Fréttablaðið - 01.10.2003, Page 10

Fréttablaðið - 01.10.2003, Page 10
10 1. október 2003 MIÐVIKUDAGUR UMFERÐARTEPPA Hver ökumaður í Los Angeles eyddi rúm- lega 26 klukkustundum í umferðarteppu á leið í og úr vinnu árið 2001 samkvæmt nýrri rannsókn. SKÁK Eitt sterkasta mót íslenskrar skáksögu hefst á Hótel Selfossi í lok október. Friðrik Ólafsson verður verndari mótsins og dans- ki stórmeistarinn Bent Larsen skákskýrandi. Hátíðin er tileinkuð sunnlensk- um börnum og efnt verður til risa- fjölteflis og barnaskákmóts. Al- þjóðlega mótið á Hótel Selfossi verður eitt sterkasta skákmót sem haldið hefur verið á Íslandi. Keppt er í Meistaraflokki og Áskorendaflokki og eru tíu skák- menn í hvoru móti. Sigurvegar- arnir á Mjólkurskákmótinu á Hót- el Selfossi 2002, Ivan Sokolov og Predrag Nikolic, verða báðir með en stigahæstur er rússneski stór- meistarinn Vladimir Malakhov sem er aðeins 21 árs, en kominn með tæplega 2700 Elo-stig. Þá sætir tíðindum að Victor Bologan, sigurvegarinn á sterkasta skák- móti heims á árinu, verður með. Íslensku stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þór- hallsson verða í eldlínunni í Meistaraflokki. Í Áskorendaflokki verða líka tíu keppendur og þar mun ís- lensku skákmönnunum gefast kostur á að keppa að stórmeist- araáfanga. ■ Írar sögðu ósatt um kalkþörunga LANDSBYGGÐIN „Ástandið á Bíldudal er hrikalegt og ég sé enga patent- lausn í atvinnumálum þar,“ segir Jón B.G. Jónsson, forseti bæjar- stjórnar Vesturbyggðar, um þá úlfakreppu sem atvinnumál Bíld- dælinga eru í um þessar mundir. Stærsta fyrirtækið á Bíldudal, Þórður Jónsson ehf., er í greiðslu- stöðvun og óvissa ríkir um það hvort það siglir í þrot eða samning- ar takast. Þar starfa um 30 manns. Rækjuver, þar sem um 15 manns hafa vinnu, er stopp að minnsta kosti fram í nóvem- ber. Vonir voru bundnar við að írska fyrirtækið Celtic í samstarfi við Björgun ætlaði að hefja stór- fellda vinnslu á kalkþörungum en nú hefur þeim áformum verið frestað um óákveðinn tíma. Jón B.G. segir að miklar vonir hafi verið bundnar við kalkþör- ungaverksmiðjuna og þess vegna hafi verið farið í byggingu nýs íþróttahúss og að styrkja innviði þorpsins. „Írarnir komu hingað fyrir hálfu öðru ári. Þá átti ég viðræður við þá og þeir sögðust vera að hefj- ast handa við að byggja upp verk- smiðjuna á Bíldudal. Þarna voru engir tungumálaerfiðleikar heldur sögðu þeir bara ósatt,“ segir Jón B. G. Hann segir að Atvinnuþróunar- félag Vestfjarða hafi viljað ræða eingöngu við írska fyrirtækið í stað þess að leyfa öðrum að koma að kalkþörungamálinu. „Ég var talsmaður þess að fleiri fengju að koma að þessu máli en það er auðvelt að vera vitur eftir á,“ segir Jón B. G. Hann segir stöðu Bílddælinga við óbreyttar aðstæður vera óbærilega. „Það er ekki hægt að skilja fólk- ið þarna eftir eignalaust og segja bara „sorry“. Ef stjórnvöld treysta sér ekki til að byggja upp atvinnulíf á þessum stað verður að aðstoða fólk við að fara á aðra staði þar sem vinnu er að hafa,“ segir Jón B.G., sem reyndar á von á alþingismönn- um kjördæmisins um helgina sem ætla að vera viðstaddir vígslu nýja íþróttahússins á Bíldudal. „Þar munu atvinnumálin á Bíldudal verða rædd. Stjórnvöld bera sína ábyrgð á því hvernig komið er,“ segir hann. rt@frettabladid.is Fjórir myrtir: Lögga myrti félaga sína SERBÍA, AP Serbneskur lögreglumað- ur gekk berserksgang og skaut á fé- laga sína með hríðskotariffli. Fjórir lögreglumenn létust í skotárás mannsins og þrír til við- bótar særðust alvarlega áður en yfir lauk. „Hann vissi augljóslega hverja hann ætlaði að skjóta og ráðlagði öðrum að hafa sig á brott,“ sagði Goran Barun, aðstoðarlögreglu- stjóri í bænum Nis þar sem skotárásin átti sér stað. Lögreglu- maðurinn sem skaut á félaga sína var handtekinn eftir árásina en ekki er vitað hvað honum gekk til með árásinni. ■ Moammar Gadhafi: Á leið til Moskvu MOSKVA Útlit er fyrir að Moammar Gadhafi, leiðtogi Líbíu, fari í sjald- séða ferð út fyrir landamæri og haldi í opinbera heimsókn til Moskvu og fundi með Vladimír Pútín. Utanríkisráðherrar Rúss- lands og Líbíu, Igor Ivanov og Abdel-Rahman Shalqam, ræddu fyrirhugaða heimsókn á fundi í höf- uðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Rússar börðust lengi fyrir afnámi viðskiptahindrana gagnvart Líbíu sem komið var á eftir að Pan Am farþegaþota var sprengd í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi. Tvö ár eru síðan Ivanov greindi frá því að til stæði að Pútín og Gad- hafi funduðu. ■ ■ „Ástandið á Bíldudal er hrikalegt.“ STJÓRNARSTEFNU MÓTMÆLT Hafnarverkamenn hafa bæst í hóp 50.000 opinberra starfs- manna sem mótmæla aðgerðum ísraelskra stjórnvalda. Hafnar- verkamenn mótmæla hugmynd- um um aukna samkeppni í hafn- arvinnu. Opinberir starfsmenn hafa mótmælt niðurskurði ríkis- útgjalda, sem leiðir til uppsagna ríkisstarfsmanna. OPNA FYRIR BAATH-FÉLAGA Framkvæmdaráð Íraks hefur ákveðið að ráðuneyti landsins setji upp nefndir til að athuga hvort veita eigi fyrrum félögum í Baath-flokki Saddams Husseins möguleika á störfum í stjórn- sýslunni. Paul Bremer, æðsti borgaralegi stjórnandi Banda- ríkjastjórnar í Írak, rak alla Baath-félaga úr störfum í maí. KONUR VILJA BREYTINGAR Alls skrifaði 51 kona undir beiðni sem send var ráðamönnum í Sádi-Arabíu fyrir skömmu. Í beiðninni er krafist umbóta í jafnréttis- og lýðræðismálum, en þetta mun vera í fyrsta skiptið sem konur skrifa undir beiðni af þessu tagi. Helmut Kohl: Heiðraður af Bush eldri BERLÍN, AP Helmut Kohl, fyrrum kanslari Þýskalands, hélt í gær í vikulanga ferð til Bandaríkjanna þar sem hann mun meðal annars taka við viðurkenningu úr hendi George Bush, fyrrum Banda- ríkjaforseta. Viðurkenningin er nefnd eftir Bandaríkjaforsetanum fyrrver- andi og er veitt fyrir framúr- skarandi frammistöðu í þjónustu við almenning. Áður hefur Mik- hail Gorbachev hlotnast viður- kenningin. Þremenningarnir voru meðal valdamestu manna heims undir lok kalda stríðsins. Á morgun sitja þeir allir ráðstefnu um efnahagsleg og félagsleg sam- skipti Bandaríkjanna og Evrópu. Tólf ár verða þá liðin frá sam- einingu Þýskalands. ■ ■ Mið-Austurlönd Vonleysi ríkir á Bíldudal eftir að kalkþörungaverksmiðju var frestað. Burðarás byggðarlagsins í greiðslustöðvun. Forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar segir ástandið hrikalegt. BÍLDUDALUR Fátt virðist vera til ráða í atvinnumálum. Ísraelski herinn: Svín leita að sprengjum JERÚSALEM, AP Ísraelski herinn gerir nú tilraunir með villisvín sem þjálf- uð hafa verið til að þefa uppi jarð- sprengjur. Svínin eru látin leita að gömlum jarðsprengjum í Jórdand- alnum, að sögn þjálfara þeirra, Geva Tzim. Áður hefur tíðkast að nota sérþjálfaða hunda til að leita að sprengjum en Tzim segir að svínin séu betur til þess fallin að finna sprengjur sem grafnar eru í jörðu. Svín eru óhrein dýr sam- kvæmt trúarsetningu gyðinga og er svínakjöt því aldrei á boðstólnum á heimilum strangtrúaðra. ■ ÁKVEÐA MÓTMÆLI Þrjú stærstu launþegasamtök Ítalíu hafa boðað verkfall 24. október til að mót- mæla fyrirhuguðum breytingum stjórnvalda á eftirlaunakerfinu. Áratugur er liðinn síðan milljón manns mótmæltu fyrri tilraun stjórnvalda til að breyta eftir- launakerfinu. KAUPSÝSLUMAÐUR SEKTAÐUR 38 ára kaupsýslumaður hefur verið sektaður um andvirði 130.000 króna fyrir að reyna að klippa í sundur vatnsslöngu sem liggur í skýli Davids Blaines í London. Blaine er lokaður inni í gegnsæju skýli í nokkurra metra hæð yfir einu torga borgarinnar. ■ Evrópa Skákfélagið Hrókurinn: Risaskákmót á Suðurlandi HRÓKURINN Liðsmenn Hróksins halda ótrauðir áfram „trúboði“ sínu til framgangs skáklistarinnar. Suðurland er nú í kastljósinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.