Fréttablaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 19
fast/eignirMÁNUDAGUR 25. ágúst 2003 Sími 517 1500 • Sætún 4 • 105 Reykjavík Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Allar Teknos vörur skv. ISO 9001 gæðastaðli. w w w . i s l a n d s m a l n i n g . i s ÍSLANDS MÁLNING akrýlHágæða málning Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Veldu náttúruliti frá Íslandsmálningu GEIRSGATA 1 Var vigtarhús og söluturn en nú er verið að taka það í gegn. Uppáhaldshúsið/ Ætti að vera upp- lýsinga- miðstöð Ja, mér dettur strax í hug gamlahafnarvigtin á horni Mýrar- götu og Geirsgötu,“ segir Jón Guðmundsson, arkitekt á arki- tektastofunni Arkís, þegar hann er spurður um uppáhaldshúsið í Reykjavík. Húsið er í mikilli nið- urníðslu en verið er að taka það í gegn. Það var teiknað af Einari Sveinssyni og Gunnari H. Ólafs- syni og reist árið 1946. „Ég hef ákveðnar hugmyndir um hvað ætti að vera í þessu húsi. Þetta ætti að vera upplýsingamiðstöð fyrir höfnina. Þarna fáum við reglulega glæsilegustu skip flot- ans og það er mikil saga sem fylg- ir þessum skipum. Almenningur og ferðamenn gætu þá fengið upplýsingar um skipin í húsinu. Jón er mjög hrifinn af fúnkis- stefnu í arkitektúr. „Þetta eru hálfgerð trúarbrögð hjá manni,“ segir Jón, sem gjarnan vildi skoða fúnkisperlu þá sem falin er undir brúnni bárujárnsklæðningu í El- liðaárdal. „Ég hef séð myndir af gömlu gufuaflsstöðinni hjá Orku- veitunni. Þarna finnst mér að ætti að vera nútímalistasafn.“ ■ Byggingarlist/ Sýning Arkitektafélag Íslands stendurfyrir sýningu á norrænni byggingarlist að Skólavörðustíg 14. Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin daglega kl. 14 til 22. Arkitektafélög allra Norður- landa stóðu að gerð sýningarinn- ar á síðasta ári og var hún haldin í sendiráðum norrænu þjóðanna í Berlín 2002 í tengslum við fund alþjóðasamtaka arkitekta, UIA, The I. World Congress of Architecture. Sýningin er far- andsýning og kemur frá Dan- mörku. Hún er styrkt hingað til lands meðal annars af Skipulags- og byggingarsviði og Menningar- borgarsjóði. ■ Tryggingar fyrir húseign eruannars vegar skyldutryggingar eins og brunatryggingar og hins vegar frjálsar tryggingar sem bæta tjón á húseigninni sjálfri af öðrum orsökum, til dæmis vegna vatns, innbrota, óveðurs og fleira. Til eru tvenns konar brunatrygg- ingar húseigna. Í fyrsta lagi er um að ræða brunatryggingu húss í smíðum. Þessa tryggingu verða all- ir húseigendur að taka samkvæmt lögum meðan hús þeirra er í bygg- ingu. Í öðru lagi er um að ræða brunatryggingu húseigna eftir að búið er að taka hús í brunabótamat. Brunatrygging húseignar er lög- boðin trygging sem bætir tjón af völdum eldsvoða. Öllum húseigend- um er skylt samkvæmt lögum að vátryggja allar húseignir gegn elds- voða, þar með talið íbúðarhús, gripahús og hlöður á bændabýlum, geymslur og hús í smíðum. Þá er einnig um að ræða tvenns konar tryggingar fyrir húseignina. Í fyrsta lagi byggingatryggingu, sem tryggir hús í smíðum fyrir ýmsum óhöppum sem upp geta komið. Í öðru lagi er húseigenda- trygging sem er tekin eftir að byggingu hússins lýkur. Húseigendatrygging er eigna- trygging sem bætir tjón á húseign- inni sjálfri, til dæmis vegna vatns, innbrots, óveðurs og fleira. ■ Húseigendatryggingar/ Hugað að tryggingu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.