Fréttablaðið - 01.10.2003, Blaðsíða 14
Ég átti fjölskylduferð um Suð-ur-Frakkland síðsumars. Það
væri ekki í frásögur færandi
nema vegna þess að í för var ná-
frændi sem unnið hefur uppi á
Kárahnjúkum síðan í vor.
Í dagsferð til Ítalíu varð hann
okkur til vandræða. Stórfjölskyld-
an á ferð í þriggja bíla lest á hrað-
brautinni þegar símtal berst í
þann fremsta úr þeim aftasta:
„Verðum að stoppa hér. Taka
mynd af skógareldunum.“ Það er
ekki slysahættulaust að stanza á
hraðbrautum Suður-Evrópu fyrir-
varalítið, ekki fyrir einn bíl, hvað
þá þrjá. Og það var ekki eins og
skorti tækifæri til myndatöku af
skógareldum annars staðar. En
þegar þessi frændi segist þurfa að
gera eitthvað, þá tekur maður
mark á því. Það getur ekki verið
léttvægt eða ástæðulaust. Hann
er þannig. Maður stoppar.
Hann tók sínar myndir af skóg-
areldunum á Ítalíu, en var auðvit-
að spurður hvurs konar bráðlæti
þetta væri, að stofna okkur í stór-
hættu. „Ég ætla að prenta þetta út
á plakatformi og hengja upp í
vinnuskálanum undir fyrirsögn-
inni „ÍTALÍA BRENNUR“.“
Lýsingarnar
Síðan um sauðburð hef ég
hlustað á lýsingar þessa frænda
míns um aðstæðurnar þarna upp
frá. Hann var í tveggja manna
„herbergi“: „Við getum ekki farið
fram úr á morgnana báðir í einu.
Það er of stutt bil á milli rúm-
anna.“ Og svo framvegis. Ég
geymdi þetta, en gleymdi ekki, en
hef svo ekki haft undan að trúa
fréttum sumarsins af Ítölunum
hjá Impregilo og meðferð þeirra á
frændum okkar af öllum þjóðern-
um.
Af handahófskenndu minni:
Matarskálar þar sem hvorki er
hægt að fara úr vinnugöllum né
þrífa sig fyrir hádegismatinn.
Opin holræsi skammt frá vatns-
bólum – áveðurs algengustu vind-
áttum. Menn eru reknir fyrir
„óhlýðni“, sendir úr landi og þurfa
að finna annan í sinn stað – á eigin
kostnað. Íslendingar kaupa sér
hlífðarföt í Kaupfélaginu á Egils-
stöðum. Hinir hafa ekki efni á því.
Vinnumálastofnun þarf að
vera viðstödd útborgun launa til
að staðfesta hvernig hún fer fram.
Til þess að afla gagna þurfti ASÍ
nánast að fara í felur með
brottrekinn Rúmena á leið úr
landi.
Undirlægjan
Vonbrigðin – nei, skömmin –
vegna þessara og annarra frétta
eru þeim mun meiri sem sum okk-
ar lögðu nokkuð af mörkum í þeim
átökum sem stóðu í aðdraganda
framkvæmdanna fyrir austan.
Þau voru stundum töluverð, en
alltaf þess virði af því að málstað-
urinn var góður. En þá kemur
þetta ítalska fyrirtæki sem virðist
ekki alveg komið inn í 20. öldina í
mannréttindum og mannasiðum.
Með einhverju glæsilegasta PR-
klúðri síðustu ára hafa þeir á fá-
einum mánuðum komið óorði á
framkvæmdina alla.
Og fáir virðist vera til að benda
þeim á að kannske sé ekki allt
með felldu. Ekki lögmaður þeirra,
Þórarinn V. Þórarinsson, sem með
fullri virðingu er ekki mesti
diplómatinn sem þeir hefðu getað
ráðið í vinnu. Ekki Samtök at-
vinnulífsins, sem virðast ætla að
stefna vinnumarkaði í uppnám
með stuðningi sínum við þessa
kóna. Og ekki formaður Fram-
sóknarflokksins – verðandi for-
sætisráðherra – sem tilkynnti um
daginn að án Impregilo hefði
Kárahnjúkavirkjun aldrei orðið
að veruleika.
Er hægt að leggjast flatari? Já.
Eitt ömurlegasta dæmið er appa-
rat sem heitir Þróunarstofa Aust-
urlands, sem á að „stuðla að ný-
sköpun og framþróun í atvinnu-
lífi“ eins og segir á vefsíðu þess.
Þar er líka þessi „frétt“ frá því sl.
föstudag (www.austur.is):
„Starfsmenn frá Þróunarstof-
unni fóru í vikunni í kynnisferð
um vinnusvæði Kárahnjúkavirkj-
unar. Ferðin var í boði Lands-
virkjunar og undir leiðsögn
starfsmanna sem gjörþekkja til á
svæðinu. [...] Óhætt er að segja að
það sé mikil upplifun að fara um
vinnusvæðin [...] Það vakti sér-
staka athygli starfsmanna Þróun-
arstofunnar hve vel umgengin og
snyrtileg vinnusvæðin voru [...]
Vinnubúðir Impregilo [...] hljóta
að teljast með því besta sem boðið
er uppá í þeim efnum hér á landi.
Margt annað vakti athygli og kom
skemmtilega á óvart. Meðal ann-
ars það að sjá þrjár kornungar og
glaðbeittar konur vinna við
sprengihleðslu niðri í gljúfrum
Jökulsár á Dal.“
Þögnin
Jamm. Það vekur sérstaka at-
hygli hversu mikil upplifun það er
að fara um virkjanasvæðið í boði
Landsvirkjunar og annarra sem
eiga engra hagsmuna að gæta, og
sjá hversu vel umgengin og
snyrtileg vinnusvæði eru og raun-
ar með því besta sem boðið er upp
á hér á landi. Og svo eru þarna
líka þrjár konur. Væntanlega
snyrtilegar og vel umgengnar.
Þetta er, vel að merkja, frétt frá
opinberri stofnun sem ætlað er að
„stuðla að nýsköpun og framþró-
un í atvinnulífi“ á Austurlandi.
Þvílík undur og stórmerki.
Liggur ekki beint við að Impregilo
fái nýsköpunarverðlaun forseta
Íslands á næsta ári?
Endurspeglar þessi málflutn-
ingur skoðanir forystumanna fyr-
ir austan? Hvar eru gagnrýnis-
raddir þeirra? Hvar er Samband
sveitarfélaga á Austurlandi?
Sveitarstjórnir á Héraði?
Vonandi rjúfa þeir þögnina.
Áður en plakatið góða verður sett
í fjöldaframleiðslu. ■
Ég get ekki verið sammálaákvörðun erfingja Halldórs Lax-
ness um að takmarka aðgang að
bréfasafni hans í Þjóðarbókhlöðunni
við tvo fræðimenn – en ég skil hana
vel. Hvernig myndi þér líða ef
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
væri að skrifa ævisögu föður þíns?
Það má sjálfsagt margt gott um
Hannes segja en hann er ekki allra.
Ef marka má hvernig hann birtist í
opinberri umræðu er hann ör og
uppivöðslusamur, sjálfupptekinn
milli þess sem hann er blindaður af
aðdáun á vinum sínum. Ekki beint
sú manngerð sem fólk treystir fyrir
dýrmætri minningu sinna nánustu.
Það er því skiljanlegt að erfingjar
Laxness kvíði uppgjöri hans við
skáldið.
Halldór Laxness var hins vegar
ákaflega fyrirferðarmikill maður í
íslensku samfélagi alla síðustu öld.
Það er vart hægt að velta fyrir sér
menningu eða pólitík á tuttugustu
öldinni án þess að taka afstöðu til
Laxness. Saga hans er því að stóru
leyti sameign þjóðarinnar. Í þeim
anda hafa ættingjar falið Þjóðarbók-
hlöðunni bréfa- og handritasafn
hans og selt ríkisvaldinu Gljúfra-
stein til varðveislu. Það er því hálf
undarlegt að erfingjar Laxness
skuli hafa skipt um skoðun í tilefni
af löngun Hannesar til að nugga sér
upp við minningu skáldsins.
Þannig hefur þetta mál tvær hlið-
ar. Við skiljum að sumu tilfinningar
erfingjanna og virðum þá skoðun
Hannesar að hann eigi nokkurn rétt
á að sækja sér efnivið í uppgjör sitt
við Laxness. Hins vegar er erfiðara
að meta hvað ríkisvaldinu gengur til
að blanda sér í þessa deilu. Forsæt-
isráðuneytið hafði falið dóttur
skáldsins að líta til með Gljúfra-
steini en kaus í miðri þessari deilu
að ráða annan til starfsins. Ef hinn
nýi tilsjónarmaður hefði haft eitt-
hvað til að bera sem gerði hann bet-
ur til starfsins fallinn mætti ekki
gagnrýna þessa ráðstöfun. En því er
ekki að heilsa. Hinn nýi starfsmaður
er í vinahópi Hannesar – eiginkona
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins,
einnar af vonarstjörnum hans. Fjöl-
miðill ríkisins, Ríkisútvarpið, hefur
á sama tíma keypt af Hannesi heim-
ildarþátt um Laxness og sett hann á
dagskrá í byrjun desember – á besta
tíma út frá sjónarhóli bókaútgef-
enda. Það er því engu líkara en rík-
isvaldið hafi blandað sér í þessa
deilu og tekið afstöðu með öðrum
aðilanum, Hannesi.
Eins og það er viðkvæmt mál að
halda á lofti minningu sinna nánustu
er það vandasamt hlutverk sem for-
sætisráðuneytið tók að sér þegar
Gljúfrasteinn var keyptur. Í því þarf
að gæta að tilfinningum nánustu
ættmenna Laxness en tryggja jafn-
framt að þjóðin öll fái hlutdeild í
minningu skáldsins. Hversu
óhönduglega ráðuneytið fer með
hlutverk sitt vekur upp spurningar
um hver hafi keypt Gljúfrastein.
Var það þjóðin eða þröngur vinahóp-
ur þess sem fer með mest völd inn-
an ríkisvaldsins hverju sinni? ■
Hannes Hólmsteinn Gissurar-son hefur verið áberandi í
fréttum allt frá því fréttist að
hann hygðist skrifa þriggja binda
ævisögu Halldórs Laxness, en
verkið er orðið umdeilt löngu fyr-
ir útgáfu. Fyrir nokkrum dögum
tilkynnti fjöl-
skylda Nóbels-
skáldsins að hún
hefði ákveðið að
loka aðgangi að
bréfasafni skálds-
ins, nema með
sérstöku leyfi, og
almennt er álitið
að þeirri ákvörð-
un sé beint gegn
Hannesi Hólm-
steini, enda hefur
fjölskyldan lýst
sig andsnúna rit-
un hans á ævisögu
skáldsins. Þetta
virðist í engu hafa
breytt áformum Hannesar, sem er
að ljúka við fyrsta bindi verksins
sem væntanlega mun koma út fyr-
ir þessi jól. Fyrsta bindið ber
nafnið Halldór, annað bindið heit-
ir Kiljan og það þriðja Laxness.
Það hefur oft staðið styr um
Hannes Hólmstein, enda hefur
hann ákveðnar skoðanir í pólitík
sem hann er ófeiminn við að tjá og
ítreka. Hann var áberandi í stúd-
entapólitíkinni á sínum tíma og
árið 1979 stofnaði hann ásamt fé-
lögum sínum Félag frjálshyggju-
manna. Æ síðan hefur hann verið
ákafur talsmaður frjálshyggjunn-
ar og andstæðingar hans hafa iðu-
lega gagnrýnt hann harkalega
fyrir öfgafullar hægri skoðanir.
Hann hefur oftar en einu sinni
farið hörðum orðum um pólitík
Halldórs Laxness og þegar hann
hélt erindi í Háskólabíói á mál-
þingi, sem haldið var á hundrað
ára afmæli skáldsins, voru gerð
hróp að honum þegar hann fór
hörðum orðum um aðdáun Lax-
ness á Stalín, og fundarstjóri
þurfti ítrekað að biðja menn um
að hafa hljóð.
Hannes Hólmsteinn varð
fimmtugur fyrr á þessu ári og
fékk þá meðal annars heillaóska-
skeyti frá Mergréti Thatcher en
þau eru sögð miklir mátar. Hann-
es Hólmsteinn stundaði á sínum
tíma framhaldsnám í Oxford og
varð doktor í stjórnmálafræði.
Hann hefur skrifað nokkrar bæk-
ur, þar á meðal ævisögu Jóns Þor-
lákssonar forsætisráðherra og
Benjamíns H.J. Eiríkssonar.
Foreldrar Hannesar Hólm-
steins voru Ásta Hannesdóttir,
kennari og formaður Framsókn-
arkvennafélagsins Freyju í Kópa-
vogi um árabil, og Gissur Jörund-
ur Kristinsson, trésmiður og
framkvæmdastjóri verkamanna-
bústaðanna í Kópavogi. Hannes
Hólmsteinn á þrjú systkini.
Vinir Hannesar lýsa honum
sem vinnuþjarki og ákafamanni
sem taki gagnrýni ekki nærri sér
og sé mikill vinur vina sinna.
Hann er sagður mikill fagurkeri,
hefur yndi af bóklestri, tónlist og
myndlist, nýtur þess að borða góð-
an mat og er annálaður smekk-
maður á vín. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um átök um
minningu Halldórs Laxness.
Maðurinn
■ Ævisaga Hannesar Hólmsteins
um Laxness er orðin umdeild
löngu fyrir útgáfu,
14 1. október 2003 MIÐVIKUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Um daginnog veginn
KARL TH.
BIRGISSON
■
skrifar um orð-
sporið sem fer af
framkvæmdum á
Kárahnjúkum.
Ítalía brennur■ Af Netinu
Vinnuþjarkur
og ákafamaður
Hver keypti Gljúfrastein?
HANNES
HÓLMSTEINN
GISSURARSON
Harður frjáls-
hyggjumaður, fag-
urkeri og mikill
vinur vina sinna.
Menntun skorin við nögl
Nú er það orðið ljóst að nám til
stúdentsprófs verður stytt úr fjór-
um árum í þrjú og hefur verkefna-
stjórn á vegum menntamálaráðu-
neytisins gefið út tillögu þess efn-
is. Skólaárið verður lengt um 10
daga en eigi að síður fækkar
kennslustundum um 20%. Á móti
kemur að námið á að verða „inni-
haldsríkara“ en óneitanlega
vakna grunsemdir um að verið að
sé að spara, eina ferðina enn,
undir því yfirskini að sparnaður-
inn sé á faglegum forsendum.
KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Á MÚRNUM.
Andóf gegn heimsku
Helsta skylda samfélagsins er að
eyða bjánaskap. Samt má ekki
beinlínis gera heimska höfðinu
styttri. Slíkt varðar við lög nema
stórþjóð hinna menntuðu ofur-
menna ákveði að útrýma ekki að-
eins fyrrum hliðhollum sem síðan
óhliðhollum einræðisherrum hin-
um megin á hnettinum heldur
líka afleiðingunni af vitleysunni í
grimmd þeirra. Til þess er oft
ekki um annað að ræða en það að
beita vísindum og hátækni með
vopnavaldi eða eyða með bensín-
sprengjum á meðan silkitungun-
um heimafyrir er lyft á valda-
stóla.
GUÐBERGUR BERGSSON Á JPV.IS.
Heilagur sannleikur
Fáfræði er þekking: Þeir sem
frelsaðir eru í kristni telja sig
varla þurfa að líta í aðrar bækur
en Biblíuna, þar sé allan þann
sannleik að finna sem veröldin
býður upp á. Þeir harðsvíruðustu
afneita jafnvel þeirri þekkingu
sem mannfélagið býr yfir í kjölfar
rannsóknar á heiminum, því hún
fer ekki saman við sumt af því
sem stendur í Biblíunni. Semsagt:
Ef eitthvað fer á skjön við Biblí-
una þá er það alltaf Biblían sem
hefur rétt fyrir sér. Slík er þekk-
ing sannkristinna á veröldinni.
BIRGIR BALDURSSON Á VANTRÚ.NET.
AÐ GLJÚFRASTEINI
Deilur standa um ritun ævisagna Halldórs Laxness.