Fréttablaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 MÁNUDAGUR 25. ágúst 2003 – 201. tölublað – 3. árgangur FEGINN AÐ HEYRA GRÁTINN Fimm ára stúlku var bjargað frá drukknun í Breiðholtslaug á laugardag. Stelpan varð viðskila við foreldra sína er þeir voru í gufu- baði og fór út í dýpri enda sundlaugarinnar. Sjá bls. 2 MINNKANDI LÍKUR Á FLEIRI SKJÁLFTUM Jarðeðlisfræðingar segja að líkur á öðrum stórum skjálfta á Krýsuvík- ursvæðinu fari minnkandi. Annar skjálfti kæmi að líkindum austan eða vestan meg- in við upptök síðasta skjálfta en þar er allt með kyrrum kjörum. Sjá bls. 4 SIV TILBÚIN AÐ ENDURSKOÐA ÁKVÖRÐUNINA Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og varafor- maður umhverfisnefndar Alþingis, hyggst leggja til við umhverfisnefnd að horfið verði frá þriggja ára banni við rjúpnaveið- um. Sjá bls. 2 BANKARÆNINGJAR Á FLÓTTA UNDAN RÉTTVÍSINNI Rúmlega fer- tugur bandarískur karlmaður og 28 ára gömul kona sem höfðu verið á flótta undan réttvísinni árum saman voru handtekin í Höfðaborg í Suður-Afríku. Sjá bls. 6 ● skemmtilegur pallbíll ▲ SÍÐUR 16-17 bílar o.fl. Á bíl eins og forsetinn Jónas Hermannsson: BARÁTTULEIKUR Í KAPLAKRIKA FH tekur á móti ÍBV í síðasta leik 15. um- ferðar í Landsbankadeild karla í fótbolta. og hefst leikurinn kl. 18.30. Sjá nánar: DAGURINN Í DAG STÓRSIGUR KR-INGA KR sigraði Fylki 4-0 í Vesturbænum í gær. Með sigrinum eru KR-ingar komnir með 4 stiga forystu í Landsbanka- deildinni í knattspyrnu. Arnar Gunnlaugsson skoraði þrennu og Veigar Páll Gunnarsson skoraði eitt mark. ● áhugaverðar eignir ▲ FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Vörulisti Ikea á leiðinni Jóhannes Jóhannesson: VEÐRIÐ Í DAG HLÝTT OG GOTT VEÐUR Höfuðborg- in verður þurr en stöku dropar norðan- og austan til. Sjá nánar á bls. 6. 58 ára í dag Magnús Eiríksson: Brosti í gegnum tárin gistiheimilið stöng mývatnssveit Svala Gísladóttir: Keypti 4 herbergi á Hótel Sögu ▲ SÍÐA 12 ▲ SÍÐA 30 HVALVEIÐAR Ljósmyndara AP- fréttastofunnar tókst að ná mynd- um síðdegis á laugardag þegar hrefna var dregin um borð í Njörð KÓ vestur undan strönd Íslands. Myndirnar hafa verið sýndar víða í Evrópu og hafa vakið hörð við- brögð dýraverndunarsinna. Myndirnar sýna vísindamenn að störfum og eins þegar hrefnan er blóðguð. Sýna myndirnar blóði drifinn sjóinn umhverfis bátinn. Haft var eftir Jil Saunders, tals- manni alþjóðlegra dýraverndun- arsamtaka, við AP-fréttastofuna að vegna veiðanna væri sorgar- dagur runninn upp fyrir íslensku þjóðina. Sér byði við þessum myndum. Þarna væri sýndur dauði einnar af stærstu og gáfuð- ustu skepnum jarðar. Sex hrefnur hafa nú verið veiddar en stefnt er að því að veiða þrjátíu og átta hrefnur í vís- indaveiðum Hafrannsóknastofn- unar. Standa veiðarnar yfir til loka septembermánaðar. ■ Myndir af blóðugum hvalveiðum sýndar víða um Evrópu: Vekja hörð viðbrögð HREFNA DREGIN UM BORÐ Í NJÖRÐ Tökumenn voru staddir um borð í Eldingu í um mílufjarlægð frá Nirði KÓ. Var þeim hleypt að bátnum eftir að búið var að skjóta hrefnuna. Skólinn byrjaður: Ökumenn sýni aðgát LÖGREGLUMÁL Lögreglan vill koma þeim tilmælum til ökumanna að gæta sérstakrar varúðar í um- ferðinni á næstunni. Ástæðan er að mörg þúsund grunnskólabörn mæta í skólann. Mikilvægt er að sýna börnunum aðgát og tillits- semi í umferðinni. Grunnskólar verða settir í Reykjavík og Mos- fellsbæ í dag. Lögreglan bendir ökumönnum á að draga úr hraða og vera viðbún- ir að börn hlaupi óvænt út á göt- una. Mörg hundruð börn eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni og segir lögregla að þeim þurfi að sýna sérstaka tillitssemi og gefa þeim tíma til aðlögunar. Æskilegt sé að foreldrar fylgi yngstu börn- unum fyrstu dagana í skólann. ■ Kjósendur Samfylkingar: Vilja Ingibjörgu STJÓRNMÁL Yfirgnæfandi meiri- hluti kjósenda Samfylkingarinn- ar, 87,3%, vill sjá Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur í stól formanns fylkingarinnar samkvæmt könn- un sem Gallup framkvæmdi í júní og júlí, að sögn fréttastofu RUV. Aðeins 12,7% aðspurðra vilja Öss- ur áfram í stóli formanns. Að könnuninni stóðu stuðnings- menn Ingibjargar innan flokksins en spurt var hvort þeirra Ingi- bjargar eða Össurar yrði fyrir valinu ef gengið yrði til formanns- kosninga á landsfundi Samfylk- ingarinnar í haust. Úrtakið var 2.300 manns og svarhlutfall tæplega 70%. ■ SKOÐANAKÖNNUN Um 57% lands- manna yrðu ósátt ef ríkisstjórn Bandaríkjanna myndi kalla bandaríska herliðið á Keflavíkur- flugvelli heim. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði á laugardaginn. Rúmlega 28% landsmanna segjast vera sátt ef herinn fari en 15% segjast óákveðin. Ef aðeins þeir sem tóku afstöðu eru skoðað- ir kemur í ljós að 33% eru sátt en 67% ósátt. „Það kemur ekki á óvart að meirihluti fólks hafi áhuga á að varnarliðið á Keflavíkuflugvelli verði hér áfram,“ segir Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, sem situr í utnarík- ismálanefnd. „Þetta er mikil lífæð fyrir Suðurnesin og landið í heild sinni og ósköp skiljanlegt að þessi verði niðurstaðan. Ég er sjálf hlynnt veru varnarliðsins og er ánægð með framgöngu forsætis- ráðherra og utanríkisráðherra í sumar. Varnarliðið verður áfram og það ber að þakka það.“ Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstri grænna, er á öðru máli en Drífa, enda vilja Vinstri græn- ir herinn burt. „Mér finnst standa upp úr að tæplega 30% eru okkur sam- mála,“ segir Ögmundur. „Ég fagna öllum þeim sem eru mér sammála um það að Ísland verði herlaust land. Það er alveg sama hversu fáir taka afstöðu með mér og mín- um flokki í þessu máli, öllum ber að fagna en að sama skapi verður að virða vilja meirihlutans.“ Nokkur munur er á afstöðu kynjanna til málsins. Töluvert stærri hluti karla en kvenna segist vera sáttur við hugsanlegt brotthvarf hersins. Einnig er munur á afstöðu fólks eftir bú- setu. Hærra hlutfall landsbyggð- arfólks en íbúa í þéttbýli segist vera ósátt ef herinn fari. Úrtakið í könnuninni var 800 manns og tóku 81,9% aðspurðra afstöðu. Spurt var: Yrðir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef ríkis- stjórn Bandaríkjanna kallaði bandaríska herinn á Keflavíkur- flugvelli heim? ■ Meirihlutinn ósáttur ef herinn fer Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins yrði meirihluti landsmanna ósáttur ef herinn færi af Keflavíkurflugvelli. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. Þingmaður Vinstri grænna er á öðru máli. DRÍFA HJARTARDÓTTIR Ánægð með fram- göngu forsætisráð- herra og utanríkis- ráðherra. ÖGMUNDUR JÓNASSON „Mér finnst standa upp úr að tæplega 30% eru okkur sammála.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.