Fréttablaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 10
Þegar líður að kosningum verð-ur allt pólitískt. Meira að segja
fiskurinn í sjónum. Það er auðvit-
að hápólitískt mál hvernig afla-
heimildum er úthlutað, hvort og
þá hvað er rukkað fyrir þá úthlut-
un og hvort hún byggi á sókn skip-
anna eða lönduðum afla. En fisk-
urinn sjálfur hefur verið ópóli-
tískur hingað til. Um það hefur
verið breið sátt að það sé Haf-
rannsóknastofnunar og fiskifræð-
inga að ákvarða
leyfilegan há-
marksafla af Ís-
landsmiðum. Sjáv-
arútvegsráðherrar
hafa reyndar bætt
tonni og tonni við
ráðleggingar Haf-
rannsóknastofnun-
ar en undanfarin
mörg ár hafa þeir
að mestu látið
fræðingum eftir að
leggja línurnar. Það eru því nokk-
ur tíðindi þegar Davíð Oddsson
forsætisráðherra lofar kjósend-
um 30 þúsund fleiri þorsk-
veiðitonnum á næsta fiskveiðiári.
Davíð byggir þetta loforð á góðri
útkomu í togararallinu. Fiski-
fræðingar ætla hins vegar mánuð
í það minnsta til að lesa úr niður-
stöðum rallsins. En það skiptir
kannski ekki máli. Davíð hefur
lofað 30 þúsund tonnum; það gera
næstum 4 milljarðar í aflaverð-
mæti og hátt í 7 milljarða í auknar
útflutningstekjur. Eða 2 milljarða
í auknar tekjur handa níu stærstu
útgerðarfyrirtækjunum sem eiga
um helminginn af kvótanum.
Þessi útleikur Davíðs í kosn-
ingabaráttunni leiðir hugann að
fullyrðingum hans um hversu
seinþreyttur hann er til kosninga-
loforða. Undanfarna tvo mánuði
hefur hann lofað okkur 6,3 millj-
örðum í vegaframkvæmdir og
annað atvinnuskapandi, 27 millj-
arða skattalækkun og nú 7 millj-
örðum með tilkomu fleiri fiska í
sjónum. Þetta eru rúmir 40 millj-
arðar. Hvað veldur þessum
skyndilegu sinnaskiptum manns
sem áður lifði eftir sömu línu og
amma mín? Hún sagði mér að lofa
aldrei neinu því þá myndi ég
aldrei svíkja neinn.
Reyndar er þetta misminni hjá
Davíð. Hann lofaði til dæmis að
koma á sátt um sjávarútvegs-
stefnuna á landsfundi Sjálfstæðis-
manna fyrir síðustu kosningar.
Hann lofaði einnig áframhaldandi
hagsæld og stöðugleika en það
hvort tveggja brast um mitt kjör-
tímabil; upp úr páskum 2001. Þá
hrundi verðbréfamarkaðurinn
saman, krónan féll, verðbólgan
tók kipp og kjarkur og bjartsýni í
atvinnulífinu þvarr. Auðvitað var
það ekki Davíð að kenna. Að
stærstum hluta var þetta afleið-
ing af niðurdýfu alþjóðlegs efna-
hagsástands – alveg eins og hag-
sældin árin á undan átti rætur að
rekja til hagstæðra erlendra skil-
yrða. En loforð Davíðs um stöðug-
leika og hagsæld fyrir kosning-
arnar 1999 var innantómt. Það var
ekki í hans hendi – ekki frekar en
fjölgun fiskanna í sjónum. Hann
gat hins vegar lofað styrkri stjórn
í gegnum harða tíma jafnt sem
góða tíma. Það má síðan deila um
hvernig núverandi ríkisstjórn
stóð sig í því máli. Alveg eins og
menn geta, ef þeir vilja, deilt um
hvort meiri sátt sé um sjávarút-
vegsstefnuna núna en fyrir lands-
fundinn 1999.
En ástæða þess að Davíð kýs
nú að leggja 40 milljarða undir í
kosningunum held ég að sé í anda
þess að tilgangurinn helgi meðal-
ið. Tilgangur Davíðs er að halda
völdum; tryggja Sjálfstæðis-
flokknum áfram forystuhlutverk í
ríkisstjórn. Meðölin eru aflaheim-
ildir, jarðgöng og vegir og hætta á
þenslu vegna skattalækkana – eða
í það minnsta trú kjósenda á að
þetta sé í boði. Þessi loforð Davíðs
segja meira um mat hans á mikil-
vægi þess að hann sé í stjórnar-
ráðinu en að þau séu gáfulegt inn-
legg í stjórn efnahags- og sjávar-
útvegsmála. Hann virðist meta
það sem svo að aðalatriðið sé að
hann sé í stjórnarráðinu. Þá redd-
ast efnahagsmálin, fiskveiðarnar
og allt hitt. Einhvern veginn. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um kosningaloforð.
12 16. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Það var fróðlegt að fylgjast meðumræðum stjórnmálaleiðtog-
anna í sjónvarpinu í gær. Ekki
vegna þess að þar væru settar
fram ferskar hugmyndir eða
ferskir vindar blésu yfir vötnun-
um. Ekki heldur vegna þess að
eitthvað kæmi manni á óvart. Ég
velti því fyrir mér þegar ég hlust-
aði á umræðurnar af hverju þær
þyrftu að vera svona hræðilega
leiðinlegar og af
hverju þættirnir
skyldu vera byggð-
ir upp á nákvæm-
lega sama hátt ára-
tug eftir áratug.
Þetta er orðið dálít-
ið þreytt fyrir-
komulag á pólitísk-
um skoðanaskipt-
um. Pólitík þarf ekki að vera
svona leiðinleg þó að um sé að
ræða grafalvarleg mál. Mér fund-
ust umræðurnar um daginn hins
vegar fróðlegar, ekki síst vegna
þeirra mála sem ekki er fjallað
um, þeirra spurninga sem hefði
þurft að spyrja og fá svör við en
ekki var spurt um.
Siglufjarðargöng
Ekki var spurt hvort rétt sé að
grafa svonefnd Siglufjarðargöng,
hvað það muni kosta og hvort
áætluð umferð um þau réttlæti
þessa framkvæmd. Eðlilegt var
einnig að spyrja hvort Siglufjarð-
argöng væru brýnni framkvæmd
í samgöngumálum en að eyða
dauða- og slysagildrum á fjölförn-
ustu þjóðvegum landsins. Við vor-
um í fyrra með hvað hæstu dánar-
tíðni í umferðinni á Norðurlönd-
um. Hönnun umferðarmannvirkja
skiptir miklu fyrir öryggi fólks og
víða eru slysa- og dauðagildrur.
Hvað er þá brýnasta forgangs-
verkefnið miðað við heildarhags-
muni fólks? Siglufjarðargöng?
Fleiri brýn atriði voru heldur ekki
rædd.
Decode-víxillinn
Hvað með Decode-víxilinn í
formi ríkisábyrgðar upp á 20
milljarða króna? Á að samþykkja
hann eftir kosningar? Skiptir það
ekki máli hvort þessi ábyrgð verð-
ur veitt? Skiptir það ekki máli
hvort stjórnmálamenn telja eðli-
legt að ríkið gangist almennt í
ábyrgð fyrir einkafyrirtæki?
Mörg sveitarfélög hafa brennt sig
á að gangast í ábyrgð fyrir svo-
nefnd atvinnuskapandi fyrirtæki
og ríkið hefur í marga áratugi eytt
verulegum fjármunum í alls kyns
gæluverkefni og fjárstuðning við
aðila sem fyrirsjáanlegt var að
gætu aldrei greitt þau lán sem
þeim voru útveguð á vildarkjör-
um frá ríkinu. Er eðlilegt að halda
slíkri starfsemi áfram eða er eðli-
legt að hætta því og nota fjármun-
ina fyrir fólkið í landinu en neita
áhætturekstri um fyrirgreiðslu af
þessu tagi? Í flestum tilvikum
fellur ábyrgðin og hefur fallið á
ríkisvaldið eða sveitarfélögin. Er
það réttlætanlegt að halda því
áfram? Spurningin er: því ætla
stjórnmálamennirnir að skrifa
upp á Decode-víxilinn eftir kosn-
ingar? Hvað kemur fólkinu best?
Ekki að sólunda peningum þess í
áhættu- og gæluverkefni.
Stjórnmál verða að snúast um
heildarhagsmuni, ekki sérhags-
muni. Hvað með aukið einstak-
lingsfrelsi og athafnafrelsi? Þarf
ekki að gefa einstaklingunum
rýmri heimildir?
Rangar áherslur
Hvað með verðtrygginguna?
Er hún eða hefur hún verið eðlileg
eða afsakanleg undanfarin ár?
Hvernig stendur á því að vextir
hér skuli vera hærri en annars
staðar í Evrópu og við skulum þar
á ofan vera með verðtryggð lán?
Er eðlilegt að skuldasöfnun heim-
ilanna í landinu skuli vera svona
mikil?
Síðast en ekki síst, af hverju er
kosningarétturinn áfram svona
ójafn þrátt fyrir breytingar á
kosningalöggjöf? Er það ásættan-
legt? Á ekki að vera jafnrétti og
jafnræði á öllum sviðum? Megin-
atriðið er að það þarf að siðvæða
íslensk stjórnmál og leggja
áhersluna á heildarhagsmuni
fólksins en ekki sérhagsmuni.
Stjórnmálamenn hafa nógu
lengi sett reglur sem heimila sér-
hagsmunaöflum að vera á beit í
buddunni hjá þér með þeim afleið-
ingum að skattar eru of háir, mat-
arverð er of hátt, vextir eru of
háir og við búum einir við verð-
tryggingu í ofanálag. Er ekki
kominn tími til að breyta þessum
röngu áherslum? ■
Sauðfjár-
bændur
kvarta
Herdís Þorvaldsdóttir leikari skrifar:
Offramleiðsla á kjöti, aðallegakindakjöti, virðist vera orðið
hálfgert náttúrulögmál sem eng-
inn ræður við á hverju hausti, rík-
iskassanum til skaða. Að ekki sé
talað um beitarlöndin sem ekki
þola áganginn og eru svo skemmd
að uppblástur blasir við og gróð-
urrindar á hálfnöktum fjöllunum
okkar skríða stöðugt neðar undan
naginu á köntunum. Á hálendið er
beitt þó það sé víða að verða ör-
foka.
Bændur vilja fá meiri tekjur
þrátt fyrir að framleiðslan seljist
ekki. Er það þetta sem þeir vilja,
meiri styrki til að halda áfram að
framleiða haugakjöt? Útflutning-
ur borgar sig aldrei. Þó er búið að
sóa meira en 250 milljónum úr
ríkiskassanum bara til að reyna
að markaðssetja eitthvað af þessu
kjötfjalli sem er nært er á hverf-
andi gróðri landsins. Hvað á að
gera? Hvað gera aðrar stéttir þeg-
ar offramboð er af einhverri vöru,
til dæmis kaupmenn? Ef sam-
keppnin er of mikil þá fækkar
verslunum í greininni. Sama gild-
ir um aðrar stéttir, eftirspurnin
markar tekjurnar. Bændur hafa
þó sínar jarðir sem þeir geta haft
tekjur af. Til dæmis eiga þeir
veiðiréttindi eða skógrækt og
svona mætti lengi telja. Sóma-
kærum mönnum getur ekki liðið
vel vitandi að þeir eru að fram-
leiða vöru að óþörfu sem krefst
rányrkju af skemmdu landinu
okkar allra.
Íslands er æ oftar getið á ráð-
stefnum sem dæmis um gróður-
skemmdir og eyðimerkur. Þetta
er rýrnun á landgæðum sem bitn-
ar á þeim sem landið erfa. Við
verðum að fara að stunda ræktun-
arbúskap á þessu landi áður en
vandinn er orðinn óviðráðanleg-
ur. ■
Um daginnog veginn
JÓN
MAGNÚSSON
■
hæstaréttarlögmaður
skrifar um sérhags-
muni og stjórnmála-
menn.
Ég spyr
■ Bréf til blaðsins
Loforðin komin
yfir 40 milljarða
Gissur Pétursson
forstöðumaður Vinnumálastofnunar
Innlendir kunnáttumenn
Fyrst verður leitað að innlendum kunnáttumönnum
áður en gefin verða út atvinnuleyfi til erlendra kunn-
áttumanna vegna virkjunarframkvæmda á Austurlandi.
Atvinnuleyfi eru í sjálfu sér ekki veitt nema það sé ljóst
að þessir kunnáttumenn fáist ekki eða að vinnuafl skorti
í landinu. Það eru miklar væntingar tengdar þessum
virkjunarframkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun. At-
vinnuleysi er staðreynd og það er okkar verk að sjá til
þess að íslenskur vinnumarkaður sé fyrst kannaður og
að fullreynt sé að ekki sé möguleiki að manna í störfin.
Við trúum því að innlent vinnuafl sé nægjanlegt. Þá ber
að hafa í huga að ekki er einungis um atvinnulausa að
ræða heldur þá sem hafa hug á að skipta um starf.
Sigurður Arnalds
verkfræðingur hjá Landsvirkjun
Ísland aðili að EES
Landsvirkjun hefur áætlað að hlutur íslensks
vinnuafls við Kárahnjúkavirkjun verði mjög hár.
Fyrirhugað er útboð á tvær stórar stíflur í haust og
eins á eftir að bjóða út framkvæmdir á Jökulsá í
Fljótsdal. Þá eru í útboði framkvæmdir við stöðvar-
húsið og göngin þar. Allt eru þetta framkvæmdir
sem bjóða upp á að íslenskir verktakar séu sam-
keppnishæfir og reynslan hefur sýnt að þeir eru
sterkir í svona útboðum.
Impregilo er ekki með nema u.þ.b. helming af
verkinu í kostnaði. Þegar Ítalirnir létu hafa eftir sér
að hlutur erlends vinnuafls hjá þeim yrði 60-70% var
ekki búið að semja við Arnarfell á Akureyri.
Erlent eða innlent vinnuafl við Kárahnjúka
Skiptar skoðanir
■ Af Netinu
Vestfjarðafjandi
Einkennilega virðist samansett-
ur Þorsteinn Már Baldvinsson
forstjóri Samherja. Hann er þó
örugglega ekki ólíkindatól, því
einu má alltaf treysta; í hvert
sinn sem hann opnar sinn hvopt
til þess að tala um sjávarútvegs-
mál, hreytir hann ónotum og
helst líka rógi í Vestfirðinga.
EINAR K. GUÐFINNSON Á HEIMASÍÐU SINNI, EKG.IS
Skjóta sig í fótinn
Ef ekki væri fyrir Sameinuðu
þjóðirnar og NATO þá væri Ís-
land auðveld bráð fyrir lönd sem
vildu hernema fiskimið okkar.
Að Ísland skuli taka þátt í að
grafa undan samtryggingarafli
Sameinuðu þjóðanna er fádæma
vanhugsað.
SIGURÐUR INGI JÓNSSON Á XF.IS
eitthvað við allra hæfi!
gisting,
afslöppun,
sauna,
heitir pottar,
grillveislur,
hlaðborð,
tilboð fyrir
hópa/
fyrirtæki
Velkomin!
upplýsingar og bókanir í síma: 487-6591
leirubakki@leirubakki.is /www.leirubakki.is
Leirubakki, Landsveit
Þægindi nútímans sjarmi fjallanna
Hvar annarsstaðar, um páskana.... ...............
upplýs. og bókanir í síma/fax: 487-6591 / 487-6692
Ógleymanleg páskahelg
við jaðar öræfanna !!
Víkingalaugin
Ógleymanleg helgi á Leirubakka, útivist, gönguferðir, hestaleiga, hestaferðir. www.leirubakki.is leirubakki@leirubakki.is
Leirubakk
Sérhönnum pakka fyrir þinn hóp, þitt fyrirtæki
Landsveit
Ítalska fyrirtækið Impregilo hyggst ráða að meirihluta erlent vinnuafl við Kárahnjúka.
■
Stjórnmála-
menn hafa
nógu lengi sett
reglur sem
heimila sér-
hagsmunaöflum
að vera á beit í
buddunni hjá
þér.
■
Þessi loforð
Davíðs segja
meira um mat
hans á mikil-
vægi þess að
hann sé í
stjórnarráðinu
en að þau séu
gáfulegt innlegg
í stjórn efna-
hags- og sjávar-
útvegsmála.