Fréttablaðið - 30.08.2003, Side 30
30 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
ROMAN ABRAMOVIC
verður væntanlega meðal áhorfenda á
leik Chelsea og Blackburn í dag þegar
liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti
Verðlaunahátíð Meistaradeildar Evrópu:
Nistelrooy besti
framherjinn
FÓTBOLTI Ruud van Nistelrooy var
kjörinn besti framherji Evrópu á
verðlaunahátíð Evrópska knatt-
spyrnusambandsins sem fram fór
í Monte Carlo í fyrradag. Hollend-
ingurinn knái fékk verðlaunin
fyrir frábæra frammistöðu á síð-
asta tímabili en hann varð marka-
hæstur Meistaradeildar Evrópu
með tólf mörk. Nistelrooy vildi þó
ekki gera mikið úr sínum hlut og
þakkaði samherjum sínum í
Manchester United.
„Mér hefði aldrei tekist þetta án
samherjanna,“ sagði Nistelrooy.
„Ég leik með frábæru liði og er
afar stoltur yfir því að vera einn af
hópnum.“
Gianlugi Buffon, markvörður
Juventus, var valinn verðmætasti
leikmaðurinn. Buffon var einnig
valinn besti markvörður keppninn-
ar en hann varð dýrasti markvörð-
ur heims þegar hann var seldur frá
Parma til Juventus árið 2001.
Pavel Nedved, samherji Buffon
hjá Juventus, var valinn besti mið-
vallarleikmaðurinn og Roberto
Carlos hjá Real Madrid besti varn-
armaðurinn.
Paolo Maldini, fyrirliði AC Mil-
an, fékk heiðursskjöld fyrir frá-
bæra frammistöðu á sautján ára
löngum ferli og skoska liðið Celtic
fékk háttvísisverðlaun UEFA. ■
Tekst Liverpool að
rétta úr kútnum?
Átta leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag. Grannaslagur á
Goodison Park þegar Everton fær Liverpool í heimsókn. Jóhannes Karl
verður að öllum líkindum í byrjunarliði Úlfanna.
FÓTBOLTI Liverpool mætir Everton í
stórleik dagsins í ensku úrvals-
deildinni í dag. Liverpool hefur
ekki enn náð að vinna leik það sem
af er tímabilinu og aðeins skorað
eitt mark, úr tvítekinni vítaspyrnu
gegn Chelsea.
„Það er ljóst að ef við náum að
skora mun það auka sjálfstraustið
hjá okkur,“ sagði hinn umdeildi
Gerald Houllier knattspyrnustjóri
Liverpool. „Við þurfum virkilega
á marki að halda og það mun
koma.“
Houllier mun væntanlega stilla
upp sóknarliði í dag. Liverpool
stillti upp fimm sóknarmönnum í
síðasta umferð gegn Tottenham en
það dugði ekki til. Sagan er þó
Liverpool í hag. Af síðustu tíu
viðureignum liðanna á Goodison
Park hefur Everton aðeins unnið
einu sinni. Líklegt þykir að ung-
lingurinn Waney Rooney verði í
byrjunarliðinu en hann hefur verið
að jafna sig af meiðslum.
Hið stjörnumprýdda lið Chelsea
tekur á móti Blackburn. Það verð-
ur væntanlega á brattann að sækja
fyrir gestina en þeir voru eina lið-
ið á síðasta tímabili sem náði að
leggja stórveldin fjögur, United,
Arsenal, Chelsea og Newcastle, að
velli. Blackburn hefur skorað níu
mörk í fyrstu þremur leikjunum
en hefur fengið á sig sex. Það verð-
ur því væntanlega nóg að gera hjá
Brad Friedel í marki Blackburn en
Hernan Crespo mun væntanlega
leika sinn fyrsta leik fyrir Lundún-
arliðið og fyrir eru Eiður Smári,
Adrian Mutu og Jimmy Floyd
Hasselbaink.
Jóhannes Karl Guðjónsson fær
vonandi eldskírn sína með Úlfun-
um sem fá Portsmouth í heimsókn.
Gestirnir hafa byrjað tímabilið af
miklum krafti en heimamenn sitja
á botni deildarinnar, hafa aðeins
skorað eitt mark en fengið á sig
tíu.
Hermann Hreiðarsson verður
að öllum líkindum í liðið Charlton
þegar liðið sækir Bolton heim.
Óvíst er hvort Paolo Di Canio geti
leikið en hann meiddist í leik gegn
Úlfunum í síðustu viku. ■
Evrópukeppnir félagsliða:
Markamet
unglingsins
FÓTBOLTI Eldar Hadzimehmedovic
jafnaði markametið í Evrópu-
keppnum félagsliða þegar hann
skoraði öll mörk Lyn í 6-0 sigri
gegn færeyska félaginu NSI
Runavik á fimmtudag. Hadzi-
mehmedovic fæddist Bosníu-
Hersegóvínu fyrir tæpum nítján
árum, flutti tólf ára til Noregs
og sótti nýlega um norskt ríkis-
fang.
Afrek Hadzimehmedovic á
sér eina hliðstæðu. Portúgalinn
Mascarenhas skorað sex sinnum
í 16-1 sigri Sporting Lissabon
gegn APEOL Nikósíu í nóvember
1963. ■
Jóhannes Karl
til Úlfanna:
Byrjar inn á
í dag?
FÓTBOLTI Jóhannes Karl Guðjóns-
son hefur verið lánaður frá
spænska liðinu Real Betis til
Wolves í ensku úrvalsdeildinni út
þetta tímabil. Talið er líklegt að
hann fari beint í byrjunarliðið en
Wolves mætir Portsmouth í dag.
Samkvæmt samningum hafa Úlf-
arnir forkaupsrétt á Jóhannesi
Karli í lok tímabilsins.
Jóhannes Karl er samnings-
bundinn Betis til 2007, en hefur
ekki fengið að spreyta sig með lið-
inu síðustu ár. Hann var lánaður
til Aston Villa á síðasta tímabili og
þótti standa sig vel, skoraði meðal
annars tvö mörk. David O’Leary
nýr knattspyrnustjóri hjá Villa
vildi hins vegar ekki framlengja
samninginn.
„Ef Jóhannes leikur jafnvel og
hann gerði með Aston Villa er
hann í góðum málum,“ sagði
David Jones, knattspyrnustjóri
Úlfanna. „Hann kemur með það
sem okkur vantar á miðjuna.“ ■
hvað?hvar?hvenær?
27 28 29 30 31 1 2
ÁGÚST
Laugardagur
Kynntu þér verðið á www.raf.is
FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarliðið
Blackburn Rovers hefur komist
að samkomulagi við Glasgow
Rangers um kaup á fyrirliðanum
Barry Ferguson. Rangers höfðu í
þrígang hafnað boði Greame Sou-
ness knattspyrnustjóri Black-
burn í Ferguson en þeim snerist
svo hugur í gær.
Kaupverðið er talið verið um
7,5 milljónir punda og gaf Sou-
ness til kynna að Ferguson færi
beint inn í byrjunarliðið.
„Hann er 25 ára fyrirliði
Rangers og hefur verið landsliðs-
maður um árabil. Hann á eftir að
standa sig vel með félaginu,“
sagði Souness á heimasíðu liðs-
ins. ■
REYNA TIL CITY Manchester City
hefur fest kaup á bandaríska
landsliðsmanninum Claudio
Reyna. Landsliðsfyrirliðinn var
keyptur á 2,5 milljónir punda frá
Sunderland. Ekki er talið líklegt
að hann verði í hópnum gegn
Arsenal á sunnudag.
ANGEL ÁNÆGÐUR Juan Pablo
Angel leikmaður Aston Villa seg-
ir að David O´Leary knattspyrnu-
stjóri liðsins hafi bjargað ferli
hans. Angel hefur átt erfitt upp-
dráttar síðustu ár og á tíma var
talið að hann yrði seldur til Real
Betis á Spáni. Þegar O´Leary tók
við liðinu fóru hjólin að snúast og
Angel aldrei hafa liðið eins vel.
11.15 Bein útsending frá leik
Everton og Liverpool á Sýn.
12.00 Sýnd verður samantekt frá
heimsmeistaramótinu í frjálsum
íþróttum í París í Sjónvarpinu.
13.45 Bein útsending frá leik
Chelsea og Blackburn í ensku úrvals-
deildinni á Stöð 2.
14.00 ÍBV mætir Þrótti á Hásteins-
velli í Landsbankadeild karla.
14.00 Breiðablik tekur á móti
Völsurum á Kópavogsvelli í Lands-
bankadeild kvenna.
14.00 FH-stelpur taka á móti ÍBV í
Landsbankadeild kvenna.
14.00 Þór/KA/KS taka á móti sam-
einuðu liði Þróttar/Hauka í Lands-
bankadeild kvenna.
14.00 KR getur tryggt sér Íslands-
meistaratitilinn með sigri á Stjörnunni í
Landsbankadeild kvenna. Leikurinn er
sýndur beint í Sjónvarpinu.
14.00 Keflavík getur tryggt sæti sitt
í efstu deild með jafntefli gegn HK í
1.deild karla.
14.00 Víkingur Ólafsvík fær Hött í
heimsókn í úrslitum 3.deildar karla.
14.00 Leiknir tekur á móti Núma í
úrslitum 3. deildar karla.
14.00 Fjölnir fær Sindra í heim-
sókn í úrslitakeppni 1. deildar kvenna.
14.00 Útsending á Sýn frá hnefa-
leikakeppni í Texas í Bandaríkjunum. Á
meðal þeirra sem mættust voru
Sirimongkol Singmanassuk og Jesus
Chavez en í húfi var heimsmeistaratitill
WBC-sambandsins í fjaðurvigt.
15.55 Bein útsending frá HM í
frjálsum íþróttum í París í Sjónvarpinu.
Sýnt verður frá úrslitum í 110 metra
grindahlaupi karla, langstökki, spjótkasti,
5 km hlaupi og 4x100 metra boðhlaupi
kvenna. Undankeppni í 4x400 metrra
boðhlaupi.
16.00 Afturelding tekur á móti
Leiftri/Dalvík í 1. deild karla.
RUUD VAN NISTELROOY
varð markahæstur í Meistaradeild Evrópu
í fyrra með tólf mörk.
Enska úrvalsdeildin:
Ferguson til
Blackburn Rovers
BARRY FERGUSON
er væntanlega á leið í ensku úrvalsdeildin.
■ Fótbolti
MICHAEL OWEN
Spurning hvort helsta
markaskorara Liverpool
tekst að skora í dag. Hann
hefur skorað eina mark
Liverpool það sem af er
tímabilinu.
LEIKIR DAGSINS:
Aston Villa - Leicester City
Middlesbrough - Leeds United
Bolton Wanderers - Charlton Athletic
Wolverhampton Wanderers - Portsmouth
Newcastle United - Birmingham City
Chelsea - Blackburn Rovers
Tottenham Hotspur - Fulham
Everton - Liverpool
JÓHANNES KARL GUÐJÓNSSON
fær loks að spila eftir að hafa þreifað
fyrir sér á leikmannamarkaðinum. Æfði
um tíma hjá Dortmund en er kominn
til Úlfanna.