Fréttablaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 2003
GRÆNIR VORBOÐAR
Fyrsta uppskeran af íslenskum grænum paprikum er komin í verslanir. Þessi árlegi vor-
boði er seinna á ferðinni en oft áður vegna veðurs. Þótt gróður utandyra sé óvenju
snemma á ferð er birtan mikilvægari gróðurhúsaplöntum en hitastigið. Nú er um að gera
að hafa þetta holla og næringarríka grænmeti á borðum og fylla sig af vítamínum fyrir
sumarið.
OPNUNARTÍMI:
Föstudagurinn langi 18. apríl 11:00-22:00
Laugardagurinn 19. apríl 11:00-22:00
Páskadagur 20. apríl 13:00-22:00
Annar í páskum 21. apríl 11:00-22:00
Miðaverð kr. 1.000,-
Frítt fyrir 12 ára og yngri
SPL Sound/Græju keppni
Keppnin hefst laugardaginn 19. apríl
kl. 15:00 Skráning á staðnum!
Sterkustu bræður Íslands
koma og lyfta bílum! kraftmiklir menn
mæta laugardaginn 19. apríl kl. 17:00
STÓRS†NINGIN
BÍLADELLA 2003
HJÓL • TORFÆRUBÍLAR • SÉR INNFLUTT SÝNINGARTÆKI FRÁ SVÍÞJÓÐ
18. - 21. APRÍL Í SÝNINGARSAL B&L, GRJÓTHÁLSI 1.
BÆKUR Kraftur, stuðningsfélag
ungs fólks sem greinst hefur með
krabbamein og aðstandendur
þeirra, gaf í gær út bókina Lífs-
kraftur. Undirtitill hennar er: þeg-
ar lífið tekur óvænta stefnu.
Frá stofnun stuðningsfélagsins
Krafts 1. október 1999 hefur það
verið á döfinni að safna saman
nauðsynlegum, nytsömum og
áhugaverðum upplýsingum fyrir
krabbameinssjúklinga og aðstand-
endur þeirra. Eitt af markmiðum
félagsins er að stuðla að því að
hver einstaklingur þurfi ekki að
leita langt eftir grunnupplýsing-
um sem sjálfsagt er að séu fyrir
hendi þegar sjúkdómur greinist.
Bókin bætir úr þessari þörf. Hún
verður ekki seld heldur dreift með
aðstoð hjúkrunarfræðinga
krabbameinsdeilda. Þá er bókin
aðgengileg á netinu á heimasíðu
samtakanna, kraftur.org. ■
BÆTIR ÚR ÞÖRF
Bókin Lífs-kraftur
bætir úr brýnni þörf
þeirra sem greinast
með krabbamein og
aðstandenda þeirra.
Upplýsingar fyrir
krabbameinssjúka
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI