammála um að álykt-
un Öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna um hert vopnaeftirlit í Írak
gæti orðið til þess að koma í veg
fyrir stríð í þessum heimshluta.
SCHRÖDER OG PÚTÍN Í ÓSLÓ
Þeir hittust í gær, eftir að hafa áttað sig á
því að þeir yrðu báðir staddir í Ósló í ólík-
um erindagerðum.