Fréttablaðið - 01.10.2003, Page 2
2 1. október 2003 MIÐVIKUDAGUR
„Ég er með stóran hnút í maganum.“
Samfylkingin ætlar að láta Ágúst Ólaf Ágústsson
taka þátt í umræðum um stefnuræðu forsætisráð-
herra þegar Alþingi kemur saman í dag. Ágúst
Ólafur er nýliði á þingi.
Spurningdagsins
Ágúst Ólafur, ertu farinn
að kvíða fyrir?
■ Evrópa
Nemi kortleggur
safn Nóbelsskálds
BÓKMENNTIR „Hún er bara að skrá
bækur og ég hef ekkert meira um
málið að segja,“ segir Halldór
Árnason, skrifstofustjóri forsæt-
isráðuneytisins, um starfsmann
sem ráðuneytið réði í sumar til
starfa á Gljúfrasteini.
Halldór fór í fyrstu fram á að
Fréttablaðið sendi skriflega fyr-
irspurn vegna
starfsmannsins ,
Völu Káradóttur
í s l e n s k u f r æ ð i -
nema, en staðfesti
síðan að hún hefði
verið ráðin til
starfa án auglýs-
ingar við að skrá bækur og eign-
ir á Gljúfrasteini. Hann segir að
ekki hafi þurft að auglýsa starfið
þar sem það sé „tímabundið“ og
aðeins hlutastarf.
Aðspurður um það hvort Vala
hafi þá menntun á sviði bóka-
safnsfræða sem æskileg sé við
flokkun og skráningu bókasafns
Nóbelsskáldsins segir hann
menntun óþarfa.
„Hún hefur leiðsögn héðan,
frá bókasafnsfræðingum í ráðu-
neytinu,“ segir Halldór.
Fjölskyldu Nóbelsskáldsins
mun þykja það „skondin tilvilj-
un“ að Vala og Hannes Hólm-
steinn Gissurarson, sem vinnur
að skráningu ævisögu Halldórs
Laxness, þekkjast vel. Vala er
fyrrverandi leigjandi Hannesar
og hefur aðstoðað Hannes við
fyrra ritverk. Halldór Árnason
vildi ekkert um það segja hvern-
ig ráðningu Völu bar að höndum.
Hann segir að stjórn Minningar-
sjóðs um Halldór Laxness hafi
verið með í ráðum.
„Ráðning hennar var með
fullri vitund og samþykki stjórn-
arinnar,“ segir hann.
Halldór Þorgeirsson, tengda-
sonur skáldsins og stjórnarmað-
ur í Minningarsjóðnum, segir að
ráðning Völu hafi aldrei verið
borin undir stjórnina til sam-
þykktar, heldur eingöngu kynnt.
„Ég vinn að því að skrá bækur
og tengja þær Gegni,“ sagði Vala
Káradóttir, þegar Fréttablaðið
ræddi við hana þar sem hún var
við störf sín á Gljúfrasteini í
fyrradag. Vala sagðist vera í
hlutastarfi og kvaðst ekki vilja
tjá sig frekar um störf sín.
rt@frettabladid.is
Ákærðir fyrir að falsa skjöl til að sleppa við að greiða 60 milljónir í tolla:
EFTA-dómstóll fjallar
um meint brot Íslendinga
FISKÚTFLUTNINGUR EFTA-dómstóll-
inn í Brussel hefur nú til meðferð-
ar mál sem varðar meint fjársvik
þriggja Íslendinga sem fluttu út
fisk til landa Evrópusambandsins.
Héraðsdómur Reykjaness bað
dómstólinn um ráðgefandi álit á
því hvaða reglur giltu um upp-
runavottorð afurða sem fluttar
eru inn á markaði ESB. Um er að
ræða 80 tonn af rússafiski sem
Valeik ehf. í Hafnarfirði hafði
flutt inn, Sæunn Axels á Ólafsfirði
unnið og Valeik svo flutt út undir
þeim merkjum að um íslenska af-
urð væri að ræða. Ríkislögreglu-
stjórinn ákærði tvo fyrrum fram-
kvæmdastjóra Sæunnar Axels og
framkvæmdastjóra Valeikur fyrir
að hafa sammælst um að falsa út-
flutningsskjöl til að sleppa við að
greiða tæpar 60 milljónir króna í
tolla á mörkuðum Evrópusam-
bandsins. Málið þykir flókið þar
sem túlkun á upprunareglum og
viðskiptakjörum getur skipt
miklu við niðurstöðu íslenskra
dómstóla. ■
200.000 MANNS TEKNIR AF LÍFI
Nasistar tóku af lífi um 200.000
fatlaða, þroskahefta og geðsjúka
einstaklinga í síðari heimstyrj-
öldinni, að sögn sérfræðinga sem
árum saman hafa rannsakað
gögn tengd helförinni. Stór hluti
fórnarlambanna var sjúklingar á
sjúkrahúsum og heilsuhælum í
Þýskalandi og nágrannaríkjum.
MEINTIR HRYÐJUVERKAMENN
HANDTEKNIR Breska lögreglan
handtók ellefu Alsíringa sem
grunaðir eru um aðild að hryðju-
verkasamtökum í samstilltum að-
gerðum í Lundúnum og Man-
chester. Mönnunum er haldið á
grundvelli breskra laga gegn
hryðjuverkum sem tóku gildi
árið 2000.
ENGLAND, AP Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands,
sagðist ekki sjá eftir því að
hafa gripið til hernaðar-
aðgerða gegn Írak þegar
hann ávarpaði flokksþing
Verkamannaflokksins í
Bournemouth.
Blair viðurkenndi að and-
staðan við stefnu ríkisstjórn-
arinnar hefði vaxið mikið að
undanförnu en ítrekaði að
ekki kæmi til greina að gefa
eftir. „Hvað gerum við nú;
gefumst upp eða höldum
áfram?“ sagði forsætisráð-
herrann og var ákaft fagnað af
flokksbræðrum sínum.
Blair sagðist myndu taka
sömu ákvörðunina aftur í
tengslum við Íraksstríðið.
„Íraksdeilan hefur klofið al-
þjóðasamfélagið, flokkinn,
landið, fjölskyldur og vina-
hópa. Ég veit að margir eru
vonsviknir, særðir og reiðir
en ég bið aðeins um eitt:
Gagnrýnið ákvörðun mína
en reynið að minnsta kosti
að skilja hvers vegna ég tók
hana og hvers vegna ég
myndi taka sömu ákvörðun
aftur,“ sagði Blair.
Í skoðanakönnun sem birt
var síðustu helgi sögðust
64% aðspurðra ekki treysta Blair
og 48% voru á þeirri skoðun að
honum bæri að segja af sér. ■
HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS
Bað um álit EFTA-dómstólsins.
Forsætisráðuneytið réð starfsmann án sérþekkingar til bókasafnsvinnu
á Gljúfrasteini. Starfsmaðurinn fær leiðsögn bókasafnsfræðinga úr
forsætisráðuneytinu, segir skrifstofustjóri.
GLJÚFRASTEINN
Forsætisráðuneytið réð starfsmann til að
flokka bækur og tengja gagnagrunni.
■
„Hún hefur
leiðsögn héðan,
frá bókasafns-
fræðingum í
ráðuneytinu.“
Tony Blair ávarpaði flokksþing Verkamannaflokksins:
Rétt ákvörðun að
hefja stríð gegn Írak
TONY BLAIR
Breski forsætisráðherrann bað um traust
stuðningsmanna sinna þegar hann ávarp-
aði flokksþing Verkamannaflokksins.
Frjálslyndir og VG:
Vilja rann-
sókn á kosn-
ingum
KOSNINGAR Vinstrihreyfingin –
grænt framboð og Frjálslyndi
flokkurinn ætla að biðja sameig-
inlega um að Alþingi láti rannsaka
undirbúning og framkvæmd Al-
þingiskosninganna í vor.
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður VG, segir að flokkurinn
hafi ástæðu til að ætla að fram-
kvæmd kosninganna hafi verið
ábótavant og það eigi bæði við um
kynningu gagnvart kjósendum og
talningu atkvæða.
„Við viljum að það verði farið
yfir alla þætti í tengslum við
kosningarnar til að við getum lært
og að atvik sem komu fram gerist
ekki aftur,“ segir Kolbrún. Hún
segir ótækt að atkvæði séu að
finnast í september í kosningum
frá í maí. ■
Áfrýjunarnefnd sam-
keppnismála:
Ógildir fyrri
úrskurð
ÚRSKURÐUR Áfrýjunarnefnd sam-
keppnismála hefur úrskurðað að
Icelandair hafi brotið gegn sam-
keppnislögum með kynningu og
sölu á svonefndum Vorsmellum
flugfélagsins. Hins vegar féllst
nefndin ekki á að lækkun flugfar-
gjalda Icelandair á flugleiðunum
frá Keflavík til Kaupmannahafn-
ar og Lundúna og svokallaðir
Netsmellir félagsins hefðu brotið
í bága við samkeppnislög. Því er
tveimur af þremur úrskurðum
Samkeppnisráðs hafnað en kærur
flugfélagsins Iceland Express
voru upphafið að þeim.
Í fréttatilkynningu frá Flug-
leiðum segir að það sé ánægjuefni
að mati félagsins að áfrýjunar-
nefndin hafni öllum kröfum
Iceland Express. ■
Greint var frá innihaldi
stefnuræðu í gærkvöldi:
Boða skatta-
lækkanir
ALÞINGI Stjórnarflokkarnir stefna
að verulegum skattalækkunum á
kjörtímabil inu,
s a m k v æ m t
stefnuræðu Dav-
íðs Oddssonar for-
s æ t i s r á ð h e r r a
sem Stöð 2 greindi
frá í kvöldfréttum
sínum í gær-
kvöldi.
Forsætisráð-
herra mun flytja
ræðuna á morgun,
en henni var
dreift til þingmanna sem trúnað-
armáli í gær. Sigurður Líndal
lagaprófessor segir það hafa kom-
ið sér á óvart að greint hafi verið
frá ræðunni í gær, þar sem um
trúnaðarskjal til þingmanna sé að
ræða. Hann segist ekki telja að
nein bein formleg viðurlög séu til
gegn broti af þessu tagi, þ.e. ef
þingmaður hefur látið ræðuna af
hendi. Um siðferðislegt mál virð-
ist því vera að ræða. Öðru máli
gegni hins vegar um það ef emb-
ættismaður hafi látið einhvern fá
ræðuna. Slíkt sé skýrt brot á lög-
um um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins. ■
Útborgun við Kárahnjúka:
Fulltrúi VMS
viðstaddur
ATVINNUMÁL Ítalska verktakafyrir-
tækið Impregilo hefur gefið
Vinnumálastofnun heimild til að
hafa fulltrúa viðstaddan þegar
laun starfsmanna Technoservice
verða greidd út í dag. Techno-
service er undirverktaki.
Vinnumálastofnun hefur um
hríð kannað launakjör erlendra
starfsmanna Impregilo og vil
stofnunin með þessu fá staðfest-
ingu á því að útborgun fari fram
eftir lögum og reglum. ■
SIGURÐUR
LÍNDAL
Frétt um stefnu-
ræðu kom á óvart.