Fréttablaðið - 01.10.2003, Síða 13

Fréttablaðið - 01.10.2003, Síða 13
13MIÐVIKUDAGUR 1. október 2003 STJÓRNSÝSLA Sýslumaðurinn á Ísa- firði hefur neitað fötluðum pilti um að þreyta bóklegt bílpróf nema gegn framvísun læknis- vottorðs. Þetta kemur fram á heimasíðu Bæjarins besta á Ísa- firði. Pilturinn, sem er fatlaður eft- ir skíðaslys í mars í fyrra, hefur lokið 30 tímum í ökuskóla. Móðir piltsins segir hann hafa verið mættan til prófs á miðvikudag. Einn próftaka hafi sonur hennar óvænt þurft frá að hverfa: „Læknirinn hans á endurhæf- ingardeild Landspítalans á Grensási gaf okkur grænt ljós um að hann væri hæfur til að sækja ökunám ef ökukennari væri tilbúinn að kenna honum. Þannig væri ekkert læknisfræði- legt sem benti til þess að hann ætti að uppfylla frekari kröfur en aðrir sem þreyta bílpróf. Auð- vitað þarf að framvísa læknis- vottorði til að fá útgefið ökuskír- teini en það hefur hingað til ekki þurft vottorð til að taka prófið,“ sagði móðirin við Bæjarins besta. Móðirin boðaði að sonurinn myndi leggja fram umbeðið læknisvottorð: „Ef yfirvöld vilja ekki að hann læri á bíl, af hverju var hann þá ekki stöðvaður strax?“ spurði hún. ■ Miðlunarlón Lands- virkjunar full: Afsláttur á orkugjaldi IÐNAÐUR Vegna þess hve vatnabú- skapur Landsvirkjunar hefur ver- ið góður að undanförnu hefur ver- ið ákveðið að lækka umframafl- gjald til stórra orkukaupenda. Lækkar aflgjaldið úr tæpum 40 kr. í 12 krónur á hverja kílóvatt- stund og verður afslátturinn veitt- ur fram til áramóta. Er þessi ákvörðun tekin þar sem öll miðlunarlón Landsvirkj- unar eru full og er vonast til að þetta leiði til aukinnar notkunar innlendra umhverfisvænna orku- gjafa í vetur. ■ þeirri aðgerð var beint gegn Hann- esi Hólmsteini þótt það hafi ekki verið staðfest opinberlega. „Þessi vinna tekur tíma og er vand með farin og því eðlilegt að við fáum næði til þess að ljúka verkinu, en að þurfa ekki að stjórnast af ævi- sagnariturum,“ sagði í yfirlýsingu frá fjölskyldunni vegna þessa. Daginn eftir tilkynnti Halldór Árnason skrifstofustjóri Guðnýju að hún ætti ekki lengur að gæta Gljúfrasteins. Þar vísaði hann til þess að samningur við hana hefði runnið út þann 1. september en Guðný hafði eigi að síður haldið áfram að gæta hússins þann rúma hálfa mánuð sem liðinn var af september. Þótt á yfirborðinu virð- ist allt vera í lagi á milli fjölskyld- unnar og forsætisráðuneytisins liggur í loftinu að trúnaðarbrestur ríki. Heimildir Fréttablaðsins herma að fjölskylda Laxness tor- tryggi ráðuneytið og telji að það gangi erinda Hannesar Hólm- steins og að í málinu glytti í sjálfan Davíð Oddsson forsætisráðherra. Landsbókavörður og einkabréf Nýjustu tíðindi af deilunni um gögn Laxness eru þau að Sigrún Klara Hannesdóttir landsbóka- vörður lagði leið sína á Gljúfra- stein ásamt Halldóri Árnasyni til að sækja gögn sem hún taldi að tilheyrðu safninu. Þar á meðal voru einkabréf Auðar Laxness og dætra hennar. Fjölskyldan mót- mælti þessu og taldi að þarna væri um einkaeign móður þeirra að ræða. Landsbókavörður varð að skila þeim gögnum. Óljóst er hvaða sáttaflötur er í málinu. Fjölskylda Laxness hefur sagt alveg skýrt að hún muni aldrei fallast á að Hannes Hólm- steinn skrái sögu skáldsins. En enginn bilbugur er á skrásetj- aranum, sem er nýkominn frá Kaliforníu þar sem hann þræddi söguslóðir Halldórs Laxness. Vandi Hannesar Hólmsteins er sá að honum er óheimilt að nota þau gögn sem hann hefur aflað sér úr einkasafni skáldsins. Fyrsta bind- ið af þremur er væntanlegt í haust en það mun eiga að heita Halldór, hið næsta Kiljan og það þriðja Laxness. Víst er að fjölskylda skáldsins mun leita aðstoðar lög- fræðinga og hvert orð verður grandskoðað þegar bókin lítur dagsins ljós. Deilunni um líf Lax- ness er því fjarri lokið. ■ HANNES HÓLMSTEINN Heldur ótrauður áfram að skrá ævisögu Hallórs Kiljans. Fatlaður ísfirskur piltur sem lokið hafði ökuskóla: Sýslumaður vill vottorð frá lækni fyrir bóklegt bílpróf ÍSAFJÖRÐUR „Ef yfirvöld vilja ekki að hann læri á bíl, af hverju var hann þá ekki stöðvaður strax?“ spurði móðir fatlaðs pilts sem vísað var frá bóklegu bílprófi eftir 30 tíma í ökuskóla.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.