Fréttablaðið - 01.10.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 01.10.2003, Síða 6
Taka frumkvæði í stórum málum Samfylkingin kynnir frumvörp um breytingar á stjórnarskrá og sam- keppnislögum. Átak til að efla iðn-, verk-, og listnám og lækka skatt á matvælum. 6 1. október 2003 MIÐVIKUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76,07 -1,83% Sterlingspund 127,14 -0,45% Dönsk króna 11,96 0,47% Evra 88,81 0,46% Gengisvísitala krónu 125,67 -0,12% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 592 Velta 14.641 milljónir ICEX-15 1.816,8 0,230% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf. 2.487.258.441 Grandi hf. 774.779.500 Össur hf. 363.118.919 Kaupþing Búnaðarb. hf. 335.330.328 Eimskipafélag Íslands hf. 256.652.672 Mesta hækkun Nýherji hf. 3,26% Össur hf. 2,88% Sölumiðstöð Hraðfrystih. hf. 1,89% Tryggingamiðstöðin hf. 1,43% Eskja hf. 1,32% Mesta lækkun Marel hf. -2,51% Flugleiðir hf. -1,68% Grandi hf. -1,52% Pharmaco hf. -1,38% Kaldbakur hf. -1,16% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.270,5 -1,2% Nasdaq* 1.795,1 -1,6% FTSE 4.091,3 -1,2% DAX 3.239,5 -2,5% NK50 1.311,9 -0,2% S&P* 996,5 -1,0% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Rússar hafa ekki ákveðið hvort þeirætla að staðfesta Kyoto-bókunina. Hvað heitir forseti Rússlands? 2Hvenær er ráðgert að búið verði aðstytta nám framhaldsskóla í þrjú ár? 3Sá sem leikur Joey í Friends hefur ver-ið skipað að fara í megrun. Hvað heitir leikarinn? Svörin eru á bls. 30 EINKANÚMER „Ég fæ ekki einka- númerið LOGIC skráð á mig og að það má ekki vera áfram á bílnum sem það var á. Ástæðan er sú að ég og fyrirtækið Naust Marine erum ekki hjón eða sambýlisfólk,“ segir Jón Arnarson, en fyrirtækð Logic sem Jón stofnaði keypti einkanúmerið LOGIC og setti á bílinn sem það er nú tekið af. Logic var sameinað Naust Mar- ine. Við sameininguna eignaðist Naust Marine bæði bílinn og einkanúmerið. Nú þegar Jón hef- ur sjálfur keypt bílinn af Naust Marine má ekki hafa einkanúmer- ið áfram á bílnum þar sem verður að setja fastanúmerið á bíllinn. Einkanúmerið fer hins vegar í geymslu þar sem Naust Marine ætlar sér ekki að nota númerið. „Aðeins er mögulegt að flytja einkanúmer á milli fjölskyldu- meðlima. Einkanúmer sem eru í eigu fyrirtækja fást ekki skráð á nýjan eiganda. Eftir að búið er að skila einkanúmerinu inn þarf það að liggja ónotað í eitt ár áður en annar getur sótt um það,“ segir Siggerður Þorvaldsdóttir, deildar- stjóri ökutækjaskráninga Um- ferðarstofu. ■ STJÓRNMÁL Samfylkingin kynnti í gær áherslur sínar í þingstörfun- um í vetur. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að flokkurinn, sem stór flokkur í stjórnarandstöðu, geti ekki hagað sér eins og smár flokk- ur. Þannig megi ekki búast við hefðbundnum upphlaupum. „Við sjáum það sem okkar hlut- verk að taka frumkvæði í stórum málum og ná samstöðu um þau. Þar má nefna Evrópumálin, sem nauðsynlegt er að ræða, og skatta- lækkanir.“ Bryndís Hlöðversdóttir, for- maður þingflokksins, sagði að það væri lykilmunur á að vera lítill eða stór flokkur í stjórnarandstöðu. „Markmiðið er að geta tekið við stjórninni á morgun,“ sagði hún. Samfylkingin kynnti fjögur frumvörp sem verða lögð fram í upphafi þingsins. Össur Skarp- héðinsson mælir fyrir tillögu um breytingar á stjórnarskránni þar sem komið verði inn ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, um að landið verði eitt kjördæmi og um aðskilnað ríkis og kirkju. Þá verði þar ákvæði um sameign Íslend- inga á náttúruauðlindum. Össur mælir einnig fyrir til- lögu um lækkun á matarskatti úr fjórtán prósentum í sjö. Hann seg- ir að þannig sé hægt að lækka skatta þannig að það komi öllum til góða, einkum hinum efnaminni. Lúðvík Bergvinsson er fyrsti flutningsmaður tillögu um breyt- ingar á samkeppnislögum þar sem lagt er til að samkeppnis- stofnun rannsaki aðeins fyrirtæki en ríkissaksóknara verði falið að fjalla um mál sem varða brot ein- staklinga. Þetta eigi þó aðeins við um alvarleg brot. Þá verði heimil- að í samkeppnislögum að Sam- keppnisstofnun geri húsleit hjá stjórnendum fyrirtækja sem sæta rannsókn og að refsiheimildir verði hækkaðar í sex ára fangelsi. Björgvin Sigurðsson kynnti frumvarp um átak til að efla iðn-, verk-, og listnám. Hann segir þetta forgangsmál til að bregðast við döpru ástandi í starfsmennta- greinum og brottfalli úr fram- haldsskólum. kgb@frettabladid.is BÍLASTÆÐIÐ Landbankinn falast eftir þessari lóð undir nýjar höfuðstöðvar. Landsbankinn í mið- borginni: Nýjar höfuðstöðvar SKIPULAGSMÁL Landsbanki Íslands vill byggja nýjar höfuðstöðvar á lóð austan Pósthússtrætis og sunnan Geirsgötu. Á lóðinni er bílastæði í dag. Landsbankinn vill reisa tíu þúsund fermetra skrifstofuhús á fjórum hæðum. „Er það vilji Landsbankans að vera áfram með aðalstarfsemi sína í miðborginni, ef góðar aðstæður eru fyrir hendi. Rétt er að geta þess að Lands- bankinn hyggst nýta áfram sína einstæðu og sögulegu byggingu að Austurstræti 11 fyrir rekstur útibús og til fundahalds og gesta- móttöku,“ segir í erindi Lands- bankans. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var hugmynd Lands- bankans tekið fagnandi í borgar- ráði. Alfreð Þorsteinssyni, for- manni borgarráðs, og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, formanni skipulags- og byggingarnefndar, var falið að ganga til viðræðna við fulltrúa Landsbankans. ■ SENDA EKKI HERMENN Egypsk stjórnvöld munu ekki senda her- lið til Íraks, segir helsti ráðgjafi Hosnis Mubaraks forseta. Þess í stað hvetja stjórnvöld til þess að Bandaríkjamenn og Bretar kalli hluta hermanna sinna aftur frá Írak. AÐALÚTIBÚ BANKANS Mesta vaxtalækkunin er á óverðtryggðum skuldabréfum, 0,4%. Landsbankinn: Vextir lækkaðir VIÐSKIPTI Landsbankinn hefur ákveðið að lækka vexti óverð- tryggðra inn- og útlána frá og með deginum í dag. Mest er lækkunin á óverð- tryggðum skuldabréfum, en vext- ir þeirra lækka um 0,4%. Vextir víxla lækka um 0,2%. Hvað við- kemur innlánum er helsta breyt- ingin sú að vextir Vaxtareiknings og Kjörbóka lækka um 0,15%. Vextir á lífeyrisbók verða hins vegar óbreyttir. Í tilkynningu frá bankanum segir að við vaxtaákvörðunina hafi verið tekið tillit til batnandi lausafjárstöðu bankans auk þess sem horft hafi verið til vaxtaþró- unar á markaði. ■ AFKOMUTILKYNNING Íslands- banki hefur sent frá sér af- komutilkynningu. Bráðabirgða- tölur fyrir þriðja ársfjórðung benda til þess að hagnaður verði talsvert meiri eftir fyrstu níu mánuði ársins en yfir allt árið í fyrra. Horfur eru því á mun betri afkomu af rekstri Íslands- banka fyrir árið 2003 en fyrir árið 2002. Afkoma ríkissjóðs á þessu ári: Svipuð eða lakari RÍKISFJÁRMÁL Útlit er fyrir að af- koma ríkissjóðs á þessu ári verði svipuð eða lakari en hún var í fyrra, að því er fram kemur í nýjasta hefti Hagvísa Seðlabank- ans. Halli á rekstri ríkissjóðs á síð- asta ári nam átta milljörðum króna en reksturinn var jákvæður um 6,5 milljarða þegar óregluleg- ir liðir, eignasala, lífeyrisskuld- bindingar og afskriftir skatt- krafna eru dregin frá. Stefnt hafði verið að því að af- gangurinn yrði tæpir 19 milljarð- ar að öllu meðtöldu en rúmir þrír milljarðar að frádregnum sölu- hagnaði af eignum. Í fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir eins milljarðs afgangi af reglulegum rekstri og tíu millj- örðum að auki frá eignasölu. ■ ■ Viðskipti ■ Afríka BJÖRGVIN SIGURÐSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON „Við sjáum það sem okkar hlutverk að taka frumkvæði í stórum málum og ná samstöðu um þau. Þar má nefna Evrópumálin, sem nauðsynlegt er að ræða, og í sambandi við skattalækkanir.“ Væntingavísitala Gallups: Væntingar aukast VÍSITÖLUR Væntingavísitala Gallups hækkaði um eitt og hálft stig í september og mældist 116,8 stig. Fólk virðist hafa auknar vænting- ar til efnahagslífsins eftir 6 mán- uði. Einnig kemur fram aukin bjartsýni varðandi mat á atvinnu- ástandinu en þó eru þeir sem nei- kvæðir eru á atvinnuástandið fleiri en þeir sem eru jákvæðir. Minni bjartsýni er hins vegar á núver- andi ástandi miðað við í ágúst og sömuleiðis eru heldur færri sem líta jákvætt á stöðu efnahagsmála en í ágúst. Væntingavístalan hefur nú hækkað tvo mánuði í röð eftir nokkra lækkun í sumar. ■ JÓN ARNARSON Hér skiptir hann um númeraplötu á bílnum sínum og einkanúmerið LOGIC fer í geymslu. Ósáttur við reglur: Einkanúm- er í árshaldi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.