Fréttablaðið - 30.08.2003, Side 17
LAUGARDAGUR 30. ágúst 2003
Íslendingum hefur verið mein-illa við Paul Watson frá því
hann lét sökkva hvalbátunum í
Reykjavíkurhöfn. Þegar vikuritið
Eintak gerði úttekt á óvinum þjóð-
arinnar fyrir tíu árum var Watson
vitaskuld í þeim hópi. Eintak fór
yfir samskipti Watsons og Íslend-
inga í stuttu máli en þau hófust
árið 1973 þegar Watson kom hing-
að til að fylgjast með gosinu í
Heimaey. Þá var allt í góðu en
næsta heimsókn var ekki eins
pen. Blaðið segir svo frá:
Þá kom hann á einu af skipum
Sea Shepherd-samtakanna og
hafði uppi stór orð og lítt dulbúnar
hótanir vegna hvalveiða Íslend-
inga. Fáir tóku mark á honum og
hann var gerður að skemmtilegri
fígúru í fimmtu frétt í kvöldfrétta-
tímunum.
Hann stóð þó við stóru orðin ári
síðar og hefur ekki átt upp á pall-
borðið hjá Íslendingum síðan þá.
Eintak ræddi við Watson á sín-
um tíma og í því viðtali bar hann
landi og þjóð merkilega vel sög-
una:
„Reykjavík er hreinasta borg í
heimi,“ var haft eftir Watson, „og
ég var mjög hrifinn af borginni.
Eftir kynni mín af Íslandi og fólk-
inu sem þar býr get ég ekki sagt
annað en að Ísland sé einn af betri
stöðum heimsins til að búa á.
Þannig að mér er alls ekki illa við
Íslendinga. Mér er hins vegar
meinilla við þá sem veiða hvali og
þá skiptir ekki máli hvort þeir eru
íslenskir, norskir, rússneskir eða
japanskir.“
Eintak sagði jafnframt frá því
að Sea Shepherd-samtökin hefðu
keypt sér kafbát og að sögn
Watson yrði hann sjóklár þá um
vorið. Hann sagði Norðmenn
vera efsta á blaði samtakanna
um þessar mundir og Færeyinga
þar á eftir. Watson ítrekaði hins
vegar að um leið og Íslendingar
færu að hafa tilburði í frammi
sem bentu til þess að þeir ætluðu
að hefja hvalveiðar að nýju,
myndu aðilar Sea Shepherd
mæta og gera allt í þeirra valdi
stendur til að koma í veg fyrir að
hvalir yrðu drepnir.
„Ég veit að hvalbátarnir eru
ennþá til staðar og þeim er vel
haldið við. Þannig að Ísland er
enn ofarlega á lista Sea
Shepherd.“
Hann bað að lokum fyrir þessi
skilaboð til íslensku þjóðarinnar:
„Ég tek ekki óvild Íslendinga
vegna baráttu minnar persónu-
lega.“ ■
Helgi Hallvarðsson, fyrrum skipherra:
Watson ætti að hafa sig hægan
Ég held að aðgerð Sea Shep-herd árið 1986 hafi skaðað
umhverfismál á Íslandi verulega
og ég held að samtökin hafi
framlengt líf þeirrar hvalveiði-
stefnu sem þá var í gangi enda
vonlaust fyrir nokkur stjórnvöld
að hætta hvalveiðum eftir svona
trakteringar,“ segir Árni Finns-
son, formaður Náttúruverndar-
samtaka Íslands.
Náttúruverndarsamtökin
hafa varað eindregið við
„svokölluðum vísindaveiðum á
hrefnu“ sem þau segja ljóst að
muni skaða ímynd þjóðarinnar
á alþjóðavettvangi og árétta að
nýting hvalastofna skuli fara
fram í samvinnu við Alþjóða-
hvalveiðiráðið. „Ákvörðun um
fyrirkomulag hvalveiða er því
engan veginn einkamál Íslend-
inga.“
Árni segir aðferðir Sea
Shepherd ekki líklegar til ár-
angurs. „Það er ekki hægt að
segja annað en þau hafi skaðað
umhverfissamtök þar sem
menn leggja þau mög að jöfnu
og Sea Shepherd segja sig vera
alþjóðlega umhverfisverndar-
samtök en það er reginmunur á
til dæmis þeim og World Wild-
life Fund og Greenpeace. Ann-
ars held ég að Paul Watson
nenni varla að koma hingað. Það
er örugglega of kalt fyrir hann
hér.“ ■
Fáir tóku mark á
honum og hann var
gerður að skemmtilegri
fígúru í fimmtu frétt í kvöld-
fréttatímum.
,,
ÁRNI FINNSON
Telur Paul Watson og Sea Shepherd hafa skaðað umhverfisverndarsamtök með því að
sökkva íslensku hvalbátunum.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, ber Watson ekki vel söguna:
Skaðaði málstaðinn
Við ættum að vera tilbúnari ogþjálfaðari til að taka á móti
þeim núna en síðast,“ segir Helgi
Hallvarðsson, sem var skipherra
hjá Landhelgisgæslunni þegar
Paul Watson sigldi hingað fyrst.
„Við sýndum þeim nú kurteisi en
áttum ekki í neinum vandræðum
með þá, þannig að þessir menn
ættu að vita það að ef Landhelgis-
gæslan fær fyrirmæli um að
stöðva þá, þá verða þeir stöðvaðir.
Við tókum þá í flóanum þegar þeir
komu hingað fyrst, héldum þeim í
skefjum og rákum þá út fyrir. Ég
var ekki með þegar þeir komu í
seinna skiptið en þá fóru tvö varð-
skip, Óðinn og annað hvort Ægir
eða Týr, til móts við þá, um-
kringdu þá og færðu til hafnar. Ég
tel að Landhelgisgæsl-
unni verði ekkert að van-
búnaði að taka á móti
þeim núna. Það getur
ekki verið neitt erfiðara
að sýna þeim leiðina út
fyrir landhelgina en
bresku togurunum.“
Helgi gefur lítið fyrir
yfirlýsingar Watsons um
að norski sjóherinn hafi
ekki haft roð við sér árið
1994. „Ég held að þessi
maður hafi aldrei komist
neitt áfram nema í
stormi eða skjóli myrk-
urs þannig að hann ætti
nú bara að tala kurteis-
lega.“ ■
Hryðjuverkamaðurinn Paul Watson:
Óvinur númer eitt
EINTAK
Gerði úttekt á helstu óvinum íslensku
þjóðarinnar fyrir tíu árum. Þá var hann
efstur á blaði ásamt rússneska þjóðernis-
sinnanum Vladímír Sjírínovskí, sem vildi þá
gera Ísland að fanganýlendu, og barna-
ræningjanum Donald Feeney.
Annars held ég að
Paul Watson nenni
varla að koma hingað. Það
er örugglega of kalt fyrir
hann hér.
,,
Ég held að þessi
maður hafi aldrei
komist neitt áfram nema í
stormi eða skjóli myrkurs
þannig að hann ætti nú bara
að tala kurteislega.
,,
HELGI HALLVARÐSSON
Kippir sér ekki upp við stór-
karlalegar yfirlýsingar Pauls
Watsons. Hann segir Landhelg-
isgæsluna vel í stakk búna til
að taka á móti Sea Shepherd
og telur að Watson væri holl-
ast að tala kurteislega.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M