Fréttablaðið - 30.08.2003, Page 29

Fréttablaðið - 30.08.2003, Page 29
29LAUGARDAGUR 30. ágúst 2003 Svæðið opnar kl. 11.00 Tímatökur kl. 13.00 Keppni hefst kl. 14.00 KVARTMÍLUBRAUTIN við Kapelluhraun 2 Miðaverð kr. 900- Frítt fyrir félagsmenn og 12 ára og yngri KVARTMÍLAN KVARTMÍLA Í DAG LAUGARDAG HEFST KL. 14.00 FÓTBOLTI Landslið Íslands er í 18. sæti á styrkleikalista FIFA og fell- ur um eitt sæti. Bandaríkin eru í efsta sætinu sem fyrr, en fast á hæla þeirra koma Noregur og Þýskaland. Frakkar eru efstir mótherja landsliðsins í undankeppni Evrópumótsins á listanum, í níunda sæti. Rússar eru í því ell- efta, Ungverjar í 26. sæti og Pól- verjar reka lestina í því 32. ■ Styrkleikalisti FIFA: Ísland fellur um eitt sæti ÍSLENSKA KVENNALANDSLIÐIÐ Hefur fallið um eitt sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. FÓTBOLTI Diego Armando Mara- dona hefur verið ráðinn sem ráð- gjafi á ítölsku sjónvarpsstöðina La7. Maradona mun fjalla um leiki í ítölsku deildinni en hann lék sem kunnugt er þar og fór fyrir liði Napólí sem varð ítalskur meistari í þrígang. „Hann fær frjálsar hendur,“ sagði Aldo Biscardi, stjórnandi þáttarins. „Fyrir meistara eins og hann er réttast að láta hann ráða ferðinni.“ Biscardi og Maradona hafa verið vinir um árabil og knatt- spyrnugoðið var ekki lengi að fall- ast á boð þáttastjórnandans þegar boðið kom. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum á Maradona í fjár- hagsvandræðum en hann fær rúmar 600 þúsund krónur fyrir hvern þátt. ■ Ítalska knattspyrnan: Maradona í sjónvarpið MARADONA Maradona mun að mestu leyti taka þátt í umræðum um leikina í gegnum gervihnött frá heimili sínu á Kúbu. FÓTBOLTI „Við ætlum að endurvekja stuðningsmannaklúbb City á sunnu- daginn,“ sagði Heimir Guðjónsson, forsvarsmaður stuðningsmanna Manchester City á Íslandi. „Við hitt- umst í Ölveri klukkan 13 á sunnu- dag og horfum á leik City og Arsenal.“ Heimir segir að 70 til 80 manns hafi verið skráðir í félagið á sínum tíma. „City hefur eignast nýjan heimavöll og framundan eru betri tímar,“ sagði Heimir og hvetur nýja sem gamla aðdáendur félags- ins að ganga til liðs við stuðnings- mannaklúbbinn. ■ Stuðningsmenn Manchester City: Manchester City-menn sameinast

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.