Fréttablaðið - 30.08.2003, Síða 32
TÓNLIST Justin Tim-
berlake, Beyoncé
Knowles og breska
hljómsveitin Coldplay
voru sigursælust á
MTV myndbanda
verðlaunaafhending-
unni sem fram fór í
New York á fimmtu-
dagskvöldið. Þau
unnu öll þrjú verðlaun
hver.
Mesta athygli vakti
þó atriði sem tileinkað
var Madonnu. Britney
Spears og Christina
Aguilera klæddust
upp í hvíta brúðkaup-
skjóla og fluttu lag
hennar „Like a Virg-
in“. Þegar þær höfðu
klárað að syngja lagið og rífa af
sér mest alla kjólana kom
Madonna sjálf á svið. Áður en hún
hóf að syngja nýjasta smell sinn,
Hollywood, kyssti hún báðar
söngkonurnar blautum kossum.
Þar með er góða stúlkuímynd
Britney Spears endanlega farin.
Rapparinn Missy Elliot vann
aðalverðlaunin, Myndband ársins,
fyrir lagið „Work It“. ■
32 30. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
Hvað hefur fjögur hjól, er appel-sínugult og liggur á bakinu?
Dauður strætó.
Pondus eftir Frode Øverli
Með súrmjólkinni
Gamli geimkúrekinn HarrisonFord bætti sér í hóp þeirra
Hollywood leikara sem eru mót-
fallnir stríðsaðgerðum Banda-
ríkjamanna á blaðamannafundi í
Madrid í fyrradag. Hann sagði
það enga lausn fyrir írösku þjóð-
ina að beita hervaldi. Hann segist
hafa miklar áhyggjur af utanrík-
isstefnu stjórnarinnar.
Jack White, karlleggur TheWhite Stripes, hefur látið gera
myndir af því þegar læknar bor-
uðu járnskrúfum inn í brotinn
fingur hans. Áhugasamir geta séð
það á heimasíðu sveitarinnar. Það
er víst ekki mjög geðslegt. Sjálf-
ur segist White hafa mjög gaman
af slíku og viðurkennir að hafa
fylgst gaumgæfilega með upptök-
um frá uppskurðum í heimilda-
myndum sjónvarpstöðvanna.
Fréttiraf fólki
Madonna
stal senunni
MTV MYNDBANDAVERÐLAUNIN
SIGURVEGARAR
Besta myndbandið
Missy „Misdemeanor“ Elliott - Work It
Besta myndband frá karltónlistarmanni
Justin Timberlake - Cry Me A River
Besta myndband frá kventónlistarmanni
Beyonce feat Jay-Z - Crazy In Love
Besta hljómsveitarmyndbandið
Coldplay - The Scientist
Besta rappmyndbandið
50 Cent - In Da Club
Besta R&B-myndbandið
Beyonce feat Jay-Z - Crazy In Love R Kelly
Besta hip hop-myndbandið
Missy „Misdemeanor“ Elliott - Work It
Besta dansmyndbandið
Justin Timberlake - Rock Your Body
Besta rokkmyndbandið
Linkin Park - Somewhere I Belong
Besta poppmyndbandið
Justin Timberlake - Cry Me a River
Besta myndband frá nýliða
50 Cent - In Da Club
Besta myndband úr kvikmynd
Eminem - Lose Yourself
Áhorfendaverðlaunin
Good Charlotte - Lifestyles of the Rich
and Famous
Verðlaun MTV2
AFI - Girl’s Not Grey
Besta dansstjórnun
Beyonce feat Jay-Z - Crazy In Love
Besta leikstjórn
Coldplay - The Scientist
Besta listræna stjórnun
Radiohead - There There
Flottustu brellurnar
Queens of Stone Age - Go With the Flow
Besta klippingin
The White Stripes - Seven Nation Army
Tímamótamyndband
Coldplay - The Scientist
Besta kvikmyndatakan
Johnny Cash - Hurt
BEYONCÉ
Vinsældir Beyoncé hafa líklegast aldrei
verið meiri. Hún fékk þrennu fyrir lag sitt
„Crazy in Love“.
BLAUTUR KOSS
Þrátt fyrir að hvorug hafi unnið til verðlauna á fimmtudagskvöldið, stálu þær Britney
Spears og Madonna senunni, þegar þær kysstust blautum kossi eftir að hafa flutt
Madonnulagið „Like a Virgin“ ásamt Christinu Aguilera.
JUSTIN TIMBERLAKE
Fagnaði mikið þegar hann fékk fyrstu
verðlaun sín um kvöldið. Hann fékk líka
þrennu.
SNOOP DOGG
Mætti á svæðið umkringdur vafasömu kvenfólki.
EMINEM
Kynnti ein verðlaunin með að-
stoð brúðunnar Ed sem er leikari
í söngleiknum „Avenue Q.“. Var
sigursæll í fyrra en fékk aðeins
ein verðlaun í ár.
Þú hefðir orð-
ið ógeðslega
aumingjaleg
ofurhetja,
pabbi!
Steinþegiðu og
taktu myndina,
drengur!