Fréttablaðið - 01.10.2003, Side 8

Fréttablaðið - 01.10.2003, Side 8
8 1. október 2003 MIÐVIKUDAGUR Skuldinni skellt á aðra „... embættismenn eru oft fljótir að fela mistök sín og skella skuldinni á aðra.“ Árni Johnsen í Morgunblaðinu 30. september. Sameinumst um miðborgina „Borgarfulltrúar eiga nú að sameinast um öflugt átak í þeim tilgangi að efla miðborgina í góðri samvinnu við hagsmuna- aðila og íbúa.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í Fréttablaðinu 30. september. Kapítalisti eða ... „Þrátt fyrir langa veru í Sjálf- stæðisflokknum virðist Árni [M. Mathiesen] ekkert sérstaklega upptekinn af frelsi í viðskipt- um.“ Eiríkur Bergmann í DV 30. september. Orðrétt IÐNAÐUR Áformað er að reisa á Katanesi í Hvalfirði verksmiðju sem framleitt getur 340 þúsund tonn af rafskautum árlega. Rafskautaverksmiðjan er sögð munu veita um 140 manns atvinnu og kosta um 17 milljarða króna í byggingu. Undirbúnings- félag hefur þegar verið stofnað. Það heitir Kapla hf., Þróunarfé- lag rafskautaverksmiðju Kata- nesi. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- ið segir í tilkynningu að Markaðs- skrifstofa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar hafi frá því í maí átt í viðræðum um samstarf um verkefnið við fulltrúa fyrir- tækisins R&D Carbon Ltd. Geng- ið hafi verið frá sameiginlegri að- gerðaáætlun í ágúst. Gert sé ráð fyrir að í árslok 2004 liggi fyrir umhverfismat og starfsleyfi. Þá muni einnig verða tekin endanleg ákvörðun um hvort af byggingu verksmiðjunnar verður. Í stjórn Kapla hf. sitja þrír er- lendir menn sem búsettir eru í Sviss. Framkvæmdastjórinn er Hollendingurinn Age Jan de Vries. Þessir menn eru allir sagð- ir hafa reynslu úr áliðnaði. ■ Fjármálastjóri Guðs: Skoða andlát sem morð LONDON, AP Breska lögreglan hefur hafist handa við morðrannsókn á láti Robertos Calvis sem fannst látinn, hangandi úr brú í London, fyrir 21 ári síðan. Calvi var löng- um kallaður „fjármálastjóri Guðs“ þar sem hann hafði mikil tengsl við banka Vatíkansins og fyrrverandi yfirmann hans. Réttarlæknar gátu á sínum tíma ekki kveðið upp úr um hvort Calvi hefði framið sjálfsmorð eða verið myrtur. Lík hans fannst fjórum dögum eftir að banki sem hann stýrði, og var að stórum hluta í eigu banka Vatíkansins, varð gjaldþrota. ■ Tveggja ára stúlka: Ein heima í þrjár vikur FLÓRÍDA, AP Tveggja ára stúlka nærðist á sinnepi, tómatsósu og ósoðnu pasta í þrjár vikur meðan móðir hennar var á bak við lás og slá. Faðir stúlkunnar fann hana vannærða og illa til hafða heima við eftir að barnsmóðir hans, sem hann býr ekki með, hafði sagt hon- um að dóttir þeirra væri hjá ná- grönnum. „Það er kraftaverk í hversu góðu ástandi dóttir mín er. Ég veit ekki hvernig hún fór að,“ sagði faðir stúlkunnar. Móðir stúlkunnar lét engan vita af hög- um stúlkunnar þegar hún hóf fangavist sína. Hún hefur verið kærð fyrir brot á barnaverndar- lögum. ■ Hirðfífl Tongaeyja: Kært fyrir fjárdrátt SAN FRANCISCO, AP Fjármálaeftirlit- ið í Bandaríkjunum hefur kært fyrrverandi fjármálaráðgjafa og hirðfífl konungsins í Tonga fyrir fjárdrátt. Jesse D. Bogdonoff er ásakaður um að hafa sólundað sjóðum konungdæmisins. Fjár- festingasjóður konungdæmisins rýrnaði úr tveimur milljörðum króna í hundrað milljónir meðan hann sá um fjárfestingar. Konungi Tonga líkaði ráðgjöf Bogdonoffs svo vel í fyrstu að hann útnefndi hann hirðfífl að auki, með vísan til þess að Bogdonoff er fæddur 1. apríl. ■ ■ Eyjaálfa Nýtt undirbúningsfélag Svisslendinga og Íslendinga: Áform um 340 þúsund tonna rafskautaverksmiðju HVALFJÖRÐUR Taka á ákvörðun í lok árs 2004 um það hvort reist verði á Katanesi í Hvalfirði 17 milljarða króna verksmiðja sem framleiðir rafskaut í lokaðri hringrás. Katanes er rétt innan við álverkmiðjuna og járnblendiverk- smiðjuna á Grundartanga. Ný nefnd skipuð: Fjallar um geðraskanir unglinga HEILBRIGÐISMÁL Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, hefur skipað nefnd sem gera á tillögur til ráðherra um skipulag heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga með geðraskanir. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að nefndinni sé m.a. ætlað að skila tillögum um hvernig haga skuli þessari þjónustu á höfuð- borgarsvæðinu og á landsbyggð- inni. Hvernig best megi tryggja samspil þjónustuþáttanna, hvaða þjónustuform og rekstarform séu heppilegust og fleira er varði heildarskipulag heilbrigðisþjón- ustu við þennan hóp skjólstæðinga. Formaður nefndarinnar er Ragnheiður Haraldsdóttir, skrif- stofustjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. ■ SorpaDalvegur LagersalaSmárator g Allt a ð 90% afslá ttur RÝMINGARSALAN! Dalvegi 10 er opin í dag frá kl. 12 – 19 FÉ Á FARALDSFÆTI Eftir að hvert ríkið á fætur öðru í Mið-Austur- löndum hefur neitað að veita áströlsku skipi með meira en 50.000 kindur innanborðs löndun- arleyfi þykir líklegast að því verði snúið aftur til Ástralíu. Ríkis- stjórnir landanna óttast að sauð- féð beri með sér sjúkdóma. UMFRAM VÆNTINGAR Mun meiri afgangur varð af rekstri ástralska ríkisins en ráð hafði verið gert fyrir. Gert hafði verið ráð fyrir rúmlega 200 milljarða afgangi en hann varð nær 400 milljarðar. Stjórnvöld þakka þetta miklum hagnaði fyrirtækja. STJÓRNMÁL Kosningar eru í kvöld til formennsku í einni stærstu stjórnmálahreyfingu landsins; Heimdalli, félagi ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Tveir listar eru í framboði und- ir forystu Atla Rafns Björnssonar hagfræðings og Bolla Thoroddsen verkfræðinema. Hreyfingarnar tengjast annars vegar Birni Bjarnasyni og hins vegar Geir H. Haarde og því eiga margir eftir að rýna í úrslitin til að meta hversu mikinn stuðning þeir hafa hjá unga fólkinu í Reykjavík. Heimdallur tilnefnir 70-80 fulltrúa á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins og ræður stjórn félagsins alfarið hverjir þeir verða. Í stuðningsliði Atla Rafns er fólk sem hefur starfað náið með Birni, þrír síðustu formenn Sam- bands ungra sjálfstæðismanna og fráfarandi formaður og varafor- maður Heimdallar. Framboðið hefur aðstöðu hjá sjálfstæðisfé- laginu í Garðabæ. Í stuðningsliði Bolla er fólk sem hefur verið virkt í félagsstarfi í framhalds- skólum og í Vöku, félagi hægri- manna í Háskóla Íslands. Þetta fólk tengist vefritinu Deigl- unni.com sem er stýrt af stjúp- syni Geirs og fyrrum aðstoðar- manni hans. Þessar fylkingar takast nú á í kosningum í Heimdalli þriðja árið í röð en Björnsmenn hafa unnið síðustu tvö ár. Bæði árin hafa ver- ið hatrammar kosningar þar sem um 700 manns hafa greitt at- kvæði, sem er meira en gerist í flestum öðrum stjórnmálafélög- um. Keppni fylkinganna fyrir kosn- ingarnar snýst um að skrá nýja fé- laga í félagið. Þar telja stuðnings- menn Bolla að framboð Atla Rafns njóti forskots þar sem nú- verandi stjórn Heimdallar styður hann. Kvarta stuðningsmenn Bolla undan því að fá ekki að sjá lista yfir félaga. Magnús Þór Gylfason, formað- ur Heimdallar, segist búast við fjölmenni á fundinn í kvöld en ómögulegt sé að meta hversu margir mæti. kgb@frettabladid.is Hatrömm átök hjá Heimdalli Tvær fylkingar takast á. Önnur tengist Birni Bjarnasyni, hin Geir H. Haarde. Kosningar í Valhöll í kvöld. ■ Hreyfingarnar tengjast annars vegar Birni Bjarnasyni og hins vegar Geir H. Haarde. BOLLI THORODDSEN OG ATLI RAFN BJÖRNSSON Takast á um formennsku í Heimdalli í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M DeCode og offita: Hækkun í kjölfar til- kynningar VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði í gær í kjölfar frétta um að náðst hafi rannsóknaráfangi í samstarfi fé- lagsins við lyfjafyrirtækið Merck. Fyrirtækin vinna saman að þróun lyfjaúrræða gegn offitu. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu kemur fram að fundist hafi erfðavísir sem geti haft áhrif á holdafar fólks. Eitt af- brigði erfðavísisins veldur offitu, en annað afbrigði veldur grönnum vexti. Mjög mikil viðskipti voru með bréf DeCode í gær. ■ MINNI RÉTTAR- TÍMI Málflutn- ingur í máli Slobodans Milosevics, fyrrum forseta Júgóslavíu, takmarkast hér eftir við þrjá daga vik- unnar og þá aðeins hálfan daginn. Ákvörðun um þetta var tekin vegna áhyggja af því að heilsufar forsetans fyrrverandi leyfði ekki meira. ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.