Fréttablaðið - 30.08.2003, Síða 1

Fréttablaðið - 30.08.2003, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 29 Sjónvarp 36 LAUGARDAGUR 30. ágúst 2003 – 206. tölublað – 3. árgangur BÍRÆFINN BANKARÆNINGI Mað- ur á þrítugsaldri rændi hundrað þúsund krónum frá gjaldkerum í útibúi Íslandsbanka við Eiðistorg. Lögreglustöð er á hæðinni fyrir ofan úti- búið, en það aftraði ekki ræningjanum. Hann var handtekinn á strætó- stoppistöð við Eiðis- granda skömmu eftir að ránið hafði verið tilkynnt. Sjá síðu 4. VAFASÖM VIÐSKIPTATILBOÐ Embætti ríkislögreglustjóra er vikulega til- kynnt um nokkur vafasöm tilboð um fjár- festingar erlendis frá. Dæmi er um að jap- anskir aðilar hringi ítrekað í fólk, sem telur áganginn jafngilda áreitni. Jafnvel er hringt að næturlagi og gylliboð reifuð. Sjá síðu 2. TUGÞÚSUNDIR FÉLLU Átök stjórn- valda og uppreisnarmanna í Perú sem stóðu í tvo áratugi kostuðu tæplega 70 þúsund manns lífið. Það eru tvöfalt fleiri en mannréttindasamtök höfðu áætlað. Skýrsla rannsóknarnefndar um borgarastyrjöldina liggur nú fyrir og eru her og lögregla sökuð um glæpi gegn mannkyninu. Sjá síðu 6. ÞRÓTTARAR TIL EYJA Nýliðar Þróttar mæta ÍBV í Eyjum klukkan 14 í dag og kemur þá í ljós hvort Eyjamenn muni síga í fallsæti. Mikið verður um að vera í kvenna- boltanum á sama tíma. Botnslagur verður á Akureyrarvelli þar sem Þór/KA/KS mætir Þrótti/Haukum. Í Kópavogi mætast Breiða- blik og Valur og á KR-vellinum sækir Stjarnan toppliðið heim. Þá fá FH-ingar Eyjastúlkur heimsókn á Kaplakrika. DAGURINN Í DAG Hægviðri um allt land +14+14 +14+11 VEÐRIÐ Í DAG HAUSTBLÍÐA Þungbúið verður í höfuðborginni í dag, en bjartara víða annars staðar. Víðast hvar verður hægviðri. Sjá nánar á síðu 6. tók við fjölmiðlafræðinni Þorfinnur Ómarsson: Kominn upp í Háskóla ▲ SÍÐA 12 Einar Örn Bjarnason Maður vikunnar: Bjargaði 5 ára stúlku ▲ SÍÐA 12 Madonna stal senunni Madonna og Britney: Kysstust á MTv hátíð ▲ SÍÐA 32 BÓKMENNTIR „Hann hringdi hingað hann Hólmsteinn áður en hann fór til Clervaux. Mér fannst þetta voða skrýtið og sagði að verið væri að skrifa bók um Halldór og það þyrfti ekki fleiri,“ segir Auður Laxness, ekkja nóbelsská lds ins Halldórs Kiljan Laxness, vegna skrifa dr. Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar á ævisögu Halldórs. Auk þess að Hannes Hólmsteinn er að rita sögu skáldsins á Gljúfrasteini þá er Halldór Guðmundsson, fyrrum útgáfustjóri Máls og menningar, einnig að rita um lífshlaup skáldsins. Það er því mikið kapp- hlaup hafið á milli þessara tveggja rithöfunda. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, vinnur Hannes Hólm- steinn Gissurarson að ævisögu Halldórs Kiljans, sem hann áformar að verði í þremur bind- um. Reiknað er með að fyrsta bindið komi út í haust. Hannes Hólmsteinn hefur af þessu tilefni dvalið í tvær vikur í munka- klaustrinu í Clervaux í Lux- emburg þar sem Halldór dvaldist fyrir áttatíu árum. Auður segir, að eftir að hún lét í ljós að ein bók væri nóg, hafi Hannes Hólm- steinn fullyrt að hann vissi hvað hann væri að gera. Hún er áhyggjufull vegna þessa. „Þá sagði hann að það mætti miklu við bæta og hann vissi al- veg hvað hann væri að gera. Svo ég lét hann bara eiga sig. Þetta leggst ekkert vel í mig því mér finnst hann vera dálítill flumbr- ari stundum. Maður veit ekkert hvað kemur frá honum og hann er strax farinn að tala um að hann sé ekki eins góður og allir halda, hvað sem það þýðir,“ segir Auður og telur að yfirlýsingar Hannesar Hólmsteins, um að bók hans um eiginmann hennar innihaldi ein- hverjar sprengjur, boði ekki gott. Þarna sé Hannes Hólmsteinn að búa til söluvöru úr lífshlaupi Halldórs. Hún segist aftur á móti vera mjög sátt við það að Halldór Guð- mundsson sé að skrá sögu manns síns. „Hann er svo afskaplega góð- ur hann Halldór og veit svo mikið um Halldór hinn. Ég lánaði hon- um stóran bunka af bréfum og fleiru. Hann sagðist hafa haft mikið upp úr því,“ segir Auður. Auður segist ekki fallast á að í lífi eiginmanns síns sé eitthvað það að finna sem Hannes Hólm- steinn hafi ýjað að. „Ég hef ekkert nema gott að segja um Halldór. Hann var svo vandaður maður en það er einmitt svo sérkennilegt við hann eins og allt hans fólk,“ segir Auður. rt@frettabladid.is ■ Mér finnst hann vera dálítill flumbrari Bók um Laxness í óþökk ekkjunnar Auður Laxness hefur áhyggjur af væntanlegri bók Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um ævi Halldórs Laxness. Hún er ánægð með ritun Halldórs Guðmundssonar á sögu skáldsins. Paul Watson kemur: Vill stöðva hrefnuveiðar VIÐTAL „Ég er búinn að ákveða að koma hingað sumarið 2004 ef Ís- lendingar hyggjast halda hval- veiðum áfram“, segir Paul Watson, forseti náttúruverndar- samtakanna Sea Shepherd, sem varð alræmdur á Íslandi árið 1986 þegar félagar úr samtökum hans sökktu tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn. Nánar á síðum 16 og 17. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Póstkort með mynd af Gljúfrabúanum við Kárahnjúka nýtur mestra vinsælda meðal ferðamanna. Lundinn og Hallgrímskirkja skora líka hátt samkvæmt sölutölum úr Máli og menningu. Vinsælustu póstkortin: ▲ SÍÐA 18 Gljúfrabúinn slær í gegn Einn virtasti kvikmyndagerðarmaður Evrópu talar um kvikmyndaheiminn og nýjustu mynd sína, Sweet Sixteen. Hann á enn eftir að sjá mynd eftir Friðrik Þór, en segir það standa til bóta. Ken Loach: ▲ SÍÐUR 20 Ekki séð mynd eftir Friðrik Þór STRÍÐ Breska leynisþjónustan MI6 hefur sent Íslendingnum Ib Arna- son Riis bréf, þar sem áréttað er að hann hafi á engan hátt unnið gegn Bretum á meðan á seinni heims- styrjöldinni stóð. Breska blaðið Sunday Times greindi frá því í lok maí að í opin- berum skjölum breska hersins, væri Riis, sem nú er 88 ára gamall og býr í Kaliforníu, kennt um einn mesta skipsskaða breska sjóhers- ins í stríðinu. Sumarið 1942 sökktu Þjóðverjar 24 af 36 skipum Banda- manna við Norður Noreg, en á þessum tíma starfaði Riis sem gagnnjósnari Breta á Íslandi. Alls létu 153 menn lífið í þessari árás Þjóðverja og í frétt Sunday Times segir að breska leyniþjónustan hafi talið að Riis hafi sent Þjóð- verjum upplýsingar um skipalest- ina, sem leitt hafi til árásarinnar. Í bréfi bresku leyniþjónustunn- ar, sem Riis barst fyrir skömmu, segir að breska blaðið hafi ekki greint rétt frá því sem stóð í skjöl- unum. Það hafi tekið hluti úr sam- hengi og birt frétt sem ekki hafi verið á rökum reist. Bréfið er und- irritað af D.W. Clayton, sem segir í bréfinu að hann harmi túlkun Sunday Times á skjölunum. ■ Íslenskur gagnnjósnari Breta í seinni heimsstyrjöldinni: Hreinsaður af ásökunum ÁHORFENDUR AÐ VERKI Hversdagslegur gjörningar laða oft að sér áhorfendur, þó takmark þeirra kunni að vera allt annað en sýning. Út um alla borgina má horfa á menn dytta að hlutum, og jafnvel leggja mat á verkið, líkt og sá gamalreyndi gerði í slippnum. Aukablað um menningarveislu Í dag og á morgun fylgir, með Frétta- blaðinu, aukablað um dagskrá menn- ingarstofnana í Reykjavík í vetur. Um er að ræða kynningarrit sem kallast Skelltu þér í menningarveislu með okk- ur í vetur. Aukablaðinu er dreift í 93.000 ein- tökum, en hvert eintak er í raun númeraður happadrætt- ismiði og einu sinni í mánuði, frá september og fram í júní, verða dregnir út veglegir vinningar. Upplýsingar um vinnings- númer verður að finna á heimasíðum viðkomandi stofnana.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.