Fréttablaðið - 30.08.2003, Page 4

Fréttablaðið - 30.08.2003, Page 4
4 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Hefurðu farið í berjamó í sumar? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að stunda líkamsrækt í vetur? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 59% 25% Nei 16%Á eftir að fara Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is UMFERÐ Í dag verða umferðarljós tekin úr sambandi á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Lögreglan mun stjórna umferð um gatnamótin á mesta annatímanum. Þrjá næstu laugardaga, frá klukkan fimm um morguninn og fram til klukkan eitt eftir hádegi, verður gatnamótum Stekkjarbakka og Reykjanesbrautar lokað. Þar er unnið að gerð mislægra gatnamóta og verður lokunartíminn notaður til að steypa gólf í brúnni. Ökumenn sem eru á norðurleið eftir Reykja- nesbraut þurfa að fara í gegnum Mjóddina út á Stekkjarbakka. Þeir sem fara suðurleið í átt að Kópa- vogi þurfa að fara að aka Smiðju- veginn. Lögreglan hvetur fólk til að velja aðra leiðir til ferða sinna. Bilun var í umferðarljósunum á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar frá klukkan fimm eftir hádegi á fimmtudag þar til klukkan ellefu í gærmorgun. „Það tók tæknimenn Reykjavíkurborgar þennan tíma að finna út hvað olli biluninni og að gera við hana. Nán- ast á sömu sekúndu og bilunin varð þá varð var komin umferðarteppa. Allt gekk þó vel að lokum og án óhappa,“ segir Ragnar Árnason, hjá umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. ■ Bankaræninginn beið eftir strætó BANKARÁN 25 ára maður rændi eitt hundrað þúsund krónum í Íslands- banka á Eiðistorgi klukkan hálf tvö í gær. Hann gekk inn fyrir gjaldkerastúku, framhjá starfs- manni og tók peningabúnt og hélt út. Starfsmenn gerðu lögreglu viðvart um ránið með því að þrýsta á öryggishnapp og fjöldi lögreglumanna mætti á staðinn. Einn starfsmanna bankans veitti ræningjanum eftirför og gat sagt til um hvar hann væri að finna. Níu mínútum eftir að ránið var tilkynnt var ræn- inginn handtekinn í strætóskýli á Eiðis- granda, þar sem hann hélt á ráns- fengnum í rauðum bakpoka og beið eftir stætó. Maðurinn, sem er góð- kunningi lögreglunnar, var hvorki vopnaður né huldi hann andlit sitt. Hann veitti lögreglunni enga mót- spyrnu. Eins og mörgum er kunnugt er lögreglustöð á næstu hæð fyrir ofan útibúið, en lögreglumenn stöðvarinnar voru fjarstaddir þeg- ar ránið var framið. Því kom það í hlut lögreglumanna frá aðalstöð- inni við Hverfisgötu að hafa uppi á ræningjanum. „Við hefðum verið snöggir á staðinn, en vorum úti við eftirlit eins og oft gerist,“ segir Sigurður Benjamínsson, annar tveggja lög- reglufulltrúa á Eiðistorgi. Gjaldkerar Íslandsbanka hljóta þjálfun í viðbrögðum við ránum og telur Jón Þórisson, framkvæmda- stjóri útibúsins, að viðbragðsáætl- un hafi virkað fullkomlega. „Eftir því sem ég best veit voru þetta einungis seðlar. Við teljum að allir peningarnir hafi náðst en rannsóknin er þó alveg á frum- stigi. Starfsfólki var veitt áfalla- hjálp strax eftir atvikið. Einn af föstu þáttunum í okkar starfi er að gera ráð fyrir að svona hlutir geti gerst. Við höfum mjög nákvæma viðbragðsáætlun sem virkaði full- komlega í þessu tilfelli.“ Maðurinn játaði brot sitt og var sleppt að loknum yfirheyrslum. hrs@frettabladid.is ELDUR AÐ KAPLAHRAUNI Slökkvilið var kallað að atvinnu- húsnæði í Kaplahrauni í Hafnar- firði en þar logaði eldur í stiga- gangi. Hætta var á ferðum þar sem í næsta húsi var sprautu- verkstæði. Greiðlega gekk þó að slökkva eldinn og skemmdir urðu litlar. EFTIRLIT VIÐ SKÓLA Lögreglan í Reykjavík segir að ekki hafi bor- ið á hraðakstri nálægt skólum en vel er fylgst með slíku hjá lög- reglu þessa dagana þar sem skól- arnir eru nýhafnir. VARÐHALD Maður er í varðhaldi lögreglunnar á Egilsstöðum en honum var neitað um landvistar- leyfi eftir komuna hingað með Norrænu. EKIÐ Á HEST Ekið var á hest í kjördæmi lögreglunnar á Höfn í Hornafirði. Hljóp hesturinn í veg fyrir bifreiðina með þeim afleið- ingum að hesturinn lést sam- stundis og bifreiðin skemmdist talsvert. Engin slys urðu á fólki. ÁBENDING Lögreglan í Kópavogi vill benda fólki á að bíða ætíð eft- ir lögreglu þegar hennar er ósk- að. Lítil stúlka hljóp út á veginn í gjánni í Kópavogi þvert í veg fyr- ir umferðina sem er þung þar. Margir hringdu á lögreglu en enginn tók til sinna ráða fyrr en um síðir þegar ökumaður stöðv- aði og keyrði af stað með stúlk- una og lögregla greip í tómt þeg- ar að var komið. UMFERÐARÓHAPP Lögreglan á Akureyri fékk tilkynningu um „umferðaróhapp“ þegar tveir strákar á hjólum keyrðu hvor á annan. Kalla þurfti til sjúkrabíl en meiðsli voru ekki alvarleg. Einnig var tilkynnt um íkveikju við Kaupvang en ekki reyndist hætta á ferðum. Hundrað þúsund krónum í seðlum var rænt í Íslandsbanka á Eiðistorgi rétt eftir hádegi í gær. Starfsmaður bankans veitti ræningjanum eftirför sem skömmu síðar var handtekinn á strætóbiðstöð. ÍSLANDSBANKI Á EIÐISTORGI Hálfþrítugur maður gekk inn í útibú Ís- landsbanka við Eiðistorg og hrifsaði hundrað þúsund krónur frá gjaldkerum. ■ Ræninginn sem er góðkunningi lögreglunnar var hvorki vopnaður né huldi andlit sitt. LÖGREGLUSTÖÐ Lögreglustöð er á hæðinni fyrir ofan Íslandsbanka sem rændur var. Lögreglan í Reykjavík: Fólki bent á að aka aðrar götur UMFERÐARSTJÓRNUN Lögregluþjónar stjórnuðu umferð á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar í gær. Endurrit af símtölum frá World Trade Center: Hinsta kveðja fórnarlambanna NEW YORK „Annað hvort rakst flug- vél eða eldflaug á World Trade Center. Það er látið fólk alls stað- ar“ sagði starfsmaður hafnaryfir- valda í New York sem staddur var í öðrum Tvíburaturnanna að morgni 11. september 2001. End- urrit af símtölum 36 fórnarlamba hryðjuverkaárásanna á World Trade Center hafa verið gerð opinber þrátt fyrir hörð mótmæli fjölda aðstandenda og hafnaryfir- valda í New York sem voru eig- endur bygginganna. Um er að ræða símtöl í neyðar- línur, aðallega frá starfsmönnum hafnaryfirvalda sem voru með höfuðstöðvar í byggingunni. Tals- maður stofnunarinnar segir að endurritin sýni að starfsmenn hennar hafi sinnt skyldum sínum af mikilli fagmennsku og sýnt ein- stakt hugrekki. Símtölin varpa þó einnig ljósi á þá ringulreið sem ríkti í björgun- arstarfinu. Þegar flugvél hafði flogið á annan turninn hringdi fjöldi fólks úr hinum turninum í neyðarlínur. Var sumum þá ráð- lagt að koma sér út hið snarasta á meðan aðrir fengu þær upplýsing- ar að best væri að halda kyrru fyrir. ■ TVÍBURARTURNARNIR FALLA Hafnaryfirvöld í New York og New Jersey hafa gefið út endurrit af neyðarsímtölum úr World Trade Center að morgni 11. september 2001. ■ Lögreglufréttir ■ Innlent FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Sat inni fyrir kærustuna: Blóð er þykkra en ást MALASÍA, AP Áfrýjunardómstóll í Malasíu hnekkti dauðadómi yfir ungum manni þegar í ljós kom að hann hafði logið á sig sök til að vernda kærustuna sína. Tan Ewe Huat hafði setið inni í þrettán ár fyrir heróínsölu og beð- ið þess að verða hengdur. Hann var handtekinn árið 1990 þegar lög- reglan fann 86 grömm af heróíni á heimili hans og kærustunnar. Tan laug því að hann ætti fíkniefnin og slapp konan því við ákæru. Faðir Tan var viðstaddur þegar dauðadómnum var hnekkt en kærastan lét ekki sjá sig. „Blóð er þykkra en ást“ sagði faðirinn þeg- ar hann tók á móti syninum. ■ Fimm milljarðar í mínus: Vöruskiptin óhagstæð EFNAHAGSMÁL Vöruskipti Íslands við umheiminn voru óhagstæð um fimm milljarða króna í júlí- mánuði síðastliðnum. Fluttar voru vörur inn í landið fyrir 20 milljarða króna, en útflutningur nam 14,9 milljörðum. Fyrstu sjö mánuði ársins var flutt inn fyrir sex milljarða króna meira en út- flutningur nam. Hvað óhagstæðan júlímánuð varðar munar mestu um að út- fluttar sjávarafurðir voru átta prósentum verðminni en á sama tíma í fyrra. Þá var flutt inn meira af fólksbílum og neyslu- vörum. ■ ■ Lögreglufréttir AUKIN GREIÐSLUKORTAVELTA Það sem af er þessu ári hefur innlend greiðslukortavelta aukist um 3,8% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í Hag- vísum Hagstofu Íslands.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.