Fréttablaðið - 01.10.2003, Síða 4
4 1. október 2003 MIÐVIKUDAGUR
Hefurðu farið á leik í Remax-deild
karla eða kvenna í handbolta?
Spurning dagsins í dag:
Hvað finnst þér um Laxness-deiluna?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
86%
4%
Nei
6%Á eftir að fara
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Akureyri
■ Akureyri
Tveir vetnisvagnar komnir til landsins:
Hver vagn kostar
100 milljónir króna
VETNISVAGNAR „Vetnisvagnarnir
koma hingað sem tilraun,“ segir
Jón Björn Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Íslenskrar nýorku.
Í gær komu tveir vetnisvagnar af
þremur sem verða teknir í notkun
á leiðakerfi Strætó bs. Hann segir
vagna ekki menga neitt þar sem
aðeins komi vatn frá þeim.
Jón Björn segir vagnana vera
rannsókna- og tilraunaverkefni.
Samhliða því að prufukeyra vagn-
ana og vetnisstöðina er unnið að
samfélags-, efnahags- og um-
hverfisrannsóknum. „Niðurstöður
úr rannsóknunum segja til um
hvort þetta er hægt, hvort það er
tæknilega auðvelt og hvort samfé-
lagið er tilbúið til að taka við
slíkri tækni.“
Íslensk nýorka er eigandi
vagnanna og kostar hver vagn ríf-
lega eitt hundrað milljónir króna.
Evrópusambandið styrkti verk-
efnið með því að niðurgreiða allan
verkefniskostnað um 40 prósent.
Jón Björn segir vagnana vera
þrjá af 33 vögnum sem voru fram-
leiddir á þennan hátt. Þeir verði
keyrðir í tíu borgum í Evrópu og
einni borg í Ástralíu. „Þetta er
víðtækasta vetnisverkefni sem
farið hefur af stað í heiminum.
Við væntum þess að ef jákvæðar
niðurstöður fást úr tilraununum
verði hægt í framtíðinni að skipta
hefðbundnum vögnum út fyrir
vetnisvagna.“ ■
Boðum harða
stjórnarandstöðu
STJÓRNMÁL Vinstrihreyfingin –
grænt framboð kynnti í gær 20
mál sem þingflokkurinn hyggst
leggja fram á Alþingi í upphafi
þingsins. Ögmundur Jónasson,
formaður þingflokksins, segir að
þingmálin muni taka mið af
grunnþáttum í stefnu flokksins,
velferðarmálum, kvenfrelsi, um-
hverfismálum og náttúruvernd,
byggðamálum og sjálfstæðri ut-
anríkisstefnu.
Fyrsta málið sem VG leggur
fram er þingsályktunartillaga
um samstarfsverkefni ríkis og
sveitarfélaga um gjaldfrjálsan
leikskóla. Ögmundur segir að
það sé táknrænt að þetta sé
fyrsta málið. Flokkurinn lagði
mikla áherslu á málið í kosninga-
baráttunni í vor og segist sýna
vilja sinn í verki með því að
leggja sérstaka áherslu á það í
upphafi þingsins.
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
maður VG, ætlar að leggja fram
að nýju frumvarp um bann við
kaupum á kynlífsþjónustu. Hún
hefur áður lagt þetta mál fram
en segir nú að hún hafi stuðning
kvenna úr öllum flokkum, nema
hugsanlega Sjálfstæðisflokki,
auk þess sem margir karlar
styðji frumvarpið. Það tekur nú
á því að kaup á vændi verði gerð
refsiverð. Hún segir ekki mögu-
legt að greina á milli kláms,
vændis og mansals þar sem allt
þrennt sé iðulega á ferðinni í
einu.
Vinstri grænir boða líka frum-
varp um breytingar á lögum um
banka og verðbréfafyrirtæki þar
sem takmarkaðar verði heimild-
ir banka og sparisjóða til að fjár-
festa og eiga í atvinnufyrirtækj-
um og að skilið verði milli við-
skiptabanka og fjárfestingar-
banka með skýrum hætti. Ög-
mundur kynnti mál þar sem
bannað verður að hækka vexti á
verðtryggðum lánum.
Þuríður Bachmann kynnti enn
fremur þingsályktunartillögu
um að tannvernd verði hluti af
ungbarnavernd og skólaheilsu-
gæslu. Ástæða sé til þess þar
sem tannheilsu barna og ung-
menna sé að hraka. Þá ætlar VG
að flytja mál um sjúkrahótel, fé-
lagslegt forvarnarstarf og um
úrræði fyrir þá sem verða fyrir
heimilisofbeldi.
kgb@frettabladid.is
HREFNUVEIÐARNAR
Samkvæmt áætlunum átti þeim að vera
lokið en enn á eftir að veiða þrjár hrefnur.
Vísindaveiðum á
hrefnu að ljúka:
Þrjár hrefn-
ur eftir
HVALVEIÐAR Samkvæmt síðustu
upplýsingum frá Hafrannsókna-
stofnun á aðeins eftir að veiða
þrjár hrefnur til að uppfylla vís-
indaveiðikvótann á þessu ári.
Samkvæmt áætlunum átti veið-
unum að ljúka í september en all-
ir þrír bátarnir verða úti í dag og
eru líkurnar góðar á að það náist
að veiða síðustu hrefnurnar.
Um leið og sýni hafa verið tek-
in úr síðustu skepnunum hefjast
vísindamenn Hafrannsókna-
stofnunar handa við að vinna úr
þeim upplýsingum sem safnast
hafa síðan veiðarnar hófust í
sumar. ■
FISKAFLINN
Fyrstu sex mánuði ársins hefur veiðst tals-
vert minna en á sama tíma í fyrra.
Sjávaraflinn fyrstu
sex mánuðina:
Minni en
í fyrra
SJÁVARÚTVEGUR Hagstofa Íslands
hefur birt bráðabirgðatölur yfir
verðmæti sjávarafla fyrstu sex
mánuði þessa árs. Þar kemur
fram að heildaraflaverðmæti ís-
lenskra skipa var 36,8 milljarðar
króna og heildaraflinn var 1.130
þúsund tonn. Á sama tíma í fyrra
höfðu veiðst 1.407 þúsund tonn.
Verðmæti botnfiskaflans var
25 milljarðar króna sem fengust
fyrir 249 þúsund tonn. Verðmæti
uppsjávartegunda var 6,5 millj-
arðar fyrir 838 þúsund tonn.
Stærstur hluti heildaraflans
var unninn á Austurlandi, 446 þús-
und tonn, en unnið var úr mestum
verðmætum, 6,2 milljörðum
króna, á Suðurnesjum. ■
Fráskilinn, fjörugur
og kraftmikill
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
22
40
4
0
9/
20
03
Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - Strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur,
ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð.
Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070.
BMW 320 Coupe
Fyrst skráður: 10.2001
Ekinn: 6.000 km á vél
Vél: 2000cc, 5 gíra
Litur: Svartur
Verð: 2.990.000 kr.
Búnaður: Álfelgur, AC,
sportsæti ofl.
Tilboðsverð: 2.690.000 kr.
SJÁVARÚTVEGUR Sigurður Valur Ás-
bjarnarson, bæjarstjóri í Sand-
gerði, tekur undir áhyggjur Gísla
Gíslasonar, starfsbróður síns á
Akranesi. Gísli hefur lýst mikl-
um áhyggjum af afleiðingum
breytts eignarhalds Eimskipafé-
lagsins á útgerðarfyrirtækið
Harald Böðvarsson.
„En það sem manni þykir kald-
hæðnislegt í þessu er að ekki
man ég eftir því að Gísli hafi haft
mörg orð um það þegar kvótinn
fluttist allur héðan upp á Akra-
nes á sínum tíma. Þá var um að
ræða 7,5% af íbúatölunni sem
missti vinnuna hérna hjá okkur
en það er ekki nema 5,5% hjá
honum,“ segir Sigurður Valur en
þegar Haraldur Böðvarsson hf.
keypti útgerðarfélagið Miðnes
fyrir nokkrum árum var allur
kvóti þess félags fluttur á Akra-
nes.
„Ég tek hins vegar heilshugar
undir áhyggjur hans og tel að
þetta hafi mjög alvarlegar afleið-
ingar í för með sér fyrir íbúa
Akranes og ég ætla bara að von-
ast til þess að hann haldi áfram
með málið og skili kvótanum í
þetta byggðarlag [Sandgerði],“
segir hann. ■
SS BYGGIR REISIR BREKKUSKÓLA
Ákveðið hefur verið að ganga að
562 milljóna króna tilboði SS
Byggis ehf. í byggingu 2. áfanga
við Brekkuskóla á Akureyri.
Önnur tilboð voru 660 milljónir
og 810 milljónir króna. Kostnað-
aráætlun var 556 milljónir.
VETNISVAGNARNIR
Þetta er víðtækasta vetnisverkefni sem farið hefur af stað í heiminum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Vinstri grænir leggja fram 20 mál í upphafi þings. Vilja gjaldfrjálsa leik-
skóla og lög um banka. Konur sameinast um bann við kaupum á vændi.
STJÓRN ÞINGFLOKKS VG KYNNIR STEFNUMÁLIN
„Erum glöð en stjórnarmeirihlutinn gefur okkur ekki tilefni til bjartsýni.“
Bæjarstjórinn í Sandgerði um áhyggjur kollega síns á Akranesi:
Sagði fátt þegar
HB tók kvótann
SIGURÐUR VALUR
Vonast til að kollegi sinn haldi
málflutningi sínum áfram.
HEILDARAFLI OG VERÐMÆTI
Magn* Milljarðar
2001 1.986 70,8
2002 2.133 77,0
2003** 1.130 36,8
*Í ÞÚSUNDUM TONNA
**FRÁ JANÚAR TIL JÚNÍ.
RAFRÆNAR SKÍÐABREKKUR
Íþrótta- og tómstundaráð
Akureyrar telur að rafrænt
miðasölukerfi og aðgangsstýri-
kerfi geti aukið hagkvæmni í
rekstri Hlíðarfjalls og óskar eft-
ir því við stjórn Vetraríþrótta-
miðstöðvar Íslands að hún fjár-
magni kaupin.
FJÖLDI HREFNA:
Halldór Sigurðsson ÍS 12 hrefnur
Sigurbjörg BA 12 hrefnur
Njörður KÓ 11 hrefnurFR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M