Fréttablaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 31.01.2003, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 31. janúar 2003 GSM SÍMAR TÍUNDI HVER VINNUR! HE ILD ARV ERÐMÆ TI VINNING A 1.000.000 2000 450 1 SKJÁVARPI 3 400 OG KIPPUM Í FLÖSKUM Sendu SMS skeytið „BT“ á 1415 (Tal) - 1848 (Síminn) Gluggi>nýtt>BT (BTGSM, Rautt, Íslandssími) - SMS-ið kostar 99 kr. Með þátttöku ertu orðinn meðlimur í SMS klúbb BT SK JÁVARPI AÐ VERÐMÆT I kr. 249.950 Skjöl um Játvarð VIII gerð opinber: Vildi halda krúnunni KÓNGAFÓLK Skjöl um Játvarð VIII Englandskonung hafa loks verið gerð opinber, 65 árum eftir að hann afsalaði sér krúnunni. Í skjölunum kemur fram að Játvarður vildi halda krúnunni þó hann giftist hinni amerísku og fráskildu Wallis Simpson. Þáver- andi forsætisráðherra Bretlands, Stanley Baldwin, lagðist hins veg- ar gegn því að Játvarður fengi að flytja útvarpsávarp þar sem hann fór þess á leit við þegna sína að hann fengi tilfinningalegt svig- rúm. Í kjölfarið sagði Játvarður af sér og ræddi aldrei opinberlega um ást sína á Simpson. Skjölin hafa vakið upp ýmsar spurningar, til dæmis hvort frú Simpson hafi átt í ástarsambandi við annan mann og hvort hjónin hafi stutt við bakið á nasistum. ■ Empire-kvikmyndaverðlaunin: Hringadróttinssaga fær sjö tilnefningar KVIKMYNDIR „Hringadróttinssaga: Turnarnir tveir“ fær flestar til- nefningar, sjö talsins, á Empire Film-verðlaunahátíðinni sem hald- in verður í febrúar. Hringadrótt- inssaga fær meðal annars tilnefn- ingar fyrir bestu myndina árið 2002, besta leikarann og bestu leik- stjórnina. „Minority Report“, í leikstjórn Steven Spielberg, fær sex tilnefn- ingar. Auk áðurnefndra mynda eru James Bond-myndin „Die Another Day“, „Spider-Man“ og „Bend It Like Beckham“ tilnefndar til nokk- urra verðlauna. Tom Cruise, Tom Hanks, Viggo Mortensen, Mike Myers og Colin Farrell eru tilnefndir sem bestu leikararnir en Jennifer Connelly, Kirsten Dunst, Halle Berry, Miranda Otto og Hilary Swank sem bestu leikkonurnar. Það eru lesendur Empire-tíma- ritsins sem munu skera úr um hverjir hljóta verðlaunin í ár. Verð- launaafhendingin fer fram á Dorchester-hótelinu í London þann 5. febrúar. ■ KONUNGSHJÓNIN Játvarður tók við konungstigninni af föður sínum George árið 1936 en sat skamma stund í konungssætinu. VIGGO MORTENSEN Danski leikarinn þykir fara á kostum í Hringadróttins sögu - Turnarnir tveir. Hann er til- nefndur sem besti leikarinn hjá Empire tímaritinu. BESTA MYNDIN The Lord of the Rings: The Two Towers Minority Report Spider-Man Road to Perdition Die Another Day BESTI LEIKSTJÓRINN Sam Raimi - Spider-Man Peter Jackson - The Two Towers Steven Spielberg - Minority Report M. Night Shyamalan - Signs Steven Soderbergh - Ocean’s 11 BESTI LEIKARINN Viggo Mortensen - The Two Towers Mike Myers - Goldmember Tom Cruise - Minority Report Tom Hanks - Road To Perdition Colin Farrell - Minority Report BESTA LEIKKONAN Jennifer Connelly - A Beautiful Mind Kirsten Dunst - Spider-Man Halle Berry - Die Another Day Miranda Otto - The Two Towers Hilary Swank - Insomnia BESTI NÝLIÐINN Cillian Murphy - 28 Days Later Rosamund Pike - Die Another Day Parminder Nagra - Bend It Like Beckham Martin Compston - Sweet Sixteen Neil Marshall - leikstj. fyrir Dog Soldiers ZETA JONES Catherine Zeta Jones fer með eitt aðalhlut- verkanna í „Chicago“. Tónlist við „Chicago“: Næst- söluhæst TÓNLIST Plata með tónlistinni við söngvamyndina „Chicago“ hefur náð öðru sæti á lista yfir sölu- hæstu plötur Bandaríkjanna. Sala á plötunni jókst um tæplega 11% í síðustu söluviku, sem lauk þann 26. janúar. Eftir tvær vikur á list- anum hefur platan selst í tæplega 176 þúsund eintökum. Söngkonan Norah Jones er enn í efsta sæti listans með fyrstu plötu sína,“ Come Away With Me“. Gripurinn hefur alls selst í rúm- lega þremur milljónum eintaka. ■ ÚTSALA 20-70% Síðasti dagur á morgun BLÁU HÚSIN FAXAFENI SÍMI 553 6622 OPIÐ FÖSTUDAG 10-18 OG LAUGARDAG 10-16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.