Fréttablaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.08.2003, Blaðsíða 6
6 25. ágúst 2003 MÁNUDAGURVeistusvarið? 1Hvar voru upptök jarðskjálftans að-faranótt laugardags? 2Hvað vill formaður Landssambandsveiðifélaga láta gera við norskan kyn- bættan eldislax? 3Hver sigraði í Formúlu 1 kappakstr-inum í Ungverjalandi? Svörin eru á bls. 26 Þúsundir voru viðstaddar jarðarför Hamas-leiðtoga: Hótanir á báða bóga GAZA-BORG, AP Ísraelskir ráðamenn hafa varað við því að þeir hyggist halda áfram að taka af lífi leiðtoga palestínskra andspyrnuhreyfinga ef Palestínumenn byrji ekki þegar í stað að handtaka og afvopna víga- menn. Ísraelskar hersveitir hafa umkringt Gaza-borg og gert ítrekuð áhlaup á borgina Jenín á Vestur- bakkanum. Tugir þúsunda Palestínumanna voru viðstaddir jarðarför Hamas- leiðtogans Abu Shanab, sem féll fyr- ir hendi ísraelskra hersveita. Mann- fjöldinn hótaði hefndum og palest- ínskir ráðamenn ítrekuðu að vegna morðsins á Shanab yrði hætt við boðaðar aðgerðir palestínskra ör- yggissveita gegn vígamönnum. Hamas og samtökin Íslamskt Ji- had hafa aflýst vopnahléinu sem tók gildi fyrir tveimur mánuðum og heitið því að standa fyrir fleiri sjálfsmorðsárásum á Ísraela. Nokkrir ungir Hamas-liðar skutu heimagerðum eldflaugum inn fyrir landamæri Ísraels við Gaza-strönd- ina auk þess sem sprengjum var varpað á landnemabyggðir gyðinga á Gaza-ströndinni. Þrjú hús skemmdust í árásunum en enginn meiðsl urðu á fólki. ■ Sendiherrar funda: Ræða hvalveiðar STJÓRNMÁL Sendiherrar Íslands erlendis koma saman til fundar í utanríkisráðuneytinu á mánu- daginn og þriðjudaginn. Í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu segir að tilgangur- inn sé að ræða helstu pólitísku áherslumálin á Íslandi, sam- ræma starfið og skiptast á upp- lýsingum um störf og starfs- hætti sendiráðanna. Á meðal mála sem á að ræða eru alþjóða- mál, öryggis- og varnarmál, Evr- ópumál, umhverfismál, rekstr- armál sendiráða, þjóðréttarmál, þróunarsamvinna og sjávarút- vegsmál, þ.m.t. hvalveiðar. ■ SUÐUR-AFRÍKA, AP Rúmlega fertug- ur bandarískur karlmaður og 28 ára gömul kona sem höfðu verið á flótta undan réttvísinni árum saman voru handtekin í Höfða- borg í Suður-Afríku. Parið var á lista bandarísku alríkislögregl- unnar, FBI, yfir eftirlýsta glæpa- menn, grunað um að hafa framið fjölda vopnaðra bankarána í Bandaríkjunum. Talið er að Craig Michael Pritchert og Nova Ester Guthrie hafi búið í Suður-Afríku síðan árið 2000. Þau þóttust vera kanadísk og gættu þess vandlega að vinnu- veitendur og samstarfsmenn kæmust ekki á snoðir um vafa- sama fortíð þeirra. Pritchert og Guthrie eru grun- uð um að hafa framið tólf vopnuð bankarán á árunum 1993 til 1996 og er áætlað að þau hafi komist undan með sem svarar rúmum 40 milljónum íslenskra króna. Að sögn Judy Moon, talsmanns bandaríska sendiráðsins í Höfða- borg, sá Pritchert um að fara inn í bankann en Guthrie ók flóttabíln- um. „Pritchert var alltaf vopnað- ur hálfsjálfvirkri skammbyssu og notaði límband, ódýr handjárn eða snæri til að binda bankastarfs- menn,“ segir Moon. Á heimasíðu FBI kemur fram að parið hafi not- að ránsfenginn til að ferðast, stunda snjóbretti og fjárfesta í hlutabréfum. Árið 1998 gaf Guthrie sig fram við lögreglu og FBI féllst á að veita henni friðhelgi gegn því að hún veitti upplýsingar um Pritchert. Áður en af því varð skipti hún um skoðun og lét sig hverfa. Parið hafði verið eftirlýst af Interpol síðan árið 2001. Í síðasta mánuði barst bandarísku alríkis- lögreglunni tilkynning um að Pritchert og Guthrie héldu hugs- anlega til í Höfðaborg. Fulltrúi frá FBI var sendur á staðinn til að undirbúa handtöku þeirra í sam- starfi við suður-afrísku lögregl- una. Þau verða að líkindum fram- seld til Bandaríkjanna. ■ Bankaræningjar á flótta undan réttvísinni Bandarískt par var handtekið í Höfðaborg í Suður-Afríku eftir að hafa verið eftirlýst af FBI og Interpol árum saman. Parið er grunað um að hafa framið fjölda vopnaðra bankarána. CRAIG MICHAEL PRITCHERT Pritchert var skilgreindur sem „vopnaður og hættulegur af banda- rísku alríkislögreglunni, FBI. NOVA ESTER GUTHRIE Guthrie vann á vinsælum dansstað í Höfðaborg og bjó ásamt Pritchert í glæsilegri íbúð með útsýni yfir sjóinn. Oxford Street Wigm ore S treet Grosv enor Squar e Grosv enor S treet Kensington Road Bayswater Road Paddington Station Knigh gsbrid ge Ki ng s R oa d Sloan Street St. Jam es's Street Baker Street G loucester Street Edgware Roadt Westmister Bridge O ld Bond Street N ew Bond Street Victo rya Stre et River Thames Covent Garden Soho W aterloo Bridge Pic cad illy Pa ll M all Oxford Street New Oxfo rd Regent Street Regent Street H aym arket C haring C ross R oad Picadilly Circus Hide Park Green Park Marylebone Henry VIII Churchill Inter Continental Thistle Kensington Palace Mayfair Bloomsbury Knightsbridge Notting Hill Sherlock Holmes Millennium Mayfair Jurys Doyle Clifton Ford K-West www.icelandair.is London www.icelandair.is/london Eyða einum degi í Westbourne Grove og Notting Hill, fjarri skarkala helstu verslunar gatnanna. Fara á markaðinn á Portobello Road á laugardegi. Í London þarftu að: á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Henry VIII, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottfarir 16. jan. og 21. feb. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 21 70 5 0 7/ 20 03 Verð frá 29.900 kr. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina AFHENDING Árni Magnússon tekur við lyklum að nýja bílnum úr hendi sölustjóra Heklu. Nýr ráðherrabíll afhentur: Fimmti Skódinn FÓLK „Þetta er fimmti bílinn af Skoda-gerð sem ég eignast,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráða- ráðherra þegar hann tók við lykl- um að nýjum Skoda Superb Ele- gance í húsakynnum Heklu. Bif- reiðin kostar Árna rúmlega 3,7 milljónir. „Ég hef góða reynslu af þess- ari tegund bíla og fæ mikið fyrir peninginn.“ Árni kaupir bílinn sjálfur en notar hann einnig sem ráðherrabíl. „Það voru tvær leið- ir, annars vegar að kaupa hann sjálfur og nota sem ráðherrabíl eða láta ráðuneytið kaupa einn fyrir mig og mér fannst þetta betri leið.“ ■ SHANAB FYLGT TIL GRAFAR Vopnaðir menn úr röðum Al Aqsa hersveit- anna fylgdu Hamas-leiðtoganum Abu Shanab til grafar í Gaza-borg.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.