Fréttablaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 30.08.2003, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 30. ágúst 2003 19 *Rekstrarleiga m.v. mánaðarlegar greiðslur í 36 mánuði, að teknu tilliti til gengi erlendra mynta og vaxta þeirra. Smur- og þjónustuskoðanir eru innifaldar í rekstrarleigunni. Ég missti af pönktímabilinu.Var enn á Grænuborg að éta sand og vega salt þegar Clash spil- aði í Höllinni. Engu að síður hefur Joe Strummer alltaf verið minn maður,“ segir Stefán Pálsson, múrverji, friðarpostuli, her- stöðvaandstæðingur og einn besti og frægasti bloggari landsins. Hann fer ekki í launkofa með að- dáun sína á þessum ‘frontara’ hljómsveitarinnar Clash. Má hugsanlega heita óvænt idol þeg- ar Stefán er annars vegar. „Þegar Joe Strummer lést 22. desember á síðasta ári missti ver- öldin mesta töffara allra tíma. Líklega hefur rokkið aldrei náð meiri fullkomnun en í bestu lög- um Clash. Það er dauður maður sem ekki hækkar í útvarpinu og syngur með í „Guns of Brixton“ og ekki spillir fyrir að textarnir eru þeir svölustu í bransanum.“ Joe Strummer og félagar voru frábærir lagahöfundar að mati Stefáns og segir hann svo um fleiri pönkhljómsveitir. Clash bætti hins vegar pólitíkinni við pönkið. „Sex Pistols voru reiðir og sögðu öllum að fara til fjandans, en Clash voru ekki bara á móti. Þeirra boðskapur snerist ekki bara um að rífa niður, heldur börðust þeir fyrir því sem þeir töldu skipta máli. Baráttan gegn kjarnorkuvopnum, kynþáttahatri og Thatcher-stjórninni – Joe Strummer var maður með mál- stað.“ Sjálfum sér samkvæmur Stefán segir að öfugt við svo marga hafi Strummer tekist að vera sjálfum sér samkvæmur og standa á sínum hugsjónum. Þrátt fyrir ótal gylliboð neituðu liðs- menn The Clash að koma saman á nýjan leik, fara í tónleikaferðir og maka krókinn á fornri frægð. Fyr- ir vikið þurftu gamlir aðdáendur ekki að horfa upp á jafnömurlegt sjónarspil og endurkomu Sex Pistols og annarra gamalla sveita. „Joe Strummer hélt hins vegar ótrauður áfram í rokkinu. Hann leysti um tíma fylliraftinn Shane MacGowan af í The Pogues, gaf út sólóplötu og vikurnar fyrir hjarta- áfallið í fyrra spilaði hann á styrktartónleikum fyrir breska slökkviliðsmenn í verkfalli og undirbjó tónleika til styrktar afrískum alnæmissjúklingum.“ Íslandsvinurinn og grínistinn Mark Steel benti á í minningar- grein um Strummer að hvaða fífl sem er geti orðið átrúnaðargoð unglinga. Að vera reiður ungur maður er minnsta mál í heimi. Það sem er hins vegar erfitt er að standa í lappirnar í aldarfjórðung og halda í kraftinn, hugsjónirnar og trúna þrátt fyrir Thatcher og Blair. Ólíkt betra að vera kóngur í 25 ár en asni alla ævi. „Það er þessi eiginleiki,“ segir Stefán aðspurður um hvort hann hafi tekið sér Strummer til fyr- irmyndar, „að geta verið sjálf- um sér samkvæmur og svíkja ekki hugsjónir sínar er það sem ég vonast sjálfur til að geta tekið mér til fyrirmyndar. Ég þekki sjálfan mig nógu vel til að vita að ég er enginn pönkari. Þótt ég hefði verið einhverjum árum eldri hefði ég örugglega ekki mætt í Laugardalshöll í leður- jakka alsettum nælum. En þá get ég í það minnsta haft í huga að Joe Strummer var ekki bankaræningi úr Brixton-hverfinu, heldur hét hann réttu nafni John Mellor og var sonur diplómata úr bresku ut- anríkisþjónustunni. Það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur, held- ur hvar þú ert.“ jakob@frettabladid.is ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON Til stóð að gefa honum nafnið Matthías, sem að mati Ævars Arnar er fyrirtaksnafn, en hann sér fyrir sér skelfilegar aðstæður, til dæmis í útilegu, berandi nafnið Matthí- as Jósepsson. Vafasamur fugl Merking nafnanna er á reiki.Ég hef hvergi séð áreiðan- lega útskýringu á Ævars-nafninu. Í þeirri nafnabók sem hér er mest brúkuð stendur að merkingin sé vafasöm. Örn er fuglsheiti þannig að ég kýs að túlka það svo að merkingin sé: Vafasamur fugl. Það á ekkert illa við,“ segir Ævar Örn Jósepsson, rithöfundur og fjölmiðlamaður, um nafn sitt. Hann er skírður í höfuðið á tveimur stórhöfðingjum, móður- bræðrum sínum Ævari Þór og Kristjáni Erni Þórhallssonum. Þetta eru að sögn Ævars Arnar miklir öðlingar og er hann stoltur af því að heita í höfuðið á þeim. „Ég átti reyndar að heita Matthías í höfuðið á öðrum frænda mínum sem fórst í stríðinu, móðurbróður mömmu, en það var horfið frá því sem betur fer. Af hverju? Matthí- as er fínt nafn en ég myndi ekki vilja heita Matthías Jósepsson, það er of stutt frá öðru nafni sem þekktur maður bar. Skáldið mikla. Og ímyndaðu þér að vera uppi í Þórsmörk eða annars staðar, í úti- legu, og heita þetta... suss. Það væru nú ófá klöppin á bakið og aulabrandararnir sem myndu fylgja því.“ Ævar Örn hefur aldrei sjálfur lent í neinum sérkennilegum að- stæðum sem rekja má beinlínis til nafns hans en það hefur aftur ágætur golfleikari sárasaklaus gert. „Hann hefur lent í undarleg- um aðstæðum sem rekja má til nafns míns. Örn Ævar heitir hann og var nefnilega rangnefndur í einhverjum fréttatímum þar sem verið var að greina frá afrekum hans á sviði golfíþróttarinnar. Ég fékk lof fyrir góða frammistöðu en því miður óverðskuldað.“ ■ ■ NAFNIÐ MITT■ MAÐUR AÐ MÍNU SKAPI ■ PLÖTUKASSINN MINN STEFÁN PÁLSSON Segir Joe Strummer mann að sínu skapi: Töffari, samkvæmur sjálfum sér og maður með boðskap. „Það skiptir ekki máli hvaðan þú kemur heldur hvar þú ert.“ JOE STRUMMER Þessi fyrrum foringi hljómsveitarinnar Clash er að mati eins besta og frægasta bloggara Íslands ákjósanleg fyrirmynd. Clash voru ekki bara á móti. Þeirra boð- skapur snerist ekki bara um að rífa niður, heldur börð- ust þeir fyrir því sem þeir töldu skipta máli. Baráttan gegn kjarnorkuvopnum, kynþáttahatri og Thatcher- stjórninni – Joe Strummer var maður með málstað.“ ,, Joe Strummer – mesti töffari allra tíma Það kemur hörðustu rokkhundumeflaust eitthvað á óvart að heyra að rætur Vignis Snæs Vigfússonar, gítarleikara og lagahöfundar Íra- fárs, liggi djúpt í rokkinu. Það sést vel á plötusafni hans. Vignir er 24 ára gamall og kynnt- ist fyrst gruggrokkinu í gagnfræða- skóla, rétt eftir að Kurt Cobain framdi sjálfsmorð. „Fer maður ekki alltaf að hlusta á tónlistarmenn eftir að þeir eru dauðir? Þá eru þeir vin- sælastir,“ segir Vignir og hlær. Hann segir það misjafnt hvar plöt- urnar endi eftir að hann festir kaup á þeim. „Sumar enda í stofunni, aðr- ar í hljóðverinu. Oft fer það eftir því hvort plöturnar eru vel unnar eða ekki. Ef svo er vill maður kannski hlusta á þær í þeim tilgangi og nota þær sem viðmið þegar maður gerir plötur sjálfur.“ Írafár hefur síðustu vikurnar verið að vinna að annarri plötu sinni. Á meðal platna sem hafa fengið að óma í hljóðverinu við gerð hennar eru m.a. flestar plötur Foo Fighters, báðar plötur Muse og nýjustu plöt- urnar frá Justin Timberlake og Beyoncé Knowles. „Það geta komið hugmyndir frá svona plötum en það heyrast nú engar beinar tengingar. Til dæmis var lagið „All sem ég sé“ undir miklum áhrif- um frá Muse, sem varð nátt- úrlega allt öðruvísi þegar Birgitta syngur ofan á það.“ Flestir tónlistarmenn sem Vignir hefur dálæti á eru í rokkinu en þar má nefna Pearl Jam, Live, Muse, Rage against the Machine, Incubus, Dave Matthews Band, Vertical Horizon og Sting. „Svo var ég nú hrifinn af Radiohead þangað til þeir fóru svona djúpt ofan í raftónlistina. Ég hef meira gaman af lifandi gíturum. Þetta voru fínar plötur en ég hlustaði ekki eins mikið á þær og Ok Computer eða The Bends.“ Vignir hefur svo lært á klassísk- an gítar frá níu ára aldri og hefur kynnt sér nokkra klassíska gítar- leikara í gegnum námið. Þar eru Fernando Sor og Agustín Barrios í uppáhaldi. biggi@frettabladid.is VIGNIR AÐ GRILLA MEÐ ÍRAFÁRI Vignir gítarleikari, annar frá vinstri, fór á smá metalflipp í menntaskóla. Tók m.a. þátt í Músíktilraunum árið ‘96 með sveitinni Lady Umbrella. Þá var hann með sítt krullað hár fram að öxlum, en nú er öldin önnur. Poppari með rokkrætur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.