Fréttablaðið - 01.10.2003, Page 1

Fréttablaðið - 01.10.2003, Page 1
ALÞINGI „Veturinn leggst mjög vel í mig,“ segir Halldór Blöndal, forseti Alþingis. „Það eru nokkr- ar breytingar á þingliði, margt nýtt fólk sem verður fróðlegt og skemmtilegt að kynnast.“ Þingið verður sett í dag og fjárlög lögð fram. Á morgun flyt- ur forsætisráðherra stefnuræðu og umræður verða um hana. Halldór býst við að þinghaldið verði bæði gott og skemmtilegt. Fjárlögin verða stærsta málið fyrir áramót, að hans sögn, en eins má búast við að tekin verði fyrir mál sem hafa verið boðuð af hálfu ríkisstjórnarinnar, svo sem um lækkun skatta. „Svo má búast við að sjávarútvegsmálin setji svip á þingið og að stjórnarand- staðan beri upp mál utan dag- skrár með hefðbundnu sniði.“ Miklar endurbætur hafa verið gerðar á fyrstu hæð Alþingis- hússins. Halldór er mjög ánægð- ur með hvernig til hefur tekist við endurbætur þar sem haft var að leiðarljósi að færa útlit til upp- runalegs horfs í samræmi við teikningar. Hann segir nauðsynlegt að fylgja eftir þeim endurbótum sem gerðar hafa verið og vonast til þess að í fjárlagafrumvarpinu verði fé veitt til endurbóta á þingsölunum sjálfum. ■ 200 manna partí Þorsteinn Erlingsson: ▲ SÍÐA 30 Svitnaði í hellum hannes heldur sínu striki Halldór Kiljan Laxness: ▲ SÍÐA 12-13 Átök um lífshlaup tónleikar í kvöld Jójó: ▲ SÍÐA 26 Risarokk fyrir Götusmiðjuna MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 MIÐVIKUDAGUR NOKKRAR STAÐREYNDIR UM Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í sept. ‘03 Meðallestur fólks 25-49 ára á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudögum 82% 52% 20% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V VETNISVAGNAR Á GÖTURNAR Tveir vetnisvagnar af þremur sem verða teknir í notkun á leiðakerfi Strætó bs. komu til landsins í gær. Hver vagn kost- ar 100 milljónir króna. Síða 4. NEMI KORTLEGGUR NÓBELS- SKÁLD Forsætisráðuneytið réð starfs- mann án sérþekkingar til bókasafnsvinnu á Gljúfrasteini. Starfsmaðurinn fær leið- sögn bókasafnsfræðinga úr forsætisráðu- neytinu. Sjá síðu 2. ÁKÆRÐIR FYRIR AÐ FALSA SKJÖL EFTA-dómstóllinn í Brussel hefur nú til meðferðar mál sem varðar meint fjár- svik þriggja Íslendinga sem fluttu út fisk til landa Evrópusambandsins. Sjá síðu 2. STJÓRNARANDSTAÐAN KYNNIR FRUMVÖRP Vinstri grænir leggja fram 20 mál í upphafi þings. Þeir vilja gjaldfrjálsa leikskóla og lög um banka. Samfylkingin kynnir frumvörp um breytingar á stjórnar- skrá og samkeppnislögum. Síður 4-6. verðlaun ● skólavefurinn ▲ SÍÐA 18-19 nám o.fl. Gagnrýnir niðurskurð Elna Katrín Jónsdóttir: KEPPT Í SS-BIKARNUM Fjórir leik- ir verða í SS-bikarkeppni karla í hand- bolta í kvöld. Stjarnan tekur á móti Vík- ingi, Grótta/KR á móti FH. Selfoss mætir KA og Fylkir Strumpunum. Leikirnir hefj- ast kl. 19.15. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BÆTIR Í ÚRKOMUNA SÍÐDEGIS Það bætir í úrkomuna síðdegis, annars verður hæglætisveður um allt land. Bjart á Suðausturlandi. Í dag er óvitlaust að hafa regnhlíf eða regnslá til taks, a.m.k. vestan- lands. Síða 6. 1. október 2003 – 238. tölublað – 3. árgangur Halldór Blöndal um þingið fram undan: Skemmtilegt og gott þing STJÓRNMÁL „Ég mun veita sjávarút- vegsráðherranum fullt aðhald og hann þarf að svara fjölda fyrir- spurna frá mér,“ segir Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður Frjálslynda flokks- ins, sem tekur sæti á Alþingi í fyrsta sinn í dag. Magnús, sem er menntaður fiski- fræðingur, segist þegar hafa samið fjölda fyrir- spurna sem hann ætlar Árna Mathiesen að svara. Magnús Þór og Árni hafa lengi eldað grátt silfur saman. Á sínum tíma stefndi Magnús Þór ráðherr- anum vegna þeirra ummæla ráð- herrans að frægar brottkasts- myndir sem teknar voru um borð í Bjarma BA hefðu verið sviðsettar. Magnús Þór, sem var fréttamaður hjá Sjónvarpinu, stefndi ráðherr- anum fyrir meiðyrði og vann sig- ur fyrir undirrétti en tapaði mál- inu fyrir Hæstarétti. Í framhaldi af Bjarmamálinu var lögum breytt í þá veru að fiski- skip mega koma með aukaafla að landi, allt að fimm prósentum, án þess að sæta sektum. Sá fiskur rennur til Hafrannsóknastofnunar og er gjarnan kallaður Hafrófisk- ur. Þessi ráðstöfun var hugsuð til þess að minnka brottkast. „Ég mun spyrja ráðherrann ít- arlegra spurninga um Hafrófisk- inn. Nú hefur komið að landi fisk- ur fyrir allt að 300 milljónir króna og ég vil fá að vita hvaða skip hafa landað þessum afla, af hvaða stærð fiskurinn er og á hvaða verði hann hefur selst. Þá spyr ég hvar fiskinum hafi verið landað. Kjarninn er sá að ég vil vita hvernig menn hafa nýtt sér þessa reglu,“ segir Magnús Þór. Magnús Þór segist einnig vilja fá svör við því hvort rannsóknir hafi farið fram á því hve mikill meðafli er á kolmunnaveiðum. Þá vill hann fá svör við því hve stór hluti af starfi Hafrannsóknastofn- unar hafi farið til veiðarfæra- sannsókna. „Það er pottur brotinn hvað varðar veiðarfærarannsóknir. Ef ráðherrann svarar samviskusam- lega er víst að hann hefur nóg að gera,“ segir Magnús Þór. rt@frettabladid.is ■ „Ég mun veita sjávarútvegs- ráðherranum fullt aðhald.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Árangurslaus fundur með Impregilo: Hafðir að fíflum ATVINNUMÁL „Við erum allir mjög vonsviknir,“ sagði Þorbjörn Guð- mundsson, talsmaður Samráðs- nefndar, eftir fund með forsvars- mönnum ítalska verktakafyrir- tækisins Impregilo í gærkvöldi. Snöggur endir varð á fundinum þegar í ljós kom að Impregilo er ekki reiðubúið að ganga að kröf- um verkalýðshreyfingarinnar. „Eftir yfirlýsingar um að vilji væri fyrir hendi hjá Impregilo á að koma til móts við kröfur okkar kom ekkert fram á þessum fundi og eingöngu verið að hafa okkur og stjórnvöld að fíflum. Það eina sem kom fram var að þeir vilja kalla til lögfræðinga Impregilo frá Ítalíu og fyrr gera þeir ekki neitt.“ ■ NÝR FORSALUR ALÞINGISHÚSSINS Alþingi er sett í dag. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á fyrstu hæð Alþingishússins. Fjármálaráðherra leggur fjárlagafrumvarpið fram klukkan 16 í dag. Á morgun flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína. Eurovision: Engin forkeppni SÖNGVAKEPPNI Á fundi útvarpsráðs var ákveðið að við val á lagi og flytjanda fyrir söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva í Evrópu fyrir næsta ár verði eitt lag og flytjandi valin sem framlag til keppninnar. Ekki verður efnt til forkeppni eins og verið hefur vegna mikils kostnaðar. Þetta fyr- irkomulag hefur áður verið reynt með góðum árangri þegar Selma Björnsdóttir var fengin til verks- ins árið 1999. Eftir á að útfæra endanlega hvernig staðið verður að því að velja lag og flytjanda. Það verður gert í samráði við Félag íslenskra hljómlistarmanna og Félag tón- skálda og textahöfunda. ■ MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON Mun tryggja sjávarútvegsráðherra næg verkefni við að svara spurningum. Ráðherra mun fá skæðadrífu fyrirspurna Magnús Þór Hafsteinsson, alþingismaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vera kominn á þing til að slaka á. Hann heitir því að veita Hafrannsóknastofnun og sjávarútvegsráðherra fullt aðhald.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.