Fréttablaðið - 30.08.2003, Síða 31

Fréttablaðið - 30.08.2003, Síða 31
LAUGARDAGUR 30. ágúst 2003 FÓTBOLTI Kärnten, sem sló Grinda- vík úr forkeppni UEFA-bikarsins, mætir hollenska liðinu Feyernoord í fyrstu umferð og AIK, sem sló Fylkismenn út, mætir spænska stórveldinu Valencia en dregið var í gær. Þó nokkrar áhugaverðar viður- eignir eru framundan í keppninni. Newcastle mætir NEC frá Hollandi, Liverpool mætir Olimpija frá Slóveníu, Íslendingaliðið Lokeren mætir Manchester City og Dortmund mætir Austria frá Vín. Fyrri viðureignirnar verða 24. september og þær næstu 15. októ- ber. ■ CAREW EFTIRSÓTTUR Norski sóknarmaðurinn John Carew virðist geta valið úr liðum eftir að spænska liðið Val- encia ákvað að selja hann. Þau lið sem eru sögð á höttunum eftir Carew eru AS Roma, Glasgow Rangers, Everton og Mónakó. EMERSON TIL RANGERS? Líklegt þykir að brasilíski leikmaðurinn Emerson sé á leið til Glasgow Rangers. Emerson var um tíma orðaður við Úlfanna í ensku úr- valsdeildinni en liðinu tókst ekki að landa honum. Emerson á að fylla skarð Barry Fergusonar. FERGUSON ÁNÆGÐUR Alex Ferguson segist ánægður með dráttinn í Meist- aradeild Evrópu. Manchester United lenti meðal annars í riðli með Glasgow Rangers en Ferguson er gamall aðdáandi liðsins. „Alex McLeish hefur verið að gera frá- bæra hluti með Rangers en hann er gamall lærisveinn minn,“ sagði Ferguson um þjálfara skoska liðs- ins. FÓTBOLTI Breska blaðið Evening Standard segir að David Beckham muni, í nýrri ævisögu, greina í smátriðum frá atvikinu þegar Alex Ferguson sparkaði fótbolta- skó í höfuð leikmannsins. Blaðið segir að Beckham hafi svarað fyrir sig þegar Ferguson skammaði hann frammi fyrir öðrum leikmönnum eftir bikar- leik Manchester United og Arsenal í febrúar. Það gerði að- eins illt verra og í bræði sinni sparkaði Ferguson í skó sem lenti í vinstri augabrún Beckham. Leik- maðurinn brást æfur við og ætlaði svara fyrir sig en Nicky Butt og Gary Neville stukku til og komu í veg fyrir slagsmál milli Beckham og Ferguson. Evening Standard segir að Beckham telji þetta óviljaverk en að fjölskylda hans hafi verið sár í garð Ferguson fyrir að biðjast ekki afsökunar. Í blaðinu kemur einnig fram að atvikið hafi komið skriði á viðræður United og Real, sem þegar voru hafnar, en þær leiddu til þess að Beckham fór til Real snemma sumars. ■ Seth Johnson hjá Leeds: Ölvaður undir stýri FÓTBOLTI Seth Johnson, leikmaður Leeds United og landsliðsmaður Englands, hefur verið dæmdur til að sinna hundrað stunda samfé- lagsþjónustu og má ekki aka bíl næstu tvö árin eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri og á allt of miklum hraða fyrir skömmu. Johnson var stöðvaður á M62 hraðbrautinni nálægt Bradford skömmu eftir miðnætti 21. ágúst síðastliðinn. Knattspyrnumaður- inn ungi reyndist vera á 135 kíló- metra hraða og áfengismagnið var langt yfir leyfilegu hámarki. Johnson viðurkenndi brot sitt og var dæmdur til fyrrgreindrar refsingar. ■ ■ Fótbolti UEFA-keppnin: Kärnten mætir Feyernoord HELGI KOLVIÐSSON leikur með Karnten sem marði jafntefli gegn Grindavík í seinni leik liðanna. Mætir Feyernoord í fyrstu umferð UEFA-bikarsins. Ævisaga Beckham: Ætlaði að hjóla í Ferguson DAVID BECKHAM Beckham svaraði ákúrum Ferguson sem brást illur við og sparkaði fótbolta- skó í höfuð leikmannsins. Leikmenn United komu í veg fyrir slagsmál milli þeirra tveggja. Byggðasöfn Kirkjusöfnuðir Stofnanir Gerum eftirlíkingar af ykkar húsum í keramik. Lágmark 400 stk. Sími 557-4511

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.