Fréttablaðið - 30.08.2003, Side 16

Fréttablaðið - 30.08.2003, Side 16
HVALVEIÐAR „Flaggskip okkar, Farley Mowat, er nú í grennd við Galapa- goseyjar í Kyrrahafinu þar sem við berjumst gegn veiðiþjófnaði og hákarladrápum, þannig að við komumst ekki til Íslands í bili. Ég er hins vegar búinn að ákveða að koma hingað sumarið 2004 ef Ís- lendingar hyggjast halda hval- veiðum áfram,“ segir Paul Watson, forseti náttúruverndar- samtakanna Sea Shepherd, sem varð alræmdur á Íslandi árið 1986 þegar félagar úr samtökum hans sökktu tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn. Fer fram á viðskiptabann „Hvalveiðarnar núna brjóta í bága við alþjóðalög. Íslendingar sýna heimsbyggðinni lítilsvirð- ingu þegar þeir vaða svona uppi og ráðskast með auðlindir hafs- ins.“ Watson segir samtökin þegar hafa sent bandaríska viðskipta- ráðuneytinu mótmæli vegna veið- anna og hafa farið fram á að Ís- lendingar verði beittir efnahags- þvingunum. „Við munum fylgjast náið með veiðunum við strendur Íslands og erum að undirbúa lög- sókn vegna þeirra.“ Watson er vígreifur að vanda og segir að Íslendingar verði að sökkva skipi sínu hyggist þeir halda hrefnuveiðunum áfram næsta sumar. „Við stöðvuðum ólöglegar veiðar Íslendinga árið 1986 þegar við sökktum hálfum hvalveiðiflota landsins og unn- um skemmdarverk á Hvalstöð- inni í Hvalfirði. Ég hef nú aldrei skilið það almennilega hvers vegna Íslendingar kærðu okkur ekki fyrir aðgerðirnar 1986. Við viðurkenndum að hafa ráð- ist á skipin og ég kom til lands- ins árið 1988 og krafðist þess að verða lögsóttur en Íslendingar vildu ekki draga mig fyrir dómstóla enda vissu þeir að þeir voru sjálfir lögbrjótar. Máls- höfðun hefði því fyrst og fremst dregið athygli að ólöglegum veið- um Íslendinga og réttarhöld yfir Sea Shepherd hefðu um leið orðið réttarhöld yfir Íslandi. Þannig að ég get ekki séð að Íslendingar geti kallað okkur glæpamenn þar sem við vorum hvorki ákærðir né dæmdir.“ Ég kem aftur „Við gerum ráð fyrir að al- þjóðalögum verði framfylgt og Ís- lendingum verði gert að hætta veiðunum enda sér það hver heil- vita maður að þessar veiðar eru ekki í vísindaskyni. Hér búa við- skiptahagsmunir að baki og Ís- lendingar eru bara að athuga hvort þeir komist upp með þetta áður en þeir hefja veiðarnar af fullum krafti.“ Watson er ósmeykur við að snúa aftur og gera usla á Íslandi en ætlar þó að bíða átekta. „Ég lít ekki á það sem neina sérstaka hólmgöngu við Íslendinga þegar við komum næsta sumar þar sem við stöndum þá frammi fyrir heimsbyggðinni allri og vekjum athygli hennar á ólöglegu athæfi Íslendinga með aðgerðum okkar. Ef Íslendingar vilja fara í hart og eltast við okkur og skjóta á okkur þá er það hið besta mál. Þið megið jafnvel sökkva okkur. Mér er al- veg sama og það væri eiginlega best. Þá fengi ég gríðarlega at- hygli og næg fjárframlög til að kaupa nýtt skip og halda áfram. Ég er til í hvað sem er ef íslenska landhelgisgæslan þorir. Við fórum til Noregs árið 1994 og þá reyndu þeir að stöðva okkur, hvort sem það var norski sjóherinn eða strandgæslan. Þeir klesstu á okk- ur og skutu á okkur en allt kom fyrir ekki. Við fengum mikla at- hygli og frábæru umfjöllun út á þetta. Ég varð fyrir svolitlum von- brigðum með að þeir skyldu ekki hafa sökkt okkur. Þeir hefðu betur gert það og það hefði verið vel- komið. Þeir reyndu aftur á móti að handtaka okkur en tókst það ekki. Þetta var mjög vandræðalegt fyr- ir þá, að norski sjóherinn skyldi ekki geta stöðvað eitt óvopnað skip, þannig að ég er óhrædd- ur og til í allt.“ Skilur ekki þrjósku Íslendinga Watson segir að það hafi ekki komið sér neitt sérstaklega á óvart að Íslendingar hafi ákveð- ið að hefja hvalveiðar á ný. „Eng- in mannana verk koma mér leng- ur á óvart en ég skil samt ekki þessa þrjósku. Hvalveiðar til- heyra fortíðinni og eru óþarfar. Þetta er 19. aldar fyrirbæri en við erum komin inn í 21. öldina. Hval- ir eru gáfaðar skepnur og það er ekkert sem réttlætir það að þeim sé slátrað. Ég gef líka ekkert fyr- ir þessi rök ykkar að hvalirnir éti frá ykkur allan fiskinn. Fiskstofn- ar eru að hrynja úti um allt og öllu öðru en mannskepnunni er kennt um þó það sé alveg ljóst að ástandið í sjónum er fyrst og fremst á ábyrgð mannanna. Þið eigið því ekki í neinni samkeppni við hvalinn um fiskinn ykkar. Við höfum líka margoft séð að það hefur skelfilegar afleiðingar í för með sér að fjarlægja eða fækka rándýrum á borð við hvali, seli og höfrunga úr vistkerfinu. Slíkt endar bara í upplausn en Íslend- ingar eru of andskoti heimskir til að skilja það að náttúran hefur séð um sig sjálf í milljónir ára og það er ekki fyrr en maðurinn fer að reyna að hafa áhrif á gang hennar og stjórna öllum hlutum sem allt hrynur.“ Watson efast ekki um að Ís- lendingar fórni minni hagsmun- um fyrir meiri með hvalveiðun- um. „Það er búið að byggja upp ferðamannaiðnað í kringum hvalaskoðunarferðir. Það er gott mál og þessar ferðir skila ykkur öruggleg meiri peningum en veið- arnar. Þversögnin sem er fólgin í því að ætla að sýna dýr og drepa þau er svo æpandi að fólk getur ekki sætt sig við hana. Fólk vill ekki koma og sjá dýr sem eru á leið til slátrunar,“ segir Paul Watson, sem kveðst annars vel geta hugsað sér að stíga aftur á ís- lenska grund og spóka sig um, ef aðstæður væru öðruvísi. „Ég held bara því miður að þið leyfið mér ekki að stíga á land.“ thorarinn@frettabladid.is 16 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Paul Watson, forseti Sea Shepherd, ætlar að koma til landsins næsta sumar og stöðva hrefnuveiðar. Hann varð alræmdur þegar samtök hans sökktu hvalbátum í Reykjavíkurhöfn árið 1986. Hann segist til í allt ef Landhelgisgæslan þorir og segir hvalveiðar tilheyra fortíðinni en Íslendingar séu of heimskir til að skilja það. Erkifjandi Íslands snýr aftur PAUL WATSON Forseti samtakanna Sea Shepherd ætlar ekki að láta Íslendinga komast upp með að veiða hvali og hyggst koma til landsins næsta sumar og trufla veiðar fari svo að þeim verði haldið áfram. Hann er til í hart ef Íslendingar þora. M YN D : M AR C C LE R IO T. HVALUR 6 OG HVALUR 7 Í KAFI Útsendarar Watsons sökktu skipunum í Reykjavíkurhöfn í nóvember árið 1986. Watson telur samtök sín hafa stöðvað frek- ari hvalveiðar með aðgerðum sínum. Myndin er í eigu Sea Shepherd. Íslendingar eru of andskoti heimskir til að skilja það að náttúran hefur séð um sig sjálf í millj- ónir ára og það er ekki fyrr en maðurinn fer að reyna að hafa áhrif á gang hennar og stjórna öllum hlutum sem allt hrynur. ,, FARLEY MOWAT Flaggskip Sea Shepherd sem hét Ocean Warrior þegar samtökin sökktu íslensku hvalbátunum. Watson stefnir að því að sigla skipinu að ströndum Íslands á næsta ári ef hvalveiðum verður haldið áfram.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.