Fréttablaðið - 16.04.2003, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 2003 23
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Tilboð 700 kr.
CHARLOTTE GRAYkl. 5.45, 8 og 10.20 CRUSH kl. 5.50 og 8 ABOUT SCHMIDT kl. 5.45 Tilboð 700 kr.
ABRAFAX OG SJÓR. Tilboð 400 kr. kl. 4 kl. 5.45 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 12 ára Sýnd kl. 10.10 THE HOURS b.i. 12 kl. 8
CHICAGO b.i. 12 kl. 8
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10 b.i. 14 ára
Sýnd kl. 8 og 10.10 b.i. 12 ára
COMEDIAN kl. 10.20
EL CRIMEN DEL PADRE AMAR kl. 6
GOOD GIRL kl. 6
GAMLE MÆND I NYE Biler kl. 6
KVIKMYNDAHÁTIÐ 101
Fjórða breiðskífa bandarískurokksveitarinnar Deftones er
væntanleg í búðir 19. maí. Platan,
sem heitir einfaldlega nafni sveit-
arinnar, er ellefu laga. Fyrsta smá-
skífan „Minerva“ kemur út viku
fyrir útgáfu stóru plötunnar, eða
þann 12. maí. Lagið „Lucky You“
verður notað í væntanlegri fram-
haldsmynd „The Matrix“.
Upptökustjóri plötunnar var
Terry Date, sá sami og gerði síð-
ustu skífu „White Pony“ með sveit-
inni árið 2000. Í kringum útgáfuna
leggur Deftones í tónleikaferðalag
um Bandaríkin í för með Metallicu,
Limp Bizkit og Linkin Park.
Lagalistinn á nýju plötunni er
sem hér segir; „Hexagram“,
„Needles and Pins“, „Minerva“,
„Good Morning Beautiful“,
„Deathblow“, „When Girls Tele-
phone Boys“, „Battle-Axe“,
„Lucky You“, „Bloody Cape“,
„Anniversary of an Uninteresting
Event“ og „Moana“. ■
Deftones:
Fjórða
breiðskífan
kemur í maí
Robert Del Naja, höfuðpaurMassive Attack, tjáði sig í
fyrsta skiptið um handtöku hans og
ákæruna um að hafa haft barna-
klám inni á tölvu sinni. Del Naja
neitaði að gefa viðtöl á meðan mál-
ið stóð yfir en gaf NME viðtal eftir
að kærurnar voru felldar niður.
Herferð breskra yfirvalda til að
útrýma barnaklámi á Bretlandi
varð til þess að spjótin beindust að
Del Naja. Krítarkortsnúmer hans
fannst á skrá hjá netfyrirtæki sem
hefur í gegnum tíðina rekið hund-
ruð vefsvæða, þar á meðal síður
með barnaklámi. Del Naja hafði
borgað 3 dollara til þess árið 1999.
„Ég var í London þegar vinur
minn hringdi í mig og sagði mér að
hann hefði þurft að hleypa lögregl-
unni inn í húsið mitt,“ segir Del
Naja. „Þeir tóku allt, allar mynd-
bandsspólur, minniskubba, harða
diska og grandskoðuðu allt í heilan
mánuð. Þeir fundu ekki neitt.“
Del Naja segist hafa íhugað að
fara í skaðabótamál við lögregluna
en ákvað síðar að falla frá því. „Það
myndi bara taka langan tíma og
verða dýrt. Ég vil ekki að líf mitt
snúist um þetta lengur. Ég vil ekki
eyða peningunum mínum í þetta.“
Áður en kærurnar voru felldar
niður hóf Massive Attack tónleika-
ferð um heiminn. Þegar mestu læt-
in stóðu yfir kom sveitin fram á
tónleikum í Ástralíu og Nýja-Sjá-
landi. Del Naja segir það hafa ver-
ið afar erfiðan tíma.
Í viðtalinu segist hann enn lenda
í vandræðum vegna ásakananna. ■
Höfuðpaur Massive Attack:
Tjáir sig um
barnaklámsmálið
■ TÓNLIST
ROBERT DEL NAJA
Höfuðpaur Massive Attack segir það hafa
verið versta tíma ævi sinnar þegar hann
var grunaður um að eiga barnaklám.
■ TÓNLIST
DEFTONES
Síðasta plata Deftones var mögnuð og það
gæti orðið erfitt fyrir liðsmenn sveitarinnar
að fylgja henni eftir.